Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag. Þessi leikur var skelfilega leikinn af United. Southampton voru bara skítsæmulegum framherja frá því að vinna þennan leik. Henrikh Mkhitaryan var algjörlega hörmulegur í dag og virtist alltaf taka röngu ákvörðunina. Hann gerði það svo oft að það hlýtur að hafa verið meðvitað. Það markverðasta sem gerðist hjá Manchester United í öllum leiknum var þegar bera þurfti Romelu Lukaku af velli eftir hann virtist rotast eftir samstuð við leikmann Southampton og missir amk af næstu 2 leikjum. Hin sorglega staðreynd að David de Gea sé langbesti leikmaður United á vellinum trekk í trekk er ekkert nema áhyggjuefni. Klúbbur af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að stóla á markvörðinn sinn einfaldlega til að forðast niðurlægjandi úrslit. Vörnin var frekar virkaði ekkert alltof stabíl og ef Shane Long væri betri leikmaður þá hefði hann refsað í dag í staðinn fyrir að láta De Gea sjá alltaf við sér.
Seinni hálfleikurinn var litlu skárri og byrjuðu gestirnir hann töluvert betur og United voru seinir í gang. Paul Pogba virtist hafa komið United í 1:0 en hann reyndist vera vel rangstæður og hreinlega spurning hvort hann hafi í raun eyðilagt mark í uppsiglingu. Eftir 2:1 tapið gegn Bristol í deildarbikar og jafnteflin gegn Leicester, Burnley og nú Southampton í deildinni er ljóst að Chelsea er komið í annað sæti deildarinnar á kostnað United sem er bara í tómu tjóni þessa dagana. Þessi leikur var svo tíðindalítill og leiðinlegur áhorfs að fólki hefði verið fyrirgefiða að telja þetta endursýndan leik frá LvG tímanum.
Þessi leikur og síðustu misseri verða svo rædd í næsta þætti af Djöflavarpinu sem snýr aftur á nýju ári.
Varamenn: Romero, Blind, Rojo, Tuanzebe, Herrera, Martial (Mkhitaryan 65.mín), Rashford (Lukaku 14.mín)
Bjarni says
Vonandi vinna menn fyrir kaupinu og sýni okkur að þeir ætli ekki að gefast upp í baráttunni um annað sætið. Hún verður hörð og blóðug fram á vor og sveiflur hér og þar. Sum lið halda áfram að styrkja sig og það vel meira að segja það lið sem þarf ekki á því að halda skv fréttum. Hvað ætlum við að gera verður stóra spurningin en þurfum við að sitja út janúar með sama lið? Ef liðið er í mótun hjá meistaranum af jverju ekki þá að nota hvern glugga sem gefst. Hann ætti að vera búinn að sjá hverja vantar í liðið og vonandi detta út einhverjir og aðrir teknir um borð.
Kjartan says
Jæja, 1/4 af leiknum búinn og markvörður Southampton er ekki búinn að verja eitt skot, annað en De Gea :/
Bjarni says
Er þetta týpískur leikur okkar manna. Þykjumst vera betri og fáum svo á okkur eitt mark í lokin til strá salti í sárin. Þetta er döpur frammistaða og ég er ekki einu sinni að horfa á leikinn. Brjálaðir vinir mínir og ættingjar hringja stöðugt til að fá áfalkahjálp. Jólin og áramót svo gott sem að vera ónýt hjá þeim 😁 En mikið vildi ég að liðið hefði snefil af attitudi 1999 liðsins sem hefði gengið frá svona leik
Jói says
móri búin að missa klefann
Sigkarl says
Sælir
Bilið styttist.
Það er nú þannig
YNWA
Rúnar Þór says
Vorum sviknir um púra víti. Eyðilögðum okkar mark með rangstöðu (boltinn var á leiðinni inn). Spilamennskan bara EKKI NÓGU GÓÐ!Af hverju vorum við með 3 varnarmenn á bekknum! Zlatan? Hann hafði bara Herrera hefði viljað hann inn á… ekki mesti sóknarmaðurinn en ferskar fætur og breyta leiknum og allt það
Maður sá vel pirringinn í leikmönnum þeir vita að þeir eru búnir að klúðra tímabilinu (deild + carabao cup)
frábærir tímar!
Helgi P says
er móri orðinn bara lélegasti þjálfarinn í deildinni
Kjartan says
Líklegast leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á með Man Utd síðan Moyes var við stjórnvölinn. Leikmenn virka þreyttir og orkulausir, þarf ekki Móri að duglegri að róteita mönnum eins og Matic?
3 stig á móti Leicester, Burnley og Southampton, óásættanlegt. Liðið er ekki ennþá búið að ná sér eftir City leikinn, engin barátta í þessu liði. Ef 90 milljóna punda maðurinn Pogba getur ekki stigið upp á heimavelli á móti liðinu 3 stigum fyrir ofan fallsæti hvenær getur hann það?
Af hverju er Móri að fylla varamannabekkinn af varnarsinnuðum leikmönnum á móti liðinu sem fékk á sig 5 mörk í seinasta leik? Hefði ekki verið hægt að gefa einhverjum af unglingunum sæti á kostnað t.d. Blind eða Rojo?
Eg þessi þróun heldur áfram, engir leikmenn koma inn í janúar þá get ég alveg séð þetta lið detta niður 6 sæti.
Hjöri says
Ég held að keppikeflið sé að glíma við fjórða sætið það sem eftir er af tímabilinu. Tekst það? Horfði ekki á leikinn nema við og við, enda búinn að missa áhugann á að horfa upp á klúður eftir klúður hjá liðinu, og alltaf er þetta eins, háar fyrirgjafir fyrir markið sem klúðrast nánast í hvert skipti, eins og í undanförnum leikjum. Maður spyr sig hversvegna skjóta menn ekki meir á markið, heldur en þessar mislukkuðu fyrirgjafir alla tíð, eða þá að ætla sér með boltann á tánum alla leið. Er það stjórinn sem fyrirskipar svona vitleysu leik eftir leik? Þetta tekur á allt saman og er þreytandi, og Chelsea komið í annað sætið grátlegt.
Bjarni says
Takk fyrir leikskýrsluna, miðað við hana þá hef ég ekkert um þetta lið að segja nema að það veldur mér vonbrigðum. Mótið hálfnað, byrjuðum fŕábærlega en síðan fór margt úr skorðum og síðustu leikir sýna að við getum ekki ætlast til berjast um toppsætið því árangur snýst um samsetningu leikmanna. Menn mega ekki meiðast eða fara í bann þá hrynur allt. Og pogba, minn maður, hefur ekki náð að hrífa liðið með sér eins og aðdáendur vildu. Hættum öllum samburði við fyrri stjóra, nútíðin blasir við og við erum á leiðinda skeiði hvað varðar stigasöfnun. Sumir aðdáendur eru ánægðir með árangurinn en aðrir ekki og ég er einn af þeim.
Halldór Marteins says
„Af hverju er Móri að fylla varamannabekkinn af varnarsinnuðum leikmönnum“
Zlatan var meiddur en bæði Rashford og Martial voru á bekknum. Það til viðbótar við þá sem byrjuðu hefði alltaf átt að vera nóg.
Kjartan says
„Zlatan var meiddur en bæði Rashford og Martial voru á bekknum. Það til viðbótar við þá sem byrjuðu hefði alltaf átt að vera nóg.“
Auðvitað ætti það að vera nóg Rojo, Blind og Tuanzebe spila svipaðar stöður. Hefði tekið út Rojo eða Tuanzebe fyrir ungan graðan framliggjandi miðjumann, helst Angel Gomes ef hann er heill.
„MKHI COULDN’T CROSS HIS LEGS!“
Keane says
Ég var aldrei hrifinn af því að láta þennan varnarsinnaða portugala taka við liðinu. Hvernig má það vera að lið með þennan sóknarþunga spili jafn slakan sóknarleik og raun ber vitni. Sumir sem eru á þessum Móra vagni munu benda á að liðið er búið að skora 43 mörk. Staðreyndin er hins vegar sú að ansi mörg þessara marka komu í þessum 4-0 eða 4-1 sigurleikjum þar sem liðið var að vinna leiki 1-0 eða 2-1 og andstæðingurinn hendir öllu fram síðustu 10-15 mín. Þannig höfum við skorað rosalega mikið af ódýrum mörkum, sérstaklega Lukaku. Við vorum þannig ekki að yfirspila neinn.
Nei, því miður er staðreyndin sú að lið Manchester Utd er roslalega average lið þessa daganna og það er sorgleg staðreynd því liðið er með heimsklassa menn innanborðs.
Keane kveður
Frikki11 says
Vil sjá Ashley Young fá langt bann fyrir þennan olnboga, þetta er bara bull og á ekki að sjást inná fótboltavelli.
Jólasteikin er að fara einhvað ílla í okkar menn en hef trú að við förum aftur á skrið þegar deildin fer af stað eftir FA bikarinn. Er skíthræddur við að fara á Goodison á mánudag, okkar menn í þessari djúpu lægð og Sammi að rífa Everton uppúr brunarústunum.
Ég veit ekki með Móra, í fyrra skilar hann Europa League í hús en deildin klár vonbrigði, muna flestir eftir Porto-ævintýrinu og Chelsea liðið hans 2005 og 2006 sem var óþolandi gott og eflaust enginn sem fagnaði jafn mikið og þegar Chelsea lét hann fara 2007. Vinnur CL með Inter og snýtir deildinni með Chelsea 2015.
En á hinn bóginn, hann var nátturlega rekinn frá Chelsea hitt í fyrra eftir að hafa skitið uppá bak og enn í dag skilur maður ekki hvernig Chelsea liðið hrundi eins og spilaborg.
Hann verður að fá þetta tímabil. 2 sætið yrði fínn árangur, allt neðar er óásættanlegt.
Jonas Sigmarsson says
Það sárt að seigja þetta, en ég er farinn að sakna Fergie, og það er ekkert smá komment frá 100% LFC manni. Það er ekki Manchester United samboðið, að menn nenna ekki að horfa á leik með þeim, út með Móra!
Cantona no 7 says
Sigurkarl og Jónas verið þið á ykkar kopparasíðu
G G M U