Byrjunarliðið gegn Basel í fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta árið er komið. Ýmsar breytingar frá leiknum gegn Stoke um helgina. Bailly og Jones í banni þannig að Lindelöf og Smalling koma inn. Athygli vekur að Valencia fær hvíld, Ashley Young kemur inn fyrir hann auk þess sem að Blind tekur sæti Darmian. Það er alveg ný varnarlína sem mætir til leiks.
Að öðru leyti koma Martial og Mata inn fyrir Rashford og Herrera. Þetta lítur svona út, sex breytingar allt í allt. Pogba er með bandið!
De Gea
Blind
Smalling
Lindelöf
Young
Pogba
Matic
Martial
Mkhitaryan
Mata
Lukaku
Bekkur: Romero, Darmian, Valencia, Carrick, Fellaini, Lingard & Rashford.
Leikurinn hefst klukkan 18.45. Koma svo!
Turninn Pallister says
Uss, var að fara að setja skítadreyfarann í gang en halló!
Vel gert hjá Ashley og Fella!
I <3 Pálmatré!
Elias says
Það er skelfilegt ef að Pogba verður eitthvað frá. Algjör lykilmaður a miðjunni!
Bjarni says
Svakalega er utd stuðningsmenn hljóðir. Eins og það sé kvöð að horfa á fótbolta.
Rúnar Þór says
2 orð: MAROUANE FELLAINI
Sá var sturlaður í þessum leik! Mark, leggur upp og um allt að vinna boltann. Og hann var tæpur.
jah ætli maður sé nú ekki bara að fá sér sæti á krulluvagninum!