Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Tonight's Wembley attendance of 81,978 is the biggest in Premier League history #TOTMUN https://t.co/C59LCpbadi pic.twitter.com/HuYjcZwOU4
— Telegraph Football (@TeleFootball) January 31, 2018
Liðið sem José Mourinho stillti upp í dag var eftirfarandi og var undirritaður vægast sagt spenntur fyrir því að sjá það spila – það breyttist fljótlega.
Varamenn: Romero, Rojo, Shaw, Fellaini, Herrera, Mata og Rashford.
Lið Tottenham í kvöld:
Leikurinn
Eins og áður sagði þá tók það Christian Eriksen aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í neitð en varnarleikur United var hreint út sagt átakanlegur. Að því sögðu þá var miðjan tæknilega séð ólögleg þar sem Harry Kane var kominn inn á vallarhelming okkar manna þegar miðjan var tekin. Það afsakar þó ekki sofandi hátt varnarmanna United en það virðist sem Tottenham hafi treyst á að það yrði raunin.
Harry Kane in United’s half at kick-off. Goal shouldn’t have stood. Looks like the officials were sleeping like Smalling. pic.twitter.com/xfBMtIN0bR
— Scott Patterson (@R_o_M) January 31, 2018
Fyrstu 10 mínútur leiksins voru vægast sagt slakar hjá United en liðið virtist engan veginn tilbúið í þá baráttu og pressu sem Tottenham bauð upp á. Hægt og rólega komst United inn í leikinn en menn virtust ekki alveg vita hvernig ætti að spila sig í gegnum pressu Tottenham og svo voru menn að taka rangar ákvarðanir oft á tíðum.
Á 23. mínútu fékk Tottenham svo besta færi sitt síðan þeir komust yfir en Eriksen átti frábæra sendingu á Harry Kane sem hitti knöttinn ekki nægilega vel og hann fór sem betur fer beint á David De Gea í marki. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu Tottenham frábært tækifæri til að komast yfir þegar Dele Alli var við það að senda Heung-Min Son einan í gegn ef ekki hefði verið ökklan á Phil Jones.
Stuttu síðar var það hins vegar ökklinn á Jones sem nýttist Tottenham en hann ákvað að smella fyrirgjöf Kieran Tripper í eigið net og staðan orðin 2-0 eftir 29. mínútur. Það er erfitt að lýsa þessu marki en varnarleikur United í báðum mörkum dagsins hreinlega til skammar. Ekki hægt að sjá að liðið hafi leikið sex leiki án þess að fá á sig mark fyrir daginn í dag.
Phil Jones nældi sér svo í gult spjald áður en Harry Kane fékk gullið tækifæri til að koma Tottenham í 3-0. Andre Marriner flautaði svo til hálfleiks, staðan 2-0 og okkar menn með gjörsamlega allt niðrum sig.
I think Mourinho might have to take a defensive step to get back into this game and force some pressure. This shape/XI so vulnerable to counters.
— Michael Cox (@Zonal_Marking) January 31, 2018
Ótrúlegt en satt þá gerði Mourinho enga skiptingu í hálfleik. Hvort hann hafi reiknað með að þrumuræða sín í hálfleik myndi hafa meiri áhrif á þá leikmenn sem voru inn á verður ósagt látið en hún gerði það allavega ekki. United voru alveg jafn týndir í upphafi síðari hálfleiks og værukærð Ashley Young og Nemanja Matic var næstum búin að gefa Tottenham þriggja marka forystu.
Eftir rúmar 10 mínútur í síðari hálfleik lifnaði aðeins yfir sóknarleik United en Tottenham virtust þó fá dauðafæri í hvert skipti sem þeir fóru yfir miðju. Á einhvern ótrúlegan hátt var Mourinho ekki enn búinn að gera skiptingu.
Á 62. mínútu komu fyrstu skiptingar leiksins en Mourinho tók Paul Pogba og Jesse Lingard útaf fyrir Juan Mata og Marouane Fellaini. Það verður að viðurkennast að enginn á vellinum bjóst við því að Pogba yrði tekinn af velli enda virkar United venjulega eins og hauslaus hæna án hans.
Skiptingarnar breyttu litlu sem engu en heimamann voru nálægt því að bæta við þriðja markinu strax í kjölfarið á innkomu þeirra Fellaini og Mata. Til að fullkomna leikinn þá þurfti Fellaini að fara útaf aðeins 7 mínútum eftir að hann kom inn á vegna meiðsla sem hann hlaut í raun um leið og hann kom inn á völlinn. Ander Herrera kom inn á en Mourinho var við það að tryllast á hliðarlínunni. Tottenahm litu hreinlega út fyrir að vera 2-3 fleiri inn á vellinum í dag en okkar menn voru svo lélegir að maður á hreinlega ekki til orð.
Lokatölur 2-0 og fyrsta tap Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með Paul Pogba innanborðs síðan í afhroðinu gegn Chelsea á Stamford Bridge á síðustu leiktíð staðreynd en þá skoruðu Chelsea einnig í byrjun leiks. Leikurinn í kvöld var mögulega verri en sá leikur reyndar.
Okkar menn eru nú 15 stigum á eftir Manchester City og draumórar okkar um að ná þeim endanlega farnir út um gluggan. Það jákvæðasta við kvöldið var að Chelsea tapaði á Stamford Bridge gegn AFC Bournemouth. Okkar menn eru því þremur stigum á undan Liverpool og Chelsea þegar 25 umferðum er lokið.
Sanchez and Giroud seem to be bringing some Arsenal form to their new teams…
— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 31, 2018
Punktar eftir leik
- Það var eins og United hafi hreinlega ekki undirbúið sig almennilega fyrir það að Tottenham myndi koma á fullu gasi inn í leikinn en liðið virtist hreinlega ekki vita hvað það átti að gera þegar Tottenham pressaði. Spurning hvort Mourinho hefði átt að lesa í það og byrja með Juan Mata til að mynda.
- Var Mourinho að reyna þóknast stuðningsmönnum og stilla upp jafn sókndjörfu liði og raun bar vitni í kvöld? Það var ekkert jafnvægi í liðinu og það var mjög erfitt að sjá hvað upplegg leiksins var.
- Hvernig getur lið haldið hreinu í sex leiki í röð og svo spilað eins og United í dag? Hreint út sagt út í hött.
- Eins oft og ég hef reynt að verja bæði Phil Jones og Chris Smalling þá koma svona leikir þar sem hvorugur þeirra kæmist í lið Mídasar í 4. deildinni hér heima. Hrein og bein skelfing. Að því sögðu þá má segja það um allt liðið.
- 0 mörk á Anfield (0-0), 0 mörk á Stamford Bridge (0-1) og 0 mörk á Wembley (0-2). Erfiðir útivellir og allt það en United hefur nú spilað við þrjú af fjórum bestu liðum deildarinnar á útivelli án þess að skora mark og án þess í rauninni að ógna almennilega.
- Varðandi punktinn hér að ofan þá verður að viðurkennast að markaskorun Romelu Lukaku gegn þessum stóru liðum fer að verða áhyggjuefni og í raun sóknarleikur liðsins í heild sinni gegn þessum efstu 5-6 liðum.
Næsti leikur United er gegn Huddersfield Town á laugardaginn kemur en eins og flestir muna þá vann Huddersfield fyrri leik liðanna í vetur. Góðar stundir.
Halldór Marteins says
Mér líst hrikalega vel á þetta lið :)
Alexander says
Er það bara ég eða finnst mér Luku Shaw eiga að vera í Lb? 🤔
EgillG says
Ég vill shaw í Lb og ég held að ef Martial fengi að ráða myndi hann líka velja Shaw alla daga vikuna, kemur með svo mikla aðstoð og overlap haup að ógnin vinstra megin verður bara svo miklu meiri
Bjarni says
Flottur varnarleikur eða hvað. SHAW hefði engu breytt. Smalling þarf að bæta fyrir þetta.
Karl Garðars says
Kræst hvað þetta var einstaklega lélegt. Allavega úr neðstu hillu ef ekki upp úr gólfinu. 👏👏👏
Helgi P says
þessi vörn er bara djók hvað er lagnt í Bally
Bjarni says
Fer ekki ofan af því að til eru betri varnarmenn en Jones og Smalling úti í hinum stóra heimi. Þeir verða ekki betri úr þessu. En liðið svarar þó með góðym sóknum og er það jákvætt. En miðverðirnir Knoll og Tott, hvað er hægt að segja.
Audunn says
Jesús kristur.. 28 mín og 2-0.
Látum það nú eitt og sér vera.
Þessi fótbolti..þessi sóknarleikur sem liðið er að bjóða okkur uppá er gjörsamlega glórulaus…
Skil ekki taktík Mourinho öðruvísi en kick the ball so high it touches the sky…
Algjörlega gjörsamlega glórulaust og óboðlegt með öllu.
Til hvers að eyða öllum þessum peningum í sóknarmenn?
Hjöri says
En hvar er vörnin í þessum leik einhverstaðar út í rassgati? Hef aldrei vitað annað eins.
Karl Garðars says
Ég ætlaði að skrifa að ég ætti ekki orð en það er alls ekki rétt. Ég á fullt af ljótum orðum.
Þetta er lélegasti hálfleikur sem ég hef nokkurn tímann séð hjá Manchester United. Valencia var stálheppinn að hafa ekki gefið víti og of margir eru búnir að leggja grunninn að rauðu spjaldi í seinni hálfleik.
Sóknarleikurinn er svo sorglegur og vörnin gæti öll sleppt því að mæta út í seinni án þess að maður tæki eftir því.
Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður segja: jæja strákar nú verðið þið að girða ykkur í brók! En eftir þessa frammistöðu þá segir maður: fariði til andskotans aumingjarnir ykkar! Þið eruð klúbbnum til skammar.
einarb says
Getum ekki kópað við þessa press og þennan hraða. Vel gert Spurs.
Alveg rosalegt hvað Jones er einfættur, hvað var hann að hugsa að dúndra þessum ekki bara í burtu með vinstri, glórulaust.
Annars vil ég sjá Martial og Sanchez swissa um kanta, þessi Matic og Pogba ekki að dansa þarna tveir saman, þarf þriðja mann á miðjuna, þeir eru alveg að keyra yfir okkur. Lítur út fyrir að seinni hálfleikur verði damage control frekar en blússandi comebacka ala „Lads, its just spurs“
Jói says
Sorglegt að menn skildu semja við helvítis varnasinnaða þjálfar a helvitið er með 9menn á sínum vallarhelming og fleiri sendingar á eigið mark,spilar leiðinlegasta bolta í ensku deildini og er svo farinn fyrstur allra í klefa skömm að þessu,burt með móra!!!!!🤮🤮🤮
Turninn Pallister says
2-0 fyrir Spurs og við vorum heppnir að fá ekki dæmt á okkur víti líka.
Erum í tómu basli varnarlega og ég skil ekki alveg afhverju Martial og Sanchez eru hafðir á köntunum í þessum leik. Bara sorrý en þeir eru ekki beint duglegustu leikmenn deildarinnar þegar kemur að varnarleik og við erum líka að spila hátt með bakverðina á móti eiturfljótu Spurs liði. Hefði sennilegast verið taktískt betra að fórna Lingard í þessum leik og hafa Pogba fyrir framan Herrera og Matic. Þá hefðu bakverðirnir meiri stuðning.
Vonandi rífum við þetta upp í seinni!!
Bjarni says
Uppgjöf hjá liðinu í seinni hálfleik sem af er. Styttist í 3 markið hjá Hotspur, Kane ætlar sér það. Menn virðast ekki ráða við verkefnið andlega sem líkamlega og það er skammarlegt. Lið tapa af og til en ekki á þennan hátt.
Andri says
Lukaku getur ekki rassgat. Hann er með svo lélegt touch það er sorglegt. Ef það er ekki skotið í hausinn á honum og inn, inní teig þá á hann ekki séns.
Helgi P says
afhverju prufar hann ekki að nota rasford fyrir lukaku hann er ekki buinn að gera neit í þessum leik
Egill says
Ég er ekki mikið fyrir það að refsa mönnum þegar illa gengur, en Lukaku þarf að fara að verma bekkinn í smá tíma, það er ekkert sem réttlætir að Rashford sé geymdur á bekknum á meðan hann hverfur í leikjum trekk í trekk.
Við söknum sárlega Bailly, og þurfum svo nauðsynlega að losna við Smalling, ég myndi jafnvel vilja fá Evans aftur í staðin fyrir Smalling, og mér hefur aldrei verið vel við Evans. Smalling er og hefur alltaf verið lélegur leikmaður, sama hvað menn segja um þessa tvo mánuði þegar hann var með tvo djúpa miðjumenn fyrir framan sig undir stjórn LvG þegar við spiluðum boltanum til hliðar svo enginn gæti sótt á okkur.
Jones átti einn af sínum slæmu leikjum og Matic var eins og skugginn á sjálfum sér. Pogba fann sig ekki enda aleinn á miðjunni þegar Matic var úti á þekju. Young var algjörlega tilgangslaus þarna og Herrera er aldrei að fara að leysa nein vandamál.
Heilt yfur sanngjarnt tap þar sem Tottenham skoraði mark sem átti ekki að vera gilt, og svo eitt sjálfsmark í leik þar sem Tottenham fær hrós fyrir besta leik tímabilsins, og okkar menn að spila versta leik tímabilsins. Ólöglegt mark og sjálfsmark.
Að lokum langar mig að nefna að Dele Alli er fáviti, átti að vera rekinn útaf áður en honum var skipt útaf.
Rúnar P. says
úfff…. þetta var erfit að horfa á :(
Gestaleikarinn says
Ein spurning. Hvað finnst ykkur stuðningsmönnum Manutd um Pogba gegn stóru liðunum?
Egill says
Pogba var frábær gegn Arsenal, en annars hefur hann ekki verið að sýna sitt rétta andlit gegn stóru liðunum, ekkert frekar en aðrir miðjumenn. En svo hefur hann líka verið meiddur eða í banni í þeim flestum…
Helgi P says
við munum aldrei vinna deildina með þenann þjálfara það er klárt mál
Björn Friðgeir says
Við höfum vitað lengi að þetta United lið hefur nokkra galla og í þessum leik komu held ég allir í ljós.
Smalling og Jones (og Rojo og Blind og Darmian) eru ekki nógu góðir. Einn þeirra gæti skilað sínu í vörn með þremur betri en það er allt og sumt. Bailly er okkar besti miðvörður og ég bind vonir við að Lindelöf verði nógu góður en það þarf að selja amk annan af Smalling og Jones til að stjórinn freistist ekki til að spila þeim saman. Kannske verður TFM lausnin á að ekki þurfi að kaupa miðvörð, en ég held það verði keyptur miðvörður.
Valencia og Young eru góðir bakverðir, en í svona leik gegn toppliði þá vantar smá uppá. Luke Shaw hlýtur að spila meira það sem eftir er tímabils en Young.
4-2-3-1 með Matic og Pogba á miðjunni er ekki nógu sterkt varnarlega og heftir Pogba alltof mikið sóknarlega gegn sterkum liðum.
Þegar miðjan hefur ekki stjórnina þá skiptir ekki máli hvað sóknarmennirnir fjórir eru góðir, þeir fá ekki nóg úr að moða. En, já, Lukaku hefur mjög greinilega galla. Ég skil ekki hvers vegna klúbburinn í raun leyfir að hann sé að bæta svona á sig af kjöti, hann er alltof þungur.
Ég hefði viljað sjá Fellaini inn í hálfleik fyrir Lingard. Nú er bara að vona að hann verði ekki lengi frá.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
United trullaði upp á bak og Móri verður að axla ábyrgðina….engin annar. Lélegt leikskipulag, enginn mórall, farin af bekknum á 42-43 mín í fyrri hálfleik ( væntanlega skroppið til að kíkja hvort að það væri ekki búið að leggja inn launin + janúar-uppbótina+launahækkunina)
Hvar var Shaw ?? Af hverju er Pobga spilað út úr stöðu ?? Lukaku er eins og 6 ára risi á móti stóru liðunum en spilar ALLTAF í 90 mín ??
Nóg í bili :-(
Björn Friðgeir says
Ég geri engar aths við það að Mourinho (mér er meinilla þegar þið kallið hann uppnefni sem er íslenskt draugsnafn…) fari inn í klefa 2 mínútum fyrr til að undirbúa hálfleiksræðuna og svona cheap skot um launin hans eru rugl.
Jói says
Björn Friðgeir Móri er ekki að vinna sina vinnu.Á ofur launum með aðstoðarmenn sem virðast ekki í tagt við ensku deildina engar lausnir erum búnir að sjá þetta í of mörgum leikjum ráðþrota þjalfari er ekki góður þjalfari.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
#Björn, stundum er maður bara í stuði til að skjóta fast og jafnvel undir belti :-(
En ég er einfaldlega ósáttur við margt í fari Móra og skil stundum hvorki upp né niður í þessum portúgalska draug ! Hver ber ábyrgðina á leiknum í gær, ef ekki hann ! Ef þú ert karakterinn sem ert til í að ausa aur í allar áttir ef þannig stendur á (þ.e. JM) þá þarf viðkomandi að vera tilbúin að taka við aurskriðum þegar ManUtd liðið er að spila langt undir getu.
http://www.telegraph.co.uk/football/2018/01/31/jose-mourinho-blasts-man-utds-ridiculous-defending-fight-top/
In the end þá er það enginn annar en Jose sem ber ábyrgðina….engin annar !!
Björn Friðgeir says
Ég ætla ekkert í neina rosalega vörn fyrir José, þó að mér finnist enginn skárri kostur en hann akkúrat núna þýðir sko ekki að ég sé hoppandi glaður en hvernig í fjandanum eigum við að kenna honum um Phil Jones í gær? Svo bara einn leikmaður sé tekinn fyrir?
Björn Friðgeir says
Jói: Ég ætla ekkert að draga úr því að þetta var slakt í gær en er annað sætið virkilega svona ömurlegt?
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Flest allir sparkspekingar sem maður fylgist með bentu á að Jose þurfti að þétta vörnina og kaupa að minnsta kosti einn heimklassa miðvörð til þess að eiga séns í baráttuna um topp sæti í PL og CL….en Jose veit alltaf betur, eða það er mitt álit (s.s. kaldhæðni)
Helgi P says
Það er stutt í 5 sætið
Cantona no 7 says
Ég er búinn að styðja okkar menn síðan ég var smá gutti og er búinn að upplifa
hæðir og lægðir og allt þar á milli,en alltaf mun ég standa með mínu liði.
Mourinho á eftir að styrkja liðið enn betur og veitir ekki af þ.s. sumir í liðinu
eru einfaldlega ekki nógu góðir.
Hann er að byggja upp nýtt lið og það tekur tíma.
Það koma slæmir leikir á milli hjá öllum liðum.
Við skulum styðja okkar menn eins og alltaf og ég er sannfærður um að titillinn mun koma
heim fyrr en seinna.
G G M U
Albert says
Ég hef sagt það áður og ég mun halda áfram að segja það. Mourinho er ekki þjálfari fyrir liðið okkar. Hann er jafnvondur fyrir Manchester United og kryptónít er fyrir Superman. Móra burt.
Bjarni says
Nú verður fróðlegt að fylgjast með liðinu á næstu vikum, stórleikir hrannast upp og nú reynir virkilega á hópinn. Svo sem ekki fyrsta sinn á leiktíðinni. Erum í öðru sæti og það kemur fljótlega í ljós hvort það er tímabundið eða hvort leikmenn drullist til að taka sig saman í andlitinu allir sem einn, líka þeir steinrunnu á bekknum. Líta þarf á restina af leikjunum í deildinni sem bikarleiki ekki til að halda endilega öðru sætinu heldur til að enda mótið á góðum nótum til að byggja á fyrir næsta vetur. Það býr margt í liðinu, suma ónefnda varnarmenn losnum við vonandi við í sumar, fáum leikmenn í staðinn sem geta spilað boltanum, tekið hann niður og komið honum skammlaust á samherja. Það ætti ekki að vera mikið mál því endalaust er tönglast á því að við séum stærstir í heimi ogsfrv. Við þurfum bara stöðugt að sýna það, líka á vellinum, ársskýrsla vinnur ekki leiki ein og sér. Byrjum á stórsigri um helgina og fylgjum því eftir með hörku, árræðni og greddu eins og hver leikur sé hinn síðasti.
GGMU annað er ekki í boði.
Audunn says
Þegar menn tala um að það sé ekki til skárri kostur í stöðunni en Móri eru menn þá aðeins að tala um stjóra sem eru á lausu?
Það hefur nefnilega aldrei gerst að menn hafa bara skipt um lið eins og leikmenn?
Það er til nóg af flottum stjórum þarna úti, stjórum sem þora að spila flottan sóknarbolta.
Móri er ekki þennig stjóri, ég man bara aldrei eftir liði undir stjórn Móra sem hefur spilað skemmtilegan fótbolta.. Aldrei..
Helgi P says
áttum að reyna fá Guardiola þegar hann var að hætta hjá Bayern hann er svona 1000 sinnum betri kostur en Móri