Rétt í þessu var staðfest af Manchester United að félagið hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á Victor Lindelöf, sænska landsliðsmanninum. Hann er með sænska landsliðinu nú og leikur gegn Noregi á þriðjudag. Að því loknu kemur hann til Manchester í læknisskoðun og skrifar undir samning. Skv áreiðanlegum blaðamönnum er verðið 35m evra auk aukagreiðslna, eða tæplega 31 milljón punda.
Þá er miðvarðarstaðan afgreidd! Við skoðum Lindelöf fljótlega en stutta útgáfan er: Spilandi miðvörður sem á að mynda sterkt teymi með Bailly.
Slúðrið er síðan heitt umað Morata komi til Manchester á mánudag í læknisskoðun, verð allt að 80 milljónum punda hefur verið nefnt. Síðan er sagt að nýr þjálfari Inter, Luciano Spalletti muni ekki standa í vegi fyrir að Ivan Perišić fari til United, Woodward er þó enn að harka niður verðið þar.
Að lokum virðist sem United ætli sér að næla í Belotti auk Morata og Fabinho slúðrið varð svolítið heitt í miðri viku.
Það er allt að fara af stað!
Halldór Marteins says
Vúhú! Hrikalega vel séð. Eftir því sem ég hef kynnt mér þennan gæja betur, því spenntari er ég fyrir þessum kaupum.
DMS says
Frábærar fréttir og verðið nokkuð gott (svona miðað við verðlagið á leikmönnum sem ManUtd kaupir í dag)
One down – on the the next one Mr. Woodward!
Björn Friðgeir says
Bara strax næsti! Marca segir samkomulag um Morata í höfn, 70 milljón evrur, 61,5 milljón punda
Hjörtur says
Einhverstaðar las ég það að Spalletti vildi halda Ivan, og þar af leiðandi verið hækkað verðið á honum.
Bjarni says
Frábært alveg hreint. Einn hlekkurinn i hryggjarstykki sumarsins í höfn.
Turninn Pallister says
Glæsilegt!
Ætla samt ekki að fagna fyrr en ég sé manninn í United treyju.
Hef einhvernveginn ekki haft mikla trú á Woodward þegar kemur að því að kaupa leikmenn og það álit hefur því miður ekki breyst mikið ennþá. Held samt að Woody sé snillingur þegar kemur að rekstri félagsins, enda höfum við aldrei staðið betur en í dag. Nú er golden tækifæri fyrir hann að smella einum sokk upp í Turninn, við þurfum að lágmarki 2 stóra fiska í viðbót (að því gefnu að við löndum þessum). ;)
Stór limur says
Frábært og flott að sjá þennan hæfilekaríka pilt í liðinu okkar
Björn Friðgeir says
Hjörtur: Já það var málið, en slúðrið í kvöld segir að hann, þeas Spaletti sé búinn að gefa grænt ljós, hafi þurft að hugsa sig um og sé þá væntanlega búinn að því.
Óli says
Skil ekki alveg ef Morata er á leiðinni. Finnst hann vera hálfgerður annars flokks pési. Gæti séð hann eiga álíka feril og Soldado sem niðurlægði sjálfan sig hjá Tottenham.
Björn Friðgeir says
Held það sé misskilningur að hann sér annars flokks. Var á eftir Benzema og Ronaldo í röðinni hjá Real og skoraði samt meira en Benzema
En annars eru blöðin í dag rólegri en þessi frétt seint í gær, og það verður einhver fundur Real og umboðsmannsins á morgun.