Nemanja Matić hefur verið staðfestur sem leikmaður Manchester United
#MUFC is delighted to announce the signing of Nemanja Matic from Chelsea on a three-year contract. https://t.co/AH5KfCr9ZI #MaticIsRed pic.twitter.com/vbl8kSLbEO
— Manchester United (@ManUtd) July 31, 2017
Orðrómur um að José Mourinho hefði áhuga á að fá sinn gamla leikmann til liðs við sig er gamall og jókst í vor. Þessi kaup hafa því verið lengi á döfinni en hafa tafist vegna þess annars vegar að Chelsea þurfti að kaupa Tiemoue Bakayoko frá Monaco og United var heldur ekki tilbúið að greiða þær 50 milljónir punda sem Chelsea vildi. Nú er þetta hvort tveggja klárt, talað er um að verðið sé 35 milljónir punda auk 5 milljóna aukagreiðslna.
Fee for Matic is £35m down with an additional £5m in add-ons.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) July 31, 2017
Það er bara vel sloppið ef rétt er! Athygli vekur að að samningurinn er aðeins til þriggja ára.
José Mourinho sagði:
Nemanja is a Manchester United player and a Jose Mourinho player. He represents everything we want in a footballer; loyalty, consistency, ambition, team player.
I would like to thank him for his desire to join us because without that, it would be impossible to have him here. I am sure our players and supporters will love him. A big welcome to our new number 31.
Sem sé: Matić fékk þessi leikmannaskipti fram. Hann segir
I am delighted to have joined Manchester United. To work with Jose Mourinho once again was an opportunity I couldn’t turn down.
Nemanja Matić er Serbi, fæddur 1. ágúst 1988 og verður því 29 ára á morgun. Hann hóf ferilinn hjá Kolubara í neðri deildum Serbíu en færði sig 19 ára til Košice í Slóvakíu. Hann lék 70 leiki fyrir Košice og var fastamaður þar 19 ára gamall og fékk einnig slóvakískan (og þar með ESB-ískan) ríkisborgararétt. Košice var meðallið í Slóvakíu en gekk vel eftir að Matić kom þangað og vorið 2009 varð liði í fjórða sæti og vann bikarinn. Matić vann sér þá sæti í serbneska landsliðinu og lék jafnframt með U21 landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins þá um sumarið en meiddist illa strax í fyrsta leik.
Engu að síður keypti Chelsea hann það sumará 1,5 milljónir punda, en notaði hann lítið. veturinn 2009-10 lék hann 2 leiki með Chelsea en var sendur á lán til Vitesse tímabilið á eftir. Þar lék hann 27 leiki fyrri hluta tímabils, en í janúar 2011 var hann notaður sem skiptimynt í kaupum Chelsea á David Luiz frá Benfica. Hann hafði þá ekki leikið landsleik fyrir Serbíu síðan hann hafði komið til Chelsea.
Benfica
Það var hjá Benfica sem Matić blómstraði. Hann hafði fram að því verði leikstjórnandi en Jorge Jesus, stjóri Benfica, breytti honum í varnarmiðjumann og sem slíkur varð hann einn sá sterkasti í Evrópu. Vorið 2012 vann hann deildarbikarinn með Benfica og um haustið var hann aftur valinn í landsliðið.
Vorið 2013 lék hann í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar Benfica tapaði fyrir Chelsea. Það vor tapaði Benfica deildinni á lokametrunum en Matić var valinn leikmaður ársins í Portúgal. Mark hans það ár gegn Porto varð í öðru sæti í vali FIFA á marki ársins, Puskas verðlaununum.
Hann lék síðan hálft tímabilið 2013-14 með Benfica en í janúar 2014, þrem árum eftir að hann var seldur, keypti Chelsea hann til baka og greiddi 21 milljón punda fyrir.
Chelsea
Það var auðvitað José Mourinho sem keypti Nemanja Matić til Chelsea í seinna skiptið og hann þekkir Matić því út og inn. Hann varð strax lykilleikmaður á miðjunni hjá Chelsea og var einn af sex Chelsea mönnum í liði ársins meistaraárið 2015. Veturinn 2015-16 var auðvitað mikið hörmungarár hjá Chelsea, og Mourinho, en siðasta vetur var Matić enn fastamaður í meistaraliði.
Lykilhlutverk framundan
Það þarf ekkert að ræða það að United er hér að kaupa gríðarreyndan og sterkan miðjumann. Hann er vissulega ekki sá yngsti og efnilegasti en er keyptur til að smella beint inn í lið United. Fyrsta mál á dagskrá er að losa Paul Pogba undan varnarhlutverkinu sem Pogba þurfti oft að gegna í fyrra. Hvort sem Matić spilar sem aftasti maður í þriggja manna miðju með Pogba og Herrera eða sem annar af tveimur miðjumönnum með öðrum hvorum þeirra þá á ekki að hafa áhyggjur af því að miðjan sé ekki nógu sterk. Michael Carrick er orðinn of gamall til að valda þessu hlutverki heilt tímabil og Marouane Fellaini er ekki besti kosturinn í þessa stöðu þó hann geti vissulega leyst hana með prýði þegar þörf er á. Það kæmi líka ekkert á óvart í leikjum þar sem Mourinho vill fullt vald á miðjunni að sjá Matić og Carrick saman.
Matić er þó ekki bara varnarsinnaður, hann leggur líka upp:
https://twitter.com/Squawka/status/891725581779206144/
Það hefði kannske verið meira spennandi að kaupa Fabinho en Fabinho er enn ungur, Monaco er ekki í neinni þörf til að selja og vill of mikinn pening fyrir. Að auki kemur gluggi eftir þennan, ef Fabinho er enn spennandi kostur næsta sumar þá má alltaf kaupa hann þá.
Það er því að mínu mati gríðarlega sterkt fyrir United að fá Matić. José veit upp á hár hvað hann er að fá og næstu 2-3 árin hið minnsta er miðja United klár. Pogba, Herrera og Matić geta staðist hvaða miðju sem er snúning og gott betur.
Þetta hefur verið smá streð að fá þessi kaup samþykkt en nú er það komið. Þrír af leikmönnunum sem José vildi komnir og enn von um fleiri. Stóra Perišić málið er líklega ekki dautt hvað sem Inter segir og það gæti verið að hægri bakvörðurinn Serge Aurier komi frá Paris Saint-Germain, en slúðrið vill meina að hann sé búinn að ná samkomulagi við United, enda sjái hann fram á að missa stöðu sína til Dani Alves.
Bjarni says
Sterkur leikmaður, klókur og þekkir sín takmörk. Getur ógnað með skotum ef hann fær skipun um að gera það, aðalsmerki hans er að vera hliðhollur og samviskusamur hermaður sem kemur til með að þétta raðirnar svo aðrir geti blómstrað. Sáttur við hann, maður af mínu skapi, gangi honum vel í rauðu treyjunni. Ekki væri verra að smella 2-3 í sammarann þegar Pogba hefur hrist aðeins í tréverkinu. GGMU.
DMS says
3-5-2 kerfið gæti líka orðið ansi spennandi kostur með vinnusama menn með mikla hlaupagetu sem vængbakverði, Perisic og Valencia tikka þar inn.
Auðunn says
Virkilega sterkt að fá þennan leikmann, hann mun auka gæði liðsins á miðjunni til muna.
Liðið orðið töluvert samkeppnishæfara eftir þessi kaup og ætti með þennan mannskap að vera inn á topp 3 með Chelsea og City.
Verður áhugavert að sjá hvernig næsta tímabili þróast.
Karl Gardars says
Virkilega sterk kaup.
Ég hafði miklar efasemdir með Perisic söguna. Ég vildi helst sjá Martial stíga upp en Perisic hefur hraða og flotta krossa sem myndu henta bolanum í teignum og restinni af hávaxna liðinu okkar. Spurningin er kannski hvar Marcus er hugsaður til framtíðar. Ef hann er hugsaður framherji þá vil ég Perisic týpu annars ekki…
Eitt smáatriði er búið að gleðja mig ómælt úr æfingaleikjunum og það eru hornspyrnurnar hjá Pereira. Mér finnst hornspyrnur okkar manna búnar að vera alveg úrtöku lélegar síðustu árin burtséð frá því hver hefur tekið þær.
Að koma ekki tuðrunni yfir fremsta mann ætti að verða til 2. Vikulauna sektar (værum búin að spara allan launakostnað Blind.. :-D ). Pereira er enginn Gylfi en þetta stendur vonandi til bóta.
Aurier er orðaður við okkur en hann er RB þar sem við höfum Tony V og Timboo… LB er vandamálið og Luke Shaw verður hreinlega að drullast í gang á þessu tímabili. Ég þurfti að éta hátt með hvor yrði betri Memphis eða Firminho og ég nenni ekki öðrum hatt með Clyne eða Shaw..
Næsta tímabil verður rosalegt. Það eru svo mörg hættuleg lið í deildinni og baráttan um Evrópusætin verður ruddaleg. Ég gæti m.a.s alveg trúað að deildin vinnist á rétt rúmlega 70 stigum.