Það var gott fótboltakvöld í vændum fyrir áhugamenn og konur um enska boltann en sex leikir voru á dagskrá í kvöld en tveir leikir voru spilaðir í gær. Umferðinni lýkur svo á morgun með tveimur leikjum, Arsenal tekur á móti Brighton á meðan Sheffield United fá Newcastle í heimsókn. United hafði því möguleika á því að komast í 5. sætið í kvöld ef Wolves hefðu ekki unnið í kvöld.
José Mourinho mætti í fyrsta skiptið á Old Trafford eftir að hann var rekinn úr starfi fyrir tæpu ári síðan eftir afleitt gengi. Tottenham höfðu unnið alla þrjá leikina undir hans stjórn en ólíkt því sem flestir hefðu haldið hefur varnarleikur liðsins undir hans stjórn ekki verið upp á marga fiska og liðið fengið á sig 2 mörk í öllum leikjunum.
Fyrir leikinn var ljóst að Anthony Martial yrði ekki leikfær og því fékk Mason Greenwood tækifærið í kvöld. Lið United í kvöld (4-2-3-1):
Bekkurinn: Romero, Mata, Pereira, Garner, Shaw, Tuanzebe og Williams.
Gestirnir stilltu sömuleiðis upp í 4-2-3-1 en liðið þeirra var svohljóðandi:
Bekkurinn: Austin, Ndombele, Dier, Lo Celso, Foyth, Eriksen og Rose.
Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og virkuðu mjög ferskir framan af, ólíkt því sem við höfum verið séð undanfarið. Fyrsta hættulega færið leit dagsins ljós þegar Lingard fór upp vinstri vænginn en missti boltann í baráttu við Sanchez en þeir féllu báðir í grasið.
Rashford var fyrstur á lausa boltann og var ekki lengi að hamra boltanum á nærstöngina og boltinn söng í netinu. Líklegast hefði Gazzaniga átt að gera betur þarna en skotið var fast og hnitmiðað út við stöng og í ofan á lag skoppaði boltinn í grasinu. 1-0 og United komið verðskuldað yfir.
Fyrsta hættulega færi Tottenham kom á 12. mínútu þegar Fred gaf ódýra aukaspyrnu á mjög hættulegum stað en skot Harry Kane hátt yfir markið.
Mikil pressa kom í kjölfarið frá Tottenham en United náði að brjóta hana og Daniel James brunaði upp hægri kantinn en var straujaður af Harry Winks út við hliðarlínuna. Hættuleg tækling sem varð til þess að James kastaðist með höfuðið í José Mourinho en Winks uppskar fyrsta gula spjald leiksins.
Stuttu síðar fengu heimamenn svo aukaspyrnu á svipuðum stað og gestirnir nokkrum mínútum áður. Rashford tók spyrnuna og miðaði á vinkilinn í markmannshorninu en boltinn flaug rétt framhjá samskeytunum.
Næsta færi kom þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru liðnar en James komst þá upp hægri kantinn og kom með lága fyrirgjöf í teiginn sem rataði á Lingard. Sá stutti lagði boltann út á Rahsford sem átti fast skot sem Gazzaniga varði eftir að boltinn hafði breytt um stefnu af Sánchez.
Aftur átti Rashford skot, í þetta sinn upp úr nánast engu, en boltinn hafnaði í þverslánni en hugsanlega náði Gazzaniga að slengja hönd í boltann. Mun áhugaverðari byrjun en í síðustu leikjum og greinilegt að menn voru mættir. Tveimur mínútu síðar lét hann aftur vaða frá vítateigslínunni en aftur varði Gazzaniga.
Algjer einstefna þessa stundina og allt annað að sjá til liðsins heldur en í síðustu leikjum. Næstu mínútu voru frekar rólegar en loksins eftir tæpar 40 mínútur komst Son Heung-Min inn í teig United og náði að prjóna sig í gegnum vörnina en kom ekki skotinu á rammann.
Eftir meira hnoð og bras kom boltinn í átt að Dele Alli og hann tók frábæra fyrstu snertingu og lagði boltann framhjá David de Gea sem fram að þessu var búinn að vera áhorfandi í leiknum.
1-1 í hálfleik og síðustu mínútur hálfleiksins voru fremur bragðdaufar ólík byrjun leiksins.
Síðari hálfleikur
Síðari hálfleikur fór hressilega af stað. Rashford brunaði upp vinstri vænginn, klobbaði Aurier og komst inn í teig þar sem Sissoko missti hann framhjá sér en nartaði í hælinn á Rashford og vítaspyrna dæmd. Rashford steig sjálfur á punktinn en hann sendi Gazzaniga í vitlaust horn og renndi boltanum í autt fjærhornið. 2-1 og spennandi 45 mínútur framundan.
Næstu mínútur voru lítið fyrir augað og nánast eins og bæði lið væru að bíða eftir skiptingum, báðar sóknir virtust hálfbitlausar. Mourinho greip því til þess að setja Christian Eriksen inná þegar um 63 mínútur voru liðnar til þess að reyna að breyta því. Lucas Moura fór útaf fyrir danann.
Daniel James átti ágætis skot í tvígang en bæði voru varin þokkalega auðveldlega en annars hafði sá velski haft hægt um sig ólíkt flestum leikjum hans í rauðu teyjunni. Mourinho gerði þá aðra skiptingu, Tanguy Ndombele mætti ferskur inn á völlinn en báðir þessir varamenn væri að öllum líkindum byrjunarliðsmenn hjá United enda voru þeir báðir orðaðir við liðið.
Fyrsta skipting Ole Gunnar Solskjær kom á 75. mínútu þegar Andreas Pereira kom inn á í stað Mason Greenwood sem átti fremur rólegan leik en var engu að síður sprækur í pressunni. Tottenham virkuðu ekki mjög líklegir til að jafna leikinn en þeir voru heldur ekkert líklegir þegar þeir skoruðu markið í fyrri hálfleik. Aurier fékk þó ágætis tækifæri til að jafna en skot hans beint á de Gea.
Mourinho gerði svo síðustu skiptinguna sína þegar Giovanni Lo Celso kom inn á í stað Sissoko þegar nokkrar mínútur voru eftir. Luke Shaw kom svo inn á mínútu síðar í stað Lingard sem virtist fá krampa, ekki beint það sem maður vildi sjá, önnur varnarsinnuð skipting.
Það kom því í kjölfarið auking pressa frá gestunum sem virtust vera loksins orðnir hungraði i stig. Reyndar komst Rashford einn inn fyrir vörn gestanna í næstu sókn en tók alltof langan tíma og varnarmenn Tottenham komust fyrir boltann.
Við hitt markið komust gestirnir í álitlega sókn sem endaði með lúmsku skoti frá Alli en de Gea var vel á verði og handsamaði knöttinn örugglega. Leiknum lauk því með 2-1 sigri á Tottenham sem lyftir liðinu upp í 6. sæti.
Pælingar að leik loknum
Það hafðist loksins. Langþráð þrjú stig gegn sterku liði Tottenham en fyrir vikið situr United í 6. sæti, en bæði Sheffield og Arsenal getakomist yfir okkur á nýjan leik annað kvöld. Í kvöld spilaði liðið miklu betur en undanfarið en enn tekst okkur ekki að halda hreinu og enn og aftur missum við niður forystuna.
Hins vegar er himinn og haf á spiliamennsku liðsins miðað við fyrir örfáum dögum síðan sem mögulega má útskýra með tveimur skiptingum. Scott McTominay og Jesse Lingard inn í staðinn fyrir Andreas Pereira og Juan Mata. Liðið var mjög aggressíft í pressu oft á köflum og sýndi sig vel í fyrri hálfleik þegar Spurs reyndu bara ítrekað langa bolta fram sem skiluðu litlu sem engu.
Að Tottenham geti skipt inn á þremur miðjumönnum sem myndu sjálfsagt allir ganga inn í byrjunarliðið en samt tekst okkur að stjórna leiknum lengstan hluta hans segir mikið um vinnuframlag Fred og McTominay í leiknum.
Aftur á móti er það kannski lýsandi fyrir breiddina (eða skort á henni raunverulega) sem Ole Gunnar Solskjær er að vinna með að Ashley Young byrjar í vinstri bakverðinum og bæði Lukw Shaw og Brandon Williams verma bekkinn. 3 vinstri bakverðir í hópnum en enginn framherji né kantmaður á tréverkinu (teljum ekki Pereira sem kantmann þar sem hann er miðjumaður að upplagi).
Annars var ekki hægt að kvarta í dag, Rashford var stórkostlegur og öflugur frá fyrstu mínútu, Fred og McTominay flottir á miðjunni og vörnin stóð sína plikt í 90 mínútur að undanskildu markinu fra Dele Alli. David de Gea var óaðfinnanlegur og ekki hægt að sakast við hann í markinu. Heilt yfir mjög fín liðsframmistaða sem vonandi gefur liðinu aukið sjálfstraust fyrir næsta leik gegn Manchester City sem er 7. desember næstkomandi.
Turninn Pallister says
Besti leikur okkar á tímabilinu til þessa?
Gott að fá Scott aftur og Pereira út.
Audunn says
Er kannski ekki sammála um að þetta sé besti leikur United á tímabilinu til þessa en á köflum mjög fínn.
Góð þrjú stig sem gefa okkur vonandi sjálfstraust.
Audunn says
En er það ekki rétt hjá mér að Manchester United hefur ekki unnið deildarleik síðan í Mars öðruvísi en að skora úr víti?
Unnum reyndar Chelsea 4-0 en United skoraði samt úr víti í þeim leik ef ég man rétt.
Sindri says
Mikilvægt fyrir mannsandann að sigra þennan leik. Rashford er maður stórleikjanna.
.
Annars varði Krul 2/2 vítaspyrnur á móti okkur fyrir stuttu, í leik sem við unnum, til að svara athugasemd #3