Þetta er var bara andskoti léleg frammistaða hjá okkur mönnum í dag. Liðið var hægt, fyrirsjáanlegt og ógnaði marki Huddersfield aldrei að neinu viti. Leikmenn Huddersfield voru að berjast virkilega vel í leiknum og átti alveg skilið að vinna þennan leik. Það má deila um hvort að United hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir að það virtist sem að Kachunga hefði brotið á Herra inni í teig. United lifnaði aðeins við undir lok leiksins þegar Lukaku lagði upp mark fyrir Rashford en það reyndist einfaldlega of lítið og of seint.
Liðið
- David de Gea. Lítið hægt að sakast við hann í dag en vörnin fyrir framan í fyrri hálfleik var hálfgert lestarslys.
- Antontio Valencia. Spilaði í rauninni bara eins og hann er vanur en ekki var hægt að segja það sama liðsfélaga hans.
- Phil Jones. Fór útaf meiddur á 23′ mínútu og í kjölfarið hrundi varnarleikurinn.
- Chris Smalling. Hann hefur alltaf verið þannig leikmaður að frammistaðan fer eftir hver leikur við hlið hans í miðju varnarinnar.
- Ashley Young. Var frekar dapur í dag og náði aldrei að skapa hættu sóknarlega.
- Nemanja Matic. Ekki hans besti dagur og hægt að setja spurningamarki við ákvarðanatöku hans í nokkrum tilfellum í þessum leik.
- Ander Herrera. Það er frekar fúlt að þessi slaka frammistaða liðsins hafi byrjað þegar Herrera og Matic fóru að leika saman.
- Anthony Martial. Var ekkert spes en langt því slakasti leikmaður liðsins í fyrri hálfleiknum en hann var orðinn vel pirraður og kominn með gult og hálft spjald.
- Juan Mata. Hann byrjaði leikinn.
- Jesse Lingard. Lingard hefur verið umdeildur af stuðningsmönnum United. Hann gerði lítið til í dag til að sannfæra efasemdarmennina í dag.
- Romelu Lukaku. Belginn fékk einfaldlega enga þjónustu í dag. Hann náði sér amk í stoðsendingu undir lok leiksins.
- Victor Lindelöf. Guð minn almáttugur hvaða greyið drengurinn átti skelfilega innkomu í dag. Seinna mark heimamanna skrifast alfarið á hann. Ég vil aldrei sjá þetta Lindelöf – Smalling kombó í vörninni aftur.
- Henrikh Mkitaryan. Kom inná í hálfleik en gerði lítið annað en skotta letilega allan seinni hálfleikinn.
- Marcus Rashford. Kom inná hálfleik og skoraði eina mark United með skalla eftir fína fyrirgjöf frá Lukaku.
Bekkur: Romero, Blind, Darmian, Lindelöf (Jones ’23), McTominay, Mkhitaryan (Mata 46′), Rashford (Martial ’46).
Bjarni says
Hvaða grín er í gangi.
Keane says
Jesse Lingard. Ég veit ekki hvaða lið gæti haft not fyrir hann. Jæja 2-0 um leið og ég skrifa þetta.
Joi says
hvar voru helmingurinn af þessari drullu vörn Valensia skokkandi eða stopp í fyrra markinu.
Bjarni says
Ljótt er það, hef enga trú á comebacki en myndi glaður éta sokkinn minn. Nú þarf bara að kasta inn handklæðinu svo ekki fari verr. Hef beðið eftir þessari niðurstöðu sem allt blasir í að verði. Liðið er bara ekkert betra en það en að allir leikmenn verða að tikka með frá byrjun leiks.
Rúnar Þór says
ÞETTA VAR VÍTI!!! Víti og 2-1 allt annar leikur í seinni hálfleik fokk :(
Turninn Pallister says
Lindelöf er djók. Miðað við hvað hann kostaði, þá er hann verstu kaup United í mörg ár.
Skil ekki drullið yfir Lingard, hann er langt frá því að vera okkar lakasti maður í dag.
Keane says
Ætla að klára rantið mitt gegn Lingard. Hvers vegna í andskotanum fékk hann samning hjá ManUtd? Hann er slappur líkamlega, ömurlegur 1 á 1, hræðilegur undir pressu, mjög vondur staðsetningalega, tæknilega lélegur, alls ekki #10. Hvað sjá menn við þennan aumingjahjá félagi eins og ManUtd?
Keane says
Pallister. Lærðu fótbolta, þá skilurðu drullið yfir þennan djöfulsins ræfil
Turninn Pallister says
Vá takk Keane, hvað ertu búinn með marga bjóra?
Keane says
Þakka mer? Engan en þú?
Kjartan says
Af hverju tekur Móri Martial ut af þegar liðið þarf að skora 3 mörk á 45 min ?
Turninn Pallister says
Ég drekk ekki, spurði bara til að athuga hvort þú værir bara rasshaus af guðsnáð eða með hjálp flöskunar.
Lingard er ekki byrjunarliðsmaður og sættir sig við það. Hann spilar með hjartanu fyrir klúbb sem hann er alinn upp hjá. Vissulega er hann ekki hæfileikaríkasti knattspyrnumaðurinn í Manchester, en við þurfum svona leikmenn og höfum alltaf þurft þá. Tel upp nokkra sem kannski hressa upp á minnið hjá þér: John O’Shea, Phil Neville, Nicky Butt, Wes Brown og Park Ji-sung.
En takk fyrir að koma með þessa uppbyggilegu fótboltafræðslu þarna áðan. Get séð að þú „kannt“ miklu meiri fótbolta heldur en ég.
Keane says
Pallister. Mér er nákvæmlega sama hvort þú beitir persónulegum eða ópersónulegum aðferðum. Þitt tap. Lingard getur ekki neitt. Hann er ljóður á leik ManUtd
Bjarni says
Jæja hneisa ef við náum ekki að skora á móti miðlungsliði. Það ætti ekki að vera erfið með þær stjörnur sem við höfum. Hins vegar hlaut að koma að því að de Gea næði ekki alltaf að bjarga vörninni fyrir horn. Vörnin er því miður kapituli fyrir sig.
Auðunn says
Jæja Mourinho, þarft að fara að tileinka þèr smá sóknarleik ef u ætlar að endast hjá United.
Eftir 82 mín komnar tvær tilraunir à mark gegn Huddersfield. Það er vægast sagt hörmulegt.
Eigum að vinna svona lið 3-0 alla daga allstaðar.
Skelfilegt..
Rúnar Þór says
Ef vítið hefði verið dæmt líklegast 2-2. Dýr dómaramistök. Botninn svolítið dottinn úr þessu eftir frábæra byrjun… get ekki beðið eftir að fá mennina til baka úr meiðslum og hrista upp í þessu!!
Karl Garðars says
Orðlaus.
Keane says
https://www.google.is/amp/www.dailymail.co.uk/sport/football/article-4387522/amp/Manchester-United-star-Jesse-Lingard-close-new-contract.html
Setjið þetta í samhengi.
King says
Vantar Fellaini, það er eina skýringin
Jón Oddur says
Í þessum skelfingarleik og svo Liverpool-leiknum, hvað erum við að tala um mörg skot á rammann, samtals? Einmitt.
Bjarni says
Auðvitað munum við tapa leikjum í vetur með þessa vörn, segir sig sjálft en hvernig leikirnir tapast er allt annað handleggur. Sóknin þarf að skapa sér færi og hafa nýtinguna í lagi. Gekk vel í byrjun en hefur hallað undir fæti upp á síðkastið. Hvað veldur er ekki gott að segja en misjafnlega gengur hjá leikmönnum að vera stöðugir í leik sínum. Nú er bara að hysja upp um sig buxurnar einbeita sér að næsta leik og koma sterkir til baka þannig að veikleikar okkar skíni ekki í gegn.
Runar P says
Hahaha þetta er auðvita sorglegt en svona er nú fótbolting og þá sérstaklega enski boltinn!
Vil bara minna menn á að tveir, nei þrír af bestu varnarmönnum síðasta árartugs byrjuðu mjög illa með ManU og Lindelöf ásamt Bailley mun verða Goðsögn hjá ManU!
Herbert Hjálmarsson says
Slæmur leikur. Ömurleg vörn en ekki var sóknin að heilla. Mjög svo skrítið að besta fyrirgjöf leiksins sem skilaði sér í marki hafi komið frá 9-unni okkar. Afskaplega lélegt að hafa handónýtann varnarmann í vinstri bakverði til að skila góðum fyrirgjöfum fram á við. Sérstaklega þar sem það kom varla fyrirgjöf frá honum og engin með viti. Asley Young er leikmaður sem gott er að hafa í liðinu en ekki í vinstri bakverði. Eina staðan sem virkilega þarf að leysa og það í snatri!
Hjöri says
Það var sárt að tapa þessum leik, en mér finnst nú menn hér drulla ansi mikið yfir leikmenn, þeir geta ekki alltaf átt toppleiki, nákvæmlega eins og með ykkur þið mætið örugglega ekki alltaf í toppformi í ykkar vinnu. Það er búið að valta æði oft yfir Felliani hér á síðuni, en nú eru menn farnir að sakna hans í liðið. Vörnin að mínu mati hefur staðið sig ágætlega, allavega fram að þessum leik liðið hafði fengið á sig 2 mörk í fyrstu 8 leikjunum.
Trigger says
https://www.youtube.com/watch?v=jEn3b905NGs
Cantona no 7 says
Alvöru stuðningsmenn styðja sína menn.
Við eigum eigum stundum slaka leiki.
G G M U
ALLTAF
einar__ says
Fyndið hvað það fyllist allt hér af úthellingum þegar liðið tapar loksins. Jæja, þarna kom FYRSTA tapið á leiktíðinni og það er korter í nóvember.
Einstaklingsmistök kostuðu okkur þennan leik. Það má skella ákveðinni skuld á Mourinho, en þessi mörk hefðu aldrei orðið ef vörnin hefði átt eðlilegan dag. Ef og hefði, áttum að fá (allavega eitt) víti og gjörsamlega lágum á þeim undir lokin.
En hvað um það, þetta var augljóslega ekki nógu gott. Pogba sárt saknað, sem og Bailly (og jú Fellaini). Lindelöf varð á í messunni og það verður bara að taka því. Hann er ungur og á framtíðina fyrir sér. Það getur kostar mistök og dogdy leiktíma að kaupa nýja leikmenn í yngri kanntinum. De Gea átti sín mistök í upphafi og það áttu fleiri leikmenn. Í dag kostaði það okkur stigin og það verður bara að taka því einsog öðru. Að kalla hann verstu kaup United í mörk ár eða krefjast þess að sjá hann aldrei aftur eru knee-jerk viðbrögð frá helvíti.
Onwards and upwards!
Karl Garðars says
Auðvitað tapast einhverjir leikir á leiktíðinni. Það er enginn að fara fram á að liðið fari taplaust í gegn og það er enginn sem segir að City muni ekki misstíga sig. En ef menn ætla sér eitthvað að viti þá mega tapleikirnir ekki verða mikið meira en 3-4. Mín skoðun.
Það er ekki málið að það hafi tapast leikur.
Það er heldur ekki málið að við höfum misstigið okkur á móti nýliðum Huddersfield.
Málið er hversu átakanlega taktlaust, fyrirsjáanlegt og andlaust þetta lið var sem tapaði leiknum. Nánast eins og sumir þessara leikmanna hafi verið að hittast í fyrsta skipti.
Það verða óumflýjanlega alltaf stöku einstaklingsmistök sem munu jafnvel gefa mörk og það er í skásta falli kjánalegt að taka einn af lífi fyrir það. Þetta er liðsíþrótt og allir bera ábyrgð. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur.
Ekki var maður alltaf skínandi glaður með frammistöður Gary Neville. Samt er þetta einn af bestu hægri bakvörðum sem félagið hefur átt, margsannaður meistari og nokkuð heillegt eintak af manni.
Sammála Einari: Onwards & upwards!
Bjarni says
Sammála þér Karl G og menn hafa næstu leiki til snúa við blaðinu og komast á sigurbraut á ný. Því fyrr því betra.
Heiðar says
Það er alltaf erfitt að lenda 2-0 undir. Bæði mörkin og sérstaklega hið síðara hefðu aldrei orðið að veruleika á venjulegum degi í vörninni. Ég verð nú samt að segja það að ég vorkenni liðinu svolítið eftir leikinn í dag. Eins og ég upplifði þetta reyndu þeir og reyndu en þvílík ólukka! Á tímabili vorum við 86% með boltann. Allir og þá meina ég ALLIR seinni boltar hrökkluðust til Huddersfield þrátt fyrir margmenni United manna í teig þeirra bláhvítu. Við áttum klárlega að fá augljóst víti í fyrri hálfleik sem hefði sett leikinn í allt annað samhengi.
Mér fannst Móri fulldjarfur að klára skiptingarnar í hálfleik. Hefði verið gott að geta haft bæði Martial og Rashford inná, sérstaklega eftir að við minnkuðum muninn.
Ég auglýsi hér með eftir Henrikh Mkhitaryan! Drengurinn er gjörsamlega týndur.
Kjartan says
Vissulega var vörnin slök en hvað með soknina? Arsenal fekk lika 2 mörk a sig i dag en skoruðu þa bara 5. Vandamalið er að liðð er ekki að skapa ser nogu mörg færi.
Eins mikið og eg elska Phil Jones þa er ekki hægt að byggja upp varnarlinu með miðverði sem missir svona 30-60% af timabilinu. Mourinho hlytur að vera buinn að atta sig a því