Þessi leikur var ekkert sérstaklega góð skemmtun. Liðsuppstillingin var áhugaverð blanda af yngri og svo eldri reyndari leikmönnum. Þessi 4-2-3-1 taktík er ekki gera okkur neina greiða. Aðallega vegna þess að það er engin almennilega „tía“ í liðinu. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi af United hálfu. Það hefði líklega verið hægt að dæma víti á Dendoncker þegar hann setti fótinn fyrir Brandon Williams inní teig en það virðist ekki vera nóg til að fá dæmt brot. Undir lok fyrri hálfleiksins varð Harry Maguire fyrir meiðslum og var haltrandi fram að hálfleik. Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfeiks var markalaus þökk sé Sergio Romero sem átti góða vörslu fyrr í hálfleiknum.
Seinni hálfleikurinn var aðeins verri en ekki hörmulegur miðað við allt. Raul Jimenez kom inná hjá Úlfunum og kom með töluvert meiri ógn í sóknarleik þeirra. Wolves í rauninni réðu leiknum í seinni hálfleik sem venjulega hentar United en liðið átti ekki skot á rammann í leiknum sem getur dregið úr möguleika á vinna leiki. Solskjær gerði þrjár breytingar í seinni hálfleiknum en Marcus Rashford, Fred og Diogo Dalot komu inná fyrir þá félaga Daniel James, Juan Mata og Tahith Chong. Rashford átti besta tækifæri United leiknum þegar hann átti skot í þverslá með smá hjálp frá varnarmanni heimamanna. Niðurstaðan í leiknum því markalaust jafntefli og þurfa liðin því að mætast aftur.
Maður leiksins var varnarlína United sem hélt hreinu á erfiðum velli og með vonlausa miðju fyrir framan sig allan leikinn.
Bekkur: Grant, Dalot, Wan-Bissaka, Gomes, Fred, Rashford.
KRS says
Þvílik sýning…eða ekki. Er ekki kominn tími á Oleout og fá stjóra sem hefur amk smá vit á fótbolta og leikmenn sem kunna það sömuleiðis. Kötturinn minn leit á leikinn í 5 mínútur, hann er farinn að heiman. Amma mín gæti spilað í þessu liði og lítið vel út. Er farinn að horfa á hakk þiðna frekar en þetta
MSD says
Hvað er það sem liðinu vantar…hmmmmm….hvað getur það verið???
Jú að geta skapað fokking færi og það hefur verið vitað síðan í sumar!!!
0 skot á markið…brosum okkur bara í gegnum það í næsta viðtali.
birgir says
Mögulega má hrósa varnarleiknum, og að fara í replay gegn Wolves getur komið fyrir bestu lið, sérstaklega ef menn gefa nokkrum unglingum tækifæri.
Hins vegar þarf Ole að sannfæra fólk um að hann sé á einhverri vegferð og eftir tapið í síðasta leik þurfti hann sannfærandi sigur, en ekki enn meiri meðalmennsku.
Það gæti birt yfir ef rétti miðjumanninn finnst í janúar. Í raun er frekar svekkjandi að ekki sé nú þegar búið að tilkynna einn slíkan nú þegar, slík er vöntunin og hefur verið öllum ljós frá því tímabilið fór af stað.
Theodór says
Er Bruno Fernandes ekki ennþá falur fyrir 50-60M ? klink fyrir united. Eriksen er ókeypis held ég, ætti að vera hægt að bjóða honum „sanchéz“ háan samning til að lokka hann yfir, ættum að geta fengið Bale fyrir þrjár tyggjóplötur frá Real….. Það er nóg til af góðum miðjumönnum þarna úti, menn þurfa bara að láta vaða og opna helvítis veskið.
Sindri says
Vil ekki kenna Óla alfarið um alla þá leiki sem ekki vinnast, miðað við trúðana sem earu fyrir ofan hann. Búið að vera augljóst síðan 2014 að Ed Woodward er ekki starfi sínu vaxinn. Vill ekki ráða inn sporting director, hræddur um að gefa eftir völd. Menn eru að drepast úr frekju og græðgi. Eins og þeir hafi áttað sig á því í dag að í janúar er félagaskiptagluggi.
.
Auðvitað er pirrandi að horfa á Óla brosandi eftir tapleiki, en rót vandamálsins liggur dýpra.
MSD says
Það er komið nóg af Sanchez háum samningum, það gerir öðrum leikmönnum ekki gott og fokkar upp launastrúktúr og kemur snjóboltaáhrifum af stað meðal hinna.
Eriksen má semja við önnur félög en ekki spila fyrir þau fyrr en í sumar. Hinsvegar er hægt að kaupa hann strax í janúar á klink og spurning hvort Spurs myndu ekki vilja fá eitthvað fyrir hann fremur en að bíða fram á sumar. Mig grunar þó að hann sé kominn með augastað á öðru landi, Ítalíu eða Spáni. En við vitum það ekkert nema að reyna við hann.
Mest myndi ég vilja fá Maddison en held það sé ekki séns í helvíti að Leicester sleppi honum í janúar. Grealish væri annar kostur, helst myndi ég vilja fá þá báða. Held það sé nokkuð ljóst að Pogba verður ekki hjá okkur eftir næsta sumar. Þó er aldrei að vita hvað gerist ef hann sér liðið vera að styrkja sig alvarlega og ef Real Madrid hefur ekki efni á honum. Ef A.Villa falla þá ætti að vera hægðarleikur að næla í Grealish, en finnst líka afar ólíklegt að þeir sleppi honum í janúar í miðri fallbaráttu.
Við eigum líka inni „eignir“ sem ætti að vera hægt að selja eða losa af launaskrá. Matic, Mata, Sanchez, Lingard, Jones/Smalling, Rojo. Ef við gefum okkar það að Pogba fari í sumar, Lingard fari loksins í félag sem hæfir hans standard, Matic fái að flytja til Ítalíu í rólegra tempó og jafnvel Mata skellir sér til Spánar, Roma kaupir Smalling og Jones hendir sér á tombólu. Þá er búið að rýma vel til fyrir nýjum leikmönnum.
Gleymum því ekki að Maddison er United stuðningsmaður frá því í æsku og Grealish var nú að gefa okkur undir fótinn um daginn. Stórt tilboð frá United í þessa menn gæti gert þá unsettled og force-að félögin í sölu.
Audunn says
Þessi leikur var góður varnarlega en slæmur sóknarlega.
Bæði lið voru 50% með boltann en sköpuðu hvorugt mjög mikið.
Wolves er erfitt lið heim að sækja og mjög vel skipulagt lið sem spilar góðan fótbolta.
Það má því hæla varnarleik Manchester United í þessum leik sem var heilt yfir mjög góður.
Hefðum viljað sjá meira kraft í sókninni en því miður kemur ekkert út úr okkar miðjumönnum sóknarlega séð og framherjar liðsins fá ekki úr miklu að moða.