Það er ekki kastað rýrð á neinn þó Úlfarnir séu kallaðir spútniklið síðasta árs. Liðið kom upp úr B deildinni og tryggði sér sjöunda sætið. Liðið varð aðeins þremur stigum á eftir United og því ekki mjög fallegt að kalla það sigurvegarann í deildi „hinna liðanna“ en þannig varð það. Nú er komið að þvi að fylgja þessari velgengi eftir og gera skurk í efstu sex liðinum. Stærstu kaup Úlfanna voru að tryggja sér krafta Raúl Jiménez sem var lánsmaður á síðasta tímabili og lykilmaður í velgengninni. Að öðru leyti hafa þeir að mestu verið að kaupa unga og efnilega leikmenn. Á móti kemur að þeir hafa ekki misst neinn af sínum aðalmönnum og munu því að mestu treysta á sama lið og reyndist svo vel á síðasta ári.
Verðlaunin fyrir sjöunda sætið voru að komast í undankeppni Evrópudeildarinnar og Úlfarnir voru því í fimmtudagsleik fyrir þremur dögum, unnu FC Pyunik í Armeníu auðveldlega og með hálfgerðu varaliðið þannig að þó ferðin standi kannske smá í þeim þá er það amk ekki leikþreyta.
Búast má við liðinu einhvern veginn svona:
Það stórkostlega skemmtilega við þetta er að þetta eru nákvæmlega þeir ellefu leikmenn sem reyndu sitt besta að eyðileggja fimmtugsafmælisdaginn minn í vor með að vinna United 2-1 á Molineux. Ef það hefði verið minniháttar afmæli hefði það tekist.
Það var auðvitað í annað skipti á rétt rúmum tveimur vikum því Wolverhampton voru þegar búnir að slá United út úr bikarnum í fjórðungsúrslitum. Leikurinn á Old Trafford var varla skárri, því lélegt lið José Mourinho náði aðeins 1-1 jafntefli.
Ef það er eitthvað skýrt af þessu er það að þetta verður erfiður leikur og Ole Gunnar Solskjær veit það fullvel. Fyrsti leikur United fór fram úr okkar villtustu draumum, en við vitum að úrslitin gáfu eilítið ranga mynd af gangi leiksins. Leikurinn á morgun verður því kannske til að kippa okkur niður á jörðina aftur, en vonandi frekar til þess að koma þessu liði í fantagang.
Það eru allir heilir það best er vitað og ég spái liðinu óbreyttu frá síðasta leik
Ég er spenntur fyrir þessum leik sem mun reyna á okkar nýju vörn, reyna á annars veika miðju og síðast en ekki síðst ekki gefa okkar mönnum mikla möguleika á að beita hröðu sóknunum sem gengu frá Chelsea.
Leikurinn hefst kl 19:00 að íslenskum tíma!
Sigurður says
Þetta verður spennandi leikur!
gummi says
Þetta er bara leikur sem við verðum að vinna
Silli says
Ég er skíthræddur við þennan leik. Spái samt 1-3.
Þorgeir says
Bananahýði
Audunn says
Það vill nú bara þannig til að bæði frammistaða og úrslit Manchester United undanfarin ár hafa ekki gefið manni tilefni til annars en að vera mjög fastur niður á jörðinni.
Þetta tímabíl gæti svo auðveldlega verið einn rússíbani þar sem við getum átt afskaplega flotta leiki inn á milli en tapað svo svona leik ansi ílla.
Þannig að maður þorir ekki einu sinni að vera bjartsýnn.
Þessi leikur er risa test fyrir Ola Gunnar, kann hann að finna réttu taktíkina til að vinna svona útileiki eða er liðið ennþá of brothætt og ekki komið lengra en það var fyrir 5-6 mán síðan undir hans stjórn?
United hefur klárlega nægilega góðan mannskap til að klára svona leik, þótt úlfarnir séu með hörkulið Þá ætti Man.Utd að fara inn í þennan leik aðeins með því hugarfari að ætla sér að vinna hann og allt annað en sigur er ekki nógu gott ætli United sér stóra hluti á þessu tímabili.
MSD says
Ég er smeykari fyrir þessum leik heldur en Chelsea leiknum. Wolves munu án efa ekki gefa okkur svona mikið pláss bak við vörnina hjá sér. Hræddur um að fyrsta jafnteflið líti dagsins ljós en spái þó 2-1 sigri okkar manna.