Það var enginn Ander Herrera í byrjunarliðinu, en Ashley Young hélt sæti sínu en þurfti að færa sig yfir í vinstri bakvörðinn.
Í liði Everton var hins vegar ein breyting sem kom á óvart, Sandro Ramirez var ekki með en Wayne Rooney var treyst fyrir að vera fremsti maður
Leikurinn var varla byrjaður þegar United var komið yfir. United sótti og Everton bakkaði alltof alltof mikið. Nær allir Everton menn voru inni í teig þegar Matić fékk boltan rétt utan vítateigshorns vinstra megin, hann gaf boltann í sveig óáreittan þvert fyrir teiginn, sendingin skoppaði einu sinni og var í hnéhæð þegar Antonio Valencia smellihitti hann og skoraði, óverjandi fyrir Jordan Pickford.
Algerlega ótrúlegt á allan hátt, að sending sem þessi fengi að fara þvert fyrir teiginn og skot Valencia var óaðfinnanlegt. 1-0 eftir þrjár mínútur og 16 sekúndur.
United hélt pressunni áfram og leikurinn fór fram að mestu á vallarhelmingi Everton. Þegar Everton sótti á endaði boltinn yfirleitt hjá Nemanja Matić, hvort sme það var hann sem stöðvai sóknia eða sá um að taka við boltanum eftir að aðrir United menn höfðu séð um það. Matić sá síðan um dreifa boltanum og fórst það alla jafna vel úr hendi.
Sóknir United voru hraðar og góðar en samt var næsta skot á mark Evertonmanna, Enginn annar en Wayne Rooney reyndi skot utan teigs, en það fór þægilega framhjá.
Hinu megin sýndi svo Lukaku sínu gamla félagi miskunn þegar hann var kominn einn í gegn eftir nett spil en skaut svo framhjá bæði Pickford og markinu, skelfilega að verki staðið þar hjá Lukaku.
Everton færði sig upp á skaftið og var farið að ná að halda sóknum, nokkuð sem þeir höfðu ekki getað fyrstu 25 mínútur hálfleiksins. Sóknir þeirra voru þo aldrei af alvöru hættulegar en hinumegin virtist einungis tímaspursmál hvenær einhver af hröðum sóknum United enduðu á að finna mann í færi. Þær urðu samt þó nokkrar án þess að gefa færi og Pogba var nokkuð saknað. Samspilið var samt þokkalegt en Everton bakkaði mikið.
Seinni hálfleikur var síðan varla byrjaður þegar Everton kom í góða sókn, unnu boltann tvsvar af varnarmönnum og Rooney var kominn á markteig en De Gea varði vinstrifótarskot hans mjög vel. Everton var mun betra fyrstu mínúturnar og vörn United mátti hafa sig alla við.
Marcus Rashford átti ekki góðan dag og var það meðal annars ástæðan fyrir að margt af því besta sem Everton gerði kom vinstra megin á United vörnina. Það kom því ekki á óvart þegar Lingard kom inn á fyrir Rashford á 61. mínútu. Í næstu sókn Everton var svo Gylfi með frítt skot á mark, var reyndar aðeins að teygja sig í boltann og það var nóg til að De Gea verði mjög vel.
United átti varla sókn í seinni hálfleiknum fyrr en á 63. mínútu þegar pressa á Pickford olli því að hann hreinsaði illa, boltinn fór út á Mata og Baines braut á honum rétt fyrir utan teig. Mata tók aukaspyrnuna sjálfur og skot hans small í stöng.
Áfram hélt þetta. Everton ef eitthvað var grimmara framávið, en bæði lið hæg og lítið að gerast. Það vantaði mikið á United væri að skapa opnanir fyrir leikmenn og ef eitthvað virtist vera að gerast þá rann það fljótt út í sandinn.
Önnur skipting United kom á 77. mínútu, Ander Herrera kom inn á Fyrir Mata. Lingard átti að fá víti skömmu síðar en hann náði skotinu í fallinu eftir að brotið var á honum og dómarinn sleppti því.
Það var ekki ekki svo að Wayne Rooney myndi snúa aftur á Old Trafford og gera United skráveifu, hann var tekinn útaf á 83. mínútu. Strax á eftir léttist brún stuðningsmanna United enn frekar. Everton var að reyna koma boltanum úr vörninni, Williams sendi boltann beint í fæturnar á Fellaini, þaðan barst boltinn á Lukaku sem bar boltann upp að teig, og renndi honum síðan framhjá vörninni inn á Mkhitaryan sem var óvaldaður og renndi boltanum framhjá Pickford. Sannarlega það fyrsta af viti sem Mkhitaryan gerði í leiknum, hafði verið afskaplega slakur fram að þessu.
Hann var svo tekinn af velli á 88. mínútu og Martial fékk að spreyta sig. United fékk svo aukaspyrnu á vitateigslínúnni, Lukaku skaut í Herrera við vegginn, boltinn fór út á Matić sem skaut í varnarmann, Lingard skallaði áfram og boltinn fór fyrir fætur Lukaku sem gerði engin mistök í þetta skiptið og setti boltann örugglega framhjá Pickford og tryggði sigurinn. Hann sleppti því síðan svo sannarlega ekki að fagna þó þetta væri gegn hans gamla liði!
Og innan við tveimur mínútum síðar kom hröð sókn United, Martial spilaði sig í gegnum tvo varnarmenn og var að fara framhjá Schneiderlin sem hafði rennt sér fyrir hann þegar boltinn fór í hönd Schneiderlin. Dómarinn dæmdi víti og Martial skoraði örugglega. Skv Mourinho eftir leikinn var Mata tilnefnd vítaskytta í leiknum en fyrst hann var farinn útaf réðu leikmenn þessu sjálfir.
Frá því að vera agalega slakur seinni hálfleikur þar sem flestir biðu bara eftir að Rooney jafnaði, nema Íslendingar sem biðu þess að Gylfi skoraði í fjórða leik sínum í röð kom United allt í einu og rústaði leiknum og kom sér upp að hlið City í deildinni, jafn mörg stig, jafn mörg mörk, sami markamunur, en annað sætið er staðreynd, skv stafrófsröð.
Það kann að vera að þessi siður United að ganga ekki frá leikjum fyrr en á lokamínútunum sé taugatrekkjandi en hann er samt óendanlega betri en að gera slök 1-1 jafntefli eins og var siður í fyrra. Að því sögðu má ekki líta framhjá því að þetta var slakur leikur hjá flestöllum leikmönnum United. Matić var gríðargóður á miðjunni, en maður leiksins var David de Gea sem varði þrisvar þegar Everton menn voru komnir í gegn.
Bjarni says
Svona á að svara fyrir sig frá síðustu helgi, vildi sjá úr hverju þeir eru gerðir og svöruðu þeir með búmm búmm spilamennsku. Yndislegt að sjá fyrrum leikmann og annan sem hefur reglulega skorað á móti okkur klikka úr sínum færum. Sofa sennilega illa í nótt. En umfram allt frábær sigur og gefur okkur vísbendingar á að við hættum aldrei fyrr en flautan gellur og gaman að því. Höldum þessu áfram.
EgillG says
70min af þessum leik spiluðu okkar menn eins og kóngar. Hefði verið flott að fá annað markið 25min fyrr,en 4-0 er það flott að maður getur varla sett út á neitt GGMU
gudmundurhelgi says
Þessi sigur gefur alls ekki rétta mynd af leiknum, en á móti kemur þá hefði leikur sem þessi endað með jafntefli ef miðað er við tímabilið í fyrra.
Rúnar P says
Ég hefði skrifað þessa leiklýsingu allt öðruvísi eða allavega hvernig ég upplifði þennan leik..
Vissi fyrirfram að þessi leikur yrði aldrei gefins og að United þyrfti að vinna fyrir honum, sem þeir svo sannarlega gerðu án þess að missa ekki allan fókus, sem gerðist svo oft á síðustu leiktíð þegar við töpuðum leikjum í jafntefli á síðustu 10-15 mínútum, enda 3 góð mörk á síðust 10 mínútunum. :)
Hannes says
Frábær leikur í dag. Skemmtileg leikskýrsla. Langar til að skora á ritstjórn að birta einnig einkunnir leikmanna eftir leiki. Gæfi betri yfirsýn yfir frammistöðu leikmanna. :)
Ingvar says
Pogba var sárt saknað í seinni, Matic var ekki að fá neina hjálp frá Fellaini og það var ekki fyrr en að Herrera kom inná sem náðist aftur ró og völd á miðjunni. En góður sigur þrátt fyrir að vera ekki að spila frábærlega, hefði klárlega endað 1-1 fyrir ári síðan.
Halldór Marteins says
Mér fannst þetta bara ljómandi fínn leikur hjá United, líka framan af. Vissulega var maður alltaf nett stressaður í stöðunni 1-0 en það var miklu meira viðloðandi stress eftir alla jafnteflisleikina í fyrra en vegna þess að Everton hafi í raun náð að ógna eitthvað að ráði.
Taktískt fannst mér þessi leikur vel settur upp af Mourinho. Mér fannst fremstu fjórir oft vinna mjög vel saman í að pressa á öftustu menn Everton þannig að þeir neyddust til að gefa langar sendingar frekar en að spila sig upp völlinn. Og þar voru Matic, Fellaini og félagar yfirleitt með völdin. M.a.s. þegar Everton fékk að hafa boltann þá var bara svo falleg ró yfir Matic að það skapaðist aldrei neitt alvöru panikk.
Everton náði vissulega tvisvar að böðlast í nokkuð opin færi en bæði skiptin var búið að gera nóg í varnarleiknum til að leikmennirnir höfðu ekki tök á að nýta færin í almennileg skot.
Mikki og Rashford hefðu mögulega getað gert betur sóknarlega. En það komu líka frábærar hraðar sóknir inn á milli þar sem ekki vantaði nema herslumuninn upp á. Ég er alveg farinn að hlakka til að sjá liðið spila leik þar sem það liggur meira í vörn því það búa mjög öflugar skyndisóknir í þessu liði.
Og minn maður Fellaini heldur áfram að rúlla upp tölfræðinni. 14-0 með hann inná, 6-4 þegar hann er ekki inná. Sífellt fleiri að fatta það að þessi maður er góður í fótbolta.
Sjáið bara fyrsta markið. Fellaini er að lauma sér inn á fjærstöngina og tekur athygli varnarinnar þannig að enginn dekkar Valencia eða fylgir sendingunni frá Matic.
Svipað og þegar Mkhitaryan skorar. Byrjar auðvitað á góðri vinnu frá Fellaini en svo þegar Lukaku fær boltann þá virkilega panikkar vörn Everton þannig að allir þrír varnarmennirnir fara í hann. Lukaku gerir svo vel í að rúlla boltanum yfir á gapandi frían Mkhitaryan sem kláraði færið vel. Það að eiga svona stóra, sterka og hættulega leikmenn er svo gott bæði fyrir það sem þeir geta og líka fyrir það sem þeir opna fyrir aðra.
Svo já, ég er alsæll með þetta. Virkilega verðskuldaður sigur enda Manchester United miklu betra liðið í þessum leik.
Heiðar says
Henti í lauflétta tölfræði í kjölfar þessa leiks. Móri er í dag, 17. sept aðeins einum leik frá því að jafna þá tölu sem sá Gaalni náði á fyrra tímabilinu sínu. Athugið að ég tel allar keppnir með. Sigrar gegn Cambridge og FA Cup telja því líka. Segi það sem ég hef sagt svo oft áður, Móri er heildrænt séð á hárréttri leið með liðið.
Fjöldi leikja þar sem Manchester United hefur unnið með þremur mörkum eða meira:
2013-14: 9
2014-15: 5
2015-16: 7
2016-17: 9
2017-18: 4 (17 september).
Cantona no 7 says
Frábær frammistaða hjá okkar mönnum.
Allir að spila vel og liðið er til alls líklegt.
G G M U