Manchester United tók á móti Watford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrri leik liðanna í deildinni lauk með 2:0 sigri Watford og átti United því harma að hefna. Ole Gunnar Solskjær gerði nokkrar breytingar frá sigurleiknum gegn Chelsea. Til að byrja með fór hann úr 5-2-1-2 taktíkinni í 4-3-3. Mason Greenwood kom svo í byrjunarliðið í stað Brandon Williams og Victor Lindelöf endurheimti sæti sitt við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar.
Áður en flautað var til leiks var mínútuþögn til heiðurs Harry Gregg sem lést á dögunum 87 ára gamall.
Það er ekki beint hægt að segja að United hafi byrjað leikinn vel. Liðið virkaði kærulaust og var nánast búið að gefa mark snemma leiknum en Luke Shaw var vel vakandi og bjargaði áður en Troy Deeney framherji Watford gat reynt almennilega á David de Gea í markinu. United vann sig svo meira og meira inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn en samt virkaði Watford einhvern veginn hættulegri. Það var ekki mikið eftir af hálfleiknum þegar vítaspyrna var réttilega dæmd á gestina þegar Ben Foster tók Bruno Fernandes klaufalega niður í vítateig sínum. Bruno steig sjálfur á punktinn og skoraði örugglega og senti Foster í rangt í horn. Staðan í hálfleik var 1:0 Manchester United í vil.
Seinni hálfleikurinn spilaðist töluvert öðruvísi en búist var við. United virkuðu traustari fyrir utan Lindelöf+Maguire samsteypuna. Watford jafnaði leikinn efti hornspyrnu og darraðadans í teignum. Eftir VARsjá var markið réttilega dæmt þar sem leikmaður gestanna hafði notað handlegginn í aðdragandanum og það er víst illa séð. Þetta var í raun það síðasta sem Watford gerði af viti í leiknum og United tók öll völd. Anthony Martial skoraði svo laglegt vippumark eftir að hafa leikið á hálft Watford liðið. Eftir þetta var allur vindur úr liði gestanna. Það var svo Mason Greenwood sem gulltryggði sigurinn gullfallegu skoti sem Foster átti ekki möguleika á að vera. Eftir þetta hélt United áfram að sækja án þess þó að vera á fullu gasi. Solskjær gerði þrefalda skiptingu þegar u.þ.b. 10 voru eftir af venjulegum leiktíma og var sérstaklega ánægjulegt að sjá Scott McTominay fá nokkrar mínútur og hann verður mikilvægur í baráttunni framundan. Auk hans fengu þeir Tahith Chong og Odion Ighalo nokkrar mínútur og var sá síðarnefndi ansi nálægt því að opna markareikninginn. Niðurstaðan öruggur 3:0 sigur.
Maður leiksins var Bruno Fernandes sem er gjörsamlega að smellpassa í þetta lið. Það er ófyrirgefanlegt að þau kaup hafi ekki verið gerð síðasta sumar.
Bekkur: Romero, Bailly, Williams, Mata, McTominay (Fred 81′), Chong (Greenwood ’79), Ighalo (Martial ’80)
gummi says
Hvað er James alltaf gera í þessu liði
Bjarni Ellertsson says
Allt of opinn leikur fyrir minn smekk því vörnin okkar er ekki mætt til leiks. Erum að tapa nær öllum návígum enda flestir litlir og léttir. Ef eitthvað þá ættum við að vera búnir að fá á okkur mark og það endar þannig ef við skiptum ekki um gír, andlega og líkamlega.
GGMU
Cantona no 7 says
Bruno mættur
Karl Garðars says
Þetta var nú tæplega hendi.
Cantona no 7 says
Alltaf hendi segir VAR
Karl Garðars says
Var Stockley fer að verða okkar mikilvægasti maður.
Fernandes frábær og gullfalleg mörk hjá Martial og Greenwood.
Áhyggjuefni þessi vandræðagangur í vörninni framan af og slæmar sendingar. Skárra lið hefði líklega jarðað okkur í fyrri hálfleik.
Shaw er búinn að vera virkilega mikilvægur í síðustu leikjum.
Laddi says
Tek undir með síðasta ræðumanni varðandi Bruno og Shaw. Staðfestir hvað það var mikil skita að kaupa Bruno ekki strax síðasta sumar, búinn að vera frábær síðan hann kom og alltaf að reyna að búa e-ð til sem hefur sárvantað.
Líka flott að fá McTominay til baka, veitir ekki af miðað við leikina sem framundan eru…
Auðunn says
Virkilega góður sigur í dag og flottur leikur.
Já vörnin er jú oft á skjálftavaktinni með Linderlof innanborðs.. hann hefur aldrei virkað vel á mig.
En og aftur sjáum við hversu góð kaup voru í Harry Maguire.. frábær leikmaður en honum vantar einhvern sterkari við hliðina á sér.
James slapp sæmilega frá þessum leik en tóku þið eftir hvernig hann brást við þegar hann missti boltann inn í okkar teig og Watford fékk horn sem þeir skoruðu úr en var svo réttilega dæmt af.
Það er nákvæmlega þetta að James. Fyrst hversu auðveldlega hann tapar boltanum og engin nenna til að vinna varnarhlutverkið.
Sindri says
James bara nokkuð sprækur í leiknum, þó hann eigi ekki að vera starter.
Öruggur og flottur sigur. VAR dæmdi rétt í þessu atviki, rétt eins og í mörkum Chelsea síðasta mánudag.
GGMU
Rúnar P says
Djöfull var ég mikil Bruno Fernandes aðdáendi og búinn að horfa mikið á portugölsku deildina og alltaf heillast af honum (enda Sporting aðdáendi) en þetta eru örugglega bestu Janúar kaup í 15ár eða síðan við fengum Evra og Vidic :)
Bjarni Ellertsson says
Sammála með Bruno, hann kemur boltanum þó fram á við með einni sendingu í stað þess að 5 manns þurfa að snerta hann áður en knötturinn fer 15 metra. Það er gaman að sjá hann reka menn áfram í pressu eða skipa þeim fyrir að vera á ákveðnum svæðum. Greinilega leiðtoginn sem beðið var eftir, nú er bara fyrir hina að fylgja honum því hann virðist vera sú týpa sem getur breytt vatni í vín. En hann gerir þetta ekki einn og nú þarf 3-4 sambærilega í aðrar stöður til að gera okkur a.m.k hæfa á pappírnum. Vörnin er kapituli útaf fyrir sig, héldu samt hreinu annan leikinn í röð í deildinni og klapp fyrir því en mikið geta hlutirnir oft flækst fyrir þeim. Bassaka er þó farinn að senda þokkalega bolta fyrir en er samt enn í brasi með að hafa boltann á tánum eða nálægt þeim, þarf alltaf að bjarga sér fyrir horn með löngu leggjunum. En þetta kemur hjá honum með æfingunni. Hef trú á að sóknartilburðir hans batni með tímanum. Annars lítur liðið ágætlega út, menn eiga samt að gera betur í ýmsum þáttum, skot leikmanna er nánast aldrei á rammann, hversu flókið er það. Er það kannski einsog í denn að skjóta nógu helvíti fast með lokuð augun helst, tryggja það að ef hann fer langt framhjá þá er tími til að hlaupa aftur í vörnina.
Vonandi samt höldum við dampi út leiktíðina.
GGMU
MSD says
James er ágætur en við höfum að mínu mati þurft að spila honum óþarflega mikið út af skorti á breidd. Mér finnst hann ekki slæm kaup, en sammála því að hann eigi ekki að vera byrjunarliðsmaður leik eftir leik, hann er flottur liðsmaður í hóp engu að síður.
Það að Solskjær hafi droppað Pereira og Lingard úr hóp sendir einnig sterk skilaboð. Eftir komu Bruno og endurheimt manna úr meiðslum getur hann loksins gert það.