Galatasaray kom í heimsókn á Old Trafford í fyrsta skipti í átján ár og var frekar óheppið að fara heim án stiga í leik þar sem fjórum vítum var sleppt sem virtust öll púra víti.
Lið United var næstum alveg eins og spáð var hér á síðunni, utan að Scholes byrjaði. Í virðingarskyni við tvær lögreglukonur sem myrtar voru í Manchester í gær léku leikmenn með sorgarbönd
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Carrick Scholes
Valencia Kagawa Nani
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Anderson, Cleverley, Fletcher, Hernandez, Welbeck.
Lið Galatasaray
Muslera
Eboué Semih Kaya Balta
Altıntop Melo İnan Amrabat
Yılmaz Bulut
United byrjaði illa þegar Vidic braut á Bulut innan teigs. Ekki alveg ljóst hvernig bæði dómarinn og sprotadómarinn misstu af því að Vidic fór beint aftan í manninn. Vel sloppið. United komst síðan vel inn í leikinn og sýndi oft snilldar uppbyggingu næstu mínútur.
Nani fékk prýðistækifæri á 6. mínútu sem Muslera varði, og mínútu síðar kom mark. Michael Carrick fékk boltann á miðjunni, gaf á Van Persie gerði vel að koma boltanum aftur á Carrick, sem gaf beint inn á Kagawa við vítahálfhringinn, og Carrick fékk boltann síðan beint til baka frá Shinji, var næsta óvaldaður og gat valsað inn í teig óáreittur. Muslera kom út á móti en Carrick fór snyrtilega framhjá honum, féll við þegar Muslera kom í hann, en náði samt að senda boltann í opið markið.
Galatasaray höfðu samt átt sínar sóknir og á 10. mínútu kom Amrabat upp að teig með fjóra í kringum sig, náði skotinu sem sveif í fallegum boga yfir De Gea og small í slána og yfir.
Leikurinn róaðist frekar eftir þennan hasar fyrstu mínúturnar, en fylgdu mynstrinu, United með boltann, en Galatasaray reyndi skyndisóknir. Þeir komu síðan meira inn í leikinn um miðjan hálfleikinn, United dró sig aðeins aftar og átti erfiðara með að halda boltanum.
Spilið hjá United var að fara mikið meira hægra megin eins og svo oft, en Valencia var ekki alveg í toppformi þegar kom að því að skila boltanum frá sér. Eftir því sem leið á varð Galatasaray hreinlega allsráðandi í leiknum, var að fá horn og eina hættulega aukaspyrnu við endamörk eftir að Evra braut klaufalega af sér, Evra var ekki að eiga góðan leik og virtist sem Galatasaray væri virkilega að stíla á að láta á hann reyna.
Virkilega erfiður fyrri hálfleikur ef frá eru taldar fyrstu 10 mínúturnar, og United í raun heppið að fara með 1-0 inn í hálfleik ef litið er til vítisins sem sleppt var.
United kom aðeins betur inn í seinni hálfleik og fékk víti á 52. mínútu þegar Rafael var felldur í góðu hlaupi inni í teig. Nani tók vítið, hikaði í aðhlaupinu og setti so lélegan bolta hálfa leið í hornið sem Muslera varði auðveldlega. United hefur skorað aðeins eitt mark úr síðustu sjö vítum sem er auðvitað hreinasta skömm
Rétt á eftir kom góð sending inn á teig United og skalli İnan fór í utanverða stöngina. Enn vel sloppið. Hinu megin átti Vidic skalla rétt yfir eftir horn Nani og United var með meiri stjórn á leiknum en í fyrri hálfleiknum. Spilið upp að teig var samt ekki alveg að gera sig.
Loksins kom færi á 70. mínútu, Nani stakk inn á Evra sem fór alveg upp að markteigshorni en skaut framhjá bæði Muslera og fjærstöng. Rétt á eftir vildi og átti Nani að fá víti en í staðinn kom Galatasaray upp, Yılmaz átti hörkuskot frá teig sem De Gea varði, boltinn barst út á varamanninn Çolak en De Gea varði skot hans glæsilega. Hasarinn hélt áfram og strax í næstu sókn endaði boltinn hjá Van Persie inni í teig en hann var of lengi að athafna sig og missti boltann.
Þetta var allt saman einhvern veginn of erfitt og allt of margir leikmenn að spila langt undir getu. Van Persie sást of lítið og var of slakur í að taka á móti þeim boltum sem hann þó fékk. Kagawa hvarf oft úr leiknum og Valencia var slakur. Nani var einna skástur, átti þokkalegar rispur.
Á 79. mínútu kom skipting sem fæstir bjuggust við. Darren Fletcher kom inná fyrir Scholes. Rétt á eftir fór Van Persie útaf og Chicharito kom inná. Ekkert við þá skiptingu að athuga, Van Persie búinn að vera slakur. Kagawa fékk svo líka að hvíla aðeins og Welbeck kom inn á. Það hefði verið hægt að dæma víti þegar Nounkeu kom alltof seint í Valencia, fór aðeins í fótinn á honum og Valencia féll. Sprotadómarinn var hins vegar að horfa inn í miðjan teiginn og ekkert var dæmt. Rétt á eftir kom sending frá Nani inn á Hernández sem skaut undir Muslera en Nounkeu var mættur og náði að stoppa skotið.
Fjórða vítið sem dómarinn missti af kom svo á þriðju mínútu uppbótartíma, Yilmas var á undan Evans í boltann og Evans sparkaði hann niður. Vægast sagt slök frammistaða há dómarnum, og ekki síður sprotadómaranum sem var beint fyrir framn brotin á Bulut, Nani og Valencia.
Chicharito skaut að lokum yfir með tilþrifum áður en dómarinn flautaði til leiksloka. United sleppur með þrjú stig úr því sem er á pappírnum erfiðasti heimaleikurinn, en ekki hægt að segja þetta hafi verið fallegt, vel spilað og öruggt. Sanngjarnt, kannske en dómaramistökin settu svip á leikinn. Úti á vellinum var Nani líklega skástur okkar manna, en maður leiksins var David De Gea sem hélt okkur inn í leiknum með nokkrum frábærum markvörslum þegar þeirra var virkilega þörf.
Ef liðið verður jafn andlaust á sunnudaginn verður leikurinn okkur erfiður.
DMS says
Ég missti af stórum hluta seinni hálfleiks þar sem Sopcast linkurinn hætti að virka sem og allir aðrir Sopcast linkar. En mér fannst liðið spila fínan bolta á köflum, vantaði bara að ná helvítis seinna markinu til að taka pressuna aðeins af mönnum.
Hvað er samt málið með vítin hjá okkur. Höfum við skorað úr víti á þessari leiktíð? Van Persie, Hernandez og Nani komnir á listann yfir þá sem hafa klúðrað. Hver tekur víti í næsta leik? Vidic?
Sigurjón says
Það er alveg klárt mál að Van Persie tekur næsta víti, ég held að hann sjái eftir því að hafa ekki stigið fram og heimtað að taka þetta víti, hann hefði pottþétt gert það í Arsenal. Það eru eflaust einhverjar hömlur á honum sem „nýji gæjinn“ en hann mun koma fram í næsta víti og negla því inn „Persie-style“.
ellioman says
Ótrúlegt vítaböl á okkar mönnum. Skil ekki þegar menn eru að stoppa í hlaupinu í átt að boltanum. Það er að mínu mati aðeins einn maður sem getur gert það og það er Ronaldo.
Nani var sprækur. Fannst leiðinlegt að sjá Kagawa hverfa í seinni hálfleik. Verð að játa að ég varð frekar smeykur þegar Scholes fór út af og Fletcher kom inn í staðinn.
Vona annars að Ferguson hætti þessu markmannsróteringarrugli! De Gea í markið gegn Liverpool og hananú.
fannar says
vá hvað Nani var lélegur!! selja hann strax og kaupa annan kantara
Elvar Smári says
verð að segja það , Nani var bara hreint út sagt lélegur í þessum leik , hörmulegt víti!!! hann gerði ehv 2 – 3 góða hluti , allavegna af því sem ég sá hann gera í þessum leik…
ellioman says
@Fannar
Lélegur? Skrítið að segja það eftir þennan leik þegar hann var með betri mönnum United í dag, þrátt fyrir vítaklúðrið.
Sigurjón says
Nani var með sprækari mönnum United í dag, það eru hinsvegar er ekki góð meðmæli þar sem allir voru að spila undir pari. Hann var klárlega betri en Kagawa, Valencia og Van Persie, reyndi allavega að ógna markinu eitthvað, þó svo hann hafi átt nokkrar fáránlegar marktilraunir.
Ég er þó á því að Carrick hafi verið besti útileikmaður United, hann skoraði markið snemma leiks með mikilli harðfylgni, spilaði svo boltanum vel og gerði svo fá mistök. Þannig að valið á manni leiksins stæði á milli hans og De Gea að mínu mati. De Gea hafði nú ekki voðalega mikið að gera svona heilt yfir, en þurfti að verja þrjá bolta, þar af tvo á nánast á sömu sekúndunni, sem var klárlega eitt mikilvægasta mómentið í leiknum fyrir Man Utd.
Baldur Seljan says
Get engan veginn verið sammála því að United hafi verið heppnir í dag. Vissulega áttu gestirnir að fá eitt augljóst víti í fyrri hálfleik en afhverju í andskotanum er ekkert verið að fjalla um t.d hendina á Eboue í fyrri hálfleik og þegar Nani var klárlega felldur eftir hornspyrnu seint í síðari hálfleik. Einnig hægt að réttlæta það að Valencia átti að fá víti líka þegar miðvörður þeirra tekur hann niður við endalínuna með glórulausri skriðtæklingu þar sem að varnarmaðurinn kom aldrei við boltann. Á góðum degi hefði United unnið þennan leik 5-0 , en það er eins og það vanti pínu heppni/sjálfstraust á seinasta þriðjungi vallarinns.
úlli says
Sigurinn mikilvægastur. Meistaradeildin er nákvæmlega ekkert spennandi á þessu stigi, það sem gerðist í fyrra var bara eitthvað sem kemur fyrir öll lið á 15 ára fresti. Eini riðillinn sem verður gaman að fylgjast með verður Madrid/City/Dortmund/Ajax. Sjáumst í 16-liða úrslitum.
Ingi Rúnar says
Tessi leikur hefdi getad endad ílla fyrir okkur, bædi lid hefdu getad sett fleiri mork med smá heppni. Carrik flottur í markinu, flestir ef ekki allir senterar hefdu dottid. Madur vissi tad strax ad Nani myndi klúdra tegar hann stoppadi í tilhlaupinu, verdur sennilega vítaæfingar daglega fram ad næsta leik, tad vona ég. Hernandes fannst mér med flotta innkomu, fékk allavega fín færi, en eina tolfrædin sem mér er ekki sama um er skorud mork. Madur leiksins fannst mér De Gea, ekki madur leiksins, dómarinn.
Magnús L says
Spilamennskan ekki sérstaklega góð í gærkvöldi en þrjú stig kærkomin, það stendur upp úr. Annars er þetta trikk þeirra félaga Cristiano Ronaldo og nú Nani að stoppa í tilhlaupi að vítaspyrnu ótrúlega vitlaust. Eins og lesa má um hér (http://footballspeak.com/post/2012/07/25/Analysis-UCL-Final.aspx) kostaði það okkur nærri því Meistaradeildina árið 2008:
„Before the 2008 UCL final of Moscow, Chelsea hired an economist, Ignacio Palacios, to study United’s penalties in order to give the Blues an advantage in case both teams were still tied after 120 minutes. […] Ignacio’s third tip was for Cech, regarding Cristiano Ronaldo. He warned Cech that whenever Ronaldo stops during his run, there’s a 85% chance that he’ll place the ball to the right of the keeper. The economist added that the Portuguese had the special capability to change his mind right before kicking the ball. This meant that whenever Cristiano spotted the rival goalie taking a step too early, he could quickly adjust his foot and shoot towards the opposite direction. […] The scored was tied at two, and Ronaldo was up next representing Old Trafford. Petr Cech recalled Ignacio’s words that told him to stay motionless until right before CR7 touched the ball. He also remembered that he was to dive to his right if Cristiano stopped during his run. The Portuguese did, in fact, stop mid-way, but Petr was ready. As Ignacio had suggested, Cech dived to his right after standing still, and he stopped the prodigy’s shot.“