Í dag fór fram leikur Manchester United og Norwich á Old Trafford en í síðustu viðureign liðanna lauk með 1-3 sigri Rauðu djöflanna. Fyrir leikinn sat Norwich á botninum en United í því sjötta eftir að Sheffield United vann West Ham United í gær með einu marki gegn engu. Lið heimamanna var örlítið breytt frá City leiknum en Ole Gunnar Solskjær útskýrði það með því að einungis verið að rótera hópnum til að veita mönnum kærkomna hvíld.
Á bekknum voru þeir Angel Gomes, Daniel James, Diogo Dalot, Lee Grant, Luke Shaw, Mason Greenwood og Phil nokkur Jones.
Lið nýliðanna var á þá leið:
Bekkurinn: Amadou, Lewis, Stiepermann, Leitner, Hernandez, Fahrmann og Trybull.
Leikurinn
Leikurinn sjálfur fór mjög rólega af stað og lítið sem gerðist þar til að Rashford fékk boltann inn í teig gestanna umkringdur varnarmönnum en lék laglega á þá. Hins vegar klikkaði loka sendingin og ekkert varð úr færinu.
Þetta var fyrsta hættan sem skapaðist en skömmu síðar kom önnur hættuleg sókn. Pereira bar boltann upp hægri kantinn og fann Juan Mata í teignum. Sá spænski kom boltanum á Martial sem snéri laglega í átt að marki en varnarmaður Norwich náði að krækja snyrtilega í aðra löppina á þeim franska sem var nóg til að hann náði ekki að skjóta en ekki nóg til að víti yrði dæmt.
Næstu tíu mínútur einkenndust af því sama, United miklu meira með boltann en lítið að skapa sér. Þríhyrningar, hælsendingar, fyrirgjafir sem virtust ekki skila miklu. Rashford og Martial reyndi nokkrum sinnum að prjóna sig í gegnum varnarmúr nýliðanna en eftir að þeir komust framhjá 2-3 fyrstu mönnunum var lokað á þá, trekk í trekk.
Loksins gerðist eitthvað marktækt þegar Lindelöf renndi boltanum á Mata á hægri kantinum sem tók af rás í átt að d-boganum og kom með glæsilega fyrirgjöf yfir á fjærstöngina. Þar var mættur eitt stykki Marcus Rashford sem kláraði færið af stakri snilld og skoraði um leið sitt átjánda mark á leiktíðinni. 1-0 fyrir United og áfram hélt pressan.
Andreas Pereira, Fred og Rashford áttu allir skot skömmu eftir markið en Tim Krul átti ekki í miklum vandræðum með þau. Flestir leikmenn United voru á vallarhelming gestanna þegar hér var komið við sögu og fáar sóknir sem gestirnir náðu að setja saman. Martial komst í gráupplagt færi á 36. mínútu en var kærulaus og lengi að munda skotfótinn og Zimmermann potaði boltanum frá honum.
Rétt fyrir lok hálfleiks komust gestirnir þó í álitlega sókn þar sem boltinn endaði hjá Todd Cantwell í teignum, einn og óvaldaður snéri hann boltann laglega í átt að fjærhorninu en á einhvern undraverðan hátt tókst David de Gea að teygja sig og strjúka nokkur atóm á boltanum og breyta stefnu á boltanum. Virkilega lagleg varsla og Cantwell trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá spánverjann hindra það að liðin færu jöfn inn í hálfleik.
Síðari hálfleikur
Sá síðari fór rólega af stað en þegar fimm mínútur voru búnar fékk Rashford boltann á miðjunni út við hliðarlínuna og stakk boltanum inn fyrir vörn Norwich í hlaupaleið Brandon Williams sem virtist þó ekki ætla að vera á undan Tim Krul í boltann. En sá ungi var öskufljótur og potaði boltanum framhjá hollendingnum sem straujaði hann niður og víti réttilega dæmt.
Rashford steig á punktinn, fullur sjálfstraust þótt Krul hefði varið tvö víti í síðustu viðureign liðanna eins og að drekka vatn. En Rashford skoraði framhjá honum þótt hann hefði valið rétt horn. 2-0 og staðan orðin nokkuð örugg.
Höfundur var enn að skrifa um vítaspyrnuna þegar Pereira tók boltann réttu megin við endalínuna og vann hornspyrnu sem hann tók sjálfur. Stutt spyrna beint á Juan Mata sem tók aðra glæsilega fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Martial reis manna hæst og skallaði boltann í hornið framhjá Krul og staðan orðin 3-0. Glæsileg spilamennska hjá heimamönnum.
Enn og aftur komust við í upplagt færi þegar Pereira komst upp kantinn og renndi boltanum fyrir markið þar sem Williams kom eins og hraðlest inn í teiginn en fyrir opnu marki þrumaði hann sirka 50 metra yfir markið.
Þá gerði Solskjær tvær skiptingar með skömmu millibili. Rashford fékk að setjast á tréverkið en í hans stað kom Daniel James og stuttu síðar fékk Mason Greenwood að spreyta sig þegar Pereira kom af velli.
United virtist vera komið í annan gírinn aftur og stefna bara á að sigla öruggum 3-0 sigri í höfn þegar Daniel James var fyrstu á boltann út við endann á vítateignum og renndi boltanum fyrir Greendwood sem mundaði skotfótinn og setti boltann gegnum lappirnar á varnarmanni Norwich og framhjá Krul í markinu. Staðan orðin 4-0 og Norwich ekki beint líklegir til að gera nokkuð til að laga stöðuna.
Reyndar fengu gestirnir aukaspyrnu fyrir framan vítateig og örstuttu síðar vildu þeir fá vítaspyrnu en hvorki Taylor né VAR voru á því. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu undir lokin og áttu nokkur skot og hálffæri en allt kom fyrir ekki. De Gea var á tánum og hreinlega ekki á þeim buxunum að hleypa inn skoti í dag.
Eitt síðasta færi United kom þegar Juan Mata fékk frábæra sendingu frá Angel Gomes en skotið frá spænska galdramanninum í hliðarnetið. Þannig lauk leiknum og öruggur sigur Manchester United gegn botnliðinu.
Fínn sigur og loksins nær liðið að yfirstíga lið samhliða því að vera með yfirburði í leiknum. Liðið spilað boltanum vel á milli sín, skapaði mörg færi og hefði auðveldlega getað skorað 2-3 í viðbót (*hóst* Williams *hóst*). Mikilvægt einnig að halda hreinu en vörnin leit vel út í dag. Fyrir utan skotið frá Cantwell áttu gestirnir ekki teljandi færi og sköpuðu enga raunverulega hættu við mark United.
Rashford heldur áfram að skora og er kominn með 14 mörk í deildinni og nú þegar fréttir berast af því að hugsanlega, mögulega, fræðilega er skapandi miðjumaður á leið til United verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það mun hafa á markaskorun englendingsins.
En heilt yfir fín frammistaða og vonandi nær Solskjær og leikmenn liðsins að byggja á því. Næsti deildarleikur liðsins er á sunnudaginn eftir viku en hann er af stærri gerðinni en þá heldur United á Anfield en eins og flestum er kunnugt hefur Liverpool ekki enn tapað stigum á móti neinu öðru liði en United það sem af er tímabilinu. Vonandi tekst okkur að halda því áfram! Í millitíðinni verður leikin síðari viðureignin gegn Úlfunum í FA bikarnum. Glory glory!
Friðrik Már Ævarsson says
Luke Shaw meiddist í upphitun og Tahith Chong tekur því hans stað á bekknum í dag.
Bjarni Ellertsson says
Jæja tæpt var það í lok fyrri hálfleiks. Þetta er jú við í hnotskurn þegar sótt er að okkur er panikk í vörninni, hestakerru syndrúmið allsráðandi og menn treysta á annan en sjálfan sig. Ef liðið drullar ekki inn einu marki snemma í seinni hálfleik og klárar leikinn þá jafna hinir og við náum ekki að kreista fram sigur. Það er mín spá og hún er í anda þess hvernig við höfum verið að spila í vetur. Þetta er alls ekki búið, menn eiga hætta krúsidúllu boltanum, óþarfa hælsendinga, og spila markvissara, en þar kemur jú að þeirri hlið sem snýr að því að hafa hausinn skrúfaðan á sig, en mér finnst vanta það hjá mörgum í svona leikjum. Verum beittari og markvissari í seinni og þá vinnum við þennan leik.
Egill says
Flottur fyrri hálfleikur en enn og aftur erum við í erfiðleikum með að opna vörn andstæðingana. Ef við getum ekki beint skyndisóknum erum við í vandræðum. Frábær sending samt hjá Mata í markinu, flott mark.
Undir lok fyrri hálfleiks fengu Norwich tvö tækifæri. Í fyrra skiptið var Bissaka hvergi nálægt sínum manni sem kom hlaupandi upp kanntinn og fékk boltann, en De Gea varði frábærlega.
Stuttu seinna kom alveg eins staða upp þar sem Bissaka var hvergi sjáanlegur og Norwich maður einn og óvaldaður, en sem betur fer þá komst boltinn aldrei til hans.
Bissaka þarf svo nauðsynlega að bæta staðsetningarnar sínar.
Bjarni Ellertsson says
Bissaja er óttalegur flækjufótur, ef hann lagar það verður hann heimsklassa.
Audunn says
Flottur leikur og góð úrslit.
Markt mjög jákvætt í þessum leik.
Vörnin var mjög góð, Norwich fékk eitt færi í öllum leiknum.
Mata er frábær í nákvæmlega svona leikjum.. hann hefur þetta auga fyrir góðum sendingum.
Ég hef haft trú á Gomes í þessari stöðu sem Mata spilað í dag þótt ég viti vel að hann er auðvitað alls ekki tilbúinn núna.
Við erum með nokkra mjög efnilega stráka sem ég hef bullandi trú á.
Ég ætla bara að vona að þessi flotta frammistaða og góðu úrslit verði ekki til þess að Ole og co haldi ekki að liðið þurfi ekki á styrkingu að halda í þessum glugga….
Turninn Pallister says
Gaman að sjá Mata í dag, minnti pínu á gamla góða Mata. Lagði upp 2 mörk og var óheppinn að skora ekki sjálfur. Williams hlýtur bara að vera búinn að vinna sér fast sæti í liðinu. Var virkilega flottur bæði varnar og sóknarlega.
Svo finnst mér að Greenwood eigi nú að axla Perreira út úr þessu liði.
Ótrúlegt samt a Norwich hafi ekki pressað meira á öftustu leikmenn United í dag. Sást greinilega hvað við erum veikir fyrir þegar lið pressa okkur hátt uppi. Fred og Matic alls ekki nógu hreifanlegir og eru klaufar að taka á móti boltanum frá varnarmönnunum. Verður sennilegast veisla fyrir Klopp og félaga þegar við mætum þeim…
Karl Garðars says
Flott mörk og ágætid leikur sem spilaðist eins og maður ætlast til þegar botnliðin mæta en svo hefur nú alls ekki verið raunin.
Norwich gátu hreinlega ekki mikið og voru án Pukki sem hefði alveg getað valdið usla hjá shaky vörn og miðju.
Ánægður með Mata og einnig Matic framan af. Williams alveg magnaður og svo óheppinn að lúðra yfir.
Eins og Bjarni kemur inn á þá má þessi krúsídúllubolti í byrjun með Perreira fremstan í flokki alveg missa sín. Það er fátt í veröldinni sem fær mann til að skamma sjónvarpið jafn mikið þessa dagana og þegar þessir bjálfar byrja að eyða tíma og tækifærum í þetta kjaftæði.
Frábært að Krul skyldi fá á sig víti og að Rashford skyldi skora úr því.
Gleymum svo ekki að DDG átti flottan leik þegar á reyndi.
Audunn says
Átta mig ekki á Greenwood í stað Perreira?
Þetta eru mjög ólíkir leikmenn og spila ekki svipaðar stöður.
Greenwood er pjúra framherji þótt hann geti komið út af vængjunum inn á miðjan völl en fyrst og fremst er hann framherji og markaskorari.
Perreira er miklu meiri central miðjumaður..
En ég er sammála því að Greenwood eigi að fá fleiri sénsa og Perreira færri.
Ég get vel séð Martial, Rashford og Greenwood sem okkar framlínumenn og skipta oft um stöður í leikjum og því sé ég Greenwood í stað James sem var reyndar ekki í byrjunarliðinu í dag.
Er þessi Bruno Fernandes ekki málið í stað Perreira með þá Scott og Pogba með sér eða Pogba og Fred eða Scott og Fred?
Turninn Pallister says
Jú satt og rétt Auðunn, Greenwood er púra striker. Pointið hjá mér var kannski frekar að mér finnst Perreira vera það slappur að Greenwood myndi leysa þessa stöðu mun betur en hann óháð því hvort þetta sé hans besta staða á vellinum eða ekki. Ég er alveg sammála þér með það að Fernandes yrði alltaf bæting fyrir okkur. Ég ætla innilega að vona að Woody sé sveittur í símanum að díla um miðjumann.
Karl Garðars says
Held líka að Fernandes geti alveg verið málið í stöðunni núna.
Perreira hefur verið að spila/pressa mjög framarlega upp á síðkastið og virðist hafa mjög frjálst hlutverk. Það kemur síðan nánast ekkert út úr því sem er önnur saga.
Held að Greenwood geti alveg komið inn á hans kostnað og einmitt myndað þetta tríó sem Auðunn nefnir seinna meir með Pogba þar fyrir aftan eða þá Fernandes.
Það vantar alla vega að skapa eitthvað í þessari stöðu eða skila mörkum úr “langskotum” sem Greenwood og gerir en Perreira ekki.
Hames er ennþá efnilegur og ekki beint starter material enn sem komið er að mínu mati.
Egill says
Ég hef verið duglegur að gagnrýna Pereira sl. mánuði, en hann hefur verið að vaxa mikið undanfarið. Hann er enginn world beater, og stundum kemur lítið sem ekkert frá honum, en hann er oft að finna pláss sem framherjarnir okkar hafa bara ekki vit á að finna. Margt jákvætt hjá honum undanfarið og vonandi heldur hann áfram að bæta sig. Sama með Fred, þetta er allt annar leikmaður en í byrjun tímabils. Ég hélt um tíma að hann hafi bara sótt um vinnu við að skúra á Carrington en einhvernvegin endað í liðinu og ekki þorað að segja neitt. En í dag er hann allt annar maður.
Mér finnst frábært að sjá hvað Williams er að nýta þessa sénsa sem hann er að fá. Ekkert bullshit hjá honum. Hann vinnur sína vinnu og hleypur fram í sókn þegar tækifærið gefst, drullar sér svo til baka í vörn strax aftur. Shaw á ekki að fá að komast nálægt byrjunarliðinu aftur nema þegar Williams þarf hvíld.
En þetta var flottur seinni hálfleikur, leikur sem við áttum að vinna og við gerðum það. Það eina sem truflaði mig við þennan leik var AWB og hans staðsetningar. Frábær tæklari en virðist ekki hafa neinn skilning á almennri varnarvinnu, og ekki er hann góður sóknarlega.
Karl Garðars says
Mér fannst það orsakast vegna þess að Williams var mjög framsækinn og Harry þurfti að halda sig heldur vinstra megin sem togaði Lindelof og AWB líka til vinstri. Þannig varð til pláss fyrir Cantwell og Buendia hægra megin. Öflugri miðja eða öllu heldur miðja með engan Matic snigil hefði lokað á þetta framar.
Ég hef líka gagnrýnt frammistöður Perreira mjög og hann á auðvitað minnsta sök á því sjálfur. Það er Ole sem velur hann. Þrátt fyrir ágæta spretti upp á síðkastið þá á hann ekkert erindi í byrjunarliðið hvað þá í svo mikilvægt hlutverk að mínu mati. Ef hann myndi hætta að flækja hlutina ,reyna alltaf að spila yfir getu og vera fyrst og fremst beinskeittari í sínum aðgerðum þá hefði maður meiri þolinmæði fyrir honum. Ég hélt alltaf að hann kæmi úr akademíunni og myndi leysa hægri kants vandamálið sem hefur angrað okkur síðan Ronaldo fór og Valencia hætti að geta spilað þá stöðu.
Egill says
Þegar De Gea bjargaði okkur í fyrri hálfleik þá hafði það ekkert að gera með að Lindelöf og Maguire hafi verið togaðir vinstra megin. AWB hékk utan í Lindelöf og hugsaði ekkert út í allt plássið sem Cantwell fékk. Hugsanlega hefði Perreira eða Fred átt að hjálpa til en AWB var gjörsamlega sofandi. Og þetta hefur gerst nokkrum sinnum á þessu tímabili.
Í þriðja marki City þá hreinlega nennti hann ekki að elta KDB, hann var kominn langt úr stöðu og skokkaði svo rólega til baka á meðan allir aðrir reyndu að stöðva skyndisókn City.
Ég dýrka að sjá þennan gæja tækla og koma í veg fyrir fyrirgjafir, en hann þarf nauðsynlega að laga staðsetingarnar sínar, sóknarleikinn og að tímasetja hvenær hann á að sækja og hvenær ekki.
Óskar G Óskarsson says
Virkilega flottur leikur, reyndar gegn mjög slökum andstæðing.
Mata virkilega flottur, rashford geggjaður og skín af honum sjálfstraustið, williams geggjaður (shaw getur bara verið slakur a bekknum þangað til hann hefur misst 20 kg)
2 miðjumenn inn í jan gæti gert mjög mikið fyrir liðið.
Þegar framlínan hja okkur er a deginum sinum, þa er hun world class en oft vantar bara alvöru miðjumann til að styðja við strikeranna, þar gæti bruno komið sterkur inn.
Svo vill eg fara að sja greenwood starta leiki, þar eru alvöru gæði
Georg says
Flottur leikur !
Williams tek ég út fyrir því hann var upp og niður völlinn allan leikinn! fremstur í skyndisókn þar sem hann sýndi afhverju hann er ekki kantari eða framherji :) og svo er hann réttfættur með góðan vinstrifót sem gefur honum rosalega breidd þegar kemur að spili upp kantinn. Annað sem hann hefur sem virðist plaga hina ungu leikmennina er þor og áræðni. Veit ekki hvað plagar Gomez og Chong en þeir virka of litlir,aumir og hræddir í þessa deild…
Sækja svo Bruno fyrir leikinn á Andfield. Væri ekki ónýtt ef hann stimplaði sig inn þar með marki og stoðsendingu….draumórar kannski haha