Liðið er tilraunalið eins og vera ber í upphitunarleik.
United tók æfingu að morgni leikdags og það sýndi sig liðið var frekar þungt. Perth spilaði enda mjög varnarsinnað og mátti kalla það 10-0-0 leikaðferð.
United náði ekki að brjóta niður 11 manns í teignum en besta færið var langskot Lingard sem varið var yfir. Chong var fínn í leiknum og átti að fá víti en dómarinn vildi ekki dæma. Martial var ágætur án þess að ná að klára og Daniel James komst ágætlega frá sínu.
Í seinni hálfleik kom nýtt lið inn á
Þetta var aðeins hressara í seinni hálfleik og Rashford skoraði á sextugustu mínútu, fékk boltann í teignum eins og svo margir höfðu fengið áður í leiknum, í þetta skipti tók hann fínan snúning sem opnaði færi og afgreiddi boltann vel. Perth sótti aðeins í seinni hálfleiknum en gaf lítil færi á sér fyrr en á 85. mínútu. Þá unnu þeir boltann í teignum, sendu fram, en James Garner sem komið hafði inná fyrir Shap mínútu áður komst inn í sendinguna og skoraði með góðu skoti utan teigs. Frábær innkoma hjá Garner.
Mason Greenwood átti að vera búinn að skora, hafði komist inn fyrir en skotið hörmluega slöku skoti fram hjá og undir lokin átti hann betra skot en það fór í stöng. Þá var leikurinn farinn að opnast aðeins en United náði þó ekki að bæta við marki.
Þetta var dæmigerður fyrsti æfingaleikur, United frekar þungir og Perth lagði allt í vörnina. Á miðvikudaginn er það Leeds United og það verður öðruvísi, fyrir það fyrsta eru leikir Leeds og United alltaf barátta, þó í Ástralíu sé, og hitt er að það má bóka að Marcelo Bielsa spilar ekki 10-0-0
Silli says
Klukkan hvað er leikurinn, og er hægt að horfa á alnetinu?
Óskar G Óskarsson says
Er nu ekki að horfa, en er að sjá daniel james fá mikið lof a twitter fyrir sinn leik i fyrri hálfleik
Væri gaman ef hann myndi springa ut i vetur og að þetta verði einhver andrew robertson kaup :)
Hjöri says
Horfði á leikinn vandamálið var bara eins og oft áður að koma tuðruni í markið. Það skeði að vísu þegar komið var fram í seinni hálfleik, en þá var líka búið að vera einstefna, þar sem hitt liði var með 10 manna varnarmúr. En hvaða rugl er þetta að verða með Pogba að hækka verðmiðann á honum, maðurinn vill fara því þá ekki að láta hann fara, eða á að láta hann fara svo frítt, eins og hafur tíðkast með marga leikmenn hjá klúbbnum, á hann nema 2 ár eftir af samningnum?
Karl Garðars says
Ég held að Pogba sé á samningi til 2021 með möguleika á árs framlengingu.
Nú kemur hefðbundni “bjartsýni pre-season karlinn” Ef Mcguire dettur inn og Pogba/Lukaku verða áfram. Þurfum við eitthvað meira en einn böðul á miðjuna?
Það er síðan með eindæmum að það sé ekki tekið til í hópnum og þessir títt nefndu dratthalar látnir taka pokann sinn. Þeir eru að taka spilatíma frá ungu strákunum og maður væri alltaf mun sáttari við að tapa stigum sökum skorts á reynslu fremur en skorts á gæðum eins og verið hefur.