Eftir glæsilegan heimasigur á Newcastle í fyrradag er komið að næstu leik í ensku jólageðveikinni. Burnley er statt um miðja deildina og eru með 24 stig þrátt fyrir nokkur mjög stór töp á tímabilinu. Liðið hefur verið þekkt fyrir agaðan og skipulagðan varnarleik en hefur verið að leka inn mörkum á tímabilinu. Það er því vissulega tækifæri á að ná nokkrum mörkum. En reynslan hefur sýnt að það eru nákvæmlega leikirnir sem United vinnur ekki og ná jafnvel ekki að skora í þeim heldur.
Ole Gunnar sagði fyrir þennan leik að meðalaldur liðsins gegn Newcastle hafi verið 23 ár og að það muni hjálpi mikið þegar það er svona rosalega stutt á milli leikja. Scott McTominay meiddist á hné í síðasta leik og verður frá í einhvern tíma. Eina breytingin frá síðasta leik verður líklega Paul Pogba í stað McTominay.
Líklegt byrjunarlið
Skildu eftir svar