Eftir strembna fjögurra leikja hrinu þar sem leikið var á útivelli var loksins komið að leik á Old Trafford. Ekki voru miklar sviptingar í leikmannahópi Manchester United en Eric Bailly kom tilbaka eftir mánaðar fjarveru sökum meiðsla og munar um minna. Sömu sögu er ekki hægt að segja um lið Tottenham Hotspur en liðið var án Harry Kane sem meiddist í leiknum gegn Liverpool á Wembley. Bæði lið þurftu nauðsynlega þrjú stig úr þessum leik til að halda í við Manchester City.
José Mourinho stillti liðinu upp í 3-4-1-2 með Henrikh Mkhitaryan í holunni fyrir aftan þá Marcus Rashford og Romelu Lukaku. Það sem lét þessa uppstillingu líta ofurvarfærnislega var sú ákvörðun Mauricio Pochettino að byrja leikinn án raunverulegs framherja en hinn suður-kóreski Heung-Min Son var fremstur í dag en hann og Kane hafa einmitt verið hálfgert framherjapar Spurs að undanförnu og brilleruðu báðir gegn Liverpool. Kieran Trippier missti sæti sitt í liðinu en Ben Davies kom í vinstri bakvörðinn og Serge Aurier var færður aftur í hægri bakvörðinn.
Manchester United byrjaði leikinn heldur betur en gestirnir frá London. Liðið var ákaft og virtist mjög fókuserað. United fékk aukaspyrnu sem tekin var af Marcus Rashford sem Hugo Lloris þurfti heldur betur að hafa fyrir að verja. Eftir það komust gestirnir meira og meira inn í leikinn og voru duglegir að komast í færi og reynda þónokkur langskot en United vörnin og David de Gea virtust aldrei að vera í neinum teljandi vandræðum. Svo virtist sem að planið væri að pirra Dele Alli en það er ekki endilega það erfiðasta í boltanum en hann var eitthvað ósáttur við Ashley Young í þessum fyrri hálfleik. Það má segja að sá leikmaður sem kom De Gea í mest vandræðin hafi verið Phil Jones en eitthvað var samskiptum þeirra ábótavant og klesstu þeir saman með þeim afleiðingum að De Gea missti boltann en ekkert varð úr.
Heimaliðið byrjaði seinni hálfleik af krafti en með smá heppni hefði Rashford getað potað inn marki en Ben Davies var vel á verði eftir að Hugo Lloris missti boltann frá sér eftir fínt skot frá Mkhitaryan. Seinna átti Antonio Valencia fast skot yfir mark Tottenham. Báðir stjórarnir gerðu breytingar áður en seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Jesse Lingard kom inn fyrir frekar slakan Mkhitaryan en hinum megin voru þeir Moussa Sissoko og Heung-Min Son teknir af velli og Fernando Llorente og Moussa Dembele komu inn í þeirra stað. Skömmu seinna var Rashford tekin af velli og í hans stað kom Anthony Martial. Hann var ekki lengi að láta til sína taka en hann átti fína sendingu á Romelu Lukaku sem að Lloris varði vel. Spurs áttu í töluverðum vandræðum undir lok þessa leiks og það var svo á 84′ mínútu að United toks loks að brjóta ísinn en Martial komst í flott færi og setti boltann í jörðina og í fjærhornið. Ashley Young fékk heiðursskiptung á 90′ mín þegar Matteo Darmian leysti hann af. Gestunum tókst aldrei svara markinu og rándýr 1:0 sigur því staðreynd í þessum risastóra sex stiga leik.
Maður leiksins að mati skýrsluhöfundar var meistari Ashley Young.
MY MANAGER. pic.twitter.com/clV0uMCJ8O
— José (@MourinhoMindset) October 28, 2017
Liðin sem byrjuðu þennan leik
Manchester United
Bekkur: Romero, Blind, Darmian (Young 9o’), McTominay, Mata, Lingard (Mkhitaryan 65′), Martial (Rashford 70′).
Tottenham
Bekkur: Vorm, Trippier, Rose, Sanchez, N’Koudou, Llorente (Son 62′), Dembele (Sissoko 62′).
Rúnar P. says
30min búnar Mkhitaryan og Lukaku varla búnir að sjást í leiknum???
Bjarni says
Einmitt. Erum hægt og sígandi að gefa eftir enda á móti góðu liði.
Bjarni says
Þurfum að knýja fram sigur á síðustu mínútunum. Koma svo.
Keane says
Sigur. 3 stig. Lingard lélegur.
Cantona no 7 says
Frábær sigur í erfiðum leik,
G G M U
Rúnar Þór says
Frábær sigur!
Ástæðan fyrir lélegri leikjum og markaþurrð hjá Lukaku er þessi: Með fjarveru Pogba og Fellaini hefur hlutverk hans breyst. Í byrjun tímabils úr markspyrnum/föstum leikatriðum var sent á Pogba/Fellaini og þeir flikkuðu á Lukaku. Núna þarf Lukaku að vera sá stóri og flikka á aðra og er hann þar afleiðandi ekki í sömu stöðum og áður. Um leið og þeir komu aftur og Lukaku færist þá framar þá koma mörkin aftur
Bjarni says
Glæsilegt að ná sigri í hörku leik. Þurftum að hafa fyrir honum en sem betur fer höfum við þónokkur gæði í hópnum. Menn áttu samt misjafnan leik en ekki verður tekið af okkur að við börðumst allan leikinn að hætti gamla skólans. Vörnin stóð sannarlega fyrir sínu og fær mitt hrós, miðjan hamaðist allan tímann sem var unun á að horfa. Nú þarf að nota sama kraft í næstu leiki og bíða svo eftir að City misstígi sig. Er glaður í dag yfir miklum vinnusigri.
Runólfur Trausti says
Lingard lélegur? LOL!
Frábær sigur í mjög áhugaverðum knattspyrnuleik.
Hefði Lukaku sett þennan skalla í stöng og inn þá hefði 2-0 spáin mín augljóslega gengið upp.
Góður leikur að mörgu leyti gegn frábæru Tottenham liði. Þó svo það hafi vantað Kane hjá Tottenham þá má ekki gleyma að það vantaði Pogba og Fellaini hjá okkar mönnum.
Vidar says
Veit ekki hvaða lingard hate þetta er hérna. Kemur alltaf inná og hleypur endalaust.
Annars flottur sigur, vorum klárlega betra liðið í seinni hálfleik og bara verðskuldað!
Keane says
Bara grín með Lingard, espa menn og fá viðbrögð ☺ Hann var flottur, skilaði sínu. Góður sigur á mjög sterku liði.
Audunn says
Mjög mikilvægur og góður sigur.
Ok kannski var enginn blússandi sóknarbolti en ég get sætt mig við það ef sigur næst.
Sèrstaklega gegn liðunum í kringum okkur og verða að berjast um efstu sætin í deildinni.
Annars fannst mér Fellaini mjög lèlegur í þessum leik en ekki eins og það sè einhver frétt.