Jæja. Einn eitt jafnteflið á Old Trafford, það tíunda í deildinni í vetur. Þar sem leikurinn var álíka leiðinlegur og boccia mót eldri borgara þá verður skýrslan eftir því.
Liðið stillti sér í rauninni upp sjálft sökum meiðsla og leikbanna. Ofan á það meiddist Luke Shaw eftir 8 mínútur og Eric Bailly í síðari hálfleik, svona til að fara endanlega úr öskunni í eldinn.
Varamannabekkur: Romero, Darmian, Tuanzebe, Mata, Mkhitaryan, Valencia, McTominay
Leikurinn
Það er ekki mikið um leikinn að segja. United menn voru í sama gír og gegn Manchester City nú fyrir nokkrum dögum. Það virðist sem allir leikmenn séu gjörsamlega búnir á því en uppspilið var gífurlega hægt, menn misstu boltann, áttu lélegar sendingar og gerðu mest lítið.
Á meðan voru Swansea mjög sprækir en það virtist sem að sigur þeirra í síðustu umferð hafi blásið lífi í liðið. Hafði liðið ekki unnið leik í fimm umferðum þar á undan. Þeir voru mjög sprækir og pressuðu United ítrekað. David De Gea þurfti að halda United í leiknum.
United skapaði sér einstaka færi en ekkert af viti. Það var svo í lok fyrri hálfleiks sem Marcus Rashford þaut inn í teig á eftir boltanum. Lukaz Fabianski kom á móti honum og Rashford fór niður. Að kalla þetta eitthvað annað en dýfu væri lygi svo við köllum þetta dýfu. Persónulega gat mér ekki verið meira sama.
Wayne Rooney fór á punktinn og skoraði úr vítinu. Þrátt fyrir að nánast allir leikmenn liðsins væru á afturfótunum þá var liðið 1-0 yfir í hálfleik. Anthony Martial var manna sprækastur en það kom lítið út úr honum.
Wayne Rooney hefði geta komið United í 2-0 í byrjun seinni hálfleiks en hann fékk boltann eftir að Ander Herrera hafði gefið til baka frá endalínunni. Rooney tókst hins vegar að lúðra í Martial sem var að reyna koma sér frá.
Síðari hálfleikurinn var svo alveg eins og fyrri hálfleikurinn. Mjög lítið fyrir augað. Þegar það voru svo nokkrar mínútur til leiksloka ákvað Rooney að brjóta einstaklega heimskulega af sér rétt fyrir utan teig. Það sem gerir það ennþá heimskulegra en raun ber vitni er að Gylfi Þór Sigurðsson er í Swansea.
Og eins og ALLIR sem horfðu á leikinn vissu þá skoraði Gylfi auðvitað úr aukaspyrnunni. Staðan orðin 1-1 og United sem hefði farið upp í 3. sæti með sigri allt í einu komið aftur í 5. sætið.
United tókst engan veginn að ógna Swansea eftir jöfnunarmarkið en Fernando Llorente hefði átt að tryggja Swansea sigurinn eftir frábæra aukaspyrnu Gylfa en Llorente skaut beint á De Gea.
Enn og aftur enda leikar 1-1 á Old Trafford.
Punktar
- United liðið virkar örþreytt. Guð hjálpi mönnum gegn Celta Cigo og Arsenal + Tottenham.
- Þetta jafntefli var síðasti naglinn í líkkistuna, það má endanlega kyssa Meistaradeildarsætið bless. Ef United hvílír ekki stóran hluta hópsins gegn Arsenal og Tottenham skal ég hundur heita.
- Aukaspyrnur og hornspyrnur Manchester United minna á eitthvað sem 4. deildarlið á Íslandi gerir. Gæðin eru engin. Liðið gæti svo sannarlega gert verri hluti en að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson í sumar.
- Gylfi skorar líka alltaf á Old Trafford – sem er ennþá betri ástæða til að kaupa hann. Hann elskar Old Trafford.
- Meiðslalisti United er orðinn hálfgert grín. Það virðast allir meiðast en fyrir utan Shaw og Bailly í dag þá var Herrera haltrandi í leiks lok.
- Þrátt fyrir þreytu og allt það þá var liðið hreinlega ömurlegt í dag. Gæðin voru lítil sem engin. Fyrir utan De Gea og Martial (fram á við) þá var liðið steingelt. Liðið virðist hvorki fugl né fiskur án Paul Pogba (tala nú ekki um fyrst Zlatan Ibrahimovic eða Juan Mata eru ekki með).
Karl Gardars says
Frábært! Fleiri meiddir varnarmenn.
Bjarni says
Hmmmm, aldrei víti en ég sætti mig við það. Eigum ekki okkar besta leik. Koma svo í seinni og fylgja þessu eftir.
Karl Gardars says
Úffffff hvað er í gangi?
Maður getur huggað sig við að það meiðast varla fleiri miðverðir því þeir eru ekki til! 🤦♂️🤦♂️🤦♂️
Turninn Pallister says
Okii þetta er ekki að verða fyndið. Mikilvægasti varnarmaður liðsins meiddur… Nú reynir sennilegast á strákana hans Nicky Butt…
Turninn Pallister says
Auðvitað, bara eins og víti fyrir Gylfa, einmitt þar sem við máttum ekki fá á okkur aukaspyrnu :/
Karl Gardars says
Hvaða djöfulsins bull var þetta í Herrera? Óskiljanlegt.
Og takk Rooney, þú er búinn að vera frábær fyrir klúbbinn en ég er búinn að fá nóg af þér elsku vinur.
Turninn Pallister says
Rooney hafði gert sitt fram til þessa, var nú hreinlega óheppinn að vera ekki með 2 í þessum leik. Ef Martial hefði ekki bjargað á línu áðan þá væri Rooney sennilegast maður leiksins.
Vandamálið var að okkur vantaði miðvörð til að dekka Lorente. Svo Herrera gat ekki verið á línunni. Ef Bailly er lengi frá þá verða föst leikatriði mikið vandamál.
roy says
þetta er ekki einu sinni fyndið hvað þetta eru miklir ræflar. Þvílíkt samansafn af litlum gæðum af miðju og upp.
Fergusonerauli says
Ha ha ha ha djöfull var þetta gott á ykkur
Joi says
En eitt helvitis jafnteflið hjá Móra taðhaus væri kanski allt í lagi að géra íngri mönnum tækjifæri og svo mættu Martial og Rasford fara að spila sem liðsheild með united .
kristjans says
Á BT Sport kom fram að De Gea hafi rekið Herrera af línunni, ekki viljað hafa hann þar. Lýsendur bentu líka á að Lorente færði sig neðar í teiginn þegar Herrera var á línunni. Fáranlegt og heimskulegt brot Rooney gefur þetta mark.
Okkar menn áttu lítið skilið út úr þessum leik, Swansea var einfaldlega beittara lið. Grátlegt að gera ekki betur gegn liði með -29 í markatölu, aðeins Sunderland toppar það. Hversu mörg jafntefli eru þetta á heimavelli?
Held að liðið nái ekki 4. sætinu, verða að taka Evrópudeildina til að tryggja CL Vona síðan að Bailly sé ekki mikið meiddur.
Helgi P says
þeir eru aldrei að fara ná þessu 4 sæti það er ótrúlegt að vera búinn að eyða svona miklum pening í þetta lið og vera samt með svona mikið rusl leikmenn
Hjörtur says
Ég get varla séð að liðið taki eitt né neitt þegar leikmenn hrynja niður í meiðsli. En þetta virðist vera orðinn fastur liður hjá Gylfa að skora á OT ég held að Móri ætti að reyna að fá kappann.
Omar says
Sé að skítadreyfararnir eru komnir í gang, get ekki alveg séð að þetta sé Morinho að kenna að þetta fór svona. Erum orðnir illilega fáliðaðir og augljóslega komin mikil þreyta í hópinn út af leikjaálagi. Slow clap fyrir Liverpool aðdáandanum líka, sýnir hversu vel þroskaðir einstaklingar halda með þessu blessaða „við erum búnir að vinna deildina þegar tímabilið er hálfnað“ klúbbi.
Bjarni says
Nú er leikjaálagið farið að segja til sín. Hvernig liðið ætlar sér að ná í góð úrslit í næstu leikjum er mér hulin ráðgáta en tel okkur hafa misst af 4 sætinu, jafntefli eru alltaf slæm úrslit í stigasöfnum.
Karl Gardars says
Arsenal getur komist upp fyrir okkur í 5. sætið.
Eins og Helgi P bendir á þá er ótrúlegt að vera búnir að eyða helling en vera samt svona slappir.
Þetta er sorglega lélegt burtséð frá meiðslum og álagi því það er akkúrat engin liðsheild, sendingarnar eru afleitar og færanýtingin ömurleg. Meðalmennska í skásta falli.
Ég vona svo innilega að við náum meistaradeild því það verður allt annað lið sem mætir á næstu leiktíð. Móri mun losa sig við meiðslapésana og prímadonnurnar. Að því sögðu þá er 4. Sætið farið. Við getum sléttgleymt því núna og ég fæ bara ekki séð að þetta lið sem lét Swansea ná stigi á OT geti unnið evrópudeildina.. því miður.
Rúnar Þór says
DRULLU FOKKING TÝPÍSKT!!! Eftir frábæran sigur á Chelsea, gott stig á móti City í erfiðum leik, þá klúðrum við á móti Swansea og gerum fyrri úrslit að engu. Þreytan sást heldur betur menn á seinustu dropunum og meiðslin verða bara fleiri. Þetta lítur ILLA út. Spilum við Tuanzebe á móti Celta Vigo?? Eða vörn með engum hafsentum?? Mér lýst illa á stöðu mála. Hefði viljað að Herrera hefði haldið sig á stönginni, veit að þeir hótuðu að chippa inn fyrir en samt
og af hverju Rashford að taka horn og aukaspyrnur?? kemur ekkert út úr þessu. Lið skipað atvinnumönnum í fótbolta hlýtur að geta skapað hættu úr föstum leikatriðum…… þetta þarf að laga!!!!!! gengur ekki að það sé aldrei hætta
Auðunn S says
Það má nú alveg skrifa eitthvað af þessum meiðslum á Mourinho. Hann hvílir aldrei suma leikmenn og hafði m.a ekki pung í að taka Pogba útaf gegn Burnley í stöðunni 0-2.
Síðan er það líka á hans borði að útfæra horn og aukaspyrnur.
Hvaða brandari er það að Rashford taki horn og aukaspyrnur?
Það er svo margt sem hægt er að gagnrýna Mourinho fyrir á þessu tímabili eins og frammistaða liðsins á heimavelli í vetur.
Það er ekki hægt að tala um þreytu í 90% af þessum aumu jafnteflum.
En á meðan liðið er ennþá í Evrópukeppni og á ennþá möguleika á að komast í meistaradeildina þá má maður ekki gagnrýna Mourinho of harkalega.
Brynjólfur Rósti says
Ónefnd ástæða fyrir því að við ættum að fá Gylfa á OT: Hann er aldrei meiddur.
Annars alveg grátbrosleg úrslit, þótt varla séu þau óvænt í ljósi frammistöðu liðsins á heimavelli í vetur.
Hjörtur says
Það er nú meira hvað allir einblína á þessa meistaradeild, er ekki best að leifa Móra að móta liðið, bætir við mönnum í sumar, og þá vinnst deildin á næstu leiktíð. Góðar stundir.
Rúnar Þór says
Hjörtur. Ástæðan fyrir því að allir einblína á Meistaradeildina er að við viljum vera þar! United á að vera þar! Nennum ekki öðru tímabili í Europa League. Plús það að það er betra að spila á þriðjudegi en fimmtudegi í sambandi við deildarform, tölfræðin sýnir það
Cantona no 7 says
Þetta voru ekki góð úrslit í dag.
Það er eins og Rooney sé alveg búinn því miður.
Núna verða menn einfaldlega að klára rest það er ekkert annað í stöðunni.
G G M U
Sigurjón Arthur says
Ég var á vellinum í dag og sat á mjög góðum stað ! Þetta var algjör hörmung frá upphafi til enda. Hvar eru ungu strákarnir sem Móri sagðist ætla að gefa séns ?? Eitt mesta leikjaálag í sögu manutd og ekki einn einasti nýr leikmaður hefur fengið tækifæri 😢😢 þeir hörðustu í kringum mig voru allt annað en ánægðir, bölvuðu leikskipulaginu , bölvuðu stjóranum, bölvuðu áhugaleysi leikmanna og fóru áður en leikurinn kláraðist ??
Pillinn says
Ég get ekki beðið eftir að tímabilinu ljúki og ég þurfi aldrei aftur að sjá Rooney í Utd treyju. Leikmaður sem ég hef viljað losna við í 4 ár. Er búinn að vera fyrir í þessi 4 ár og hefur ekkert getað. Af einhverjum ástæðum fær hann samt að spila og það gerði það að verkum því miður að hann sló met Sir Bobby Charlton yfir flest mörk skoruð. Finnst hann engan veginn vera sá leikmaður sem á að halda því meti. Hann kostaði okkur stig í þessum leik, þetta brot var það heimskulegasta sem hægt var að gera, engin hætta á ferðum og hann hoppar á manninn til að Gylfi fái tækifæri til að skora. Gylfi er einn besti spyrnumaðurinn í deildinni. Rooney virðist ekki vita af því.
En já þegar þessu tímabili líkur erum við allavega lausir við Rooney, loksins. Það er auðvitað ekki í lagi að fjórir miðverðir séu meiddir. Ekkert lið getur ráðið við það held ég. En þar fyrir utan þá var þetta enn einn heimaleikurinn sem klúðrast. Lið mæta bara á Old Trafford núna og reikna með að fá stig, eru ekkert stressaðir að tapa leikjum því fáir sem tapa leikjum þarna. 1-1 er niðurstaðan úr öllum leikjum þar finnst manni.
Við getum þó glatt okkur við að ég held að Mourinho hafi slegið met í dag með að vera taplaus í þessum fjölda leikja. Þeir því miður hafa gert alltof mörg jafntefli. Snúum því við á næsta tímabili þegar við erum ekki með farþega sem þvælist fyrir liðinu eins og við höfum verið með á þessu tímabili.
Eini möguleikinn á CL á næsta tímabili er að vinna EL en ég er ekki að sjá það gerast með allt liðið í meiðslum. Ég er kannski óþarflega neikvæður en er vel pirraður eftir leikinn áðan.
Joi says
Hann er nú búin að setja fleiri vafasöm met .
DMS says
Nokkur atriði sem þarf að laga í sumar.
Við vitum að Smalling og Jones eru meiðslapésar og óáreiðanlegir. Við þurfum klárlega að bæta við okkur manni í vörnina.
Miðjan hjá okkur er ekki söm án Pogba í síðustu tveimur leikjum. Hann er leikstjórnandinn. En við verðum samt að vera með einhverja sem geta stigið inn og leyst hann af hólmi, hann mun aldrei geta spilað alla leiki. Væri alveg til í að sjá Gylfa á Old Trafford, duglegur, sparkviss, creative og kostar sennilega aldrei meira en 20-30m. Finnst bara mjög undarlegt að það sé bara verið að orða hann við lið eins og So’ton og Everton en ekki topp 6 klúbbana í deildinni, hann á fullt erindi þangað. Carrick verður 36 ára í sumar. Fellaini er ekki varnarsinnaður miðjumaður að mínu mati þó það sé alltaf verið að spila honum þannig. Finnst hann ekki nógu agaður í það hlutverk. Hann er svona leikmaður sem þú vilt ekki hafa nálægt þínum eigin teig út af heimskulegum ákvörðunum.
Sóknarlínuna þarf að bæta. Færanýtingin í vetur hefur verið skelfileg. Zlatan er spurningamerki með framhaldið en geri ekki ráð fyrir að hann verði framherji númer eitt næsta season ef hann verður áfram. Rooney geri ég ráð fyrir að fari enda alltof dýrt að vera með mann á hans samningi sem einhvern squad rotation player. Ef við gerum ráð fyrir að þeir fari báðir þá opnast sennilega launagluggi upp á 5-600þús pund á viku. Launalega séð ættum við að getað fengið 3 topp leikmenn á launaskrá fyrir þá upphæð.
En af hverju fór Mourinho í þennan niðurskurð á hópnum? Schneiderlin, hefði mátt bíða með að selja hann fram til sumars? Schweinsteiger, lá okkur á að losna við hann? Veit svo sem ekki á hvaða launum þessi menn voru á. Auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á, það sér enginn meiðslastöðuna fram í tímann.
Runólfur Trausti says
Held að Móri hafi selt þá nákvæmlega með það í huga að geta bent á hversu þunnur hópurinn væri og þannig fengið að kaupa í sumar.
Og lækka launakostnað í leiðinni.
Það sem hann sá eflaust ekki fyrir var að Knoll&Tott myndu hlaupa á hvorn annan á landsliðsæfingu eða þá að Zlatan og Rojo myndu rífa liðbönd/krossbönd.
Auðunn says
Mjög svo skrítið komment frá Mourinho í garð Shaw eftir leikinn.
Að hann hljóti að vera mikið meiddur fyrst hann þurfti að fara útaf eftir 9 mín.
Hvað er hann að meina með svona ummælum?
Veit hann ekki hvað kom uppá, stendur hann ekki með leikmönnum sínum?
Skil ekki þennan mann stundum, eins og hann sé að leika sér að því að rífa liðið niður innan frá eins og hann hefur reyndar gert nokkrum sinnum áður og af þeirri ástæðu hefur hann aldrei enst lengi hjá sama klúbbnum.
Það má líka gagnrýna hann fyrir að láta þessa miðjumenn fara á miðju tímabili.
Nú situr hann í súpunni og að sjálfsögðu kennir hann öllum um nema sjálfum sér eins og honum einum er lagið.
gudmundurhelgi says
Jæja þá bölmóðurinn alveg á fullu,við skulum ekki gleyma því að Ferguson var nokkur ár að byggja upp þokkalegt lið og þetta tekur sinn tíma. Ferguson var ágætis stjóri og gerði margt vel en var ekki gallalaus frekar en við hin og tók margar ákvarðanir sem orkuðu tvímælis svo ekki sé meira sagt. Mourinho hefur aldrei virkað vel á mig og hefði ég verið leikmaður undir hans stjórn hefðu samskiftin SENNILEGA verið stirð,SCHNEIDERLIN er leikmaður sem ég vildi halda en hann var seldur frekar vanhugsuð sala að mínu viti.Ég kalla eftir meiri jákvæðni frá sönnum MU aðdáendum,góðar stundir.
gudmundurhelgi says
Ég skil svekkelsið með úrslit leikja en pirringur hjálpar ekki neitt því miður.
Sigurjón Arthur says
Eins og þið vitið þá sér maður leikina öðruvísi þegar maður er á vellinum. Líkamstjáning flestra leikmanna okkar var alveg skelfileg, allavega séð með mínum augum ! Virkuðu nánast fullkomlega áhugalausir og það skein ekki leikgleði af einum einasta leikmanni ? Auðvitað er það á hreinu að yfirlýsingar Móra eru ekki að hjálpa til og á sama tíma og hópurinn þynnist þá fær ekki einn nýr leikmaður séns ?? En eitt er alveg á hreinu að allt sem miður fer er öðrum að kenna og all sem gengur vel er bara einum manni að þakka. …Móra ??
Jón ö says
Fun fact Lucas Leiva er kominn með jafn margar stoðsendingar og Pogba. Við erum langt a eftir á Liverpool,chelsea,City og tottenham!!
Auðunn says
Er nú alls ekki sammála því að United sé langt á eftir City, Spurs og Liverpool þótt mér finnist vera töluvert bil í Chelsea.
Við skulum halda því til haga að United er búið að spila miklu fleiri leiki á þessu tímabili en öll þessu lið sem eru upptalin.
Hef sjálfur ekki tekið það saman hversu mörgum leikjum munar en það var einhver lýsandi á Sky að tala um að undirbúningur liðsins fyrir þessa leiki sem og ferðalög sé í heildina rúmlegur mánuðir auka sem menn hafa þurft að leggja á sig.
Ekki það að ég vorkenni þessum mönnum sem eru með tugir milj á viku að spila tvo fótboltaleiki í viku þá skal samt enginn segja mér neitt annað en að aukið álag skiptir gífurlega miklu máli.
Ég fullyrði að þetta lið Liverpool væri ekki inn á topp 7 í deildinni ef það hefði þurft að fara í gegnum jafn marga leiki og United.
Pogba verður að fá meira tíma en 9 mánuði áður en menn fara að dæma hann, þótt hann hafi verið hjá United áður sem krakki þá var hann nánast ekkert viðriðinn aðalliðið og það hefur líka mikið breyst síðan síðast eins og allir vita.
Móri verður líka að fá meiri tíma sem þjálfari og tíma til að móta sitt lið.
Ég er enginn stórkostlegur aðdáandi JM en fyrst hann er þjálfari þá verður stjórnin að bakka hann upp og gefa honum bæði peninga og tíma.
Hann er samt afar furðulegur karakter svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ég hélt hreinlega að hann hefði lært eitthvað þegar hann rak Evu carneiro hér um árið og allt byrjaði að vinna gegn honum uppfrá því hjá Chelsea sem skilaði sér í lélegum úrslitum sem skilaði sér svo í því að hann var rekinn.
En hann virðist ekkert læra af svona asnaskap, heldur bara áfram að gagnrýna allt og alla í kringum sig og það opinberlega. Ég er 100% viss um að á endanum mun þetta kosta hann starfið hjá United , hann mun fá alla upp á móti sér, ekki spurning hvort heldur hvenær.
Ég er líka nokkuð viss um að United væri í betri málum í dag ef Van Gaal hefði fengið að eyða sömu upphæð og haldið áfram með liðið, JM hefur ekkert bætt úr neinu síðan hann kom, akkurat engu.
En það þíðir ekkert að tala um það, JM er stjóri liðsins núna og það verður að bakka hann upp sem slíkan. Það er ekki hægt að skipta um þjálfara árlega.
Halldór Marteins says
Tók hérna að gamni saman hversu marga leiki liðin í efri helmingi deildarinnar hafa spilað á tímabilinu. Miðast við stöðuna í deildinni og leikjafjölda í dag, 2. maí:
1. Chelsea – 42 leikir
2. Spurs – 49 leikir
3. Liverpool – 44 leikir
4. Man. City – 52 leikir
5. Man. Utd – 57 leikir
6. Arsenal – 49 leikir
7. Everton – 38 leikir
8. WBA – 36 leikir
9. Southampton – 48 leikir
10. Bournemouth – 38 leikir
——-
Það munar alveg um þetta, sérstaklega eftir því sem meiðslum hefur fjölgað núna á síðustu og annasömustu vikunum.
Það má annars vel vera að van Gaal væri í betri málum með sitt lið á sinni braut en Mourinho er núna. Er þó alls ekki viss um það. Eitt af því sem Mourinho hefur t.d. gert hvað best síðan hann kom voru kaupin hans. Öll kaupin sem hann kom með hafa bætt liðið verulega. Van Gaal átti ekki jafn vel heppnuð kaup, svona heilt yfir. Allavega hvað það varðar að koma strax inn og hafa áhrif á liðið, vitum auðvitað ekkert hvort einhverjir af þeim sem van Gaal keyptu hefðu byrjað að blómstra meira með tímanum. Mikið af ef og hefði í þessu.
SHS says
Er nokkuð viss um að Vidic væri búinn að hamra nokkrar af auka/hornspyrnunum hans Rashford í markið. Höfum verið steingeldir í föstum leikatriðum eftir að Vidic og CRonaldo fóru.
Ég allavega fýla hvernig hann flengir boltanum inní!
Svo var Rooney langt frá því að vera lélegastur hjá okkur, hefði samt mátt sleppa því að gefa þessa blessuðu aukaspyrnu..
Gunnlaugur says
Þetta liverpool lið er búið að spila án Coutinho í sirka hálft tímabil, svo Lallana í 8-10 leiki, Henderson í hálft tímabil, Sturridge allt tímabilið, Mané hálft tímabil nánast. Matip og Lovren alltaf meiddir. Þótt þeir séu ekki að spila jafn mikið og við þá eru þeir búnir að spila með nánast varalið síðan í byrjun 2017. Þeir eru i 3.sæti samt. Verðum að gefa þeim það. Svo segiru að þeir verða að gefa Moura meiri pening? Hann er buinn að eyða meira en allir til samans nánast á þessu tímabili með þessi Pogba kaup sín.
Auðunn says
Við skulum muna að Liverpool liðið var við og á toppnum fyrir áramót.
Eftir 15 umferðir var liðið 6 stigum frá toppnum og 7 stigum á undan United.
Eftir áramót fóru menn að meiðast hjá þeim og í dag eru þeir 12 stigum frá toppnum búnir að leika einum leik meira en Chelsea.
Þannig að jú meiðslin hafa haft áhrif þar og bæ eins og um leið og það kom eitthvað alvöru álag á liðið (stutt á milli leikja) þá fór liðið að hiksta svo um munaði.
Maður veit svo sem ekki hvaða leikmenn Van Gaal hefði keypt s.l sumar ef hann hefði fengið að halda áfram sem stjóri, ómögulegt að spá til um það. Hinsvegar er alveg ljóst að það er pressa frá stuðningmönnum sem og stjórn/eigendum að liðið versli stór nöfn einfaldlega vegna þess að það eru þeir sem auka tekjur liðsins, það hafa menn lært í gegnum tíðina.
Pogba mun borga sig upp á stuttum tíma og liðið hefur stórgrætt með komu Zlatan, svona kallar selja.
Það var alveg vitað að United þurfti að kaupa miðjumann og menn, og þá á svona risa klúbbur að leita eftir að kaupa þá bestu. pogba var og er klárlega einn allra besti miðjumaður í heimi þótt hann hafi kannski ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem maður óskaði sér.
Hann er líka búinn að vera ótrúlega óheppinn, veit ekki hversu oft hann hefur skotið í marksúlurnar en líklega búinn að slá einhver met í því. Ef bara 50% af þeim skotum hefði endað í markinu þá væri liðið í betri stöðu og við værum sennilega ekkert að ræða hann núna.
Jú jú að má svo sem vel taka undir það sem Halldór segir að kaup JM séu betri en kaup Van Gaal enda væri annað skrítið ef við berum upphæðirnar saman.
En á móti kemur að honum hefur ekki tekist að bæta yngri leikmenn liðsins sem Van Gaal kom með og gaf sénsinn, ég sé enga framför hjá þeim sem og hef ég ekki séð JM gefa nýjum nöfnum sénsinn.
Því verð ég að segja að mitt mat er að JM hefur á sínu fyrsta tímabili ekki tekist að bæta liðið, sem og hann hefur að mínu mati tekið fleiri rangar ákvarðanir en réttar sem liðið líður fyrir núna í dag.
Að selja Schneiderlin eru líklega stærstu mistök hans hingað til því hann fékk engan í staðinn.
Ef hann hefði fengið annan betri miðjumann í staðinn í janúar þá hefði maður ekki getað gagnrýnt hann.
En tímabilið er ekki búið, ef hann nær meistarardeildarsæti þá skal ég sáttur vera.
Ef ekki þá verður fróðlegt að sjá hvað liðið getur gert á markaðinum í sumar með hann sem stjóra.
Halldór Marteins says
Van Gaal eyddi nú alveg ágætis upphæðum í leikmenn sem hafa svo spilað mismikið síðan.
Talað um að Bailly og Mkhitaryan hafi verið á ca. 30 milljónir. Það er líklega ekki ósvipað því að hafa keypt t.d. Schneiderlin á 25 milljónir, Memphis á 25 og Luke Shaw á 27. Þetta eru leikmenn sem hefðu verið á þetta 15-20 milljónir fyrir nokkrum árum, svona menn sem geta dottið beint í lið, getur þurft að vinna í eða fjara út og fara.
Van Gaal keypti sér líka rándýra súperstjörnu, sem svo vildi ekki spila fyrir hann og fór eftir eitt tímabil.
Ætli lunknustu kaup van Gaal hafi ekki verið Marcos Rojo á 14 milljón punda. Það er að koma í ljós núna að það voru bara ansi góð kaup, vonandi að hann haldi áfram á svipuðu róli í miðverðinum eftir að hann kemur til baka úr meiðslum.
Ander Herrera eru önnur góð kaup en ég tel þau eiginlega meira sem Moyes kaup, það eina sem van Gaal gerði var að samþykkja það sem var búið að undirbúa fyrir. Herrera náði svo takmarkað að blómstra til lengdar hjá van Gaal en hefur komið gríðarlega sterkur inn undir stjórn Mourinho.
Van Gaal gaf ungum leikmönnum séns. Mörgum. En það var ekki síst vegna meiðslavandræða. Og svo það að þeir ungu leikmenn sem fengu séns þurftu oft ekki nema ein mistök til að enda í frystikistunni og næsti ungi leikmaður fékk sénsinn. Van Gaal átti alveg sínar undarlegu ákvarðanir líka stundum.
Er samt alveg sammála því að ég hefði viljað sjá fleiri unga fá fleiri tækifæri. Sérstaklega þá sem voru næstir liðinu, eins og Fosu-Mensah og Tuanzebe. Og er alveg sammála með fyrst Schneiderlin var leyft að fara þá hefði mátt gera eitthvað til að fylla upp í það skarð, liðið hefur tapað á því í meiðslakrísum síðustu vikna að hafa ekki meiri breidd.
Gestur says
Sælir man utd aðdáendur…. gall harður Liverpool stuðningsmaður hérna megin 😀
Ég vill byrja á að benda á að ég skil ekki þennan endalausa samanburð á Liverpool og man utd…. enda eiga þessi lið óskaplega lítið sameiginlegt í dag…. að mínu mati er himinn og haf á milli þessara liða í dag ykkur í hag því miður ( þó staðan í deildini segi kannski annað, en þar spilar margt inní) Liverpool hefur smátt og smátt þokast í að vera á svipuðum stað og t.d. Tottenham var á sínum tíma…. oftast með gott lið en ekki endilega frábært, átt eitt og eitt gott tímabil en þá þurft að selja helstu burðarrásir liðsins í burtu….
Man utd er ennþá á þeim stað að bæði haldiði lykilmönnum ( svona með einni og einni undantekningu auðvitað) og þið eruð ennþá með gífurlega mikið aðdráttarafl… bæði þar sem þið borgið sambærileg laun og hinir toppklúbbarnir í evrópu og lets face it… þið eruð manchester united ( fuck that haha 😀)
Mér persónulega finnst menn hérna alltof fljótir að mála skrattann á vegginn þó þetta tímabil sé ekki búið að vera eins gott og þið hefðuð kosið…. ég horfi á flesta man utd leiki og get alveg tekið undir að margir hverjir hafa verið frekar daprir…. en liðið hefur samt verið ótrúlega „óheppið“… hversu mörgum leikjum hefur liðið stjórnað frá a-ö en ekki náð að klára leiki…. stundum detta hlutirnir einfaldlega ekki með liðum en það eru samt sem áður helvíti margir leikir á þessu tímabili þar sem þið hafið verið einu „aðeins betra skoti eða einum markmanni sem er ekki að eiga leik lífsins“ frá því að fá 3 stig í staðin fyrir 1
Það býr hellingur í þessu liði ykkar og með alla heila eruði sennilega með besta mannskapinn í deildini…. þið eruð með þrátt fyrir andúð sumra á honum með einn besta stjóra sögunar ( þó hann hafi misst ákveðinn sjarma undanfarin ár) og þið eruð að fara að upplifa rosalegt sumar þar sem það koma allavegna 2 superstjörnur inn…. búnir að taka einn bikar í bullandi séns á öðrum…..
Þannig mín ráð til ykkar…. andiði rólega…. því miður er mikið styttra í að liðið ykkar verði sama stórveldið og það var fyrir nokkrum árum
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
@Gestur
Takk fyrir þetta og ég verð að segja „að glöggt er gests auga“
Rauðhaus says
Í stóra samhenginu er liðið á réttri leið, það er engin spurning um það.
Við munum aldrei vita hvað hefði gerst ef LvG hefði verið áfram. Hann gerði margt mjög vel fyrir okkur en á sama tíma virtist hann vera búinn að drepa niður gleðina í hópnum. Þess vegna varð hann sennilega að fara.
José hefur klárlega gert margt gott og liðið er á réttri leið. Fótboltinn hefur verið miklu beinskeittari og hraðari, þá sérstaklega á heimavelli þar sem við höfum sótt mjög mikið í nánast öllum leikjum. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að José hefur einnig gert mistök á tímabilinu, of mörg fyrir minn smekk. En ég ætla ekki að pirra mig á þeim, enda gera allir stjórar mistök sem auðvelt er að benda á eftir á (meira að segja SAF).
En það er samt eitt sem José gerir sem ég skil ekki og mun aldrei skilja. Það eru þessar stórfurðulegu árásir hans á leikmenn sína í fjölmiðlum. Ef hann heldur þessu áfram get ég engan veginn séð að hann staldri lengur við hjá Man.Utd. heldur en hann hefur gert hjá öðrum klúbbum. Menn klóra sér í höfðinu yfir þessu, sjá t.d. hér: http://www.espn.co.uk/football/club/manchester-united/360/blog/post/3117414/jose-mourinho-unfair-treatment-of-luke-shaw-phil-jones-and-chris-smalling