Meiðsli settu svip sinn á liðið, vitað var að Pogba, Fellaini og Carrick væru meiddir og Phil Jones tæpur. Þegar liðið var svo birt kom í ljós að Eric Bailly hafði meiðst í landsleikjahléinu og að Marcus Rashford hefði líka eitthvað hnjaskast. Fyrir leikinn voru vangaveltur um að þetta væri 3-4-2-1 en Mourinho valdi að setja Ashley Young í hægri kant og nota Darmian í vinstri bakvarðarstöðuna
Varamenn: Romero, Blind, Lindelöf, Tuanzebe, Lingard, Mata og Rashford
Liverpool stillti upp eins og búist var við, Georginio Wijnaldum byrjaði á miðjunni vinstra megin sem ýtti Coutinho framar og Firmino í miðframherjastöðuna. Daniel Sturridge sat á bekknum. Joe Gomez var treyst fyrir hægri bakvarðarstöðunni frekar en Trent Alexander-Arnold.
United vann tvær hornspyrnur á annarri mínútunni en Mkhitaryan setti þær báðar á fyrsta mann og ekkert varð úr þeim. Annars var þetta strax fjörugur leikur, sóknir komu á báða bóga, en fátt um færi. Liverpool var miklu meira með boltann, United liðið bakkaði vel og varðist í þéttum línum. Georgino Wijnaldum átti fyrsta markskotið á 6. mínútu sem var varla færi, en síðan á þeirri 14. var hann aftur á ferð, í þetta sinn utan teigs, en De Gea tók það af öryggi.
Sóknir Liverpool voru farnar að þyngjast og Salah hefði getað gert United skráveifu ef hann hefði komist í fyrirgjöf Gomez. Hann hefði reyndar alveg mátt fá gult spjald fyrir dýfu inni í teig nokkru áður.
Pressa Liverpool var farin að setja vörn United ansi langt aftur og fyrir vikið var Lukaku orðinn einangraður frammi, og gat lítið gert þó hann fengi boltann stöku sinnum, fór reyndar einu sinni skemmtilega framhjá Lovren, en fyrirgjfin var svo of löng fyir Martial. Það var helst að setja mætti út á Herrera og Mkhitaryan sem vantaði inn í spilið til að tengja við Lukaku, Young var einna sprækastur þegar kom að því að koma boltanum fram á völlinn.
United fékk loksins snyrtilega sókn á 30. mínútu sem endaði á skoti frá Matic en það var yfir.
En það kom ekkert á óvart að það var Liverpool sem átti hættulegasta færið, sending kom inn á Firmino á teignum hann gaf lágan bolta og Matip skaut af stuttu færi en De Gea varði með fætinum á hreint ótrúlegan hátt, boltinn barst út til Salah sem hafði tima til að leggja fyrir sig boltann en skaut framhjá. Stórkostlega varið.
Sóknir Liverpool héldu áfram. Salah átti skot sem De Gea tók auðveldlega og síðan fór Coutinho í svig gegnum vörnina en skot hans utan úr teignum olli De Gea engum vandræðum heldur.
Loksins á 43. mínútu fékk United gott færi. Lukaku og Martial spiluðu sig í gegn og Lukaku átti opið færi, reyndar með varnarmenn í sér frá báðum hliðum. Mignolet varði hins vegar vel, en skotið var næstum beint á hann. Young fékk frákastið en skaut beint í varnarmann.
Mjög lélegur fyrri hálfleikur hjá United, Liverpool sótti vel og pressaði lið United vel aftur. Vörn og miðja United gerði stundum vel í að grípa inn í sóknir Liverpool en Liverpool fékk samt of mikið af færum. Síðan gekk United herfilega illa að minnka pressuna þegar liðið fékk boltann, sóknirnar voru ómarkvissar og ekki beittar.
Það hefði held ég enginn United stuðningsmaður grátið það þó Mkhitaryan hefði farið af velli í hálfleik en Mourinho gerði enga breytingu. Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn eins og þeir spiluðu í þeim fyrri og United liðið var komið allt aftur að eigin teig. United átti um það bil eina almennilega sókn fyrsta kortérið og auðvitað varð ekkert úr henni. Ander Herrera hefði getað fengið á sig víti þegar hann fór klaufalega í Coutinho en það var á mörkunum að það væri brot og hann slapp.
Mkhitaryan var loksins tekinn útaf á 64. mínútu og Jesse Lingard kom inná. Skömmu seinna kom Rashford inná fyrir Martial.
Það varð ekki mikil breyting á leik United við skiptingarnar, liðið hreinlega hélt aldrei boltanum að ráði og sóknir Liverpool voru mun hættulegri. Mohamed Salah fór oft illa með Phil Jones, var t.d. næstum búinn að ná skalla við markteig eftir að hafa hrist Jones af sér. Hann var samt annar þeirra sem var tekinn af velli á 78. mínútu ásamt Coutinho, Alexander Oxlade-Chamberlain og Daniel Sturridge komu inná. United var aðeins hressara næstu mínúturnar þarna á eftir, náðu þó ekki að skapa nein færi og á 87. mínútu gerði Klopp síðustu skiptinguna, Dominic Solanke kom inná fyrir Firmino. Liverpool sóknirnar héldu áfram en þeim gekk ekki að gera sér mat úr yfirburðum sínum.
José gerði síðustu skiptinguna á síðustu mínútu viðbótartímans, sendi Victor Lindelöf inná fyrir Ashley Young. Liverpool vann eitt horn í lokin en Jafnteflis-José sótti stigið sem hann vildi á Anfield.
Þessi frammistaða var samt engan vegin boðleg þó að liðinu hafi verið stillt upp varnarlega. United fékk eitt færi að ráði í leiknum og hélt aldrei boltanum. Það má alveg segja að liðið hafi saknað Pogba og Fellaini en það er samt ekki afsökun. Mkhitaryan átti einn lélagasta leik sinn með United og það var ótrúlegt að Juan Mata fékk ekki tækifæri.
Fyrir leikinn töluðum við um að Lukaku hefði á sér orð að vera ekki nógu sterkur gegn góðu liðunum og hann var alls ekki góður í þessum leik. Það verður samt að segja honum til varnar að hann fékk enga þjónustu í þessum leik.
Besti maður United, og sá eini sem eitthvað gat í leiknum var David de Gea. Það er gott að vera með besta markmann í heimi.
En, stig á Anfield. Það er eitthvað. Nú er það bara Benfica í Lissabon næst.
Robbi Mich says
Minn maður Herrara! Nýttu nú tækifærið og sýndu Mourinho að byrjunarliðssætið er þitt. Spái því að Herrera setji þrennu og bjargi á línu.
Snorkur says
Ekki samfærður í hálfleik. . Væri til í Darmian út fyrir mata og detta í 4 manna vörn
Karl Garðars says
Hahah bara 3 mörk?? :)
Veit ekki hvað maður á að segja um þennan leik. Það virðist hreinlega allt eiga að fara í gegnum young og hann er alls ekki að eiga sinn skásta leik.
Það er allt í lagi að sitja til baka en það er lágmark að eiga einhverjar sóknir.
Vil sjá Rashford fyrr en seinna og þá inn á fyrir young en ekki martial.
Karl Garðars says
Já eða Rashford fyrir Darmian og Young fari í vinstri bak
einar__ says
Jæja… mér er fyrirmunað að skilja hvernig þetta er ennþá 0-0. Þeir þurfa að mæta til leiks, þvílík spilamennska þetta.
Karl Garðars says
Hefði tekið 1 stig fyrirfram en þessi spilamennska er ekki boðleg. Þetta endar bara á einn veg og það er liverpool sigur.
Sækja á þessa andskota. Þeir eru með handónýta vörn og taugahrúgu í markinu.
Sindri Þ says
Leikurinn var jafn óáhugaverður og byrjunarliðið. Skiptingarnar ekki aðlaðandi heldur. Mest skapandi maðurinn fór af velli fyrir Lingard og svo meiga Rashford og Martial greinilega ekki vera inná á sama tíma. Jafntefli svo sem allt í lagi, en það þarf allavega að reyna fram á við…. Leikirnir við Liverpool orðnir leiðinlegir, verðum að venjast því :(
Turninn Pallister says
Þvílíkt anti-climax sem þessir Liverpool vs United leikir eru orðnir. Fínt að fá stigið og allt það, en við verðum að gera betur en þetta þegar við spilum á móti stærri liðunum. Fannst Liverpool spila meira með hjartanu en aldrei þessu vant (og sem betur fer) brást „hættulegasta“ sóknarlína deildarinnar. Menn leiksins United megin Dd Gea og Phil Jones.
Bjarni says
Hafði illan bifur fyrir þessum leik þar sem ég þoli illa að tapa fyrir lfc. Eyddi því deginum að versla inn fyrir vikuna en fylgdist með í txt lýsingu. Skv henni þá getum við enn og aftur þakkað því að hafa einn besta markmann í heimi á milli stanganna. Það er hann enn og aftur sem á skilið hrósið þegar við höldum hreinu. Fæ alltaf hland fyrir hjartað að horfa á knattspyrnumanninn Smalling leika listir sínar. En mikilvægt var að tapa ekki leiknum á erfiðum útivelli eftir landsleikjahrinu þar sem flestir spiluðu erfiða leiki og nú þarf að koma sterkir til leiks í næsta leik og halda stigasöfnun áfram.
gudmundurhelgi says
Þessi leikur var arfaslakur af halfu man utd og hreint alveg otrulegt ad fa stig ur leik Þar sem vid attum ekkert skilid, gudi se lof fyrir markvordin okkar hreint ut sagt storkostlegur.
einar__ says
Reiðin runninn af mér. Flott stig, leiðinlegur leikur. Lít svo á að liðið hafi staðist fyrstu alvöru prófraunina. Ég hefði tekið stigi fyrirfram og tek því fagnandi eftir þennan leik þar sem við megum helst þakka De Gea hefur stigið mikilvæga. Hefði verið hræðilegt að tapa þessu.
Maður helst vonsvikin af liðið hafi ekki keyrt meira á þessa vonlausu vörn þeirra. Um leið og Coutinho og Salah var skipt út af var ljóst að þeir voru ekki að fara skora neitt.
Mikið var Atkinson annars slakur dómari í dag, hvað þurfti oft að tækla og sparka niður Herrera og Young svo þeir fengu eitthvað? En hann bætti það upp með að falla ekki fyrir leikrænum tilburðum Coutinho þegar hann reyndi að krækja í víti, sem hefði verið það „softest“ í manna minnum.
Rúnar Þór says
mmmmmm :( Fínn varnarleikur. Fínt stig. Það er samt ekki hægt að segja að sóknarleikurinn hafi verið lélegur, því hann var ekki til staðar. Djöfull var leiðinlegt að horfa á þetta.
Allir sem segja „landsleikjahlé og þreyta“ Liverpool menn voru líka í landsleikjum sko….
Jón says
Park the bus FC. Þvílíkur viðbjóður að Manutd sé að spila svona bolta
Auðunn says
Èg veit bara hreinlega ekki hvað maður á að segja eftir þennan leik .. maður er nànast orðlaus.
Bara man ekki eftir svona svakalegir spilamennsku frá United. Þetta var einn stór skandall og það sem kannski verra er er að United fèkk stig sem gæti leitt til þess að Mourinho làta liðið spila svona aftur á ùtivelli gegn sterkari liðum.
Það ekkert að frétta hjá United, enginn fótbolti í gangi heldur eitthvað allt annað sem ég get bara ekki útskýrt því èg held að maður hafi bara ekki sèð neitt þessu líkt àður.
Stig à útivelli gegn Liverpool væri undir venjulegum kringumstæðum bara fínt, svona la la.. en í dag à þessum tíma þegar Liverpool hefur verið að spila ílla og ekki beint með besta lið sem maður hefur sèð undanfarin 10 àr eða svo þà er það bara slakt hjá United því united hefur verið að spila töluvert betur og eru allan daginn með miklu betri mannskap.
Nei það var ekki verið að fara til Liverpool og reyna að spila fótbolta heldur var dagsskipunin að sparkað boltanum bara eitthvað út í loftið og passa sig á að sækja ekkert.
Èg vorkenni stuðningsmönnum United sem gerðu sèr ferð à völlinn. Svona „fótbolti“ er ekki þessum stuðningsmönnum bjóðandi.
Skammastu þín Mourinho að bjóða okkur uppá þennan viðbjóð eftir að vera búinn að versla alla þessa kalla og eyða öllum þessum peningum.
Maður er nànast í sjokki.. alveg gjörsamlega hræðilegt og rúmlega það….
Rúnar P. says
Ógeðslegur leikur!
Turninn Pallister says
Ekki mikil landsleikja þreyta hjá City….
Finnst til skammar að það sé verið að nota landsleikja hléið sem afsökun. Liverpool áttu líka menn sem spiluðu í vikunni og þá hafa meiðsli einnig verið að hrjá þeirra byrjunarlið.
Verð bara að taka undir með Auðun, maður er bara í sjokki með þessa frammistöðu. Virkilega furðuleg ákvörðun að leyfa Mata ekki að byrja á kostnað Young eða Darmian.
Halldór Marteins says
Að mínu mati var þetta ekki svo galin uppsetning hjá Mourinho. Darmian betri varnarmaður en Young/Blind, meikar sens að hafa hann gegn einum heitasta, sóknarsinnaða leikmanni deildarinnar í Salah. Miðjan valdi sig sjálf vegna meiðsla. Martial yfir Rashford, hefði getað verið á hvorn veginn sem var en Rash tæpur eftir landsleikjahléð svo það var sjálfvalið.
Ég get líka skilið það hvers vegna hann valdi að hafa Young á hægri kantinum. Bæði kom hann með fína varnarvinnu þeim megin til að aðstoða Valencia. Valencia hefur oftar en ekki þurft að sjá einn um allan hægri vænginn, eitthvað sem hefði ekki verið sérstaklega sniðugt með sóknarsinnaðan Moreno fyrir aftan Coutinho.
En að auki hefur Young sennilega átt, ásamt Martial hinum megin, að halda breiddinni og reyna þar með að teygja á Liverpoolvörninni. Fyrir svo utan möguleikann á að hann gæti laumað sér upp hægra megin og komið með fyrirgjafir inn í teiginn, eitthvað sem hann er góður í. Þetta náði liðið bara ekki að nýta sér.
Fyrir mér var Mkhitaryan mestu vonbrigðin í þessum leik. Ég fíla manninn en þarna hefði hann mátt stíga betur upp og taka meiri og betri þátt í því þegar United var að reyna að snúa vörn í sókn. Það hversu illa honum gekk að komast inn í leikinn gerði það að verkum að Lukaku varð mjög einangraður og auðvelt að verjast honum, Martial náði mjög sjaldan að fá tækifæri til að keyra á vörnina og við sáum sáralítið af fyrirgjafahæfileikum Young.
Vissulega hefðu miðjumennirnir fyrir aftan líka mátt vera yfirvegaðri á boltanum, sem og allt liðið í heild sinni. Þetta var ferlegt að horfa á stundum. Gef Herrera samt þann fyrirvara að hann hefur ekki verið að spila mikið og vantar því upp á leikform hvað það snertir. Hann bætti það upp með mikilli baráttu og vinnusemi án boltans.
Svona fór þetta bara. Ekki gott, ekki alslæmt heldur. Varnarlega nánast alveg solid. Liverpool skapaði tvö dauðafæri, þau komu í sömu sókninni. Þá borgaði það sig sannarlega að hafa besta markmann heims á milli stanganna. Fyrir utan þá sókn þá gerðu þeir ekki mikið af viti. Þeir virkuðu þó miklu tilbúnari í baráttu, hugarfarslega séð. Það er ákveðið áhyggjuefni. Það á aldrei að vera neitt mál að mótivera sig fyrir leik á Anfield.
DMS says
Ég hefði viljað hafa Fellaini tiltækan í svona leik. Að henda honum upp ofarlega fyrir aftan Lukaku hefði sennilega valdið usla, Lukaku var afskaplega einmana þarna frammi oft. Er sammála því að við hefðum átt að láta reyna meira á þessa vörn hjá Liverpool. En svo virtist sem að forgangurinn hafi verið að fá ekki á sig hröð upphlaup og vera fljótir að tvöfalda á Coutinho þegar hann nálgaðist teiginn.
Liverpool þurftu samt mun meira á þessum 3 stigum að halda í dag en við. Fyrirfram er jafntefli á útivelli gegn Liverpool enginn heimsendir, en maður hefði viljað sjá þá láta reyna meira á trúðana þeirra þarna í vörninni. En það er á hreinu að svona spilamennska mun ekki vera í boði á Old Trafford.
Eru einhverjar nýjar fréttir af Pogba og Fellaini? Styttist í þá?
Frikki11 says
Finnst eins og ég hafi séð þennan leik áður, já alveg rétt 0-0 jafnteflið á Anfield í fyrra, ég hefði alveg eins getað horft bara á hann aftur. En þetta á ekkert að koma okkur á óvart, svona spilar Móri á útivelli gegn topp 6 liðunum.
Cantona no 7 says
Þetta stig er ágætt á erfiðum útivelli.
Stundum verða menn að ná í stig með öðruvísi leik en búist er við.
Ég treysti Mourinho t.þ.a. ná í titilinn aftur á Old Trafford ekki nokkur spurning.
Liðið er að verða mjög erfitt að vinna og við skorum aldrei fjögur mörk í öllum leikjum.
G G M U