Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir spána fyrir tímabilið, ræddu aðeins um liðin í kringum okkur. Einnig var farið í gott spjall um stjórann og af hverju það mistókst að styrkja liðið eins og José vildi.
Einnig viljum við heyra ykkar álit þannig að endilega kommentið við þessa færslu.
Minnum á upphitunina fyrir Fulham leikinn í kvöld!
Leiðrétt stöðutafla
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 56. þáttur
Sigurjón Arthur says
Er Jose að fremja harakiri eða er stjórnin að leika sér að eldinum ? Eða hvað er eiginlega í gangi hjá klúbbnum ? Með svona áframhaldi þá fer einfaldlega stuðningsmönnum fækkandi…..Síðan sponsorum og þá hefst hnignunarskeiðið……ég treysti því samt að ég hafi ekki rétt fyrir mér!
Karl Garðars says
https://twitter.com/andymitten/status/1027589606814953472?s=21
Björn Friðgeir says
Woodward var greinilega að senda blaðamönnum grein, efnislega sama grein birtist í öllum helstu blöðum í gærkvöld, eftir að við tókum upp
https://www.theguardian.com/football/2018/aug/09/manchester-united-veto-jose-mourinho-wishlist-cash-fears
Verið að kenna Mourinho um að vilja ekki kaupa réttu leikmennina.
Það er eitthvað að þegar stjórn klúbbsins er svona ósamstíga og ekki hægt að kenna Mourinho um að full. Nauðsyn þess að verða markvissari í leikmannamálum hefur aldrei verið meiri.
Að segja að það hefði sko verið í lagi að kaupa Varane á 100m sýnir að Woodward er meira annt um sýndarmennsku og risakaup en markvissa bætingu.
Það hjálpar auðvitað ekki að Mourinho vill helst skyndilausnir, eldri leikmenn sem verða ekki lengi á toppnum.
Við ýjuðum að þessu í poddinu, en að svona birtist sýnir að það er heilmikið að.
gummi says
Við þurfum bara losa okkur við þá báða
gummi says
Við þurfum að losa okkur við þá báða
Ólafur says
Djöfull væri ég til í að sjá einhvern ungan og spennandi þjálfara taka yfir þessu. í gær fannst mér eins og þessu spá ykkar væri full hógvær og var viss um að með einum varnarmanni gætum við stefnt á titilinn en núna er ég ekki svo viss. Finnst þetta partí eiginlega búið núna.
Ef Móri fer mundi ég helst vilja sjá Brendan Rodgers hjá Celtic taka við. Því til vara skildi ég aldrei afhverju Moyes var látinn fara og mér þykir hann enn vera sá eini rétti eða the „Chosen one“ síðan Ferguson var.
Ef Móri gefur Mensah sénsinn í miðverði fyrst okkur tókst ekki að fá Zouma, þá sé ég okkur allavega ennþá enda fyrir ofan Liverpool sem er alltaf eitthvað. Það kæmist enginn í þessu liverpool liði í byrjunarliðið hjá okkur og ég skil ekki þetta hype í kringum það.
Degea>> Allison
Bailey> van Dijk
Smalling= Lovren
Young>>Robertson
Valencia>>Clyne
Matic>>Fabinho
Pogba>>>Keita
Lingard>Henderson
Rasford>Mane
Martial=Salah
Lukaku>>>Firmino
Kannski lovren og Salah kæmust eitthvað nálægt byrjunarliðinu okkar.
Svo með Brendan Rodgers
Rodgers = Klopp
Glory Glory
Ólafur says
Gleymdi.
Mensah>Lovren.
Svo nei Lovrem kæmist ekki einusinni á bekkinn okkar.
Glory Glory
Ólafur says
þegar ég hugsa þetta betur.
Sanchez =>Salah.
Salah er one season wonder. Sanchez er premier league prooven.
Við endum pottþétt fyrir ofan þetta lfc drasl ef við fáum Rodgers eða einhvern góðann þjálfara,
Björn Friðgeir says
Fosu-Mensah verður hjá Fulham í vetur (*staðfest*)
Annars mjög ánægður með þennan samanburð, minna hrifinn af þessari Rodgers hugmynd!
Halldór Marteins says
Ætla að taka þessari Brendan Rodgers uppástungu sem gríni.
Um að gera að vera jákvæður út í hópinn okkar, sérstaklega í samanburði við Liverpool. Ég styð það alveg :D En verð þó að segja að Virgil van Dijk myndi labba beint inn í byrjunarliðið hjá okkar mönnum, hann er akkúrat týpan af miðverði sem sárvantar í hópinn okkar núna.
Turninn-Pallister says
Ed Woodward á ekki að koma nálægt leikmannakaupum. Sagði það þegar hann keypti Di Maria (án þess að Van Gaal virtist hafa nokkurn áhuga á leikmanni í hans stöðu) bara til þess að kaupa stórstjörnu.
Vandamálið hjá klúbbnum í dag er í raun og veru stóralvarlegt. Við erum annarsvegar með Mourinho sem elskar að kaupa leikmenn á hátindinum og svo erum við með Woodward sem elskar að kaupa stærstu nöfnin og baða sig í kampavíni og glamúr. Hata að segja það, en ég held að við þurfum director of football og það all snarlega. Einhvern sem getur dílað við Mourinho og fundið framtíðarleikmenn sem passa við liðstillinguna. Þá getur Woodward einbeitt sér að því sem hann er góður í, þar eða að græða peninga fyrir klúbbinn.
Jón says
ég væri bara til í að skipta á Kloop og Móra þá værum við í góðum málum
gummi says
Þjálfari eins og Klopp og
Pep myndu klárlega gera betur með þessa leikmenn sem við erum með
Karl Garðars says
Tiltekt á launaskrá í, miðjumaður, hægri kantari og leiðtogi í miðvörð voru raunhæfar væntingar fyrir gluggann. Af því kom miðjumaður og ekki laust við að maður sé ósáttur.
Hópurinn er annars ágætur og nú reynir á þjálfara og leikmenn sem aldrei fyrr.
Ofan á arfalélegan glugga virðist vera mjög athyglisverð skák í gangi innan klúbbsins en þar tefla Mourinho, Woodward, Stjórnin með gömlum áhrifavöldum og síðan eigendur. Ef rétt reynist þá er þetta eins óheilbrigt og grafalvarlegt ástand og frekast verður. Vandamál sem Director of Football leysir ekki.
Hér kemur fullyrðing fávita sem hefur og mun aldrei reka eða þjálfa knattspyrnulið (lesist: ég). Woodward er fínn í markaðsmálum og punktur. Glazier hyskið eru eins galómögulegir eigendur og þeir gerast. Það þarf ekkert að tala um að láta þjálfarann fara ef árangur tímabilsins verður lélegur, hann fer sjálfur. Það vinnur enginn heilvita maður undir svona fíflahjörð (glaziers og Woodward).
Ég ætla fram með frekju fyrir tímabilið og heimta 1-2 sætið, lágmark að enda fyrir ofan púðlurnar, lágmark 8 liða í CL og viðunandi árangur í FA bikar. Allt annað er skandall.
Næsti varningur sem ég kaupi verður grænn og gulur.
Björn Friðgeir says
DoF yfir Mourinho er aldrei að fara að gerast held ég. Og þó. Kannske þætti honum það skárra en að hafa Woody þarna.
Björn Friðgeir says
Allegri sagði nei við Real í vor. Svona fyrir þau sem halda hann kæmi til United ef hann væri beðinn.
Karl Garðars says
Ég held að það sé alveg rétt hjá þér Björn #15 og það sem verra er þá grunar mig að DoF undir Woodward sé ekki að fara að ganga upp heldur. Stóru mistökin voru að hafa ekki stokkað upp hierarchíunni með ráðningu DoF þegar Sörinn og Gill hættu. Egóið hjá Woodward virðist hafa ofvaxið gríðarlega ef tekið er mið af auðmýktinni sem manni fannst auðkenna Gill.
Þetta er ekki einföld staða svo mikið er víst.
gummi says
Þótt hann sagði nei við Real þíðir ekki hann mundi segja nei við United eða önnur lið