Nú er bara að fá staðfest að Lukaku hafi tekið tilboðinu
#MUFC is delighted to announce a fee has been agreed with Everton for the transfer of Romelu Lukaku, subject to a medical & personal terms. pic.twitter.com/O7oQJWzYHo
— Manchester United (@ManUtd) July 8, 2017
Miðað við þennan póst Pogba á Insta þar sem hann býður Lukaku velkominn þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að Lukaku sé á leið til Chelsea. Vona ég.
Læknisskoðun á eftir. Það er sjö tíma munur á LA og Íslandi þannig það verður ekkert meira að frétta fyrr en síðla dags í fyrsta lagi.
Bjarni says
Jæja eitthvađ ađ gerast. Er sammála mörgum varđandi verđmiđann, leikmanninn og fleira. Líst vel á hann. Þetta er leikmađur sem dregur alltaf 2 varnarmenn til sín þannig ađ opnast ætti vel fyrir hina fljótu leikmenn okkar. Bíđ eftir æfingaleikjunum til ađ sjá standiđ á leikmönnunum en er samt á því ad þađ þurfi ađ bæta viđ breidd og gæđi hópsins þó þađ kosti túskildingin. Meistari „Viđarvörn“ er örugglega búinn ađ þaulhugsa slíkt og sjá til þess ađ okkur skorti aldrei fé. En leikmenn þurfa ađ „delivera“ og þađ gerđu þeir ađ mestu leiti í vetur þó ýmislegt vantađi uppá. Nú er nýtt tímabil og krafa um ađ berjast á toppnum. GGMU
Halldór Marteins says
Ég er bjartsýnn á að Lukaku eigi eftir að halda áfram að skora mörk þegar hann kemur inn í liðið. Vona innilega að hann og Pogba nái að færa þessa öflugu tengingu sín á milli yfir á fótboltavöllinn, þá fáum við að sjá einhverja algjöra veislu!
Halldór Marteins says
Svo má auðvitað ekki gleyma annarri tengingu í liðinu, Lukaku og minn maður, hinn vanmetni Fellaini, þekkjast auðvitað mjög vel. Þeir eiga örugglega eftir að geta náð saman inni á vellinum líka :)
Stefan says
Er í alvöru verið að tala um £100milj fyrir Lukaku?
Ef það er sætt þá er knattspyrnuheimurinn endanlega farinn til helv.
Lukaku er svona 40milj punda virði. Kannski 48 milj.
DMS says
Okkar helsti löstur hefur verið færanýting. Með komu þessa manns mun það vonandi batna. Hef fulla trú á því að Pogba og félagar á miðjunni muni skapa dágóðan slatta af þeim fyrir hann.
En þessar upphæðir maður – vá. En við sjáum að næsthæsti markaskorari frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð er að kosta 50m pund (þarf af 10 af mörkum hans sem komu úr vítum). Þá er kannski lítið hægt að segja við 75m punda verðmiða á næsthæsta markaskorara úr ensku deildinni (þar af 1 mark úr víti).
einar__ says
Geggjuð kaup ef þau verða að veruleika. 7 – 9 – 13. Líka gaman að geta sagt RM að fara norður í hvalaskoðun eftir þessa Morata viðræðurnar. Frekar Lukaku en Morata, allan daginn. Lukaku + Rashford/Martial er helvíti efnileg uppstilling á framherjapari.
75m pund, mikill peningur en í góðu lagi, because we can. Mér gæti ekki verið minna sama um verðmiðann, mætti kosta 150m fyrir mér, fólk talar einsog það þurfi sjálft að leggja út fyrir þessu. Klúbburinn liggur við skítur peningum og ég las eitthverstaðar að við gætum eytt 300m á hverju ári án þess að hafa áhyggjur af FFP. Það er í góðu lagi að peningunum sé varið í að styrkja liðið frekar en að borga upp skuldir Glaziers bófanna.
Framboð og eftirspurn, það er skortur af heimsklassa-framhverjum á lausu og þeir kosta sitt.
STÓRGOTT :D
Hjöri says
Peningar virðast ekki vera neitt vandamál hjá þessum félögum hvort sem það er M.U. eða etthvað annað. En eitt finnst mér skrítið að M.U. skuli geta látið leikmenn frá sér án þess að fá nokkuð fyrir þá, samanber það sem maður hefur heyrt með Rooney að hann fari frítt til Everton.
Halldór Marteins says
Það að Rooney fari frítt til Everton er töluverð einföldun. Hann fer og það liðkaði pottþétt fyrir Lukaku dílnum. Svo losnar verulega um launakostnað við það eitt að hann fari. Og svo er líka stundum bara allt í fína að sleppa verðharki þegar verið er að leyfa leikmanni sem hefur skilað frábæru starfi til félagsins að fara þangað sem hann vill fara. Hann hefur unnið fyrir því.
Björn Friðgeir says
Hræringar næturinnar:
Stutt viðtal við Lukaku á ESPN: https://twitter.com/ESPNUK/status/883937255114633224
„Who would say no to the biggest club in the world? The best stadium in England, the best fans“
„Now is the time to work hard, work harder than I ever did before“
og hann setti inn myndir úr læknisskoðuninni
https://twitter.com/raududjoflarnir/status/883944214823931904
Og áritaði treyju sonar Philip Brown, eða @malachians sem mörg ykkar þekkja af Twitter
https://twitter.com/Malachians/status/883805006209597440
Björn Friðgeir says
Meira úr þessu viðtali
http://www.espn.co.uk/football/manchester-united/story/3155160/romelu-lukaku-opens-up-about-his-move-to-man-united-jose-mourinho
Samkvæmt þessu virðist ljóst að Lukaku var alltaf meginmarkmið
„My mind was already set. I gave my word, and I don’t look back, I didn’t look back since, and I was already mentally preparing to be part of the team“
Mjög áhugavert hvaða mætur hann hefur á Mourinho eftir allt talið um að hann myndi aldrei spila fyrir Mourinho aftur eftir að Mourinho seldi hann.
„Now I’m 24. I’m a grown man. He sees the maturity that has grown throughout the years, so I’m really thankful for the opportunity he gave me again“
og vináttan við Pogba er augljóslega þáttur líka