Eftir ágætis fyrri hálfleik náði United ekki að halda í við gestina í þeim síðari en enn og aftur skorar mótherjinn mörk sem virðast einfaldlega alltof auðveld. Lokatölur 0-2 á Old Trafford í kvöld og enn vinnur Manchester City borgarslaginn.
Ole ákvað að fara enn á ný í þetta 532/442 leikkerfi sitt þar sem Ashley Young virtist nokkurskonar bakvörður sem og kantmaður. Byrjunarlið kvöldsins var eftirfarandi;
Varamenn: Romero, Dalot, Mata, Matic, Sanchez (82 mín), Lukaku (72 mín) og Martial (82 mín).
Gestirnir stilltu svona upp (4-3-3): Ederson, Walker, Kompany, Laporte, Zinchenko, Fernandinho, Gundogan, Silva, Bernardo Silva, Aguero og Sterling.
Leikurinn
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega. Mikið um of fastar sendingar sem rötuðu beint út af. Gestirnir pressu þó stíft þegar tilefni var til og Marcus Rashford og Jesse Lingard reyndu það sama fyrir United. Hægt og rólega jókst hraðinn í leiknum. Vincent Kompany fékk fyrsta gula spjald leiksins á 9. mínútu þegar hann braut á Rashford sem var að stinga sér fram hjá honum. Var það annað brot Kompany á Rashford en það virtist sem plan United væri að nýta sér hraða Rashford gegn Belganum.
10 – Vincent Kompany has received more yellow cards than any other player in the Manchester derby in the Premier League (10). Cynical. #MUNMCI pic.twitter.com/rxAe7WPphS
— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2019
Það lifnaði svo heldur betur yfir leiknum þegar tæpar 15 mínútur voru liðnar. Fyrst átti Fred langskot sem flaut rétt fram marki gestanna. Strax í næstu sókn átti Paul Pogba frábæra sendingu yfir varnarlínu City sem Lingard tók innan fótar á lofti en aftur fór boltinn rétt fram hjá. Áfram héldu lætin en Bernardo Silva átti þrumuskot skömmu síðar sem David De Gea náði að kýla frá. United vann boltann og brunaði í sókn sem endaði með því að Ederson var rétt á undan Rashford í boltann [sem var mögulega rangstæður]. Eftir það varð leikurinn að hálfgerðri stöðubaráttu þar sem bæði lið sóttu án þess þó að komast í almennileg færi. Andreas Pereira og Olexandr Zinchenko nældu sér til að mynda báðir í gult spjald með stuttu millibili.
Á 43. mínútu, markamínútunni sjálfri, spóluðu gestirnir sig í gegnum vörn United og átti Raheem Sterling á endanum skot sem var sem betur fer of nálægt De Gea sem hélt knettinum. Staðan því enn markalaus í hálfleik.
No goals, but a cracking first half of end to end football.
— Gary Lineker (@GaryLineker) April 24, 2019
Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik gerði Pep Guardiola fyrstu skiptingu leiksins þar sem Fernandinho kom meiddur af velli og Leroy Sané kom inn í hans stað. Aðeins fjórum mínútum síðar kom fyrsta markið en Bernardo Silva kom knettinum þá í netið fyrir gestina með skoti sem virtist koma De Gea á óvart í markinu eftir að Luke Shaw hafði gefið Silva of mikinn tíma og pláss. Skömmu síðar var Aguero næstum búinn að tvöfalda forystu Englandsmeistaranna þegar skot hans small í stönginni.
Strax í næstu sókn fékk Lingard líklega besta færi leiksins til þessa þegar hann hitti ekki knöttinn eftir að Rashford lyfti honum yfir á fjærstöngina. Ótrúlegt klúður en Lingard var að pirra sig á lélegir sendingu Rashford sekúndubrotum áður og snéri baki í markið þegar sendingin kom á endanum fyrir markið.
Ball boy can’t believe it pic.twitter.com/K68L9ppcGB
— Tom Williams (@tomwfootball) April 24, 2019
Á 65. mínútu kláruðu City svo leikinn þegar varamaðurinn Sane kláraði skyndisókn gestanna eftir að Fred gaf boltanum frá sér á miðjum vellinum. Skot Sane var fast og flökti aðeins en á endanum var það í raun beint á De Gea og hefði sá spænski átt að gera betur. Staðan orðin 0-2 gestunum í vil og leikurinn svo gott sem búinn. Skömmu síðar kom Romelu Lukaku inn fyrir Andreas Pereira. Þegar tæplega 10 mínútur voru eftir komu Anthony Martial og Alexis Sanchez inn fyrir Darmian og Lingard. Fátt markvert gerðist eftir það og lokatölur því 0-2.
Man Utd have now conceded 50 PL goals this season – only 1 team in the last 16 seasons have conceded 50+ PL goals & finished in the top 4 (Liverpool, 50 – 2nd in 2013-14) pic.twitter.com/Hhe2quciDj
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 24, 2019
Punktar eftir leik
Leikmenn Manchester United sýndu allavega vilja í dag. Eitthvað sem er ekki hægt að segja um leikinn gegn Everton. Ekki að þeir eigi skilið hrós fyrir það.
Enn á ný skorar mótherjinn þó alltof einföld mörk þar sem varnarmenn United, sem og allt liðið [sjá færið hjá Lingard], slökkva á sér á mikilvægum mómentum í leikjum.
Tapið þýðir að City er enn með pálmann í höndunum þegar kemur að því að vinna Englandsmeistaratitilinn. Þá eru vonir United um að enda í efstu fjórum sætum deildarinnar orðnar litlar sem engar en möguleikinn er þó enn til staðar þar sem Arsenal tapaði gegn Wolves í kvöld.
United hefur nú tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum.
Manchester City eru mjög góðir í fótbolta og ljóst að Manchester United á langt í land með að ná bestu liðum deildarinnar.
Jón B says
Afskaplega er þetta óspennandi lið.
Turninn Pallister says
Jæja er de Gea kominn með hugann eitthvað annað?
Varnarleikurinn var kannski ekki frábær, en 2 mörk á nærstöngina? Kommon þú þarft að gera betur strákur!
davíð says
úff hvað þetta lið er ljósárum á eftir city
vinnslan, hæfileikar, liðsheildin, þjálfarinn
það eina sem united er að fara ða vinna næstu 5 árin er að borga hæstu launin
ole núna búinn að tapa seinustu 7 leikjum
meistaradeildin að hverfa
hvaða united leikmaður kæmist í byrjunarlið city í dag ?
Dóri says
Leikur kattarins að músinni.
Þegar Pogba tapar skallaeinvígi á móti Sterling þá er manni öllum lokið.
Krafturinn, kjarkurinn, viljinn osfrv er ekki til staðar.
Ole virðist ekki geta höndlað þessa leikmenn og sú ótrúlega ákvörðun að ráða hann áður en tímabilið er búið var glórulaus.
Heiðar says
Ég held að Romero eigi að fá að spila síðustu þrjá leikina. Besti varamarkvörður heims, frábær liðsmaður og gull að manni.
Ashley says
Þetta er plast lið sem leikur sér að tapa fótboltaleik til að hjálpa city hversu mikið crap er það. En hey til hamingju með að vera í evrópudeildinni á næstu leiktíð og til hamingju líka með að hafa ráðið Óla Gunnar Sólskér miðlungs þjálfara sem er bara með miðlungs leikmenn og þegar öll stóru nöfnin fara frá Utd í sumar þá kannski verðið þið heppnir ef þið lendið kannski í 6 sæti á eða 8 sæti.
Elis says
Drasl Man Utd lið. Ole out og alltof margir farþegar í þessu liði. Nokkuð ljóst hverjir eru kóngarnir í borginni og það er ekkert að fara breyttast á næstunni.
Björn says
Fyrri hálfleikur ok en ekki meira en það.
Lingard er ekki að nýta færin sín. De Gea annarshugar og hefur verið síðan í marsbyrjun. Varði þó vel í fyrrihálfleik. Romero ætti að fá næstu leiki sem eftir eru finnst mér. Pogba skugginn af sjálfum sér, hann má alveg fara. Slæmar sendingar á ögurstundum (ein af þeim leiddi til seinna marksins). Fred; ekki nógu góður miðjumaður. Hvar eru Herrera og Scott Mc Tomany? Rashford eini sem gat eitthvað. Varamennirnir gjörsamlega týndir.
Ótrúlegt hvað næstu 3 liðin fyrir ofan þá í töflunni eru að ströggla líka. Arsenal og Chelsea búnir að tapa helling af stigum sem gerir það að verkum að Meistaradeildin er ennþá möguleiki þó að sá möguleiki minnki með hverjum leiknum sem líður.
Timbo says
Dabbi… You’re fired.
Lingard… Orð eru óþörf
Klopp… Verði þér að góðu
Tòmas says
Leiðinlegir tímar sem utd stuðningsmaður.
Skemmtilegt að heyra Keane, rífa leikmenn í sig.
Skil ekki að fólk sè komið á þann stað að vilja sjá Ole fara.. og hvað svo?
Hann þarf tíma.
Heiðar says
Moyes þurfti tíma, van Gaal þurfti tíma, Móri þurfti tíma og nú þarf Ole tíma. Svo virðist vera sem enginn að hinum þremur hafi gert annað en óskunda þar sem nær enginn af leikmönnum liðsins er verðugur treyjunni rauðu. Ég held að sá sem þarf fyrst og fremst að yfirgefa klúbbinn sé Ed Woodward. Hann hefur ekki áhuga á neinu nema að hámarka virði vörumerkisins sem Manchester United er. Þetta minnir mig svolítið á umræðuna um Alan Sugar á tíunda áratugnum. Hataður af stuðningsmönnum jafnt sem leikmönnum fyrir einmitt þessar áherslur.
kristjans says
Er hægt að fá Roy Keane í þjálfarateymið? Hann og Ole geta myndað svona good cop / bad cop teymi.
Fá Edwin Van Der Sar sem yfirmann knattspyrnumála á Old Trafford.
Er hann ekki að sinna því starfi hjá Ajax?
Varla geta Glazer-arnir verið ánægðir með Woodward?
Rándýr kaup og galin launakostnaður – hver er stefna félagsins?
Hér er áhugaverð grein:
https://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/manchester-united-news-man-city-ole-gunnar-solskjaer-ed-woodward-transfer-window-latest-a8881806.html
Þar kemur m.a. þetta fram:
Woodward is described by those who have worked with him as a hugely intelligent man in most areas, but far too guided by emotion when it comes to football. “He is obsessed with headlines,” one source said, “and the mood of the crowd.”
Against that, United have a vague structure, where one prominent official was quoted as saying “identifying top signings is easy, as everyone knows who they are”. One source maintains Woodward would bring in most of England’s World Cup squad if he could, but purely due to that summer’s success rather than any more substantial thinking. For right-back, the executive vice-chairman is said to favour Kieran Trippier, whereas Solskjaer would like Aaron Wan-Bissaka.
Sláandi svo að sjá þetta en Samuel Luckhurst, blaðamaður á MEN setti þetta á Twitter fyrir leik:
Staff at Old Trafford have been going around the stadium wiping up puddles and splashes on seats. The roof’s been leaking for a number of years. It’s a stadium that needs urgent investment but has been left to decay.
guðmundur Helgi says
Bara að minna a að Alex Ferguson tok við man utd 1985 og var næstu 5 til sjo arin að pusla saman liði, og ef united hefði ekki unnið crystal palace i urslitum fa bikarsins i tveimur leikjum þa hefði Ferguson verið hent ut.Allir aðdaendur liðsins þekkja hvað gerðist svo,það er svo stutt a milli feigs og ofeigs goðar stundir.
Hjöri says
Horfði ekki á leikinn, en var að horfa á mörkin á visir.is og vil ég kenna vörnini frekar en DG um þessi mörk, því hún var svo mikil hörmung að city menn gátu labbað í gegnum hana. Möguleikar um 4ja sæti eru fyrir hendi, en þá þurfa síðustu leikirnir að vinnast, og A og C að tapa stigum.
Jóhann says
Hversu illa hefur Woodward farið með peninga Man Utd?
Ég ákvað að bera saman eyðslu topp sex liðanna á leikmannamarkaðnum síðan hann tók við vorið 2013.
tímabilið áður voru Man Utd augljóslega meistarar á eftir þeim komu:
2. City
3. Chelsea
4. Arsenal
5. Tottenham
6. Everton
7. Liverpool
Man Utd: £805.130.000 eytt og £253.050.000 fengið með sölum, £552.080.000 munur
Man City: £918.620.000 eytt og £261.150.000 fengið með sölum, £657.470.000 munur
Liverpool: £693.820.000 eytt og £477.290.000 fengið með sölum, £216.530.000 munur
Arsenal: £487.880.000 eytt og £193.870.000 fengið með sölum, £294.010.000 munur
Chelsea: £865.760.000 eytt og £612.480.000 fengið með sölum, £253.280.000 munur
Tottenham: £401.800.000 eytt og £385.750.000 fengið með sölum, £16.050.000 munur
Hér sést strax að Manchester liðin eru í allgjörum sérflokki þegar litið er til eyðslu umfram sölur en ég veit ekki hvort er sárara, að sjá Liverpool fara úr 7. í meistarabaráttuna með mikið minni eyðslu eða að sjá Tottenham fara upp fyrir okkur í gæðum þrátt fyrir að versla nánast á núlli en merkilegt nokk eru þessi leið með tvo mest spennandi stjórana í fótboltanum í dag…
Hér vantar líka augljóslega launakostnað og ég held að hann sé ekki að fara að gera þessa mynd neitt fallegri þannig að ég læt vera að leita að þeim tölum
óli says
Þetta er ekkert rosalega flókið. Öll stóru liðin hafa frábæra leikmannahópa og endalausa peninga. Ég ætla jafnvel að halda því fram að það sé ekki eins mikilvægt og áður að vera í meistaradeildinni. Munurinn er sá að City og Liverpool eru með framkvæmdastjóra sem eru „the real deal“.
Þetta snýst ekki bara um að vera einhver fótboltasnillingur – þeir eru ekkert að finna upp hjólið. Þetta er bara eins og að vera CEO hjá Microsoft eða einhverju stórfyrirtæki. Jú, þú þarft að kunna fagið, en fyrst og fremst þarftu að vera leiðtogi, hafa hugsjónir og framtíðarsýn, geta hrifið fólk með þér og drifið það áfram.
Van Gaal og sú útgáfa sem við fengum af Mourinho var auðvitað andstaðan við þetta, á meðan Alex Ferguson er skilgreiningin á þessu, enda er hann stúderaður í Harvard Business School, hvorki meira né minna.
óli says
Ég ætla að bæta við að ég held að Solskjaer gæti alveg verið þessi maður fyrir okkur. Hann er kannski ekki á sama level og Guardiola og Klopp í dag, en hann hefur eitthvað sem þeir hafa ekki, og það er órjúfanleg tengsl við félagið.
davíð says
Liverpool fengu kenny dalglish og það skilaði þeim deildarbikarnum
ole þarf að passa sig rosalega vel hverja hann fær með sér til að aðstoða sig og hugsanlega einhvern til að dáleiða sanches
Hjöri says
Maður á ekki alltaf að kenna stjóranum um það sem miður fer. Sumir leikmenn eru að íhuga að yfirgefa félagið, og virðist Pogba vera þar fremstur í flokki, með allskonar yfirlýsingar, og það nýjasta sem maður les núna er að hann neiti að fá sér vísa fyrir bandaríkjaför liðsins. Allar svona yfirlýsingar hljóta að hafa neikvæð áhrif á leikmenn og leiðindar móral, trúi allavega ekki öðru. Mín skoðun er að það eigi að selja Pogba í sumar, og Gea líka ef hann nær ekki samkomulagi við félagið. Mér finnst alltof margir leikmenn hafa farið á frjálsri sölu frá félaginu upp á síðkastið, leikmenn sem hafa verið rándýrir í innkaupum. Svo má láta þennan karlfjanda fara Woodward ég held að liðið hafi dalað eftir að hann komst á spenann hjá þeim feðgum. Góðar stundir.