Á morgun keppir United við Huddersfield í fimmtu umferð bikarkeppninar á útivelli. Leikirnir við Huddersfield í vetur hafa verið eins og svart og hvítt.
Fyrir tveimur vikum vannst öruggur heimasigur 2-0 en fyrri leikurinn var einn sá lélegasti á tímabilinu og Huddersfield vann hann 2-1.
Það er því sýnd veiði en ekki gefin á John Smith’s vellinum á morgun. United er ekki með nein ný meiðslavandræði sem gefin hafa verið upp en við hljótum að hafa áhyggjur af stöðunni á Paul Pogba og svo hlýtur þetta að vera leikur þar sem Nemanja Matic fær frí.
Eric Bailly er að byrja að æfa en það er tæpt hann nái Valencía Sevilla leiknum á miðvikudaginn. Eins og við sögðum í hlaðvarpinu á miðvikudaginn þá verður þetta vonandi leikur þar sem Victor Lindelöf fær tækifæri.
Fréttir af Rashford og Herrera koma væntanlega á fréttamannafundi Mourinho í dag.
Í vikunni hefur verið umtal um þá félaga í unglingaliðinu, Tahith Chong og Angel Gomes og það væri vissulega gaman að sjá annan þeirra fá að sitja á bekknum í þessum leik!
Síðan Huddersfield tapaði fyrir United hafa þeir unnið Birmingham í aukaleiknum í bikarnum, 4-1 og Bournemouth sömuleiðis 4-1 í deildinni. Steve Mounie hefur verið skæðastur þeirra leikmanna. Skarð er fyrir skildi á miðjunni þar sem vantar Aaron Mooy sem fór í hnéaðgarð. Liðið verður eitthvað í þessum dúr
Leikurinn hefst kl 17:30 á morgun laugardag!
Björn Friðgeir says
Bailly er reddí fyrir leikinn á morgun!!
Rashford og Herrera meiddir
Bjarni says
Vonandi fær Bailly leikinn, verður að komast í almennilegt leikform fyrir síðustu leikina, lít á hann sem mikilvægan hlekk í sigurgöngu okkar fram á vor. Allt úrslitaleikir eftir. Gaman að því.
GGMU
Björn Friðgeir says
Einmitt, Hann verður að vera í leikformi gegn Chelsea um næstu helgi!
Væri til í að sjá Bailly og Lindelöf á morgun
Svenni says
Rashford uppá topp takk, Alexis hægra megin og Tony vinstra megin. McTomma, Herrera og Pogba á miđjunni.
Annars er þađ víst Sevilla, ekki Valencia, sem viđ mætum í næstu viku.
Björn Friðgeir says
Rashford og Herrera meiddir því miður.
Sevilla auðvitað… ég var að hugsa um hann TonyV okkar :D
Björn Friðgeir says
Opinberar fréttir:
Paul Pogba will miss today’s @EmiratesFACup tie at Huddersfield due to illness. U23s midfielder Ethan Hamilton has taken his place in the squad. #MUFC
Bjarni says
Þetta eru slæmar fréttir. Vona að það sé bara einhver pestaskítur en ekki eitthvað ósætti milli hans og stjórans eins og miðlar vilja meina. Nú fá fjölmiðlar kjöt á beinin til jappla á.