We have an important announcement to make…
Welcome, @HarryMaguire93 👋 #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) August 5, 2019
Það eru rúm tvö ár síðan okkar eigin Halldór skrifaði:
Það er vert að minnast sérstaklega á varnarmanninn Harry Maguire. Hann er ungur leikmaður, mikill turn og gríðarlegur skallamaður. Lætur finna vel fyrir sér. Þrátt fyrir að Hull hafi tapað síðasta leik 2-0 þá valdi tölfræðisíðan WhoScored hann mann leiksins með 9,6 í einkunn. Það er fáheyrt að leikmenn nái slíkum einkunnum án þess að koma beint að eins og 2 mörkum auk þess að standa sig vel á öðrum sviðum. Einkunn Maguire útskýrist til dæmis af því að hann fór upp í 10 skallaeinvígi og vann 9 þeirra, vann allar 8 tæklingar sínar, komst 7 sinnum inn í sendingar andstæðinga, hreinsaði 7 bolta frá marki Hull, varði 3 fyrirgjafir, hafði betur í 5 af 6 skiptum sem hann reyndi að taka menn á og átti auk þess flestar marktilraunir síns liðs (4). Sannkallaður stórleikur hjá manninum.
Upphitun fyrir Hull-Manchester United 25. janúar 2017
Þetta sumar, 2017, fór Harry Maguire til Leicester fyrir 12 milljónir punda og 5 milljónir í klásúlum. Ári síðar var hann lykilmaður í vörn Englands sem fór í undanúrslit á HM og hann var efstur á lista José Mourinho en 70 milljónir punda voru of stór biti fyrir Woodward að kyngja. Öll vitum við hvernig það fór.
Nú ári síðar eltist United við Maguire í heilt sumar og endar á því að borga uppsett verð, eða því sem næst, 80 milljónir punda og hugsanlegar viðbætur. Hvað hefði gerst ef David Moyes hefði keypt hann á 4 milljónir punda sumarið 2013 frá Sheffield United? Ég veit ekki um ykkur en ég er handviss um að það hefði eyðilagt feril Maguire og hann veslast upp í endalausri haffsentabiðröð og á endanum verið seldur fyrir klink af Louis van Gaal. Því oft þurfa leikmenn að sanna sig með að taka eitt skref í einu.
Maguire er á besta aldri, varð 26 ára í mars. Hann byrjaði ferilinn hjá Sheffield United og lék í úrslitaleik unglingabikarsins 2011 þegar Manchester United vann bikarinn með Pogba, Lingard og Ravel Morrison innanborðs. Seinni úrslitaleikurinn var ekki sá skemmtilegasti fyrir Maguire, ofan á 4-1 tap fékk hann heilahristing og þurfti að eyða nóttinni á spítala. Stuttu síðar fékk hann símtal frá Sir Alex sem hvatti hann áfram og sagði hann eiga alla möguleika að verða góður. Þetta símtal mun eiga sinn þátt í að Harry Maguire er hlýtt til United.
Þennan sama vetur lék hann fyrstu leikina fyrir Sheffield United sem féll úr Championship deildinni og var síðasn lykilmaður í vörn þeirra næstu þrjú árin í League One. Síðan lá leiðin til Hull fyrir 2,5 milljónir punda. Honum gekk illa að komast í liðið og fór á lán til Wigan en lék bara 22 leiki alls þann veturinn fyrir Hull og Wigan. Hull féll úr úrvalsdeildinni og næsta vetur lék Maguire 22 leiki fyrir liðið í Championship deildinni. Þá fór leiðin að liggja uppávið. Sumarið 2016 tók Mike Phelan við liðinu af Steve Bruce og Maguire varð fastamaður. Hull féll en Maguire var valinn leikmaður ársins bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum.
Sem fyrr segir keypti Leicester hann þá um sumarið og hann sló í gegn. Strax haustið 2017 lék hann sinn fyrsta leik og síðan hefur ekkert stöðvað hann. Og nú eru hann og Mike Phelan saman á ný.
Með kaupunum á Maguire er United að fá gríðarlega sterkan varnarmann, sem þó eru smá efasemdir um. Helst er að hann er ekki talinn sá sneggsti í bransanum, en á móti kemur að hann er kóngur í loftinu. Önnur megin ástæða fyrir Ole Gunnar vill hann er að Maguire smellpassar í nútímafótbolta sem spilandi miðvörður og getur leikið boltanum út úr vörninni eða sent nákvæmar sendingar á samherja.
Harry Maguire won 78% of his aerial duels in the 2018-19 Premier League season; a better success rate than any of the 205 other players to be involved in 50+ aerials in the competition, just ahead of Virgil van Dijk (75%). #SLABHEAD
— Josh Sullŷ (@ManUnitedMedia) August 3, 2019
Meira um hann og tölfræði og leikstíl er að finna í þessum risaþræði
THREAD:
With rumours of a £80m deal to bring him to Manchester United, Harry Maguire is the next player up in this series of statistical, comparative insights. I hope you enjoy.
As always, retweets and likes are appreciated! pic.twitter.com/p74v6xYeOv
— UtdArena. (@utdarena) July 14, 2019
Er Manchester United að kaupa besta varnarmann í heimi? Nei það er líklega ekki svo, en hann er besti enski miðvörðurinn í dag og ef vel gengur gæti liðið verið með þrjá fjórðu ensku varnarinnar í vetur. Maguire er augljóslega mun betri en allir þeir sem fyrir eru og með Aaron Wan-Bissaka hefur klúbburinn styrkt vörnina svo um munar.
Nú er bara að sjá hvort eitthvað sé hægt að gera á miðjunni, en síðasta árið höfum við misst Fellaini og Herrera og engum dylst að Matić og Fred eru hreinlega ekki nógu góðir. Það er gaman að kaupa sóknarmenn og sóknarsinnaða miðjumenn en nákvæmlega núna vil ég miðjutröll á diskinn minn
MSD says
Frábærar fréttir. Jú verðmiðinn er sennilega of hár. Mér fannst það reyndar líka þegar Liverpool keypti Van Dijk, pælir enginn í því í dag. Vonandi að Harry Maguire taki skrefið upp á við með því að vera kominn í stærra lið. Núna erum við með tvo vel spilandi miðverði sem geta tekið boltann og komið honum áfram í leik og jafnvel tekið strauið fram á við. Tala nú ekki um hættuna sem skapast í kringum Maguire í föstum leikatriðum í teig andstæðinganna. Lið sem ætla að spila almennilegan fótbolta geta ekki verið að hefja sóknirnar með spýtufætur eins og Smalling að lúðra boltanum út í bláinn.
Dybala er að öllum líkindum off. Held það sé nú bara pínu lán í óláni að menn átti sig á aðstæðum og dragi sig úr þeim viðræðum miðað við stöðuna. Það er engum til góðs að kaupa leikmann sem vill ekki fara frá Juve og heimtar gríðarlegan launapakka fyrir að færa sig um set. Við viljum leikmenn sem vilja koma, ekki leikmenn sem eru píndir til Englands og stoppa stutt til að hirða launin. Það er fullreynt. Svo eru fregnir um að Juve vilji losa hann því þeir eiga von á lögsókn vegna ímyndarréttar Dybala frá third party umboðsskrifstofu út af samningi sem Dybala á að hafa brotið árið 2017.
Í draumaheimi þá myndum við kaupa Savic frá Lazio næst og kannski einhvern sóknarþenkjandi miðjumann líka, sérstaklega ef við fáum beint cash fyrir Lukaku. En sterkur miðjumaður er allavega á mínum óskalista. Matic yngist ekki og Fred er held ég bara best geymdur í búningi nafna síns á hliðarlínunni. Helvíti dýrt lukkutröll það.
afglapi says
Eðlilegt verð fyrir Maguire væri kannski 40mp plús 10 fyrir það eitt að vera enskur svo yfirverðið er ansi hátt. Engu að síður er þetta styrking og mögulega hefur hann það sem þarf til að vera sá leiðtogi sem lengi hefur vantað í vörnina. Vonin er held ég að sé líka sú að hann hafi þessi Van Dijk áhrif með að gera aðra leikmenn í kringum sig betri. Það á eftir að koma í ljós en Mcguire hefur mun fleiri veikleika en Van Dijk.
Maguire hefur einungis spilað með liðum sem liggja aftarlega á vellinum og þar nýtur hann sín vissulega best. United eru væntanlega ekki að fara liggja aftarlega gegn neðri liðum sem beita skyndisóknum og í þannig aðstæðum er Maguire ansi berskjaldaður. Spili hann ofarlega mun hröðustu sóknarmenn deildarinnar auðveldlega skilja hann eftir.
Audunn says
Ég hef mestar áhyggjur af hraðanum hjá Harry, hefur stundum fundist hann vera skrefinu á eftir.
Þegar lið borga 80 miljónir punda plús fyrir varnarmann á hann að vera nánast gallalaus.
En sjáum til, hann gæti myndað sterkt miðvarapar með Lindelof.
Nú hlýtur eitthvað af þessum varnarmönnum að vera seldir…skil ekki ennþá hvað er verið að hanga á öllum þessum mönnum.
Ole Gunnar hefur nú þegar gert mikil mistök þetta sumarið með því að tilkynna það að Ashley Young sé fyrirliði liðsins númer eitt.
Það er í alvöru skammarlegt fyrir klúbb eins og Manchester United að ekki bara lélegasti leikmaður liðsins heldur lélegasti varnarmaður deildarinnar sé fyrirliði Manchester United.
Skil ekkert hvað Ole er að spá en fyrsta merki þess að hann hafi ekki bein í nefinu til að gera þær breytingar sem þarf.
Enda eru margir stuðningsmenn æfir yfir þessari heimskulegu ákvörðun.
Young ætti aldrei að vera leikmaður Manchester United í dag.. hvað þá fyrirliði..
gummi says
Er þetta ekki grín að young sé orðinn fyrirliði
Sindri says
Leicester að súpa seyðið af verðmiða Maguire núna, þar sem Bournemouth eru sagðir heimta 75m£ fyrir Nathan Ake.
Annars góð kaup af okkar hálfu (þar sem miðað við fyrri athugasemdir greiddum við sjálfir fyrir #HM5), og frábær pistill um kaupin!
Um leið og hann gerir sín fyrstu mistök mun enska pressan drepa hann, sem er eitthvað sem að þessi frambærilegi leikmaður #5 hefur ekki þurft að þola hingað til.
Hef fulla trú á að hann muni gefa okkur mikið á þessum næstu 6 (ha?) árum.
sigurvald says
Ég er mjög ánægður með þessi kaup.
Ef hann kostaði 80 mills og ManU borgaði uppsett verð, þá er hann þess virði.
Varðandi fyrirliðamálið. Mér finnst ekki skipta öllu máli hversu góður fyrirliðinn er í fótbolta (Messi á HM? ).- AY hlýtur að hafa heilmikið til brunns að bera, enda reynslubolti mikill og lætur í sér heyra.
Sjöfull verður annars gaman að horfa á blússandi sóknarbolta í vetur :-)
MSD says
Ég reyndar held að Maguire sé frambærilegur fyrirliði, en skiljanlega fær hann ekki bandið fyrr en í fyrsta lagi eftir 1-2 season með okkur.
En svo sem sammála því að Ashley Young er ekki gott val á fyrirliða. Flest lið veikjast við að vera án fyrirliðans síns og leiðtoga. Í okkar tilfelli þá styrkist liðið umtalsvert þegar A.Young er á hliðarlínunni og væntanlega AWB í stað hans í bakverðinum. Ég gæti svo sem séð McTominay líka þróast í frambærilegan fyrirliða fyrir okkur, en maður veit svo sem aldrei hvað fer þessum mönnum á milli inn í klefa og æfingum. Mig grunar bara að Solskjær hafi bara ekki hugmynd um hver eigi að vera framtíðarfyrirliði þessa liðs og því hafi Young verið valinn áfram (þegar hann spilar).
Karl Garðars says
Sammála MSD. Þegar maður horfir yfir hópinn þá sér maður ekkert concrete fyrirliðaefni að svo komnu sem lýsir kannski best stöðunni á klúbbnum.
Maður hefði kannski horft til Herrera.. Young er alla vega skárri kostur en Mike eða Matic.
De Gea, Marcus og Lindelöf eru ekki tilbúnir en það verður spurning með þá og Mcguire þegar fram líða stundir.
Þetta stendur vonandi til bóta.
Varnarlínan er vonandi orðin nokkuð frambærileg en mikið er ég stressaður yfir miðjunni núna. Ef McTominay neglir ekki alla leiki upp á 10 og Pereira springur út þá erum við í slæmum málum fyrst að Matic virðist vera orðinn skugginn af sjálfum sér og Fred er bara Fred.
Auðunn says
Þessi gluggi er að breytast í martröð hjá United.
Á meðan Spurs er að styrkja sig all verulega og saxa á Liverpool og City þegar kemur að gæðum þá klárar United ekki málið með því að kaupa gæða miðjumann sem allir vita að nauðsynlegt er að gera.
Björn Friðgeir says
Og Arsenal kaupir tvo varnarmenn á síðustu stundu!
gummi says
Við endum í 7 til 8 sæti ef við kaupum ekki inn miðjumann
Hjöri says
Held við verðum að sætta okkur við að það kemur ekki miðjumaður í þessum glugga, að mínu viti var hangið alltof lengi á þessum Dybala. Hef trú á því að Pogba verði þetta tímabil, þar sem maður sér að stefnan sé sett á sóknarmann þessa síðustu kl.stundir í glugganum.
Björn Friðgeir says
Ef við lítum á það þannig: Áherslan var á að halda Pogba frekar en taka inn miðjumann. Góð ákvörðun?
MSD says
Sturluð staðreynd. Ef að Rojo fer fyrir 25m fyrir lok gluggans þá fer net spend hjá okkur í um 50m punda þetta sumarið. Enginn replacement fyrir Fellaini, enginn replacement fyrir Herrera – nema þá að seilast í unglingana í akademíunni. Verið að kúpla sig niður út af meistaradeildarmissi?
Ég hefði þegið það að sleppa þeim áherslum að reyna að fá inn sóknarmann fyrir Lukaku á lokasprettinum og leggja áherslu á miðjumann frekar og treysta á Rashford, Martial, Sanchez og Greenwood uppi á toppnum.
Bjarni Ellertsson says
Mikið er ég feginn að heyra það og sjá að Smalling og Rojo fara hvergi og ætli að veita okkur gleði í vetur. Sama skapi alla þá sem voru linkaðir við okkur af misgáfulegum fréttasnápum, ímynduðu þeir sér að Mr. W sæti sveittur í símanum og væri að plotta hvern annan dílinn á fætur öðrum? Það hefði þá verið saga til næsta bæjar, í hans huga er Ole með fullkomið lið í höndunum sem á eftir að springa út í vetur. Það verður fróðlegt að sjá hvort smeðjulega brosið muni breytast í grettu á fyrstu mánuðunum en það veltur jú á gengi liðsins. Fyrstu leikirnir munu sýna okkur hvar við stöndum í samanburði við bestu liðin. Þeir verða að vinnast svo einfalt er það
GGMU.
Turninn Pallister says
Erum við í alvöru að fara inn í þennan vetur með 12 varnarmenn í hóp?
Þar af 6 miðverði…
Karl Garðars says
Fari woodward og glasers til helvítis!
Boltinn er hjá Ole og kjúklingunum og ég hef trú á þeim🤘
Audunn says
Dísús kræst hvað þetta voru gífurleg vonbrigði…
Ég hélt í alvöru að United ætlaði að klára málið eftir kaupin á Harry Maguire en að sjálfsögðu er Woodward og co samir við sig.
Að sjálfsögðu kemur þetta mest niður á Ola Gunnar því það er hann sem kemur líklega til með að missa starfið sitt vegna þess að stjórnin bakkar hann ekki upp og gerir sem þarf að gera.
Það kæmi mér svo alls ekkert á óvart ef Ole verði búinn að missa starfið sitt í Janúar. En við skulum samt vona það besta.
Það er gjörsamlega óskiljanlegt með öllu hvernig þetta lið er samansett.
United er með sjö miðverði, fimm hægri bakverði og tvo örfætta vinstri bakverði (veit að Young „getur“ spilað vinstra megin en hann er ekki örfættur)
Eða 13 varnarmenn 😃😃
Miðjan er eitthvað sem VARÐ að styrkja eftir brotthvarf Herrera.. en nei nei.. seljum engan af þessum 13 varnarmönnum til að kaupa góðan miðjumann.. Við erum með fimm-sex miðjumenn að berjast um þrjár stöður og amk þrír af þeim eru ekki nógu góðir fyrir lið sem ætlar sér að berjast um titla.
Þannig að enn og aftur klúðra æðstu menn á Old Trafford tækifærinu til að styrkja þetta lið að einhverju viti.
Ég fer því miður ekki bjartsýnn inn í þetta tímabil, það yrði frábær árangur að enda í fjórða sæti en þar sem Arsenal gerði miklu betri hluti þegar kemur að því að styrkja liðið þá má ekki búast við því að United hreyfist eitthvað upp töfluna á komandi tímabili.
Timbo says
Það er nú meiri „traustyfirlýsingin“ sem Woodylicious og yfirmenn hans veita Tuanzebe.Nýr samningur, hafna því að hann fái að fara á lán til Villa, en neita að losa sig við Rojo og Smalling. Hann er sem sagt nr. 6 í röðinni og búið að ræna af honum tækifæri á að spila í premier league. Gera þessir „snillingar“ sér ekki grein fyrir að Smalling kann ekki að verjast án þess að ríghalda í treyju andstæðingana og VAR er komið í notkun? Þetta eru skítavinnubrögð sem eru félaginu til skammar.
Að aðalmálinu… Bruno Fernandes var laus þetta sumar, ekki nóg með að hann væri fáanlegur heldur þá var biðlað til okkar að kaupa hann. U.þ.b. 4 árum of seint þá vaknar Woody uppúr rotinu og fattar það loksins að umbanir og aðrir eigendur nota man utd vörumerkið til að auka virði sitt. Gallinn við þessa tímasetningu er sú að Bruno er akkurat sú týpa af skapandi miðjumanni sem liðið vantar, ásamt því að hann vildi koma… Epískt klúður.
Ég er mjög ánægður með komu bæði Maguire og Wan Bissaka. Vörnin er komin í ágætis horf, þó svo að Rojo, Darmian og Smalling mættu hverfa á braut asap. Pressan á greyið Mctominay að höndla sexuna er ógnvænleg þar sem Matic er búinn á því. Hef miklar efasemdir um að Rashford/Martial tick-i inn nógu mörgum mörkum, finnst vanta helling uppá chemistry á milli þeirra á vellinum.
Lokaniðurstaðan eftir þennan glugga er sú að Arsenal notfærði sér betur tækufærið að Chelsea væri í viðskiptabanni heldur en við gerðum. Spái 5 sæti en umfram allt vonast ég eftir að sjá jákvæðari fótbolta og beta vinnuframlag frá leikmönnum.
United til I die!
Björn Friðgeir says
Veðja hverju sem er (næstum) að Axel verður orðinn nr 3 í röðinni áður en við er litið!
Einar says
Þetta var gott tækifæri til að taka til í hópnum og hefja almennilega uppbyggingu, en þessi gluggi lítur hrikalega út, enn einu sinni. Samsetningin/balansinn á hópnum er grín. Markmaður og vörn er góðin, en restin er bara risastór spurningamerki.
– Að selja Lukaku á lokadegi án þess að það komi inn replacement er skandall. Hvaða rugl er það?
– Fellaini og Herrera farnir af miðjunni í ár, og enginn (!) inn! Hvað er það?
– Svo fá of margir haugar að hanga áfram á launaskránni. Rojo er orðinn 29 ára, spilaði 5 (!) deildarleiki í fyrra og 9 leiktímabilið þar á undan. Ég veit að glugginn er ekki lokaður allstaðar, en af hverju er ekki löngu búið að selja hann?
Ég er skíthræddur að hausinn verði skrúfaður öfugur á Pogba og Real Madrid muni hræra í honum út ágúst. En hann er eini heimsklassa miðjumaðurinn þarna. Svo getum við valið úr þessu glæsilega úrvali af McTerminator, Fred, Pereira og Matic. Enginn af þessum leikmönnum kæmist í hin topp 6 liðin. Ekki séns.
Solskjær á blaðamannafundinum áðan var svo bara ‘delighted’ með hópinn og gluggan. Það er nokkuð ljóst að þarna hafa Glazers fengið mann í brúnna sem er þeim að skapi!
Hjartað mitt segir auðvitað að topp4 sé góður möguleiki en heilinn er hræddur um að við verðum þarna í 6-8 sætis baráttu – við stígum nokkuð jafnfætis við Leicester / Everton. Horfið á miðjuna hjá Leicester – hún er töluvert betri en okkar miðja! Með fullri virðingu fyrir því ágæta liði.
en hey, „You dont win anything with kids!“ #GlazersOut
Gunnar says
Sammála Birni!
ég hefði gjarnan viljað Bruno. En veit að við ætlum bara að nota tvo afturliggjandi tengiliði og við höfum 4 gæja í þau hlutverk (+ kannski unglinginn) og kannski þessir gæjar verði loksins í þjálfun og virki betur ef liðið fer loksins að hreyfa sig á vellinum (11,5 km í leik) og opni þannig svæði.
Það er auðséð á undir búningstímabilinu að ætlast er til að miðverði taki strauið fram á völlinn annað slagið og skap þannig auka ógn fyrir andstæðinginn.
Og það er ennþá 2 – 3 vikur sem hægt er að nota til að selja gamlan rekvið í endurvinnslu erlendis..
Gunnar
Audunn says
Ég segi nú bara að guð hjálpi okkur ef Pogba stendur sig ekki eða hann meiðist..
Kannski er planið að setja eitthvað af þessum varnarmönnum á miðjuna, Smalling og Jones væru flottir á miðjunni 😃😃
En Ole Gunnar verður að vera jákvæður og bjartsýnn.. ef hann er það ekki þá er þetta vonlaust dæmi.
Hann verður að gefa það út opinberlega að hann sé ánægður með hópinn og treysti sínum leikmönnum.
Það yrði skandall að gera það ekki og segja opinberlega að hann haldi að liðið sé ekki nægilega gott.
Þá hafa allir góða afsökun að standa sig ekki.
Um leið og þjálfarinn sýnir smá merki um að hann sé ósáttur við liðið þá smitast það inn í liðið og boðar ekki gott.