Síðasti útileikur tímabilsins er á morgun þegar United fer í fyrsta skipti á London Stadium og heimsækir West Ham á nýjan heimavöll þeirra, Ólympíuleikvanginn í London. Þar tekur á móti þeim kunnuglegt andlit, David Moyes er búinn að bjarga West Ham frá falli eftir að hafa tekið við þeim í erfiðri stöðu í nóvember.
Það má búast við frekar sviplitlum leik ef eitthvað er að marka undanfarna leiki hjá United. West Ham er búið að bjarga sér frá falli en United þarf 1 stig til að tryggja annað sætið. Allir leikmenn United utan Romelu Lukaku eru heilir, þó gæti verið að Alexis Sánches og Antonio Valencia séu en frá eftir að hafa misst af leiknum gegn Brighton. Eina spurningin er hvernig Mourinho hvílir, enda síðasti deildarleikurinn á sunnudaginn og svo bikarúrslit eftir viku. Það er því erfitt að spá liðinu, nema auðvitað Nemanja Matic byrjar auðvitað. Að öðru leyti ætla ég hreinlega ekkert að vera að spá liðinu, en það verður fróðlegt að sjá það eftir að José gagnrýndi liðið, að nokkru leyti undir rós eftir þessa hörmulegu frammistöðu gegn Brighton. Það eru enn nokkur sæti laus í byrjunarliðinu gegn Chelsea á Wembley, en það lítur meira og meira út eins og þau fari til leikmanna sem sjálfkrafa fái þau, ekki eru jaðarleikmennirnir sem hafa fengið tækifæri undanfarið að stimpla sig inn. Eina sem mér finnst spennandi núna er hvort Bailly fái tækifærið eða hvort áfram verið haldið að spila með leikmenn sem eru á leiðinni á HM.
Lið West Ham er ansi illa sett með meðsli. Meðal þeirra sem eru frá eru okkar eini sanni Chicharito, Javier Hernandez, en hann hefur ekki slegið í gegn í vetur og er líklega á leið frá West Ham. Joe Hart er ólíklegur og besti leikmaður West Ham í vetur, Marco Arnautovic er vafasamur, en samt búist við hann nái sér. Það er ólíklegt að annar okkar uppáhaldsleikmanna Patrice Evra þurfi að sætta sig við sæti á bekknum.
En leikurinn hefst kl 18:45 að íslenskum tíma og vonandi að leikmenn girði sig í brók eftir slaka frammistöðu í síðasta leik.
Bjarni says
Kæri Björn, ég græt það ekki þó leikskýrslan hjá þér verði eingöngu með þessum feitletruðu stöfum, R.I.P. Þessi leikur var mig og börnin mín lifandi að drepa og tók svo af allan vafa um lélegt skemmtanagildi þegar konan ákvað að horfa á síðustu mínúturnar enhún er enn hlæjandi að skiptingunni á Afríkumanninum. Greining á leiknum er óþörf og engum til hagsbóta, get ekki beðið eftir næstu leiktíð þar sem ég vona eftir MIKILLI hreinsun á leikmannahópnum. Annars reikna ég svo sem ekki með því nema það séu lið þarna úti sem vilja kaupa þessa „snillinga“. Það er þó enn ljós í enda gangnanna að sigra Chelski í bikarnum til að bjarga sálinni frá glötun. :-)
GGMU