Fyrir rúmu ári síðan fór United á Anfield í október, þá í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eftir sjö leiki. Liðið hafði unnið sex leiki án þess að fá á sig mark, skorað fjögur mörk í fjórum þeirra, 21 mark alls og aðeins gert eitt jafntefli.Liverpool var í 6. sæti með 12 stig og í vandræðum. Leikurinn endaði sem markalaust jafntefli og United náði aldrei jafn góðu flugi eftir þetta, þó að liðið endaði á sama stað, í öðru sæti. Liverpool varð í fjórða sæti og endaði tímabilið á flugi, og komst í úrslit meistaradeildarinnar.
Þeir keyptu í janúar dýrasta miðvörð sögunnar, og Virgil van Dijk varð fljótt lykilmaður í vörninni. Síðan bætti Klopp um betur og keypti dýrasta markvörð sögunnar, Alisson Becker. Hann hélt þó þeim titil aðeins nokkrar vikur, en síðan hefur honum haldist á flestu og fyrir leikinn á morgun hefur mörgum verið tíðrætt um að hann sé augljóslega betri markvörður en David de Gea.
Á það hlustum við ekki en það er staðreynd að ein af lykilástæðunum fyrir því að Liverpool situr nú í efsta sæti deildarinner er sú að liðið hefur aðeins fengið á sig sex mörk í 16 leikjum og er stigi á undan Manchester City. Á meðan hefur Manchester United fengið á sig tuttugu mörkum fleiri. Í fyrra var þessu öfugt farið. David de Gea var í stórkostlegu formi og tölfræðin um vænt mörk sýndi að United var að fá á sig mun færri mörk en færi gáfu tilefni til. Í dag er það Liverpool og Alisson sem er að fá á sig mun færri mörk en vænta mætti á meðan United er að fá á sig mörk eins og búist væri við og auðvitað eins og markatalan sýnir, að gefa andstæðingunum mun fleiri færi.
Það sem ég er í raun og veru að segja í löngu máli hér að ofan: Á morgun fer Manchester United á Anfield til að mæta Liverpool liði sem í fyrsta skipti í langan tíma er mun betra liðið, bæði á pappír og stöðu í deild.
En þetta er einungis það sem við er að búast. Það fara þúsundir dálksentimetra í að rífast um innkaup og peningaeyðslu en staðreyndin er þessi: United hefur eytt miklum fjármunum síðastliðin ár undir tveimur stjóum til að reyna að byggja upp liðið að nýju eftir að David Moyes jarðaði arfleifð Sir Alex Ferguson. Þessi eyðsla hefur verið ómarkviss og ekki skilað því sem við mætti búast og þar hljóta leikmennirnir, stjórar og stjórn allir að bera ábyrgð. Á meðan hefur Klopp fengið jafnmikla peninga úr að spila og kaupin hafa gengið upp, því sem næst öll.
Það er reyndar auðvelt að benda á að það sem hefur vantað á innkaupastrimil United þessi ár eftir Ferguson er toppklassamiðvörður. Í stað þess að fara út og kaupa það besta á markaðnum hefur vörnin verið látin sæta afgangi og reynt að leysa málið með að kaupa ungan vonarpening. Það hefur reynst illa. Ryendar var Victor Lindelöf loksins farinn að sýna hvað í honum býr nú í haust en hann er frá vegna meiðsla fram undir jól. Aðrir hafa ekki staðið undir væntingum, hversu litlar sem þær hafa verið, jafnvel góð byrjun Eric Bailly hefur horfið í gleymskunnar dá. David de Gea bjargaði því sem bjargað varð í fyrra, en í stað þess að styrkja vörnina í sumar hafnaði Edward Woodward öllum tillögum José Mourinho um alvöru miðvörð og vörnin því verið helsti veikleiki United í vetur.
Slúðrið um miðvörð i janúar er hávært, en við tökum á því þegar þar að kemur, Sjálfur telur ofanritaður litlar líkur á því að af því verði.
En á morgun höldum við á Anfield og jafnvel líkur á því að stærstur hluti varnarinnar verði úr liðinu sem Sir Alex skilti eftir og að miðvarðaparið verði varamenn tímablilsins 2012-13, Smalling og Jones. En Chris Smalling er meiddur og Jones og Bailly stóðu sig þolanlega gegn Valencia þannig það verður líklega raunin. Auk Smalling eru Marcos Rojo, Luke Shaw, Scott McTominay Diogo Dalot, Matteo Darmian og Anthony Martial allir tæpir fyrir leikinn og fæstir verða orðnir góðir. Antonio Valencia skarst á sköflungi í Valencia leiknum en verður heill.
Þannig að þessi uppstilling hér er að hluta til von, það að þurfi að vona að nítján ára unglingur verði heill fyrir leik á Anfield til að styrkja vörnina er ferkar óttalegt, Þó að Dalot hafi staðið sig vel í sínum fáu leikjum þá verður að segjast að eldskírnin gæti orðið erfið
Paul Pogba sýndi ekkert á miðvikudaginn sem gerið það óhjákvæmilegt að hann leiki á morgun en engu að síður held ég hann verði í byrjunarliðinu, ekki síst vegna þess að ég sé ekki alveg hvernig þessi uppstilling ætti að verða án hans. Það er varla að United hafi nógu marga heila miðverði til að reyna 3-4-3 uppstillinguna sem reynd var gegn Arsenal.
Liverpool
Sem fyrr segir, og getur ekki hafa farið framhjá nokkrum United stuðningsmanni sem hitt hefur Liverpool mann í vikunni, þá er Liverpool á toppnum. Og ekki nóg með það, þeir eiga það skilið. Sem fyrr segir hafa innkaup liðsins gengið vel og bætt gott lið. Þó að Philippe Coutinho hafi farið til Barcelona hefur hans ekki verið saknað og framherjalína Mané, Firmino og Salah er ógnvekjandi. Þó hefur enginn þeirra skorað gegn United en það er óvíst að við tökum því sem spá. Það er helst að miðjan sé ekki alveg jafn sterk og restin af liðinu en Naby Keita hefur reynst þokkalegur, þó að Fabinho virðist ætla að taka langan tíma að komast í liðið. Í vörninni hefur Andrew Robertson stigið upp síðasta árið og er orðinn traustur bakvörður. Trent Alexander-Arnold er hættur að vera efnilegur og orðinn góður en hann verður frá vegna meiðsla. James Milner verður að öllum líkindum í bakverðinum. Síðan eru Joel Matip og Joe Gomez báðir meittir þannig það verður Dejan Lovren sem verður með Van Dijk í miðverðinum
Það er eins og það er að José Mourinho fer á útivelli gegn sterkum liðum til að halda stiginu. Hvort að það þýðir meiri vörn en í liðinu sem stillt er upp hér fyrir ofan kemur í ljós, en það þarf enginn að efast um að þegar litið á þessi tvö lið að annað mun sækja og hitt minna. Sama hversu mjög við vildum það væri öðruvísi.
Leikurinn er kl 16.00 á morgun
halli says
leiðinlegt að þurfa að skrifa þetta en ég held að þetta verði stórslys. 6-0 takk fyrir. Ég hef aldrei verið jafn hræddur fyrir leik. phil jones með sjálfmarkaþrennu.
Karl Garðars says
Smalling að skrifa undir nýjan samning. Vonandi um sjálfboðavinnu.
Siggi P says
Eftir þennan leik gæti United verið 11 stigum fyrir utan topp 4 eftir 17 umferðir, ef annað hvort eða bæði Arsenal eða Chelsea vinna sína leiki á morgun. Með þessu áframhaldi verður liðið 21 stigi frá 4. sæti eftir 32 umferðir, en enungis 18 stig í boði. Heimaleikur gegn Watford 30. mars, það er dagurinn sem M verður rekinn.
Björn Friðgeir says
Sú afmælisgjöfin!
Björn Friðgeir says
(Reiknum með sunnudagsleik og sparkinu á mánudegi og þá er þetta daginn fyrir afmælið. Þigg það!)
Robbi Mich says
Ég man hreinlega ekki eftir hvenær ég var jafn áhugalaus og rólegur fyrir leik milli Liverpool og Man Utd. Hef yfirleitt verið með niðurgang af stressi í marga daga fyrir leik. Núna: „Já, alveg rétt, það er leikur í dag. Við hvern? Ó já, Liverpool. Ok, kúl.“
Er löngu búinn að afskrifa þetta tímabil og er ekki að búast við neinu í dag né það sem eftir lifir leiktíðar og svo bara vonast eftir jákvæðum breytingum með vorinu – hvað sem mun felast í þeim – veit ég ekki en get bara vonað.