Manchester United stillti upp óbreyttu liði frá leiknum við Norwich um síðustu helgi en það er óhætt að segja að úrslitin hafi verið á annan veg
Varamenn: Romero, Mata, Lingard (68′), Rojo, Greenwood (80′), Garner, Williams (81′)
Lið heimamanna:
United var með yfirburði frá furstu mínútu, enda lá Bournemouth langt til baka og leyfði Unitd að athafna sig að vild. Það var þó ekki hættulasut og Dan James var skeinuhættur þeim á vinstri kantinum.
Færin létu þó á sér standa, best var skot Dan James rétt utan við teig sem fór um meter framhjá.
Það var ekki síðan fyrr en á 35. mínútu að dró til tíðanda, Anthony Martial fór inn í teig og fékk snertingu á mjöðmina og fór niður, dómarinn dæmdi horn en Fred og Lerma fengu gul spjöld fyrir smá stimpingar eftir atvikið.
Bournemouth kom meira inn í leikinn eftir því sem leið á á hálfleikinn og markið kom því sem næst um leið og klukkan sló 45 mínútur. Bournemouth sótti upp, tók fína spilafléttu sem endaði á háum bolta sem datt inn á Josh King sem var með bakið að marki og Wan-Bissaka í bakinu. Wan-Bissaka reyndi að nikka í boltann hægra megin, en King vippaði yfir þá báða, sneri Wan-Bissaka af sér og setti boltann í klofið á stjörnustökkvandi De Gea. Léleg varnarvinna þarna.
Í seinni hálfleik gekk United ekki vel að ná upp spili og færin létu á sér standa. Solskjær reyndi breytingu á 67. mínútu, setti Lingard inná fyrir Pereira.
Það dugði United til smá sóknar en á 75. mínútu fékk Bournemouth frábært færi, en De Gea tók á honum stóra sínum og varði í horn. Loksins reyndi Ole frekari breytingar, Mason Greenwood og Brandon Williams komu inná fyrir Daniel James og Aaron Wan-Bissaka. Mason Greenwood var ekki búinn að vera inná í tvær mínútur þegar hann skaut í stöng eftir fína sendingu Fred.
Það sem eftir lifði leiks reyndu United menn hvað þeir gátu að búa til eitthvað en það var lítið annað en langar sendingar fram og þéttskipuð vörn Bournemouth átti ekki í vandræðum með að stöðva það og tryggja á endanum góðan sigur sinn.
Það er auðvelt að afgreiða þennan leik: Hann var í alla staði hörmulegur. Sóknin var bitlaus, og vörnin slök. Maguire og Lindelöf eru hreinlega ekki að gera nógu vel. Gárungarnir hafa samt tekið einn jákvæðan punkt úr leiknum, og hann er sá að slæmt brot Ashley Young á Smith um miðjan seinni hálfleikinn uppskar gult spjald og ætla má að Brandon Williams fái tækifærið í næsta leik
Hörður says
Hvernig getur Ole útskýrt þetta val sitt á Andreas Pereira í starting í hverri umferð? Hann er ekki góður í neinu og svo er þessi leikmaður farinn taka aukaspyrnur líka. Þetta er bara engan vegin boðlegt frekar heldur en Ashley Young svosem.
Karl Garðars says
Er Young kominn úr klefanum? Það hefði verið borðleggjandi að starta Williams í þessum leik og það þarf að setja Garner inn fyrir Pereira. Þetta er ekki hægt.
Georg says
Frábært að fara að sækja á 80 mín eftir að hafa lent undir á 45 mín.
Við getum ekki unnið League 2 lið með því að spila varnarskyndidraslbolta, afhverju heldur OGS að við getum þá unnið úrvalsdeildarlið sem spilar neðrideildarbolta?
Algjör skita hjá þjálfurum og leikmenn bera enga ábyrgð enda ekki þeim að kenna
Bjarni Ellertsson says
Mér finnst þetta bara fín úrslit því þetta sýnir okkur að við eigum langt í land að spila stöðugan leik enda er helmingurinn af liðinu getulausir þó menn reyni að hypa þá upp leik eftir leik. Hér þarf að skipta út tveimur til þremur leikmönnum næstu þrjá glugga og taka stöðuna þá. Fram að því verður maður að kyngja svona úrslitum.
Heiðar says
Dapurlegast við úrslitin í dag er hvað liðið skapar lítið. Markið kemur á versta tíma því B’mouth geta varist vel og voru þéttir fyrir í seinni hálfleik. Young er ekki bara slakur varnarlega heldur er hann stundum ansi lengi að koma sér fram á við líka. Það verður að fara að kveðja hann! Lingard, Fred og Pereira eru svo allir 2-3 klössum frá því að eiga að spila í búning Manchester United. Það er augljóst. Ég tek undir orð hér að ofan: Strákar úr akademíunni sem þykja nógu góðir til að komast í aðalliðið eiga að fá stærri sénsa en raunin var í þessum leik. Williams, Garner og Greenwood áttu að fá miklu fleiri mínútur. Það er gott að nota þennan erfiða tíma til að þessir guttar fái leikreynslu. Að mínu mati gegnir engum tilgangi að nota t.a.m. mann eins og Young sem er löngu kominn fram yfir síðasta söludag fyrir nú utan þá staðreynd að hann er ekki bakvörður að upplagi.
……
gummi says
Þetta mun ekki breitast því Solkjær er bara ekki nógu góður stjóri það sést bara leik eftir leik
Bjarni Ellertsson says
Það má alltaf deila um stjórana hjá okkur síðustu árin eða áratugina frá því Sir M Busby var og hét en ansi margir leikmenn hafa stigið fæti í treyjunni allra síðustu ár hafa mjög takmörkuð gæði sem ekki einu sinni hægt að vinna með eða virkja nema sjötta hvern leik. Enginn greiði gerður að lista þá, við jöfum séð þá í gegnum tíðina en þeir eru samt óvenju margir hjá okkur í dag þrátt fyrir „hreinsanir“ undanfarið. Á meðan svona er í pottinn búið þá kyngi ég svona úrslitum þegjandi og áfram gakk. Njósnateymið hefur greinilega verið í molum líklega margir á spenanum einsog hjá öðrum spenum.
MSD says
Okkur gengur áfram bölvanlega gegn liðum sem verjast aftarlega. Það vantar allt creativity og hugmyndaflæði til að brjóta á bak svoleiðis taktík gegn okkur. Við virðumst aldrei vera líklegir. Spilið og flæðið of hægt. Liðið átti lélegan seinni hálfleik og mér fannst við aldrei líklegir til að fá neitt úr þessum leik.
Að mínu mati eru leikmenn eins og Pereira og Lingard ekki nægilega góðir fyrir að vera byrjunarliðsleikmenn. Ég nenni ekki að taka Young fyrir, við vitum allir stöðuna á honum. Að við höfum skipt slökum Peireira út fyrir Lingard í síðari hálfleik í von um að sóknarleikur okkar myndi hressast við súmmerar upp stöðuna ágætlega hjá þessu félagi. Þetta eru ágætir squad rotation leikmenn til að hafa í hóp. Hinn kosturinn til að koma inn á var löturhægur Juan Mata.
Gameplan-ið gegn okkur er orðið svo einfalt. Verjast þétt aftarlega. Við eigum engin svör við liðum sem eru þéttir til baka. Í raun hentar okkur miklu betur að spila gegn liðum sem mæta okkur ofarlega og sækja á okkur. Tölfræðin hjá Solskjær gegn topp 6 sýnir það. En fjandinn hafi það, það er þá skárra að vinna öll litlu liðin og tapa gegn stóru, þú færð fleiri stig þannig. Það þarf að finna lausnir á þessu. Það eru enn 2 mánuðir í janúargluggann, það gæti jafnvel verið orðið of seint að reyna að bjarga einhverju þá.
Keane says
Ole out strax í dag. Glórulaus stjóri. Hvaða aumingja verðlaunar hann næst með stórum samningi….jesse lingard?? Fær hann að sökkva manutd í 1 deildina, er það markmiðið? Ég sé allavega ekkert plan hjá hreindýrinu hvorki til lengri eða skemmri tíma, nema kannski að falla.
Heiðar says
Þetta er allt saman gremjulegt og manni finnst Ole Gunnar ekki sterkur í viðtölum eftir svona leiki. Hann er hinsvegar búinn að hefja ákveðna endurnýjun í liðinu og mér sýnist allir vera sáttir við þau þrjú kaup, enda þótt Harry M mætti kannski vera örlítið meira dóminerandi miðað við verðmiðann. Daniel James frábær kaup! Núna tekur við að hreinsa í burt 2-3 miðjumenn og kaupa aðra í staðinn. Væntanlega keyptur einn sóknarmaður og jafnvel vinstri bakvörður. Held að svo lengi sem við verðum ekki í fallhættu eftir nokkra mánuði muni Ole Gunnar fá sénsinn til að byggja upp „sitt“ lið. Ef það gengur svo engann veginn er ljóst að hann þarf að fara. Eins og er virðist hann og teymið hans eiga engin svör við afturliggjandi liðum. Það veit ekki á gott.
ingo magg says
Jahérna hér! þetta er orðið óbærilegt orðið að fylgjast með Man utd þessa dagana.. Eftir gott jafntefli við Liverpool nú á dögunum þá er þetta aftur farið í sama farið og við erum 18 stigum frá toppliðinu. Það sem verra er að það er verið að miða þetta helvítis Liverpool lið í dag við Fergie Man Utd þegar það var og hét. Sársaukinn er bara of mikil orðið og við erum að stefna í að vera í besta falli að vera miðlungslið. Alveg ótrúlegt að eftir að Sir Alex fór þá er búið að eyða tæpum Milljarð Punda í leikamenn og þetta er hópurinn í dag. Það er ekki hægt að kenna OGS um þetta heldur stjórninn sem á sök á þessu..
Óskar G Óskarsson says
Mig langar að skalla vegg þegar eg sé young og pereira i starting ! Þvi þa veit maður að við erum ekki að fara að skapa rassgat, nema það se eitthvað tilviljanakennt !
Þvi miður verður solskjaer að fara strax ! Það vilja engir alvöru leikmenn koma til okkar i jan ef við verðum i 10-14 sæti
gummi says
Ef þetta væri ekki Solkjær þá væri löngu búið að reka hann
Audunn says
Um leið og smá pínu bjartsýni kviknar hjá manni þá minnir þetta lið mann á að maður eigi ekki að voga sér að vera bjartsýnn.
Alveg með lífsins ólíkindum að Young komist ennþá í þetta lið.
Værum líklega betri einum færri en að hafa hann inná