Í dag fór fram 6. deildarleikur United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og jafnframt sá þriðji á heimavelli. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar sem Paul Pogba og Marcus Rashford sáu um markaskorun United. Hér er um að ræða mjög mikilvæg þrjú stig því með sigrinum saxar United á Chelsea í 4. sætinu og/eða Arsenal í því 5. því að þessi tvö lið mætast núna kl 17:30 á Emirates vellinum og því mun annað hvort liðið tapa stigum í dag. Enn eitt skrefið sem Ole Gunnar Solskjær og hans menn stíga í átt að þessu margumtalaða fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Leikurinn
Luke Shaw missti af leiknum í dag (sem meiddist rétt fyrir leik) en í hans stað kom portúgalinn ungi Diogo Dalot. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá því á sunnudaginn var þegar liðið lagði Tottenham á Wembley. Phil Jones og Victor Lindelöf miðuðu varnarkjarnann fyrir framan David de Gea og Matic, Herrera og Pogba í þriggja manna miðju með þá Lingard og Martial sitthvoru megin við Rashford sem var fremsti maður.
Brighton menn voru ekki komnir til að leggjast í skotgrafirnar heldur mættu ferskir og ákveðnir til leiks og greinilegt að Chris Hughton hefur tekist að hvetja sína menn allhressilega. Leikurinn fór ágætlega af stað en þó var nokkuð lítið að frétta þar til eftir um tæplega hálftíma leik.
Þá loks dróg til tíðinda þegar United tókst að krækja í vítaspyrnu eftir langa sendingu frá Nemanja Matic sem rataði á Paul Pogba sem, eftir frábæra móttöku, setti boltann framhjá Gaetan Bong sem braut klaufalega á þeim franska.
Sá hinn sami steig á vítapunktinn, tók sitt óhefðbundna tilhlaup og skoraði hægra meginn framhjá David Button í markinu. Staðan orðin 1-0 og liðið leit vel út á fyrsta hálftímanum. Brighton menn hresstust hins vegar allir við eftir markið og færðu sig framar á völlinn.
Stuttu síðar fékk annar franskur leikmaður, Anthony Martial, gráupplagt tækifæri til þess að tvöfalda forustuna en að þessu sinni tókst markverði Brighton að koma út á móti honum og gera sig nógu stóran til að loka markinu.
Hinu megin á vellinum áttu gestirnir þó sín færi og vafalaust það besta þegar Glenn Murray átti skot rétt framhjá úr afbragðsfæri en hann setti boltann framhjá. Sem betur fer fyrir okkur en verður að segjast eins og er að þetta var mjög ólíkt honum.
Rétt um þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik átti Diogo Dalot flott hlaup upp vinstri kantinn þar sem hann tók einn varnarmann á og rúllaði boltanum svo í hlaupaleiðina fyrir Marcus Rashford inn í teig.
Hann átti þó eftir að gera helling en honum tókst að snúa á Pascal Gross og með laglegri snertingu leggja boltann fyrir sig. Síðan snéri hann boltann frábærlega upp í fjærhornið framhjá Button sem kom engum vörnum við. Glæsilegt mark í alla staði og maður verður hreinlega að spyrja sig hvernig getur einn leikmaður breyst jafn mikið á jafn stuttum tíma?
Rashford hélt áfram að vera líflegur í leiknum og átti til að mynda frábæra fyrirgjöf á Jesse Lingard sem á einhvern óskiljanlegan máta tókst að klúðra af stuttu færi, ekki hans besti leikur í rauðu skyrtunni en sem betur fer kom það ekki að sök í lok leiks. Manchester United mistókst að gera út um leikinn og ná inn þriðja markinu og slökuðu á en það gaf Brighton örlitla von.
Gestunum tókst því að gera leikinn óþarflega spennandi með ágætis marki þegar Pröpper átti góða fyrirgjöf á Pascal Gross sem fékk að taka niður boltann og pota tuðrunni inn fyrir marklínuna. Staðan orðin 2-1 sem var ekki beint í anda leiksins en United var búið að vera mun betri aðilinn í leiknum.
Síðustu mínúturnar datt liðið dýpra og varðist nokkuð vel en þegar öllu er á botninn hvolft hefði liðið átt að vera búið að gera það sama og í leikjunum á móti Cardiff, Bournemouth og Huddersfield, þ.e. að klára leikinn svo að eitt mark hefði engu breytt. En engu að síður, 3 stig í hús og liðið ennþá á siglingu sem skiptir mestu máli.
Að leik loknum
Velgengnin og gleðin heldur áfram undir stjórn Solskjær. 6 deildarleikir – 18 stig og markatalan 17 mörk gegn 4 sem liðið hefur fengið á sig. Liðið fær að meðaltali á sig 0,7 mörk í leik á meðan það skorar 2,8. Síðan Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu hefur liðið farið frá því að vera með 26 stig eftir 17 leiki (1,5 stig í leik) í 44 stig úr 23 leikjum (1,9 stig í leik) og er farið að setja verulega pressu á liðin í 4. og 5. sæti.
Fyrir tíma Solskjær töldu margir að United ætti enga leið inn í topp4 á þessari leiktíð en í dag virðist sá draumur vera ansi nálægur. Nú stendur yfir leikur Arsenal og Chelsea og eru þeir fyrrnefndu með 2-0 forystu.
Think I’d rather a narrow Arsenal win today. Second preference is a draw. But we need someone to take points off Chelsea. pic.twitter.com/YKGjzDwJEN
— Scott Patterson (@R_o_M) January 19, 2019
Eitt af lykilatriðunum í velgengni United í síðustu leikjum hefur verið Rashford. Núna hefur hann skorað 5 mörk í 6 deildarleikjum undir stjórn Ole, einu marki meira en í 22 leikjum þar áður. Áhrifin sem Solskjær hefur haft á enska landsliðsmanninn fara ekki framhjá neinum og serbneski traktorinn okkar á miðjunni sagði í viðtali eftir leik að hann teldi Rashford vera einn allra besta leikmann deildarinnar.
🗣 "He's one of the best players in the league."@NemanjaMatic is full of praise for @MarcusRashford! #MUFC pic.twitter.com/F1MaSxatUV
— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2019
Annað dæmi um leikmann sem hefur sprungið út er Paul Labile Pogba en kauði hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur fjögur í þessum 6 deildarleikjum og virðist hreinlega óstöðvandi.
Það sem er líka gaman að sjá er að liðið fagnar mörkunum sem heild, ekki sem einstaklingar. Þó að Pogba eigi það til að sýna gífurlega mjúkar og seiðandi mjaðmahreyfingar sínar þegar hann fagnar mörkunum sínum þá er greinilegt að Ole Gunnar hefur lagt upp með það að liðið skuli fagna mörkum saman sem heild sem líklegast á upphaf sitt frá tímanum undir stjórn sir Alex Ferguson.
Mikið var rætt um að Tottenham væri fyrsta prófraun Ole en hann stóðst hana með prýði, en hann var varla kominn af fréttamannafundinum eftir leikinn þegar þeir sömu voru farnir að benda á að nú væri prófraunin sú hvort honum tækist að undirbúa og hvetja liðið fyrir „lítinn leik“ eftir svona stórleik. Fyrir mitt leyti hefur Ole staðist allar þessar áskoranir og það með prýði og verð ég að viðurkenna að ég átti aldrei von á þessu í upphafi stjóratíðar hans.
En þá er komið að framhaldinu, næst er bikarleikur gegn Arsenal en eftir það koma deildarleikir við Burnley (H), Leicester (Ú) og Fulham (Ú). Hugsanlega er hægt að segja að liðið eigi að vinna Burnley og Fulham en Leicester á útivelli gæti orðið hörkuleikur og sama má auðvitað segja um bikarleikinn.
En þegar þessum leikjapakka er lokið hefst Meistaradeildin á nýjan leik og leikjaröðun hjá okkar mönnum er svínsleg svo ekki verður meira sagt.
PSG (H)
Liverpool (H)
Crystal Palace (Ú)
Southampton (H)
PSG (Ú)
Arsenal (Ú)
Manchester City (H)
Það er því fullsnemmt að ætla að dæma Ole Gunnar Solskjær af fyrstu 7 leikjunum þó reyndar að liðið og hann hafi verið svo gott sem óaðfinnanlegt í þeim. Eftir að þessum leikjum er lokið verður forvitnilegt að taka púlsinn og sjá hvernig liðinu hefur gengi en stuðningsmenn United hafa nú aðeins fengið smjörþefinn af því hvernig þjálfari Ole Gunnar er þó að breytingar hans kunna að hafa verið akkurat það sem liðið þurfti þá er mikilvægt að fara ekki fram úr sér heldur meta stöðuna jafnóðum.
Engu að síður er frábært að horfa á liðið spila jákvæðan og sókndjarfan fótbolta þessa dagana og því verður eflaust mjög spennandi að fylgjast með á næstu vikum, sérstaklega í þessum stóru leikjum sem eru framundan. PSG t.a.m. er með 13 stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar og eiga inni tvo leiki svo líklegast fer allt þeirra púður í Meistaradeildina það sem eftir lifir leiktíðar. Þá er United líka í bullandi samkeppni við Chelsea og Arsenal um sæti í topp4 og ekki ólíklegt að Tottenham dragist inn í þá baráttu á allra næstu vikum í fjarveru Son og Kane.
Timbo says
Gourmet stöff frá Rashford. Hann og Pogba hafa virkilega stigið upp. Fyrir mánuði síðan var Fellaini helsta vopn okkar fyrir framan markið… Let the good times roll :)
Auðunn says
Skrappí var það en sigur og það skiptir öllu máli á þessu stigi.
Auðvitað átti United löngu að vera búnir að klára þennan leik en nýttu ekki færin og því var þessi spenna í lokin algjör óþarfi.
Ole Gunnar mun hamra á því og leggja áherslu á að menn læri af þessu.
Rúnar P says
Þriðja sætið er okkar, Tottenham tapar þessu niður í 5.
óli says
Miðað við gengi United/Chelsea/Arsenal undanfarnar vikur finnst mér mest sláandi hvað við vorum komin ótrúlega langt frá meistaradeildarsætinu þegar Mourinho var látinn fara.
Rúnar P. says
Ps. Vil bara aðeins ranta um þetta Solskjær mál.
Fjölmiðlar geta skrifað eins mikið og þeir vilja, til þess fá þeir nú einusinni borgað og mikið af því er tóm þvæla(hens fake news) Þessi endalausu skrif um næstu prófraun Ole er löngu orðið þurr pollur og löngu búið að sýna sig að maðurinn klárlega kann á leikmenn, þekkir umhverfið á Old Trafford eins og sitt eigið heimili og getur tekið blaðamannafundi með bros á vör.
Vil bara leiða huga ykkar og fjölmiðlafólk að þessari hugsun…
Ef ManU er ekki alvarlega að hugsa um að ráða hann til frambúðar, þá skal ég lofa ykkur að það eru MÖRG önnur stórlið að horfa á hann sem sjóðheitann arftaka fyrir sitt lit ef svo skildi að ManU vildi hann ekki, lið eins og t.d. Chelsea, AC Milan og Real Madrid, og því ættu þau ekki að vera því eftir þetta frábæra gengi?
Og ekki gefa mér eitthvað skítkast um að þetta voru bara litlu liðin sem hann er búinn að vinna, For F%$K sakes þetta er enski boltin, ekki spænski eða Juve og hvað tapaði Móri oft fyrir litlu liðunum eða Van Gal, já eða Sir Alex Ferguson sjálfur???
Robbi Mich says
Þvílíkur munur að sjá þetta lið. Jafnvel áður en tímabilið hófst þá bjóst maður ekki við neinu af liðinu, það var nokkuð ljóst frá undirbúningstímabilinu að nú var þriðja tímabils niðursveiflan hjá Mourinho að hefjast. Alveg sama hver mótherjinn var, einhvern veginn bjóst maður við því versta og þegar liðið vann leik, sem var yfirleitt samt skítlélegur og leiðinlegur, að þá kættist maður samt ekki yfir því.
Ole tekur við og nú er ég farinn að vera spenntur fyrir leikjum og hlakka til að sjá hversu mörg mörk liðið mun skora, en ekki spyrja sjálfan mig hvort að liðið muni ná að skora.
Þetta er alveg geggjaður árangur hjá Ole og það verður spennandi að sjá hvernig tímabilið þróast og hver stýrir liðinu á næsta tímabili. Eins og óli skrifar hér fyrir ofan, að þá var meistardeildarsæti það langt í burtu um miðjan desember að enginn bjóst við því að liðið ætti séns á meistaradeildarsæti á þessu tímabili, hvað þá að mánuði síðar væri það innan seilingar. Halda þessu rönni áfram, gefa Ole traustið og hefja uppbyggingu til framtíðar!
Georg says
Frábær leikur og maður er sammála öllu hrósi sem Ole fær nema hvað hvar er Mike Phelan í öllu þessu? Maðurinn er við hlið SAF 2008-2012 þar sem við rökum inn titlum með lið sem var kominn á aldur og spilum frábæran gung ho bolta. Fær hann ekkert hrós því mér finnst United spila mjög keimlíkum bolta sem spilaður var síðustu tímabilinn hjá SAF.
Cantona no 7 says
Góður sigur.
Liðið hefði nú samt mátt skora þriðja markið t.þ.a. klára leikinn.
Vonandi heldur þetta áfram.
G G M U
Sindri says
Frábært að ná í enn einn sigurinn. Rashford að ná nýjum hæðum, þeim hæðum sem við höfum vonast eftir.
Tek udir með mönnum frá því fyrir viku síðan, væri algjör snilld að fá að heyra á podcast úr ykkar smiðju. Sérstaklega þegar gengið er svona gott, og 7 leikir (meira en mánuður) síðan ljúfar raddir ykkar léku um eyru manns.