Á morgun þann 1. desember mætast Manchester United og Southampton á St. Mary´s vellinum en síðarnefnda liðið hefur spilað heimaleiki sína þar frá árinu 2001. Það er ljóst að sigur og ekkert nema sigur kemur til greina hjá José Mourinho og hans mönnum en United situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þá minnum við á 67. þátt Djöflavarpsins sem tekinn var upp í gær en hann má finna hér að neðan á síðunni.
Eftir 13 leiki er Manchester United með 21 stig (af 39 mögulegum). Liðið hefur unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum. Um er að ræða verstu byrjun okkar manna í deildinni í 28 ár . Erfitt er að sætta sig við að bæði David Moys og Louis Van Gaal hafi byrjað sín hörmulegu þrjú ár við stjórnvölin betur en Mourinho í ár. Líkindin í ár og þegar liðið var hvað leiðinlegast undir stjórn Van Gaal verða því miður meiri með hverjum deginum. Ef frá er tekin sú staðreynd að honum tókst ekki að koma liðinu áfram í Meistaradeild Evrópu.
Meira um það hér að neðan.
Allavega, nú 30. nóvember er Manchester United heilum 14 stigum á eftir nágrönnum sínum í City. Bilið verður líklega komið upp í 17 stig þegar leikur Southampton og United verður flautaður á en City leikur gegn AFC Bournemouth fyrr um daginn. Liverpool er svo 12 stigum á undan United og Tottenham er með 9 stiga forskot. Það er því nú eða aldrei fyrir okkar menn til að sýna fram á að þeir eigi heima í þessum fjórum efstu sætum.
Heimamenn í Southampton
Hafa farið úr því að vera eitt best rekna félag deildarinnar með hvað mesta framtíðarsýn yfir í svartholið sem er Mark Hughes. Það segir sitt um úrræðaleysi félagsins þegar það réð Mark Hughes af öllum mönnum til að halda sér uppi á síðustu leiktíð. Ef það var ekki nægilega slæmt þá héldu þeir honum sem knattspyrnustjóra á þessu tímabili – hversu lengi það mun endast á eftir að koma í ljós. Það jákvæðasta sem hann hefur gert er að setja Frasier Forster, einn slakasta markvörð deildarinnar, út úr liðinu en fátt jákvætt hefur átt sér stað eftir að hann tók við.
Liðinu gengur bölvanlega að skora mörk, í raun gengur þeim hörmulega í að skapa sér færi. Að því sögðu er erfitt að gagnrýna þá fyrir það þar sem þeir hafa skapað fleiri færi en Manchester United í vetur.
Manchester United have created fewer chances this season than Mark Hughes’s Southampton.
He’s far from the only issue, but that is still an absolutely damning indictment of Jose Mourinho’s management.
— Daniel Storey (@danielstorey85) November 24, 2018
Sem stendur situr Southampton í 18. sæti deildarinnar með 8 stig eftir einn sigur í 13 leikjum, þá hefur liðið gert fimm jafntefli og tapað sjö leikjum. Alls hefur liðið skorað 10 mörk og fengið á sig 24. Það er töluvert síðan þessi eini sigurleikur kom en hann var gegn Crystal Palace þann 1. september. Okkar menn gerðu einmitt markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðasta deildarleik sínum.
Tölfræðin er með Manchester United í hag en liðið hefur unnið átta af síðustu 10 leikjum á St. Mary´s. Þá hefur liðið haldið hreinu í síðustu þremur leikjum gegn Southampton. Að því sögðu skoraði liði aðeins eitt mark í tveimur leikjum gegn Southampton í fyrra. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á St. Mary´s á meðan liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford. Árið þar á undan vann United heimaleikinn örugglega 2-0 þökk sé tveimur mörkum frá Zlatan Ibrahimović en markalaust jafntefli varið niðurstaðan á St. Mary´s.
Það er því ljóst að það er erfitt að spá markasúpu í leik morgundagsins.
Ólíklegt er að Ryan Bertrand, Danny Ings og Shane Long nái leik morgundagsins en byrjunarlið Southampton verður líklega einhvern veginn svona: McCarthy. Soares – Yoshida – Hoedt – Targett. Lemina – Højbjerg. Gabbiadini – Armstrong – Redmong. Austin (4-2-3-1).
Okkar menn í Manchester United
Eftir hörmulegt markalaust jafntefli gegn Crystal Palace, sem kom í kjölfarið á hörmulegu tapi gegn Manchester City, þá var boðið upp á frekar bragðdaufan leik í Meistaradeildinni í vikunni. Á endanum kom Marouane Fellaini til bjargar og tryggði United 1-0 sigur og þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fallegur var sigurinn ekki og það er komið þó nokkuð síðan United fagnaði sigri eftir frábæra frammistöðu.
Marouane Fellaini’s 90th minute winner vs Young Boys is even better with Titanic music! @Fellaini
pic.twitter.com/IdyY5zDGaM— José (@MourinhoMindset) November 27, 2018
Frammistaðan í 2-1 sigrinum á Juventus sýndi merki um þrautseigju, kjark og dugnað en merki um gæði á knattspyrnuvellinum voru ekki mikil í þeim leik. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki séð alla leiki liðsins í vetur en þeir leikir sem ég hef séð minna óneitanlega á leiki liðsins undir stjórin Louis Van Gaal. Leikurinn er hægur, leiðinlegur og oftar en ekki skorar mótherjinn úr fyrsta færinu sínu.
Að því sögðu er það jákvæðasta sem hægt er að taka út úr síðustu tveimur leikjum það að liðið hefur haldið hreinu. Það slæma er að David De Gea þurfti að halda liðinu inn í leikjunum í bæði skiptin og Victor Lindelöf tognaði gegn Crystal Palace – loksins þegar hann virtist vera finna taktinn.
Sigur eina sem dugar
Það er algjör óþarfi að sitja hér og fabúlera um hvað gæti gerst og hvað þarf að breytast. Það er ljóst að leikmenn Manchester United, nánast allir með tölu, þurfa að stíga upp og það í meira en korter hér og korter þar. Menn þurfa að púsla saman góðum frammistöðum leik eftir leik ef þetta tímabil á ekki endanlega að fara til fjandans. Það byrjar á morgun!
Hvað varðar Mourinho þá þarf hann að rifja upp gamla takta og henda Nemanja Matic á bekkinn eða einfaldlega út úr liðinu. Serbinn þarf á góðu fríi að halda og það má helst byrja á morgun. José hefur gefið það út að uppleggið sé sókndjarfara en áður svo nú er kominn tími til að sýna það með sóknaruppstillingu gegn steingeldu Southampton liði.
Þeir Romelu Lukaku og Paul Pogba voru hvíldir gegn Young Boys svo það má reikna með þeim í byrjunarliðinu á morgun. Leikmananhópur United hefur þó verið breiðari en Alexis Sanchez ákvað að slasa sig nýverið og ku hann, líkt og Lindelöf, vera tognaður aftan í læri. Það er því eitthvað þangað til við sjáum hann í treyju United aftur [mögulega aldrei ef PSG orðrómarnir eru sannir]. Þá er Marcos Rojo enn á meiðslalistanum en það ætti ekki að koma neinum á óvart. Þeir Diogo Dalot, Ander Herrera, Antonio Valencia og Matteo Darmian eru svo allir tæpir fyrir leikinn.
Fun Fact:
Marcos Rojo has been injured for a total of 37.87% of his days at whilst being at Manchester United. Currently, this is more than any other player in the world.
To shorten and round:
There's a 40% chance that Rojo will be injured when José Mourinho picks his XI. pic.twitter.com/4Jvqj80pH0
— AMKFootball (@AMKFootball) November 19, 2018
Sigur, helst með bravör, og ekkert nema sigur kemur til greina á morgun. Ég vonast til að byrjunarliðið verði eftirfarandi á morgun [væri meira til í Eric Bailly en reikna með að Jones haldi sæti sínu].
hanni says
jones var fínn í síðasta leik en „clumsy jones“ gæti dottið inn í þessum.