Það hefur oft áður verið betri stemming fyrir derbyleik Manchester United og Manchester City en leiknum sem fram fer á Etihad kl 16:30 á morgun. Það er aðeins ein spurning sem liggur fyrir: Mun Manchester City tryggja sér Englandsmeistaratitilinn? Til þess þarf City sigur, en annað nægir til þess að leikmenn United þurfa ekki að horfa á fögnuð leikmanna og stuðningsmanna. Einhver kynni að segja að það væri fínt spark í rassinn fyrir leikmenn og þjálfara United að horfa upp á slíkt, en fyrir geðheilsu United stuðningsfólks og almannaöryggi á vellinum er það án efa ekki góð hugmynd.
Manchester City lék, ólíkt okkar mönnum í meistaradeildinni í vikunni. Liverpool kjöldró þá algerlega og vann 3-0. Fyrir þau sem hefðu viljað sjá City hvíla leikmenn fyrir erfiðan seinni leik þá er þetta jafnvel of stór sigur, og spurning hvort Pep gefur hreinlega meistaradeildina upp á bátinn fyrir þennan leik. Það verður þó vonandi ekki raunin en leikurinn á miðvikudaginn hlýtur að hafa dregið kraft úr City mönnum andlega og líkamlega. Á meðan hefur United fengið heila viku til æfinga og vonandi getað nýtt hana til að æfa með bolta frekar en að vera bara með léttar æfingar sem miða að endurkomu eftir leik og fátt meira.
Undirritaður velti því einmitt fyrir sér hvort ein af ástæðunum fyrir að Alexis hefur ekki smollið vel inn í lið United sé sú að endurkomuæfingar séu á þssum árstíma nær allsráðandi, en bolta og leikæfingar minna. Síðasta laugardag lék hann líklega sinn besta leik og á morgun þarf hann að sanna fyrir sér og öðrum að ákvörðun hans að koma til United til að vera stærra nafn heldur en hjá City sé réttlætanleg.
Annars er leikmannahópur United í góðu standi. Ander Herrera og Marcos Rojo eru leikfærir, Daley Blind er byrjaður að æfa en verður líklega ekki með en Sergio Romero verður frá í nokkrar vikur. Mourinho á því að geta stillt upp sínu sterkasta liði og útivelli gegn tilvonandi Englandsmeisturum þá býst ég ekki við öðru en varnarsinnaðri miðju, þrátt fyrir þá kennslustund sem Liverpool tók City, og aðra mótherja City í á miðvikudaginn
Með Matić og Fellaini á miðjunni ætti að losna all verulega um Paul Pogba og síðan þarf að koma í ljós hvort hann og Sánchez verða fyrir hvor öðrum þarna vinstra megin. Jesse Lingard hefur verið að spila frábærlega undanfarið og það er erfitt að velja milli hans og Juan Mata í stöðuna hægra megin.
Vörnin virðist vera farin að velja sig sjálf þó vissulega sé skrýtið að sjá ekki Eric Bailly þar.
Manchester City
Hér er liðið sem lék gegn Liverpool
Ef Sergio Agüero verður orðinn heill má búast við honum inn í liðið og líklega fær Vincent Kompany að hvíla líka eftir erfiðan leik. Þá yrði samt Stones ekki treyst heldur færðist Aymeric Laporte í miðvörðinn og Zinchenko kæmi í bakvörð. Raheem Sterling byrjar örugglega eftir að hafa komið inn á á móti Liverpool og var mikið talað um að fjarvera hans hefði skipt verulegu máli sem ástæða fyrir slökum leik City. Hann kæmi þá líklega inn fyrir Gündogan og Silva færðist inn á miðjuna.
Hvað sem líður því er ljóst að þetta verður erfiður leikur og það má ekki búast við að leikstíll Jürgen Klopp verði í havegum hafður hjá United. Jafntefli er líklega það sem sme Mourinho mun sætta sig við hvað sem líður skoðunum stuðningsmanna, og þaðan af síður stuðningsmanna annarra liða, sem virðast alltaf hafa meiri áhyggjur af spilamennsku United en þau hafa af spilamennsku eigin liða!
Runólfur Trausti says
Verður mjög áhugavert að sjá hvernig Mourinho nálgast þennan leik. Ef honum grunar að City spili 3-5-2 eða einhverja slíka útfærslu þá gæti hann spilað slíkt hið sama. Hins vegar hefur Liverpool unnið City með pjúra 4-3-3 og góðri pressu tvisvar í vetur og því hallast ég að því að Mourinho reyni slíkt hið sama.
Þó svo að City hafi tapað 3-0 í vikunni þá hef ég enga trú á því að þeir geri það aftur núna – þeir þurfa að nota þennan leik til að gíra sig upp í síðari leikinn gegn Liverpool.
Þó svo að liðið hér að ofan sé augljóslega aðeins „lost in translation“ þá grunar mig að liðið verði á þann hátt sem Björn stillir upp nema að ég reikna með Lingard í byrjunarliði þar sem ég er nokkuð viss um að Mata hafi ekki byrjað gegn top 6 liði í deildinni í vetur.
Sama hver úrslitin verða þá vonast maður til að United mæti allavega til leiks og Mou gefi mönnum smá frjálsræði. Að tapa 1-0 eftir að hafa legið í vörn í 90. mínútur er bara ekki í boði í þessum leik. Svo þurfa leikmenn sjálfir að stíga upp en í fyrri leik liðanna var eins og leikmenn væru einfaldlega ekki tilbúnir í verkefnið – það er bara ekki í boði á morgun.
Björn Friðgeir says
Liðið lagað. Er að spá 4-3-3
Audunn says
Bíð spenntur eftir að sjá hvernig Móri setur þennan leik upp.
Þið sem sàuð Liverpool vs City um daginn sáuð að Liverpool mætti þeim alltaf við miðlínu.
Þegar þeir unnu boltann var stutt á milli manna og þeir keyrðu á þá af afli og fjölmennir.
En hvað gerir Móri og United?
Er Mourinho nógu hugaður til að gera það sama eða ætlar hann að leggja mönnum sínum upp rétt fyrir utan vítateig og liggja í vörn?
Cantona no 7 says
Spái 0-2
G G M U
Sindri says
Audunn viltu ekki bara halda þig á kop.is?
geta alveg unnið þetta City lið í dag. nánast eiga að gera það ef að City spilar með varakallana. klára líka 2. sætis baráttuna nánast í leiðinni.
Komaso.
Helgi P says
hvað er orðið bannað að tjá sína skoðun hérna inná þessari síðu er það orðið málið við sem stuðningsmenn united hljótum að meiga gera meiri gröfur til Móra og united þegar liðið er búið að eyða fullt fullt af peningum. svo er það bara lang líklegast að Móri pakki í vörn hann hefur gert það í flestum okkar leikjum í vetur hann þorði ekki einu sinni að sækja á þetta sevilla lið
Ingvar says
Móri mun alltaf pakka í vörn, það er bara hans nálgun á knattspyrnu og mun aldrei breytast. Hans eina markmið í dag er að City verði ekki meistarar og til að þeir verði ekki meistarar þá þurfa United bara að halda hreinu og það verður forgangur Móra nr. 1,2 og 3, getið látip ykkur dreyma um hápressu og eitthvað dæmi, ekki að fara gerast.