Manchester United heimsækir Wolverhampton Wanderers annað kvöld í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Síðast þegar liðin mættust í september síðastliðnum þá endaði leikurinn í jafntefli þar sem Fred skoraði sitt eina mark fyrir United, að minnsta kosti hingað til. Gengi United frá því að Solskjær tók við því hefur verið framar öllum vonum og þetta tap gegn Arsenal í síðasta leik ætti ekki að mikil áhrif nema sem góð lexía fyrir lið og stuðingsfólk Manchester United.
Wolves er á fínasta róli í deildinni þrátt fyrir einstaka ósannfærandi frammistöður hér og þar undanfarið. Liðið er í 7.sæti deildarinnar töluvert á eftir Chelsea. Þetta er auðvitað magnað miðað við hvernig Wolves vegnaði síðast í úrvalsdeildinni. Nuno Espírito Santo hlýtur að vera ansi ofarlega yfir kandídata fyrir stjóra tímabilsins.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að United hefur verið í epískum meiðslavandræðum undanfarið. Sjö leikmenn eru á meiðslalistanum. Alexis Sánchez, Antonio Valencia og Jesse Lingard eru mjög ólíklegir til að vera með annað kvöld en Phil Jones, Ander Herrera, Juan Mata og Matteo Darmian verða mögulega klárir klárir. Talað hefur verið um að Romelu Lukaku verði ekki með vegna einhverra meiðsla sem hann varð fyrir í vikunni.
Eftir því sem ég best veit eru Wolves ekki með neina leikmenn á meiðslalistanum.
Mögulegt byrjunarlið gegn Wolves
Gunnar says
Ungur er í leikbanni
Ari says
Tengist ekki frétt en veit einhver meira um þetta hvernig gat unglingaliðið okkar dottið út gegn Mydtjylland um daginn með alla þessa stráka sem hafa verið að fá mínútur með aðallinu uppá síðkastið ?
Dóri says
Þessi leikur má ekki tapast.
Þá fara efasemdar og gagnrýnis raddir af stað.
Í fótbolta er svo ótrúlega stutt á milli hláturs og gráturs.
FA bikarinn er besti möguleikinn á að vinna eitthvað á þessu tímabili.
Ef United dettur út gegn Wolves þá er ég hræddur um að það komi annað hljóð í marga stuðningsmenn liðsins varðandi Ola Gunnar.
Það er amk mín tilfinning.