Manchester United vann góðan og öruggan 4-1 sigur á Bournemouth í síðasta leik ensku Úrvalsdeildarinnar á þessu ári. Leikurinn fór rólega af stað en United liðið virtist einstaklega yfirvegað og einbeitingin skein af hverjum leikmanni. Ole Gunnar Solskjær gerði 4 breytingar frá síðasta leik en byrjunarliðið leit svona út:
Strax á 5. mínútu fékk Marcus Rashford boltann út á hægri vængnum, í raun alveg út við hliðarlínuna, meðan Nathan Aké sótti að honum. Rashford setti boltann öfugu megin við Bournemouth-manninn og tók svo flotta gagnhreyfingu og skildi annan varnarmann eftir og komst sér snyrtilega inn í teiginn. Þegar þangað var komið kom fyrirgjöf frá honum sem Paul Pogba náði að pota í markið. Glæsileg byrjun hjá okkar mönnum sem vildu greinilega halda áfram uppteknum hætti og skora snemma í leiknum.
Skömmu síðar var Anthony Martial næstum kominn inn fyrir en Asmir Begovic var vel á verði og var kominn langt út úr markinu til að hreinsa boltann burt. Á næstu mínútum var United mikið með boltann á vallarhelmingi gestanna. Nemanja Matic átti flotta vippu yfir vörnina sem Pogba skallaði niður fyrir fætur Rashford sem hamraði boltann í andlitið á Aké og þaðan í horn.
Næst áttu gestirnir færi eftir að fyrirgjöf, sem virtist reyndar fara í höndina á einum þeirra, datt fyrir fætur Callum Wilson en vörn United stóð sína vakt og komst fyrir skotið. Bournemouth fóru að pressa meira og hærra upp á völlinn en voru ekki nógu skapandi til að valda vörninni miklum vandræðum. Eitt hættulegasta færið kom eftir hornspyrnu þegar Nathan Aké skallaði boltann niður milli lappanna á Ander Herrera og síðan er boltanum komið úr teignum með einhverjum neðri deildaraðferðum
Í næstu sókn heimamanna fékk Ashley Young boltann á hægri vængnum eftir sendingu frá Herrera en sá enski lagði boltann til baka á þann spænska sem átti frábæra fyrirgjöf inn í miðjan vítateig gestanna. Þar virtist einhver vera búinn að koma fyrir trampólíni fyrir Paul Pogba sem sveif um einum og hálfum metra ofar en allir aðrir í teignum og stangaði boltann inn af miklum krafti og tvöfaldaði forystuna.
Matic átti svo enn eina lagega sendingu þegar hann vippaði boltanum yfir vörnina og fyrstur á boltann var enginn annar en Martial sem vippaði sömuleiðis fyrir markið þar sem Rashford náði að stýra boltanum framhjá Begovic í markinu. Staðan orðin 3-0 og okkar menn léku á alls oddi.
Bournemouth menn mega þó eiga það að þeir lögðu ekkert árar í bát og tókst að skora rétt undir lok fyrri hálfleiks með skallamarki frá Nathan Aké eftir hornspyrnu, enn eitt markið sem United fær á sig eftir hornspyrnu og hefur ekkert lið í deildinni fengið fleiri mörk á sig eftir horn.
Síðari hálfleikur var mun rólegri og lítið marktækt sem gerðist fyrstu 10 mínúturnar og hættulegustu færin voru mesta lagi hálffæri og oft dæmd rangstaða á okkar menn. Það var ekki fyrr en á 65. mínútu að Rashford komst einn inn fyrir eftir flotta stungu frá Pogba en Begovic var fljótur út á móti og lokaði á hann.
Bournemouth virtist vakna eftir þetta og gáfu heldur betur í og komust í álitlega sók strax í kjölfarið en Bailly lokaði vel fyrir skotið. Á 70. mín kom fyrsta skiptingin en Rashford fór út fyrir Romelu Lukaku, sem hefur verið í tímabundnu leyfi, en sá belgíski var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Paul Pogba átti þá enn eina heimsklassasendinguna þegar hann sendi boltann á Lukaku, sem var reyndar rangstæður, sem tók boltann inn í teig og lagði boltann fagmannlega framhjá Begovic og breytti stöðunni í 4-1.
Næstur til að koma inn á var Andreas Pereira en hann kom inn fyrir Ander Herrera til að spila síðasta korterið og líklegast hefur Ole Gunnar Solskjær vilja færa ró yfir leikinn. Ole varð ekki alveg að ósk sinni því Eric Bailly sýndi af sér ákaflega mikið dómgreindarleysi örskömmu síðar þegar hann lét reka sig útaf með beint rautt spjald. Síðasta skiptingin varð því Phil Jones inn fyrir Martial.
United héldu vel boltanum það sem eftir lifði leiks og tókst vel að koma í veg fyrir að Bournemouth næði að skapa sér nokkuð eða ógna markinu af ráði fyrir utan eitt skot frá Andrew Surman. Leiknum lauk eins og áður sagði með 4-1 heimasigri United.
Pælingar að leik loknum
Þá er 2018 leikárið á enda og ánægjulegt að fara inn í nýtt ár með þessum brag. Hvern hefði órað fyrir því að Ole Gunnar Solskjær gæti fengið þetta lið til að spila jafn vel jafn hratt og raun bar vitni. Blússandi sóknarleikur sem endurspeglast í tólf mörkum í þremur leikjum undir stjórn Ole. Allir þeir sem fylgst hafa með þessum leikjum hafa eflaust tekið eftir breytingunum á liðinu. Leikmenn eru aftur tilbúnir til að deyja fyrir klúbbinn, gefa sig allan í verkefnið og það sást vel í leiknum áðan, Matic að taka spretti á 92. mínútu, Pogba að sinna varnarvinnu allan leikinn og varnarmenn okkar að fá dæmda á sig rangstöðu.
Pogba virðist líka vera að finna stöðugleika en Ole Gunnar sagði eftir leik að lykillinn að því hefði verið að fá Pogba til að hætta með allar skrautsýningar á vellinum og einbeita sér að því að spila fyrir liðið. Eitthvað virðist það vera búið að hafa áhrif því Pogba hefur verið stórkostlegur í síðustu leikjum og var án nokkurs vafa maður leiksins í dag, með tvö mörk og stoðsendingu. Betri árangur í 3 leikjum undir Ole en í 14 leikjum undir José Mourinho á þessari leiktíð (3 mörk / 3 stoðsendingar hjá Mourinho gegn 4 mörkum / 2 stoðsendingum undir Ole).
Það skín líka leikgleði úr andlitum leikmanna og stuðningsmennirnir hafa líka smitast af jákvæðninni í kjölfarið. Andrúmsloftið á Old Trafford og í búningsklefanum er mun léttara og gleðilegra sem skilar sér í betri spilamennsku og árangri. Það er vonandi að Ole Gunnar Solskjær geti haldið liðinu í þessari sigurvímu fram á næsta ár og haldið skriðþunganum sem fylgir liðinu núna til að gera raunverulega atlögu að meistaradeildarsæti.
Þó svo að mörgum hverjum geti sýnst sem allt sé nú gott þá getum við ekki litið framhjá því að liðið er gersamlega ófært um að halda hreinu og hefur í raun bara tekist það tvisvar sinnum í deildinni, gegn Burnley og Crystal Palace.
Við skulum þó gefa Ole Gunnar lengri tíma til að laga það en það sem hefur kristallast bersýnilega í stjórnartíð Ole er þörf okkar á sönnum hægri kantmanni og heimsklassa akkeri í hjarta varnarinnar með leiðtogahæfileika.
Marcus Rashford klikkaði enn einu sinni einn á móti markmanni en strákurinn hefur vonandi mjög gott af því að fá stjóra sem var heimsklassaframherji og vonandi tekst honum að kenna Rashford eitt og annað sem nýst getur honum í slíkum færum. En leikmannahópurinn hefur fengið auka orku og trú á sjálfa sig og þegar liðið spilar svona vel verða leikmenn að grípa þau tækifæri sem gefast og hungrið eykst.
Ole Gunnar Solskjær sagði við upphaf stjóratíðar sinnar að allir fengju séns og það er ánægjulegt að leikmenn eins og Angel Gomez, Andreas Pereira og Fred virðast vera ofar á blaði en þeir voru hjá José Mourinho. Það er þó mjög mikill hausverkur fyrir Ole að breyta mikið liðinu milli leikja þegar liðið skorar að meðaltali 4 mörk í leik en það skila sér í dag og vonandi tekst þeim norska að halda skútunni á fullri siglingu langt inn í nýja árið. Það sem mestu munar er að nú hlakkar maður til hvers einasta leik, nokkuð sem undirritaður getur ekki sagt að hann hafi gert fyrir stjóraskiptin.
Glory, glory!!
Georg says
Það er hálfleikur og Pogba og Rashford geðveikir að öðrum ólöstuðum.
Lífið er ljúft og verður ef boðið verður upp á svona bolta 2019.
Líklega ekki ótrúlegt en vá hvað Pogba spilar vel í holunni miðað við (tjah það vita svosem allir) á tíð Móra var hann hauslaus.
Frábær endir á ömurlegu tímabili !
Auðunn says
Rétt Georg.
Unum að sjá mann eins og Pogba og frábært fyrir sjálfstraustið hans.
Margir aðdáendur United búnir að gagnrýna hann stanslaust allt tímabilið.
Hann á klárlega skilið slatta af þeirri gagnrýni en langt því frá alla, líklega á hann skilið 20-30% og Mourinho restina.
Mourinho var alltaf fíllinn í stofunni og enginn annar, það var hann sem talaði leikmenn stanslaust niður opinbera eins gáfað og það nú er, færð engann með þér í lið með svoleiðis hálfvitaskap.
Já gott að sá sé farinn og nú er það að baki og vonandi björt framtíð framundan ⚽⚽😀😀
Sindri says
Þetta er yndislegt!
Vinnusemin og ákefðin fram á við heldur betur að skila sér. Gæðin sem Pogba býr yfir loksins að skila sér að fullnustu.
Leikgleðin til staðar og menn stöðugt að reyna þræða boltann inn fyrir vörnina.
.
Ömurlegt ár að baki.. Töpuðum úrslitaleik FA-Cup, duttum út úr CL á undirgefinn og aumingjanlegan hátt, en enduðum þó í 2. sæti deildarinnar. Ömurlegt haust, hefði varla getað verið verra.
.
Að því sögðu hefur liðið gjörsamlega umturnast undir Solskjær og nú er maður aftur farinn að hafa bæði augun á skjánum í 90 mínútur.
Siglum inn í nýja árið með bjartsýnina að leiðarljósi, okkar liði eru allir vegir færir.
GGMU.
Tómas says
Frábær byrjun hjá baby faced assassin. Haters benda á gæði andstæðinganna. Jú jú en undir Mourinho hefðum við að öllum líkindum. A. Tapað stigum. B. Stuðningsmenn varla nennt að horfa á leikina.
Ole veit hvað United snýst um. Ef að liðið sýnir metnað í öllum keppnum til vors. Og spilar af sömu jákvæðni. Þá segi èg gefum honum starfið!
Hlakka til að sjá Liverpool 24.feb á Old Trafford, þá munum við vinna og hefna fyrir afhroðið á Anfield… sem mèr þykir samt næstum vænt um, þar sem það var nagli í kistu Móra.
Valdi says
Ætla taka einn leiðinlegan punkt úr þessum þremur leikjum, sem við hérna í vinnunni höfum rætt og þeir í Messuni ræddu líka í gærkvöldi.
P. Pogba.
Var hann að gefa 100% í þá leiki sem hann var að spila undir Móra í haust? Eins og þeir í Messunni sögðu, ,,það verður enginn svona góður svona fljótt“.
Við þessari spurningu er mitt svar einnig nei og þar af leiðandi hef ég mjög blendnar tilfinningar til hans þrátt fyrir framlag hans í sl. 3 leikjum og skilað mér 46 stigum í fantasy (heimskur að hafa hann ekki sem captain).
Hvers konar persónuleika hefur leikmaður sem gefur sig ekki allan fram í leikjum vegna þess að honum líkar ekki við stjórann, sérstaklega þegar hann spilar með einum stærsta klúbbi heims?
Fagmaður? Ég leyfi mér að efast.
MSD says
Kannski leiðinlegt að fara í það strax að finna neikvæða punktinn yfir því hversu góður Pogba er eftir brotthvarf Mourinho. Hann er samt ekki einn um það að vera að gefa sig meira í leikina núna. Allt liðið hefur breyst. Mér fannst merkilegasta tölfræðin vera sú að í fyrsta leik Ole þá hljóp United liðið í fyrsta skipti meira en andstæðingurinn á tímabilinu. Í kjölfarið sagði Ole einmitt að United ætti alltaf að hlaupa meira en andstæðingurinn. Leikmenn fá meira frjálsræði núna til að taka þátt í sóknarleiknum. Held þetta spili allt saman, leikgleðin er komin aftur. Það er ekki bara bundið við Pogba.
Auðunn says
Valdi það má líka segja „það verður enginn svona lélegur fljótt“ eins og Pogba varð við það að fara frá Juventus og undir stjórn Mourinho.
Ég þori að fullyrða að undir stjórn Mourinho hefði hann ekki verið mættur svona framalega í báðum mörkum sem hann skorar í þessum leik. Og ástæðan fyrir því er taktík liðsins undir stjórn Mourinho. Ekkert annað.
Um leið og menn spila jákvæðan fótbolta og gefa mönnum með hæfileika frelsi inn á vellinum þá springa þeir út og fá að njóta sín.
Hvorki Pogba né aðrir fengu neitt frelsi undir stjórn Mourinho.
Þetta var allt svo heft og vélrænt.
Menn voru allt of passívir og varnarsinnaðir. Liðið sótti á örfáum mönnum þar sem bakverðir fóru ekki fram yfir miðlínu voru aldrei í mynd í sòknum liðsins.
Þetta hefur allt breyst og menn farnir að hafa gaman að þessu aftur.
Tòmas says
Þetta snýst samt mest um uppleggið hjá Móra. Það sem skiptir mestu máli í að ná meiri km fjölda en andstæðingurinn er að það er búið að sleppa bakvörðum lausum. Bæði bakverðir og vængmenn áttu áður að vera fyrir aftan bolta. Vandamálið var þegar boltinn vannst þá var erfitt að senda áfram. Enginn til að taka við honum. Semsagt lèleg taktík bauð ekki upp á að hlaupa mikið.
Jafnvel undir lokinn hjá M þá voru alveg leikir sem liðið var að berjast í leikjum. En liðið var það varkárt að það hljóp ekki af stað og sótti á mörgum mönnum. Fyrir vikið var heildar km fjöldi lár.
Móri var búinn að kreista allt lìf úr þessu liði. Pogba og fleiri leikmenn A. Skemmtu sèr ekkert. B. Höfðu ekki trú á leikaðferðinni lengur.
Èg keypti stundum áróðurinn í Móra. En staðreyndinn er sú Mòri gerði leikmenn verri.
Karl Garðars says
Twas the night before Christmas, Old Trafford was bare.
The staff all gone home, there was nobody there..
The lights cast a shadow, a soft glimmer which
lit up the soft green grass on the old Trafford pitch.
Just as the clock gave out its twelfth chime
An old man appeared, as if frozen in time.
He gazed at the tunnel, then broke out in voice
„ITS TIME TO BEGIN.. LETS HAVE YOU MY BOYS“
Out from the tunnel appeared a lone figure
Same as in life, only infinitely bigger
The old man called out as he slowly drew near
„good evening Duncan, are the rest of you here“
The figure broke out in wide open smile
„Good Evening Sir Matt, it has been a long while
The rest are all coming, they’ll be here soon,“
As seven more shadows were cast by the moon.
Whelan and Bent, Pegg, Taylor and Byrne,
Jones , and Colman, they came out in turn.
He greeted each one, just by calling their name
then proudly announced „do you fancy a game“
They took to the pitch, and the still night was broken
By leather on leather, not one word was spoken
They played once again, like they did long before
And imagined the sound of the Old Trafford roar
Edwards called out „come on lads lets pretend
That we’ve just scored a goal at the old Stretford End“
As they ran to the edge of the pitch by the goal
There in the stands sat a solitary soul.
His eyes were all puffy, his cheeks wet with tears
As his mind wandered back to those wonderful years
„come down and join us“ they cried all as one
„yes come down and join them“ said Matt „go on son“
The lonely man stood and with much pain he said
„I’m afraid I can’t play with you, you are all dead.
You are all ghosts, and I am alive
That was the price that I paid to survive“
My role was to go on, inspire the team
And finally realise Matt Busbys dream
To tell of your greatness, and as I get older
To burden the weight of your life on my shoulders.“
The ghost of Sir Matt then raised up his head
Giving out a loud groan, he finally said
„Bobby, You survived, that much is true
But we wouldn’t be here if it were not for you
For you are the one who has kept us alive
That was the reason you had to survive
If you were with us, all we have would be gone
And the game that we play could no longer go on
If you can’t understand why it happened this way
Then come here and watch when United play
They sing about us, they remember us all
We live and we breathe with each kick of the ball
The legends that live here, Robson and Best,
Cantona, Law, Giggs, Scholes and the rest
They are us, we are them, we are all here as one
And that is the reason United goes on
So come down and join us, we’re begging you do
You are still one of us, and we’re still one of you“
And then Bobbys face rose and he gave them a smile
And he said „I would love to come play for a while“
They played and they played, as they did in the past
Only not quite as skilful, and not quite as fast
And when it was over, and when it was done
They’d defeated Benfica by four goals to one.
Then Sir Matt said „lads, its been fun you know
But It’s now Christmas day, and we really must go“
They walked to the front of the stadium and turned
And Sir Bobby said „there is something I’ve learned“
„You did not die, on that February night
You’re still here with us, as you’re with me tonight
And you’ll live on forever as long as we play
As the ghosts disappeared down Sir Matt Busby way.
Svo fallegt og viðeigandi nú þegar við brosum yfir leikjum á ný.
Gleðilegt ár.