Manchester United er komið í Meistaradeildarsæti eftir þennan þægilega sigur á Fulham. Paul Pogba var enn og aftur frábær og Anthony Martial sýndi gamla takta. Heimamenn í Fulham byrjuðu leikinn reyndar betur og með smá heppni hefðu getað tekið forystu í leiknum. Það var samt Manchester United sem tók forystuna í þessum leik með laglegu marki frá Pogba sem setti boltann framhjá Rico við nærstöngina. Tæplega 10 mínútum seinna jók Martial muninn þegar hann spændi upp vörn heimamanna og lagði boltann örugglega framhjá Rico. Staðan í hálfleik var Fulham 0:2 Manchester United.
United byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og hefði getað aukið forystuna strax í byrjun hálfleiksins. Þessi seinni hálfleikur var eiginlega bara mjög þægilegur fyrir United. Það var helst Ryan Babel sem var líklegur til að gera eitthvað en varnarmenn United gerðu alveg nóg til að það tókst aldrei. Pogba innsiglaði svo sigurinn eftir mark úr vítaspyrnu og eftir það var allur vindur úr Fulham og stuðningsfólki þeirra var ekki skemmt og ljóst að þau eru ekki öll á Ranieri vagninum. Niðurstaðan 0:3 sigur og mikill kostur hvað Ole náði að hvíla af leikmönnum og ná samt þessum nauðsynlegu þremur stigum. Næsti deildarleikur verður svo á Old Trafford gegn Liverpool þann 24. febrúar.
Maður leiksins er klárlega Paul Pogba.
Byrjunarliðin
Manchester United
Bekkur: S.Romero, Bailly (Herrera ’85), Sánchez (Martial ’70), Rashford, Lingard, Young, McTominay (Pogba ’74)
Fulham
Rico, Odoi, Le Marchand, Ream, Vietto, Chambers, Seri, Ryan, Schürrle, Babel, Mitrovic.
Bekkur: Fabri, Sessegnon (Bryan ’81), Kebano, Cairney (Babel ’77), Ayite, Christie (Schürrle ’53), Anguissa.
Turninn Pallister says
Ekki mikið hægt að segja, Pogba var góður og Fulham voru lélegir. Vörnin hjá okkur var samt ekkert frábær og betra lið en Fulham hefði pottþétt náð að skora. Klaufalegt að við skildum ekki setja fleiri mörk í restina. Turninn hefði glaðst mikið ef Alexis hefði náð að pota boltanum í netið. En það virðist bara lítið ganga hjá manninum þessa dagana og fátt benda til þess að hann nái að blómstra í United treyju.
Cantona no 7 says
Góður sigur.
Gott að hvíla menn.
Menn að spila eins og þurfti í þessum leik.
Næstir eru PSG og við þurfum toppleik þar.
Ole við treystum á þig.
G G M U
guðmundur Helgi says
Mitrovic er pirrandi leikmaður.
guðmundur Helgi says
Eg minnist þess ekki að DDG hafi verið spjaldaður aður en svona leiðindaskunkur likt og Mitrovic getur gert allt snælduvitlaust i kringum sig,einstaklega ospennandi hæfni.
SHS says
Ekkert að segja að Mitrovic sé ekki pirrandi leikmaður, en ég væri líka orðinn pirraður ef varnarmaður væri búinn að reyna rífa treyjuna af mér 10 sinnum. Nefni engin nöfn, en hann lítur út eins og ananas…
Flottur leikur annars, en vá hvað Hlunkurinn frammi og Mata passa lítið inn í hvernig við spilum núna!
Auðunn says
Flottur sigur, vel gert Ole Gunnar.
Undirbjó liðið og var spot on með allar breytingar.
Það var kannski Lukaku sem komst ekkert sérstaklega vel frá þessum leik en allir hinir góðir.
Vörnin frábær ásamt Pogba og Martial.
Hvar eru þeir sem rökkuðu Pogba niður fyrr á tímabilinu og sögðu að hann væri vandamálið en ekki Mourinho? 😂😂 Heyrist lítið í því fólki núna.
gummi says
Vandamálið var alltaf Móri 99% af stuðningmönnunum sáu það
Georg says
Komnir í fjórða sætið skuldlaust eftir leiki helgarinnar nææææs.
Hef ekkert um Fulham leikinn að segja nema að djö eru þeir lélegir og sjálfum sér verstir.