United stimplaði sig út úr baráttunni um 4. sætið í dag. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Juan Mata laglegt mark eftir gott samspil liðsins. Undir lok hálfleiksins gerði De Gea enn ein mistökin sem urðu til þess að Chelsea náði að jafna þennan leik. Þetta virtist slökkva alveg í þessu liði sem hefur andlegan styrk á við plastpoka. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og ákvað dómari leiksins að vera í stíl. Marcus Rojo var mjög heppinn að fá ekki rautt spjald en hann átti tvær ljótar tæklingar í leiknum. 1:1 jafntefli staðreynd í döprum fótboltaleik.
Bekkur: Romero, Darmian, Rojo (Bailly 65′), McTominay (Mata 81′), Pereira, Martial, Sanchez (Rashford 65′).
Chelsea: Kepa. Rudiger, Alonso, Jorginho, Kante, Higuain, Hazard, Kovacic, Willian, Azpilicueta, Luiz.
Bekkur: Barkley, Pedro (Willian 84′), Loftus-Cheek (Kovacic 75′), Caballero, Giroud, Zappacosta, Christensen (Rüdiger 66′).
gummi says
Er solskjær að reyna missa af 4 sætinu hvað er helvítis young alltaf gera í þessu liði
Turninn Pallister says
Young er búinn að vera merkilega fínn, hins vegar DdG með enn eina skituna.
Björn says
Enn og aftur De Gea með mistök… Romero hlýtur að fá síðustu leikina. Liðið hefur ekki efni á fleiri mistökum
gummi says
Það verður bara að fara gefa Romero sénsinn
Heidar says
Af hverju í ósköpunum heldur De Gea sætinu eftir að hafa kostað liðið ítrekað mörk undanfarið?!!!!
Turninn Pallister says
Ég bara skil það ekki Heiðar. Maður sem hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og hefur verið með allt niður um sig í síðustu leikjum á bara að vera bekkjaður. Svo er Romero bara fínasti markmaður sem á alveg skilið að fá einn og einn leik. Tala nú ekki um það þegar nr. 1 er kominn með hugann annað.
Bjarni Ellertsson says
Það eru flestir komnir með hugann annað, sumarfrí eða til annarra liða, liðið er hvorki fugl né fiskur þessa dagana og það sést svo áþreifanlega. Erum góðir í 30 mín og svo ekki söguna meir. Endastöð vil ég meina og get ekki beðið eftir að tímabilið endi og Ole geti byrjað á núlli að byggja upp.
ggmu.
Björn says
Marcus Rojo , af hverju er maðurinn að fá sjéns?
Rúnar Þór says
Jæja De Gea endanlega kostaði okkur CL sæti í dag… djöfulsins andskotans aumingjaskapur 🤬
Timbo says
4 punktar… OGS á að skammast sín fyrir að setja ekki Romero á milli stanganna. Það ætti að setja nálgunarbann á Rojo á Old Trafford, þvílíkt sorp. Dómarar gugnað í 3 stórum heimaleikjum. Kimbeppe, Busquets og Kovacic áttu allir að fjúka útaf.
Að lokum þætti mér gaman að fá að sjá niðurstöður úr þrekprófi hjá þessum pésum svo ég vitni í Gauja Þórðar
Herbert says
Timbo. Held að það hefðu nú átt að vera fleiri rauð í leiknum í dag heldur en kovacic…. Rojo beint rautt. Bailey Sennilega líka…. Verðum að losna við þá báða áður en VAR kemur til sögunnar á næsta tímabili. Finnst merkilegt hvað kemur lítið frá Sanchez. Verður svakalegur sumarmarkaður. Rojo, Darmian, Valencia, Sanchez, Mata, Herrera, og Pogba hugsanlega á förum. Fred mætti alveg fara líka. Engann veginn nógu góður fyrir United.
Karl Garðars says
Eigum við ekki að sleppa því að úthúða De Gea þó hann sé að fara í gegnum erfitt tímabil.
Maðurinn er búinn að bjarga okkur á óteljandi ótrúlega máta í áraraðir.
Keane sagði að það væru of margir blöffarar í þessu liði. Sammála honum.
Við eigum langt í land og mögulega var það afleikur að fastráða OGS en hann mun gefa allt sitt í þetta hvern einasta dag. Hvort það dugi til verður tíminn að leiða í ljós.
Glazerarnir voru/eru koss dauðans fyrir Mufc og nú segjast þeir avram og joel ætla að fara að einbeita sér betur að klúbbnum.
Guð blessi MUFC.
Danni says
Mér finnst þetta vera óþarflega mikil tilfinningasemi hjá þér Karl. Eigum við þá að halda áfram að spila Young og Valencia bara afþví að þeir voru einusinni góðir? Er í lagi að sumir leikmenn séu yfir gagnrýni hafðir afþví að þeir voru einusinni svo frábærir?
Sannleikurinn er að vandamálin hafa verið að hrannast upp hjá De Gea undanfarið ár. T.d. átti hann afleitt HM og gerði sig að hálfgerðu fífli þar með verstu tölfræði markmanns sl. 50 ár. (7 skot á rammann og 6 mörk fengin á sig). Málið er að það virðist eitthvað vera að hjá honum og hann hefur ekki verið að finna formið, leikgleðina eða mojoið sitt síðastliðið ár. Þá er gaurinn að fara fram á svakalegan samning eða að hann verður laus allra mála næsta tímabil. Persónulega finnst mér að leikmenn þurfi að vinna fyrir því til þess að geta komið með einhverjar kröfur, það á ekki að duga að hafa verið einusinni frábær.
Mín skoðun er að það væri ágætis lausn (nú verð ég örugglega ekki vinsæll) að skipta á honum og Courtois hjá Real núna í sumar (auðvitað myndum við alltaf fá pening á milli). Hvorugur virðist vera að finna sig hjá sínu liði, annar vill fara og hinn hefur verið í kuldanum. Courtois hefur reynslu úr enska boltanum, er á fínum aldri og hefur verið einn af betri markmönnum heims undanfarin ár.
David de Gea er búinn að vera í guðatölu hjá mér undanfarin ár, en við getum ekki horft fram hjá því að tímabilið er búið að vera hörmung hjá honum og eins og staðan er núna þá gefur frammistaðan ekki svigrúm til þess að gera hann að launahæsta markmanni deildarinnar.
Helgi P says
Ég get ekki séð að það sé verið að úthúða De Gea en hann er bara búinn að vera ekki góður meiri hlutan af tímabilinu því á Romero alveg skilið að fara byrja leik
Karl Garðars says
@Danni.
Ekki bulla. Þessi fyrsta málsgrein hjá þér er út úr kortinu.
Young, Valencia og DDG samanburður wtf???
DDG “var” ekki góður hann “er” góður og það er mannlegt að gera mistök. Finnið einhvern málsmetandi mann sem getur sagt og rökstutt annað.
@HelgiP. Sammála með mistökin en lestu aftur yfir commentin. Þetta er okkar allra besti DDG og ef hann á ekki skilið stuðning sama hvað þá hver?
Danni says
@Karl Garðars
Sá eini hér sem er að bulla ert þú, ég tók fáránlegt dæmi afþví að þín fullyrðing á undan var álíka fáránleg og meira lituð af tilfinningum heldur en af rökum. Þá finnst mér finnst ekki rétt að mönnum sé troðið inn í bómul, sérstaklega þegar það er tvísýnt hvort viðkomandi vill spila fyrir klúbbinn yfirhöfuð.
Jújú, það er mannlegt að gera mistök, en það er líka mannlegt að verða gamall og hægur sbr. Young og Valencia.
Gæinn er greinilega eitthvað brotinn og hann virðist vilja í burtu, þá á bara að leyfa hinum að spila.
Þetta er ekkert flókið heldur, allir eiga að leggja hart að sér til þess að komast í byrjunarliðið. Það þýðir að þá er ekki nóg bara að vera „okkar allra besti DDG“ eða „okkar allra besti Pogba“ eða „okkar allra besti Young“, heldur okkar allra besti kostur í þinni stöðu. Kannski er ég einn um þá skoðun, en mér finnst því miður að DDG sé ekki búinn að vera okkar allra besti kostur undanfarið.
Karl Garðars says
Að maður skuli nenna þessu.
“tók fáránlegt dæmi afþví að þín fullyrðing á undan var álíka fáránleg og meira lituð af tilfinningum heldur en af rökum.”
Vá, þá skil ég þetta miklu betur, ótrúlegt að mér skyldi detta í hug að þú værir að bulla…
Það eru strákar þarna úti, of fáir að vísu, sem eru búnir að gefa allt sitt í að við getum skemmt okkur yfir þessu liði síðustu árin. Einn af þeim er DDG sem er búinn að vera okkar besti maður að jafnaði síðan hann kom og hann er eins og þú segir eitthvað vængbrotinn núna.
Þá styðjum við okkar mann en högum okkur ekki eins og vanþakklátir krakkabjánar.
Hann er hvorki gamall né hægur!
Takið þessu eins og þið kjósið, það er fokið í allflest skjól þegar svona þvæla er látin óátalin.
Turninn Pallister says
Vil ekki skemma mómentið ykkar félaganna, en ég er að horfa á Tottenham – Ajax og ég verð að éta allt ofan í mig sem ég hef sagt um D. Blind undanfarin ár. Sorglegt að við skyldum ekki halda í hann og selja Gög eða Gokke (Smalling eða Jones). Kannski ekki liklegasti maðurinn til að vinna skallabolta og ekki alveg sá fljótasti. En ótrúlega klókur og með mikið fótboltavit.
Sama hvernig Liv Bar fer, Ajax verður mitt lið í þessari keppni.
Sindri says
Skil mjög vel að hafa selt Blind. Réð ekkert við hraðann í PL og var undir lokin farinn að klikka á einföldustu hlutum.. Pressan var of mikil fyrir hann.
Átti samt góða tíma bæði sem LB og CB hjá United og náði sínu þaki í rauðu treyjunni vorið 2017.
Karl Garðars says
Ef mig misminnir ekki þá var Blind vængvörður hjá Hollandi þegar hann kom en hann var sagður sterkur sem djúpur miðjumaður með góðar sendingar. United notaði hann sem makeshift miðvörð, staða sem hann hefur svo vaxið í núna. Ég dáðist alltaf af leikskilningi hans og yfirleitt voru staðsetningar ágætar en hann var eiginlega fórnarlamb tímanna eins og svo margir aðrir sem hafa rúllað í gegn.
En erum við ekki komin með fínustu uppfærslu af Blind í Lindelov. Vantar bara eitthvað “óargadýr” með honum.