Áhorfendum á Old Trafford þótti það viðeigandi að baula á leikmenn United eftir markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Frammistaðan gegn Palace, sem situr í 15 sæti í deildinni og hefur ekki unnið leik síðan í september, var slík að United ætti að prísa sig sæla að hafa fengið eitt stig í dag því þessi leikur hefði hæglega getað tapast. Við getum þakkað leikmönnum Crystal Palace fyrir þeirra klúður fyrir framan markið og David de Gea, sem tóka eina góða vörslu frá þeim í seinni hálfleik.
Lið United í dag:
Varamenn: Grant, Jones, Valencia, Fellaini, Fred, Sanchez, Rashford.
Lið Palace:
United byrjaði svo sem ágætlega í leiknum, virtust ekki ætla að láta nappa sig í bólinu eins og oft á þessu tímabili, en sú ákefð stóð ekki lengi því Palace kom sér inn í leikinn eftir sirka 15 mínútur og hélt sér inni frá þeim tímapunkti. Þeir leyfðu United að dúlla sér með boltann fyrir utan teig og sóttu síðan hratt upp völlinn þegar færi gafst. Eins og oft áður var varnarleikur United mjög brothættur en það sem bjargaði málunum í dag var að sóknarleikur Palace er hreinlega verri, ef það er hægt. Þeir komu sér oft í ágætis stöðu til að skora en skotin voru slök. Oftar en ekki sóttu þeir að marki United hægra megin þarsem Matteo Darmian var frekar ryðgaður í sinni stöðu. Darmian kláraði þennan leik þó án þess að verða sér til skammar.
Palace náði að koma boltanum í markið rétt fyrir leikhlé þegar Cheikhou Kouyate skaut sér inn fyrir vörnina og stýrði skallabolta í fjærhornið áður en línuvörður flaggaði hann rangstæðan. Það reyndist vera réttur dómur í endursýningu, Kouyate var með öxlina fyrir innan varnarlínu United þegar sendingin kom, sem betur fer fyrir Lindelöf sem leit úr fyrir að vera í miklu basli með að hafa hendur í hári Kouyate.
Seinni hálfleikur byrjaði svolítið eins og sá fyrri, United kom með smá ákefð sem fjaraði út snögglega. Menn voru bæði þunglamalegir án bolta sem og löturhægir með boltann. Allt mjög tilviljunarkennt eitthvað. Lukaku náði að pota boltanum í netið á 55. mínútu eftir að Hennessey hafði varið skot frá Young, en eins og hjá Palace í fyrri hálfleik þá var Lukaku nokkrum sentímetrum fyrir innan þegar skotið kom. Mourinho reyndi að hrista aðeins upp í þessu með því að skipta fyrst Mata og Lingard útaf fyrir Rashford og Fellaini, svo stuttu seinna Pogba fyrir Sanchez. Hef svo sem lítið út á þessar skiptingar að setja, Rashford náði aðeins að ógna markinu og berjast á meðan Sánchez til dæmis var svo vonlaus að það var hálf hlægilegt.
Þetta reyndist því enn einn leikurinn þar sem leikmenn United virtust hálf áhugalausir um starfið sitt. De Gea var líklega skástur og mér fannst Lindelöf skila sínu alveg ágætlega svona miðað við allt, restin var frekar slök. Pogba var skelfilegur, Matic leit út fyrir að vera 50 ára, Martial var með lélegt „touch“ í dag og ekkert kom út úr Lingard og Mata. Ég myndi segja að Lukaku hafi spilað ööörlítið betur í dag en undanfarið en það segir meira um hversu slakur hann hefur verið, frekar en hversu góður hann var í dag.
Við höfum séð 100 svona leiki á síðustu 4-5 árum og það er útlit fyrir að við munum sjá eitthvað af svona leikjum í viðbót í náinni framtíð. Við vitum öll hvað þarf að gerast hjá þessum klúbbi en það er auðvitað vonlaust að segja til um hvenær eða hvort þessir hlutir munu gerast. Þangað til verðum við bara að vona það besta og að United geti klárað þetta tímabil í 4. sæti, sem verður að teljast ansi mikil bjartsýni á þessum tímapunkti.
Bjarni Ellertsson says
Þunglamalegt lið, hæg uppbygging, dúllarar á boltanum og hreyfing án bolta takmörkuð. Skemmtanagildi 3.5 af 10.
Turninn Pallister says
Guð hvað þetta er lélegt.
Palace búnir að vera óheppnir og ef ekki væri fyrir besta markmann deildarinnar, þá værum við 0-2 undir.
Og það gegn einu daprasta liði deildarinnar… :(
Bjarni Ellertsson says
Jæja, loksins er leikurinn búinn, takk fyrir skemmtanagildið, áhugalausu letihaugar. Þið fenguð það sem þið lögðuð í leikinn. Liðið er hvorki fugl né fiskur og það bíður ykkar erfitt tímabil til að kyngja stoltinu. En stig er alltaf stig, getum við ekki sagt það? Þið kannski „bouncið back“ eða getið dregið álíka gáfulega frasa upp úr erminni fyrir næsta leik.
Karl Garðars says
Hörmung!
Sindri says
Úff.
Rosalega margir spiluðu mjög illa í dag. Það er líklega best að byrja bara með Lukaku á bekknum.
Liðið þarf innspýtingu og það þarf að hreinsa út.
Svo margt að. Lingard ekki nálægt því jafn góður og fyrir ári síðan, sama með Matic.
Svo margt að. Engar lausnir virðast í sjónmáli, 4. sætið farið að virðast fjarlægur draumur.
Nóvember er ekki liðinn og allir sjá að fimmtudagsleikir verða okkar hlutskipti eftir 10 focking mánuði, það er strax orðið augljóst.
DMS says
Enn engin batamerki á liðinu og það á heimavelli. Leikgleðin lítil sem engin.
Skil hreinlega ekki þessa stefnu hjá ManUtd. Ef menn ætla að halda Mourinho, af hverju fékk hann þá ekki stuðning á leikmannamarkaðnum í sumar og fékk það sem hann vildi? Ef menn treysta honum ekki fyrir innkaupum þá er betra bara að sleppa þessu og láta hann fara strax. Einfalt mál. Í staðinn ætlum við að ílengjast í þessum dauðateygjum. Ef að stjórnin telur að hópurinn sé nægilega sterkur þá er augljóst að Mourinho er ekki maðurinn til að taka þetta lið áfram.
EgillG says
Kostar ekki 20mils að losna við mourimho? helvítis eigendurnir tíma því ekki. Helvítans fucking fuck!
Timbo says
Þvílíkur horbjóður, þvílíkt andleysi. Liðið er með hlaupagetu á við 2. deildar lið. Verði Glazer pakkinu að góðu.
DMS says
Eru ekki 20 millur cirka það sem Glazerarnir taka út úr klúbbnum í beinum arðgreiðslum á ári? Svona fyrir utan það að þeir láta félagið enn borga lánin sem þeir tóku fyrir kaupunum…
Held það sé nú bara farið að koma að því hvenær það kostar meira að halda kallinum í brúnni meðan ekkert breytist.
Hringja í Giggs, semja við hann um að klára seasonið með Carrick sér við hlið að lágmarka skaðann þetta season og reyna við 4.sætið. Svo verður staðan tekin næsta sumar með framhaldið í stjóramálum. Ég er handviss um að ef andlega hliðin hjá leikmönnum lyftist aðeins þá fara þeir að spila betur. Tel það ekki gerast undir Mourinho í bráð. Giggs er ekki reynslumikill stjóri en hann spilaði alla tíð undir þeim besta og það hlýtur að hjálpa til.
Karl Garðars says
Woodward og restin af stjórninni eru að stúta félaginu. Og þeir munu aldrei sæta ábyrgð enda siðblint peningaskítahyski.
Ef fólk myndi hætta að fara á leiki, hætta að kaupa varning og þessi þeir myndu byrja að tapa sponsorum þá þyndu þeir bara finna einhvern bakara og hnakkaskjóta hann í stað þess að líta í eigin barm.
Ég vil Woodward og þessar kanadruslur burt. Fyrr verður þetta ekki í lagi.
Timbo says
Glazer-draslið og já fólkið þeirra eru í afneitun. Þeir þurfa ekki að bíða lengi eftir skellinum. Það er lítil nýliðun hjá fan base-inu og við eigum eftir að missa stöðu okkar á asíu og ameríku markaðnum, ef menn setja ekki metnað í félagið.
Helgi P says
Ég held að það verði ekki einu sinni fimmtudags leikir næsta season því við erum ekki að fara ná neinu evrópu sæti með þessari spila mensku
Frikki says
Helgi það er bara fínt. Annað hvort CL eða ekkert. Nenni ekki að fara horfa á 0-0 i hormulegum leik i azerbaidsjan milli Qarabaq og United kl 17 á fimmtudegi.
Helgi P says
Nei en sú keppni er kannski besti sénsinn okkar til að komast í meistardeildina
Herbert says
Verð að skrifa nokkur orð en þetta er mín skoðun allavega:
Þetta er orðið svo þreytandi. Eru allir leikmenn og þjálfarinn hættir? Það er nóvember og það eru bara allir á labbinu. Þetta er til háborinnar skammar fyrir united! Og er orðið frekar þreytt að tala um að móri hafi ekki fengið að kaupa hafsent!
Liðið er að spila svo hræðilegan fótbolta að það er með ólíkindum. Fred og Baily komast ekki í liðið. Matic og Sanchez geta ekki átt góðan leik orðið. Búið að svipta Pogba vara-fyrirliðabandinu. Fyrirliðinn Valencia kemst ekki í hóp vegna deilna hans og Mourinho. Lukaku er meira að segja hættur að vera vinnusamur. Hvað gefur hann liðinu þá? Ekki mörk allavega. Ég bara næ ekki upp í af hverju er ekki búið að reka Móra. Það er bara engin bæting. Að reka þjálfara á miðju tímabili er bara engin skömm fyrir neinn klúbb. Mourinho er ekki sami þjálfari og hann var. Gleðin fyrir leiknum er horfin. Hef trú á að það sé hægt að ná meira út úr þessum hóp. Það bara verður að fá nýjann mann í brúnna og það strax! Conte og Zidane lausir eða bara borga vel og fá Pochetino!
gummi says
Þetta lið er svo mikið rùsl