Solskjær byrjaði með alla fjóra miðjumennina sem hafa verið að spila vel undanfarið og stillti upp í demant. Martial var heill eftir lítilsháttar meiðsli og Mason Greenwood fékk að byrja.
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Mata, Lingard, Andreas, Ighalo
Lið Everton
En byrjunin var skelfilega. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur þegar United fékk aukaspyrnu við eigin teig, Maguire gaf á De Gea sem tók sér allan tímann í heiminum, lagði boltann fyrir sig, skaut út og beint í fótinn á Calvert-Lewin sem var kominn að reyna að blokka. Þaðan small boltinn beint í netið!
Stórkostleg mistök hjá De Gea sem átti ekkert með að fá svona mark á sig.
Everton fékk síðan mínútu síðar annað tækifæri þegar löng sending fram kom á Calvert-Lewin sem stakk Lindelöf af, en De Gea náði með góðri skutlu að stýra boltanum framhjá. Frábært tækifæri fyrir Everton þar.
Þetta var áfram hasar og næsta færi var United, Matic fékk allan tímann til að skjóta við teiginn en boltinn small í slánni. United sótti síðan vel og var að búa til allsvonar hættu en aðallega fyrir utan teig.
Everton kom í stöku sókn og það var ekki alltaf alveg örugg vörnin þá en annars var United mun betra liðið. Mikið af spilinu var á hægri kantinum, Greenwood, Bruno og Wan-Bissaka að spila oft á tíðum ágætlega.
En það var auðvitað Bruno Fernandes sem braut ísinn, hann fékk snyrtilega sendingu frá Matic á miðjum vellinum, sleppti snertingu en lét boltann í staðinn renna framhjá sér þannig hann kæmist í góða skotstellingu og lét svo ríða af af 25 metra færi, frábært skot, en fór í gegnum hendurnar á Pickford sem átti að gera betur. 1-1.
Pickford fær þetta sem mistök sem þýðir að frá upphafi síðasta tímabils hafa hann og De Gea gert flest mistök sem leitt hafa til marks, 7 stykki. Forysta De Gea í þessum leiðindaflokki varði því ekki lengi.
Leikurinn var orðið eilítið grimmur, Richarlison hafði meiðst tvisvar, United ekki skilað bolta úr innkasti sem endaði í glannalegri tæklingu frá Calvert-Lewin á Shaw og Davies fór í Shaw sem fékk gult fyrir að kasta boltanum í burtu. Calvert-Lewin fékk líka gult og Davies slapp en ekki lengi því hann fékk gult fyrir asnalega tæklingu á Matic. Menn aðeins að missa skapið og Maguire fékk svo gult fyrir alveg óþarfa spark á miðjum vallarhelmingi Everton.
Síðasta færi hálfleiksins var fljúgandi skalli Richarlison rétt við markteig en hann náði honum ekki almennilega þannig boltinn fór ekki á markið.
Síðari hálfleikur var í járnum fyrstu tíu mínúturnar og þá fékk Calvert-Lewin aukaspyrnu þegar Lindelöf tók hann niður rétt utan teigsins vinstra megin. Gylfi tók spyrnuna og boltinn fór í stöngina nær, hefði verið gjörsamlega óverjandi fyrogir De Gea og spurning um hvar veggurinn var.
Everton var ef eitthvað var sterkari aðilinn upp úr þessu, United reyndist erfitt að skapa hættu inni á teignum en Everton var að skapa usla með hornspyrnum þó United næði að hreinsa, oftar en ekki Maguire að skalla frá.
Calvert-Lewin var ásamt Richarlison bestur Everton manna og átti t.d. gott skot úr þröngu færi sem De Gea varði. Rétt á eftir dæmdi dómarinn hendi á Fred rétt fyrir utan teig þó boltinn kæmi ekki nálægt hendinni en til allra lukku varð ekkert úr því. Glórulaus dómur en ekki hægt að nota VAR á svona.
Þá loksins kom skipting hjá United og hún tvöföld, Ighalo og Mata komu inn fyrir Greenwood og McTominay.
Þetta gerði lítið fyrir leik United og Everton voru mun sterkari það sem eftir lifði leiks. United fékk horn á 89. mínútu og Brandon Williams kom inná fyrir Martial áður en það var tekið en ekkert kom úr horninu. Samt kom stórhættulegt færi strax í kjölfarið, Fernandes fékk boltann inn á teiginn og skaut, Pickford kom hendi í það og þaðan fór boltinn á Ighalo en Pickford var kominn og náði að koma fæti fyrir skotið. Frábærar vörslur hjá honum.
Hinu megin virtist sem David De Gea ætlaði að sýna jafn stórkostlega björgun þegar Gylfi var einn á markteig, en De Gea varði frábærlega. Gylfi sat eftir inni í markteig og þegar Calvert-Lewinskaut að marki og boltinn fór í Maguire og stefndi í Gylfa sem færði sig frá og boltinn í markið. Everton fagnaði ógurlega, United mótmælti kröftuglega og á endanum dæmdi VAR að Gylfi hefði haft áhrif á leikinn og rangstaðan dæmd.
Eftir leikinn fékk Ancelotti rautt fyrir mótmæli við dómarann.
Þetta voru sanngjörn úrslit. De Gea sefur kannske betur í nótt eftir þessa vörslu í lokin en að byrja leikinn marki undir var alveg skelfilegt. Martial og Greenwood voru ekki nógu beittir en vantaði líka smá upp á þjónustuna. Fred var góður í fyrri hálfleik en slakur í seinni, eins og flest allir United leikmenn. Það má til sanns vegar færa að Harry Maguire hafi verið besti maður United, frammistaða hans í vörninni í afspyrnuslökum seinni hálfleik bjargaði miklu þegar Everton var að setja hættuleg horn inn á teiginn hvað efir annað.
Enn á ný mistekst United að nýta sér misstig annarra liða, og hópurinn fyrir aftan Chelsea er orðinn ansi þéttur eftir sigur Wolves á Spurs.
Næst er það Derby í bikarnum á fimmtudaginn og það verður eflaust breytt lið þar enda bíður Manchester City næsta sunnudag.
Audunn says
Hrikalegt að gefa andstæðingum mark í forskot.. þvílíkur aulaskapur hjá De Gea.. þetta hefur legið í loftinu lengi.. fundist ótrúlegt hvað það getur tekið hann langan tíma að koma boltanum frá sér.
Linderlof er líka virkilega ótraustu.. mjög stressaður með hann í liðinu..
Gæti orðið erfiður dagur..
Danni says
Spurning hvort De Gea muni halda sæti sínu þegar D. Henderson snýr til baka úr láni?
Ætla samt ekki að drulla yfir manninn, De Gea hefur marg oft bjargað okkur í gegnum tíðina. Finnst samt að klaufa mistökum hafi farið fjölgandi undanfarin ár…
Georg says
Djöfull að sjá þetta De Gea !
Hann er líklega besti stopper í heimi en ekki jafngóður að spila úr markinu.
En þarf að ræða Brúnó?? Þessi gæji passar í liðið sem flís við rass. Langt síðan að maður stressast ekki upp þó við lendum undir. Við eigum að taka þetta !!
Tómas says
Búið að vera lélegt í seinni hálfleik. Var alltaf að búast við sigurmarki Everton. Fannst við betri í þeim fyrri.
Sóknarlega ekki nógu gott. Martial vonbrigði eins og oft áður en miðjan þeirra líka bara betri í þeim seinni.
Bruno það jákvæða, í erfiðum leik.
Helgi P says
Hvað er Solskjær að gera taka út sóknarmann og settur inn varnarmann hann heldur en þá að hann sé að stjórna Cardiff við verðum bara ná í nýjan stjóra fyrir næsta tímabil
Karl Garðars says
Martial var tæpur fyrir leikinn. Vonandi ekkert alvarlegt.
Auðunn says
Fínt að tapa þessu ekki en mikið var þetta slakur leikur.
Skrítið að sjá suma leikmenn hreinlega ekki nenna þessu.. virkar allavega þannig á mann.
United stál heppnir að Everton nýtti ekki eitthvað af þessum hornspyrnum.. maður gefur ekki Everton 12 horn í sama leiknum.
Er eiginlega farinn að hallast að því að mikilvægasti hlekkurinn í liðinu sem þarf að styrkja sé miðvörður í stað Linderlof.. get þann leikmann bara ekki lengur.
En áfram gakk.. City heima á sunnudaginn..verð á leiknum og ætla að koma heim með þrjú stig 😀⚽⚽
Rúnar P says
Hörku leikur og virkilega gaman að horfa á, margir góðir punktar í þessum leik og hlakkar til þess að sjá hvað gerist á næstu vikum
Onwards & Upwards…
Bjarni Ellertsson says
Takk Gylfi fyrir jafnteflið.
GGMU
Hjöri says
Þetta var grátlegt að sjá hjá DG, en þetta sér maður oft hjá markmönnum dóla með boltann, og lenda svo í svona vandræðum. Svo er algengt hjá leikmönnum Utd að dóla með boltann manna á milli inn í teig, maður grípur bara andann yfir glannaskapnum. En heppnir að ná í stig.
Birgir says
Var ætlar sér að koma Varchester United í meistaradeildina.
Heiðar says
Eins og ég hef sagt og Auðunn imprar á hér að ofan…. þrátt fyrir allan þennan fjölda miðvarða….. þá ættu forráðamenn United enn að vera að leita að stjörnumiðverði til að spila við hlið McGuire. Bailly sem fyrsti sub og Lindelöf annar sub. Smallsy er ánægður á Ítalíu og ég spái því að hann vilji verða seldur. Jones er alveg búinn.