Annað kvöld hefst riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Manchester United snýr aftur eftir árs fjarveru. Síðasti sigurleikur United í Meistaradeildinni kom einmitt á Parc des Princes en þar fer viðureign liðanna fram annað kvöld.
PSG
Paris Saint-Germain byrjaði tímabilið heima fyrir frekar brösluglega. Liðið byrjaði með ósannfærandi töpum en hefur verið að koma til og hefur unnið 5 leiki í röð og situr í 2. sæti Ligue 1. PSG hefur ekki bara verið verið óheppið með meiðsli leikmanna heldur voru líka að koma upp Covid smit í hópnum. Síðasti leikur liðsins var sannfærandi 0:4 sigur á Nimes á útivelli.
Búið er að staðfesta að þeir Marco Verratti og Leandro Paredes verði ekki með vegna meiðsla. Julian Draxler og Marquinhos eru byrjaðir að æfa og eru líklegir til að koma við sögu í leiknum annað kvöld.
Manchester United
United hefur byrjað þetta tímabil frekar skrautlega og hafa unnið 3 leiki og tapað 2. Tveir þessara siguleikja voru gegn Brighton í deild og deildabikar. Eins og frægt er orðið var liðið kjöldregið af Tottenham fyrir landsleikjahléið. Liðið svaraði vel með góðri frammistöðu gegn Newcastle United í 1:4 sigri þar sem mörkin komu seint en voru verðskulduð.
Liðið hefur sloppið við stór meiðsli hingað til og eina Covid smitið greindist fyrir tímabilið hjá Paul Pogba. Edinson Cavani er byrjaður æfa með liðinu og en hann verður ekki með gegn PSG. Mason Greenwood verður áfram frá vegna minniháttar meiðsla en Solskjær vonast til að hann verði klár um næstu helgi. Einnig hefur komið fram að Bruno Fernandes verði fyrirliði liðsins í leiknum annað kvöld í fjarveru Harry Maguire sem fór ekki með til Parísar.
Mögulegt byrjunarlið
Sveinbjörn says
Er furðulega rólegur yfir þessum leik. Ætla að spá sigri þar sem Rashford verður mikilvægur. Takið þið svo ekki post match viðtal við Berba?