Dregið hefur verið í undanúrslit Evrópudeildarinnar, United mætir Celta de Vigo!
Leikirnir fara fram 4. og 11. maí og United verður á heimavelli í seinni leiknum!
Celta er núna í 10. sæti spænsku deildarinnar en varð í 6. sæti í fyrra
Celta varð í öðru sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni í haust, en hefur síðan slegið út Shakhtar 2-1, Krasnodar 4-1 , og Genk 4-3. Þetta er besta frammistaða þeirra í Evrópukeppni til þessa.
Þeirra besti maður Iago Aspas sem sum kannast við.
Helgi P says
Fínt að sleppa við frakkana
Heiðar says
Mjög ánægður! Var einmitt að vonast eftir þessarri niðurstöðu. Ajax og Lyon eru bæði sterkari en Celta Vigo tel ég og því fínt að þurfa bara að díla við A eða L í einum leik. Ættum að vinna CV allan daginn.
DMS says
Glæsilegt. Vildi einmitt sleppa við Lyon, geri ráð fyrir að þeir fari alla leið í úrslitaleikinn.
Flott líka að fá seinni leikinn gegn Celta á heimavelli.
Bjarni says
Það er álag á leikmönnum þessa dagana enda leikið þétt. Það má bara ekki kvarnast meira úr liðinu. Tveir byrjunarleikmenn út eftir einn leik. Hvað næst? Nú þarf að meðhöndla restina á skipulegan hátt, klára tímabilið vel, versla vel inn amk 2 varnarmenn. Tökum einn leik í einu og þá fer þetta vel.