Leikurinn í dag var fjórði leikurinn á tímabilinu en fyrir leikinn hafði United unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli. Ekkert til þess að gráta yfir en vissulega súrt miðað við hvernig leikirnir spiluðust og öll þau tækifæri sem gáfust sem hefðu geta fært okku fullt hús stiga.
Fyrir leikinn í dag var vitað að Southampton yrðu erfiðir þar sem þeim hefur ekki mistekist að skora á heimavelli sínum í 10 mánuði. Því hefði liðið geta sagt sér að til þess að leggja dýrlingana að velli á St. Mary’s þyrfti liðið að skora a.m.k. tvö mörk. Það reyndist þrautin þyngri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Juan Mata og Ashley Young komu inn í liðið vegna meiðsla en Ole Gunnar Solskjær hélt sig við 4-2-3-1 kerfið með Rashford upp á topp.
Fyrri hálfleikur
Það var kraftur í Southampton mönnum á fyrstu mínútunum. United virtust vera með blýfætur við hliðina á sprækum og líflegum heimamönnum. Fyrsta hættulega færið féll til þeirra þegar Sofiane Boufal átti skot en boltinn rúllaði rétt framhjá. En á 11. mínútu dróg til tíðinda.
Harry Maguire byrjaði sóknina, sendi á Wan-Bissaka, en hann, Scott McTominay og Andrea Pereira spiluðu sín á milli sem endaði með því að Daniel James fékk laglega sendingu frá McTominay út við vítateigshornið, hljóp inn að marki og hamraði boltann í skeytin fram hjá Angus Gunn. Juan Mata gerði vel í markinu með því að draga Cedric frá James.
Wan-Bissaka átti síðan gott hlaup og fékk sendingu frá Mata en náði ekki til boltans inn í teig, aftur barst boltinn til hans en fast, viðstöðulaust skot hans rétt yfir markið. Í kjölfarið fór pressan frá United að þyngjast og nokkur færi litu dagsins ljós. James fékk annað skotfæri við D-bogann en að þessu sinni sá Gunn við honum og varði boltann út í teig.
Aftur fengum við fínt færi þegar McTominay fann Juan Mata í fæturnar sem stakk boltanum inn fyrir á Marcus Rashford en Southampton björguðu í horn. Upp úr horninu fékk Rashford gott skallafæri, einn og óvaldaður en náði ekki að stýra boltanum á rammann.
Southampton áttu ekki mjög hættulegar sóknir jafnvel þótt vörn United virtist ekki vera neitt ægilega þétt. Boufal fékk ágætt skotfæri eftir rúmlega hálftíma leik en McTominay kastaði sér fyrir skotið. Þá voru United menn duglegir að tapa boltanum á eigin vallarhelming en heimamönnum tókst ekki að skapa sér nein færi sem sköpuðu einhverja raunverulega hættu fyrir framan David de Gea.
United fór inn í hálfleik með brothætta, eins marks forystu en þá voru ákveðnar viðvörunarbjöllur farnar að klingja, þar sem við töpuðum boltanum trekk í trekk fyrir framan vítateiginn okkar og við miðjuna, sérstaklega Paul Pogba, sem virtist kærulaus á köflum og langt frá sínu besta.
Síðari hálfleikur
Síðari hálfleikur fór hægt af stað en þegar um fimm mínútur voru liðnar komst Rashford í álitlegt færi eftir mistök hja Vestergard í vörninni hjá Southampton en Gunn lokaði vel á skotið.
Southampton virtist ekki ná að tengja margar sendingar þegar hér var komið við sögu en þegar Lindelöf missti boltann framarlega á vellinum tókst heimamönnum að spila sig í gegnum vörnina. Stungusending frá Boufal rataði á Che Adams sem fékk fínt tækifæri til að jafna metin en skot hans afleitt og langt framhjá markinu.
Þvert gegn gangi leiksins fékk Southampton hornspyrnu og Kevin Danso vippaði boltanum laglega inn í markmannsteiginn að fjærstönginni þar sem Vestergaard skoraði eftir að hann vann skallaeinvígi við Lindelöf og de Gea kom engum vörnum við, 1-1. Heimamenn tóku vel við sér eftir það og virtust vakna verulega til lífsins þá.
Næsta hættulega sókn United kom þegar Pogba tók góðan snúning og skildi tvo miðjumenn dýrlinganna eftir og gaf stungusendingu á Rashford sem átti skot sem Vestergaard lokaði vel á. Daninn stóri og stæðileg virtist hafa tekið sig saman í andlitinu og var allt í öllu þessa stundina.
Ole Gunnar Solskjær gerði sína fyrstu breytingar á liðinu á 68. mínútu þegar Nemanja Matic og Jesse Lingard komu inn á í stað Mata og Pereira. Þessar skiptingar hafa líklega átt að hleypa Pogba framar og auka sóknarþungan sem það og gerði. Hins vegar skorti áræðni og hraða í sóknarleik liðsins.
Það virtist glitta í örlítinn vonarneista fyrir gestina þegar Kevin Danso fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á McTominay. Hassenhuttl skipti þá Danny Ings útaf fyrir Yoshida og greinilegt að pakka átti í vörn enda pressa United orðin mun alvarlegri.
United dældi inn fyrirgjöfunum frá báðum köntum, frá wan-Bissaka og James en einnig frá Young en engar þeirra virtust takast almennilega og þær fáu sem rötuðu inn á hættuleg svæði sköpuðu ekki mikla hættu þar sem enginn gerði marktæka atlögu að boltanum. Rashford var oft ekki vel staðsettur og virkaði ekki mjög líklegur til að komast á blað í dag.
Mason Greenwood fékk enn og aftur örfáar mínútur en var mjög líflegur, var út um allt í sókninni og leið vel með boltann í hvert sinn sem hann fékk knöttinn. Greenwood kom inn fyrir McTominay á 82. mínútu en í fjarveru Martial er ekki úr vegi að spyrja sig hví táningurinn fær ekki heilan leik til að spreyta sig, í það minnsta klukkustund.
Á síðustu tíu mínútunum voru dýrlingarnir búnir að pakka í vörn og vörðust með alla 10 fyrir aftan boltann og reyndu að sóa tíma í tíma og ótíma til að fara í taugarnar á United leikmönnunum. Sem tókst og uppskáru þeir eitt stig, manni færri og fögnuðu leikmenn liðsins og sérstaklega Hassenhuttl eins og um bikarúrslit hefði verið að ræða.
Svekkelsið hjá leikmönnum United, stuðningsmönnum og Ole Gunnar Solskjær var að sama skapi mjög þungt og greinilegt að mikil barátta er framundan ef þetta er það sem koma skal.
Lið Southampton : Angus Gunn (GK), Cedric, Jannik Vestergaard, Jan Bednarek, Kevin Danso, Pierre Hojberg(c), Oriol Romeu, James Ward-Prowse, Sofiane Boufal, Ché Adamas og Danny Ings.
Bjarni Ellertsson says
Sætti mig ekki við annað en sigur í dag. En fyrirfram verður þetta erfitt.
Theodór says
Skil ekki þessa áráttu hjá Óla að notast við Young. Þetta eru allt atvinnumenn, reynslan hjá einum manni getur ekki vegið svona hátt vs hraði og hæfileikar hjá öðrum.
Einar says
Maður er hættur að tala um hugsanleg ‘bananahýði’ því þessi leikur verður bara helvíti erfiður.
Nú er glugginn að lokast, og við sitjum uppi með veikara lið en liðið var í fyrra? Hvernig í ósköpunum getum við farið fram á að árangurinn verði eitthvað betri í ár?
Spái 1-1 í erfiðum leik
Einar says
*alþjóðlegi glugginn (veit vel að sá enski er löngu lokaður :).
p.s. DANIEL JAMES!!
Bjarni Ellertsson says
Ef það má gagnrýna þessa snillinga þá finnst mér flest sem Perrea gerir orka tvímælis. Hann virðist vera eins og 3 flokks leikmaður á móti fullorðnum karlmönnum. Missir enn og aftur boltann á miðjunni en sem betur fer varð ekki mark. Annar sem er hægur og áhugalaus en með mestu gæðin er PP. Getur einhver sagt mér hvað er í gangi í hausnum á honum. Er hann að sýna það að hann vill fara? Djöfulli pirrandi að við séum að glíma við svona vesen, greinilega hefur áhrif á liði sem heild. Vörnin er tæp og sóknin ekki mjög beitt en ljósi eini punkturinn er þetta glæsilega mark sem kom upp úr mistökum andstæðingana á miðjunni. Vel gert en betur má ef duga skal.
GGMU
gummi says
Þetta er orðið svo ógeðslegt lélegt lið sem við erum komnir með við verðum bara heppnir ef þetta lið nái að halda sér uppi svo lélegt er þetta lið orðið
Bjarni Ellertsson says
Svona verða flestir leikirnir hjá Utd í vetur því við erum vængbrotnir hér og þar og lið sækja á veikleikana okkar. Nú fáum við tækifæri einum fleirri og kemur í ljós í hvað okkur er spunnið.
GGMU
Hjöri says
Svona er þráin, ef leikmenn vilja fara þá á að leifa þeim að fara, t.d. með Pogba hann er hægur liggur of lengi á boltanum og missir hann oftar en ekki. Það sem ég hef séð af þessum leik finnst mér Rashford afskaplega slakur, og núna sýnist mér vera kominn tími á ferskari mann fyrir hann 20 mín. eftir.
Bjarni Ellertsson says
Þetta var dauðadómur minn yfir liðinu. RIP
Auðunn says
2 stig gegn Wolves, Crystal Palace og Southampton er skammarlegt og gjörsamlega óásættanlegt með öllu.
Vond frammistaða og Ole kominn upp við vegg og virðist ekki hafa nein svör við neinu.
Silli says
Ég hef fulla trú á þessu og er hrifinn af pælingunni að byggja upp liðið til langs tíma, þó við vinnum ekkert þetta árið nema meistaradeildarsæti.
GGMU!!
Turninn Pallister says
Enn og aftur er Lindelöf að tapa skallabolta og það er að kosta okkur. Með fullri virðingu, þá finnst mér vera komin Daley Blind lykt af kauða. Hann verður að fara að stíga upp strákurinn og herða sig. Annars áttum við þennan leik og ótrúlega gremjulegt að við næðum ekki að skora. Hatturinn af fyrir Greenwood og James sem virtust vera mest hungraðir í restina. Stærstu vonbrigðin eru með þá reynslumeiri í hópnum sem enn og aftur virðast ekki nenna að stíga upp og vinna vinnuna sína.
Helgi P says
Það er ekki skrítið að Pogba vilji fara frá þessu miðlungs liði og þetta lið verður bara lélegra með hverju árinu sem líður
Ingvar says
Hæfileikalaust lið með öllu, getum ekki ætlast til neins með Perreira eða Lingard til að bera uppi sóknarleikinn. Pogba nennti þessu ekki í dag, væntanlega í fýlu en nær samt að vera langbestur. Svo er þetta svo svakalega þreytt með að „leyfa“ Pogba að fara. Eigum við ekki bara borga Real fyrir að taka hann, jafnvel borga launin líka? Er nokkuð viss um að hann mátti alveg fara, var með verðmiða sem var settur á hann. En enginn leikmaður getur bara farið, það hefur ekkert lið boðið í hann þannig að áfram gekk Pogba, girtu þig í brók og sýndu sóma þinn að mæta á völlinn. En slakasti hópur sem við höfum haft í 30 ár.
Elís says
Þetta lið er bara komið í algjört þrott.
Það sást ekki greinilega í þessum leik mikil getumunur á þessum liðum.
Southampton byrjaði betur, James skorar og þá er eins og liðið tekur völdinn án þess að skapa eitthvað rosalega mikið. Bæði lið voru að tapa boltanum aftur og aftur, virkaði eins og leikur í 4.deild á Ísland á tímabili(nema minni ástríða)
Síðari hálfleikur voru Southampton grimmari og jöfnuðu leikinn og með 11 á móti 11 voru þeir alveg eins líklegir en eftir að þeir misstu mann af velli þá var þetta bara spurning um að nýta sér það sem liðið gerði ekki.
Árið er 2019 Young er fyrirliðinn, DeGea er enþá góður en ekki heimsklassa í meira en ár, liðið fjárfesti í tveimur sterkum varnarmönnum, eru lélegir á miðsvæðinu og með ekki einn heimsklassa sóknarmann sem er mjög óvenjulegt hjá UTD.
Óli er ekki að byrja þetta tímabil vel og menn geta alltaf sagt að það þarf að styrka hitt eða þetta en liðið er samt sterkara á pappír en Wolves, Palace og Southampton og að fá 2 stig úr þessum leikjum þegar menn voru að gera sér vonir um góða stigasöfnun í byrjum miða við leikjaplanið er skelfilegt og það skrifast á stjóran.
Davíð says
11. Nú er ég ekki United stuðningsmaður og er hér bara fyrir forvitnissakir en með þessu áframhaldi getið þið kvatt þetta blessaða meistaradeildarsæti. United á að vera svo miklu betra en þetta þó það kæmi enginn bikar í hús.
Bjarni Ellertsson says
Það er jú oft góð pæling að byggja liðið upp en með stórum hluta þessara frábæru leikmanna, 7-10 sæti garantí. Uppbyggingin er einmitt stödd á þessum stað, jojo, og mun vara út þetta tímabil. Langt er í stöðugleikann, kemur ekki nema með fullt fullt af nýjum leikmönnum. Erum ekki með einu sinni stöðugt 11 manna lið þannig að rétt hjá Móra, „varalið City“ myndi í dag vinna okkur, kannski ekki rúlla okkur upp.
Tómas says
Verður að segjast að við höfum verið býsna óheppnir í þessum þrem síðustu leikjum. Höfum verið betri aðilin í þeim öllum. Sem eru framfarir, frá því í fyrra, því við vorum oft lakari aðillinn í fyrra.
Færanýting hjá andstæðingum verið einstaklega góð, við hefðum vel getað fengið amk tvö víti til viðbótar, í þessum leikjum. Gat ekki betur séð en brotið hafi verið á Greenwood í dag.
Held að árángur okkar gegn stóru liðunum verði betri en í fyrra.
Hef trú á verkefninu sé jákvæðar breytingar, en þetta verður ekki alltaf auðvelt.
Helgi P says
Það væri gaman að fara fá podkast frá ykkur
Elís says
Allt tal um að núna er uppbygging í gangi er alltaf pínu sérstakt, jú það þarf að byggja upp en þetta er Man ut og oftast þegar lið eru að byggja upp þá eru það liðinn sem hafa ekki fjármagn og þurfa að eyða skynsamlega og láta unga leikmenn spila, er liðið kannski kominn á þann stað að vera bara miðlungslið?
Samt skoðar maður eyðsluna og ég er viss um að öll lið í heiminum væru til að vera með svona fjármagn í uppbyggingu með metnað í að berjast aðeins um meistaradeildarsæti.
Síðan 2016/17
Harry 87 m punda
Bissaka 55 m punda
James 17 m punda
Fred 59 m punda
Dalota 22 m punda
Lukkaku 84 m punda
Matic 44 m punda
Sances 34m punda
Pogba 105 m punda
Mkhitaryan 42 m punda
Bailly 38 m punda
Ásamt öðrum minni
Þarna er sko verið að eyða og eftir svona penningarsóun þá hefði maður haldið að liðið 2019 væri orðið nógu gott til að sigra Wolves, Palace og Southampton í staðinn fyrir að líta út eins og drasl.
gummi says
Tímabilið er búið og það er en þá bara ágúst
Rúnar Þór says
Ole er hræddur. Við erum 1 fleiri og hann hefur ekki kúlurnar til að setja Mason Greenwood strax, veikleiki og ekkert hugrekki
ingo magg says
versta er að Liverpool er in a galaxsy far far far far far far far away from man utd! eftir að ferguson hætti þá hefur liverpool látið okkur líta eins og aumimgjar sem við erum! þeir eru með mont reitin og það þykir mér verst!!
Einar says
Elís: Liðið hefur vissulega eytt fullt af pening undanfarin ár en þetta hefur oft virkað eins og e-s konar backup panic kaup frekar en það sem lagt er upp með.
Ef ég fer út í búð til að kaupa gouda ost, salami og hvítlauksolíu fyrir pizzu – en neyðist til að fá mér kotasælu, malakoff og nuddolíu í staðinn, þá er ég að fara enda með ansi óheppilega pizzu, sama hvað hráefnið kostaði.
Svo má auðvitað ekki gleyma því að liðið hefur gengið í gegnum 4 (5, ef maður telur Giggs með) á síðustu 6 árum og engum tekist að mynda einhverja heildstæða stefnu sem innkaupateymið fylgir.
Mér líst vel á þróunina hjá Ole núna; Smalling og Jones horfnir (a.m.k. úr liðinu), Sanchez farinn, Young almennt bekkjaður og ungir efnilegir strákar eins og James og Wan-Bissaka keyptir.
Vonandi fær hann tíma til að fylgja þessu eftir.
Að því sögðu þarf innkaupateymið að girða sig enn betur í brók, því það bráðvantar (í það minnsta) hágæða skapandi sóknarmann og reyndan slúttara upp á topp.
Ég er hræddur um að við neyðumst til að sætta okkur við tilraunakenndar Eldsmiðju-reject pizzur næstu mánuði, en ég trúi ekki öðru en að við náum aftur einhverjum Flateyjar-hæðum.
[Þessi færsla var ekki sponsuð af Flatey – bara svona til að koma því á framfæri]
Sindri says
20.
…
Pogba 90m£
Lukaku 75m£
Mkhitarian 30m£
Sanchez á sléttu fyrir Mkhi.
..
Engu að síður ömurleg byrjun á mótinu.
Sendum Lingard til Bolton.
guðmundurhelgi says
Otruleg neikvæðni i gangi her. ef menn eru almennt manutd aðdaendur a þessari siðu þa girðið þið ykkur i brok og hættið þessu andskotans væli.
þorri says
versta hvað liverpool er langt á undan okkur! og við lítum sem aumingjar við hliðin á þeim!!
gummi says
3 sigrar í síðustu 16 leikjum guðmundurhelgi það er gott að þú sjáir einhvað jáhvætt við það en ég sé það ekki
Tómas says
Ef menn taka út fyrir sviga kaupin sem voru gerð í ár. Eru menn ósáttir með þau? Er ekki klárt að þetta eru allt menn sem styrkja byrjunarliðið.
Menn hafa verið að kalla eftir að það verði losað sig við leikmenn einnig. Það er hafið.
Úrslitin heilt yfir eru vonbrigði, en það er viðbúið. Liðið hafði einfaldlega ekki kraft í Ole bolta í fyrra. Spilamennskan er ekki afleit það sem af er þessu móti. Menn sjá hvað Ole er að reyna og mér líkar sú stefna.
Held að menn ættu aðeins slappa af, við vorum aldrei að fara keppa um tittilinn í ár. 4 sæti og bikar er raunhæf krafa.
gudmundurhelgi says
Það þyðir ekkert að vera alltaf að bera okkur saman við liverpool, það er ekki alveg raunhæft i augnablikinu. Það er verið að losa leikmenn fra felaginu sem er bara jakvæð þroun,leikmenn sem aldrei hefðu att að spila fyrir felagið a annað borð.Eg veit 3 sigrar i 16 leikjum litur ekki vel ut samt hef eg seð viss batamerki a leik liðsins þo svo að fjoldi stiga beri þess ekki merki, það jakvæða við þetta all er að við hefðum att að vinna siðustu 3 leiki ekki spurning. Nu vill eg að oli sæki fleiri unga straka til að spila fyrir aðalliðið sem eru með retta hugarfarið til að hefja sina framtið hja felaginu. Veiki hlekkur liðsins er miðjan hun er alls ekki nogu þett i leikjum liðsins og þarna hefði verið gott að hafa leikmann eins og bruno fernandes eða sækja unga miðjumenn i yngri lið felagsins. Það er eitt sem gleymist oft i umræðunni það er alex ferguson hann styrði felaginu i morg ar an þess að vinna deildina, en hann fekk frið til að byggja felagið upp og naði ansi hreint goðum arangri. Ferguson atti a tiðum i stroggli i byrjun sin ferils hja felaginu og matti ekki miklu muna að hann yrði rekinn a.m.k. 1 sinni eða jafnvel 2 en þa kom maður nokkur að nafni eric cantona og gjorbreytti leik liðsins, gefið ola tækifæri og synið honum umburðalyndi goðar stundir.
gummi says
Tómas ert þú að sjá þennan hóp sem united er með fara ná 4 sæti og bikar það verður bara gott ef við náum að halda okkur uppi með svona þunnan og lélegan hóp sem við erum með
Tómas says
@gummi held það verði erfitt, en það ættu að vera markmiðinn.
Kýs allaveganna alltaf þessa taktík framyfir áframhaldandi kaup á yfirborguðum málaliðum, jafnvel þó að það hefði skilað okkur meistaradeildarsæti í ár. Er bara ekkert sustainable til lengdar.
Það er bilun að hugsa til þess að United hafi verið með hæsta launakostnaðinn í deildinni verandi svo langt á eftir City, Spurs og Liv í gæðum. Það er byrjað að vinda ofan af því.
Er ekki að segja að èg sè ánægður með hópinn, langt frá því. Hefði viljað sjá meira gerast í sumar en það þarf að vanda til verka. Frekar vil èg sjá engin kaup en röng kaup. Það þarf að kaupa rétt núna í hverjum einasta glugga.
Afglapi says
Podköstin hurfu um leið og fór að halla undan fæti hjá Solskjær, svo ég á ekki von á næsta fyrr en eftir 2 til 3 sigurleiki.
gummi says
Þannig við þurfum þá að bíða í 4 til 5 mánuði eftir næsta podkasti
Karl Garðars says
@afglapi.
Það er yfirleitt nóg að gera hjá velflestu fólki og síðuhaldarar líklegast engin undantekning frá því.
Verum þakklát fyrir það að þeir nenni að standa í þessu fyrir okkur.
gummi says
Þvílik heimska að selja ekki De Gea í sumar og fá einhvað fyrir hann
Björn Friðgeir says
Já það er svolitið erfitt að smala í podköst stundum, en við erum að reyna. Það er rétt að það er nóg efni núna.
Audunn says
United selur Darmian fyrir 1.5 milj punda en hafnar 25 milj punda frá Everton í Rojo..
Hvaða rugl er það?
Ég myndi miklu frekar selja Rojo á 25 milj og halda og þá nota Darmian í stað þess að gefa hann.
Þótt Darmian renni út á samning næsta sumar þá hefði verið alveg eins gott að láta þann samning renna út og losa sig við Rojo.
Furðuleg ákvörðun þar sem Rojo er engan vegin betri leikmaður.
Cosak says
Ég er mikill aðdáandi ole hvort sem leikmaður eða þjálfari. Hann er með hugmynd um hvernig á að byggja upp liðið. Finnst þetta betri leið ein að kaupa bara kalla. Þetta er ungt lið sem á eftir að gera mistök. En ef þetta eru verðandi stjörnu þá læra þeir af mistökunum.
Heiðar says
Til að taka eitthvað jákvætt úr þessu þá sýnist mér að öll kaup sumarsins muni reynast góð kaup. Daniel James er á leiðinni í að verða stórstjarna. Hvað ætli verðmiðinn á honum hafi hækkað mikið frá því að hann kom til United?
Að sama skapi er ég sáttur með hverja við höfum látið frá okkur. Hefði svo sem viljað selja Rojo allan daginn í staðinn fyrir að hafa Smalling í hópnum. Sá síðarnefndi áreiðanlegri en Rojo að mínu mati.
Miðjan er akkilesarhællinn og ég er hræddur um að við verðum að leyfa Pogba að fara. Hann er augljóslega áhugalítill og leikmaður á þessu kaliberi á að „bossa“ miðjuna meira en raun ber vitni. Það þarf að vanda vel til þeirra kaupa þegar þar að kemur.
Ég hefði satt best að segja viljað einn markaskorara í viðbót í hópinn. Finnst of lítið að treysta á Martial, Rashford og 17 ára Greenwood (sem er svipað og við hefðum vonast eftir mörkum frá Erik Nevland 1998-1999, enda þótt Greenwood sé klárlega efnilegri en hann).
Doremí says
Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Eftir þjálfararóteringar síðustu ára verður Ole að fá þolinmæði frá öllum, það er ekki eins og hann hafi tekið við meistaraliði og hans verkefni hafi verið að halda því í þeim klassa. Hans verkefni er miklu stærra og það mun taka tíma að vinna það, enda tekur hann við hóp sem samanstendur af leikmönnum sem keyptir voru til félagsins af 4 mismunandi stjórum með mismunandi hugmyndir af því hvernig leikurinn á að vera spilaður. Allir leikmenn hafa fengið loforð frá fyrri stjórum sem Ole er kannski ekki tilbúinn að uppfylla og velur því frekar að selja leikmenn en að skapa leiðinlegt andrúmsloft innan veggja félagsins.
Ole réðist á verkefnið í sumar, með mun meiri krafti en ég bjóst við. Hann er að taka stóra sénsa með því að senda í burtu Lukaku, Sanchez, Darmian, Valencia, Smalling og Herrera alla í sama glugganum. Auðvitað hafði hann ekki beint mikið að segja um brotthvarf Herrera sem vildi ekki endurnýja samning og Smalling og Sanchez fóru á láni en ég tel nánast öruggt að þeir séu báðir búnir að spila sína síðustu leiki fyrir Manchester.
Jújú, hópurinn þynnist en skapar í leiðinni tækifæri fyrir ungu leikmennina að sýna sig og sanna í vetur, hver veit nema það leynist annar Rashford þarna einhversstaðar. Ole gerði það sem allir stuðningsmenn kölluðu eftir, bætti varnarlínuna – með því að kaupa dýrasta varnarmann sögunnar og einn besta hægri bakvörð deildarinnar. 2 englendingar þar og svo James sem hefur komið með mikinn kraft í liðið og var besti leikmaður vallarins í 1-1 jafnteflinu. 3 pottþétt kaup, Ole er greinilega með kaupstefnu sem hann ætlar að halda sig við og stekkur ekki á 3ja eða 4ða valkost ef sá 1. gengur ekki upp. Hann var örugglega með miðjumann í huga og/eða sóknarmann sem hann vildi fá til félagsins í sumar sem hefur ekki gengið upp (Dybala t.d.) og þá er hann ekki að stökkva í panic kaup heldur velur að nota þá leikmenn sem eru til staðar og velur vandlega nýjan leikmann til að fá til félagsins. Þetta krefst þolinmæði, en niðurstaðan verður líka mun betri.
Helstu leikmennirnir sem Ole sendi burt voru 29 og 30 ára. Á meðan keypti hann Bissaka (21), James (21) og Maguire (26). Allt saman leikmenn sem gætu hæglega átt 10 góð ár hjá félaginu og engir ofursamningar, enginn yfir 200.000 pund á viku.
Ég held að þið United menn getið verið sáttir með að þið séuð loksins komnir með mann undir stýri sem horfir ekki einungis á helstu stjörnurnar heldur fær leikmenn til liðsins sem vilja spila fótbolta hjá klúbbnum en ekki bara stinga eins miklum peningum í vasann og þeir geta. Ég get líka lofað ykkur því að enginn af þeim leikmönnum sem keyptir voru í sumar fái fyrirsagnir nokkurntímann fyrir að vera í leiðindum innan félagsins eða eitthvað því líkt.
En þetta eru bara hugleiðingar Liverpool-manns sem trúir því (og vonar) að Ole geti gert ManUtd samkeppnishæft á ný.