Eftir frækinn sigur í miðri viku og eitt skref áfram í þróun liðsins komu tvö ef ekki þrjú slík afturábak í dag í hreint út sagt skelfilegum leik.
Ole Gunnar Solskjær hélt sig við demantinn, Scott McTominay kom inn í varnarmiðjuna, Bruno Fernandes tók við af Donny van de Beek og Marcus Rashford hóf leikinn í stað Martial sem er enn í banni
Varamenn: Henderson, Williams, Tuanzebe, Matic 62′, Mata, Van de Beek 75′, Cavani 75′
Rob Holding var orðinn góður til að koma inn í vörn Arsenal sem var því með þrjá í vörn eins og oftast í vetur.
Arsenal menn voru nokkuð sprækir í byrjun, sóttu á og pressuðu United menn framarlega. Þegar þeir voru með boltann gekk þeim afspyrnuilla að halda honum og sækja, og fyrsta færið kom þegar tæpt kortér var liðið, Bellerin gaf fastan bolta fyrir og Aubameyang var ekki langt frá því að renna sér í boltann á fjærstönginni.
En United náði aðeins vopnum sínum eftir þetta og á 21. mínútu kom flott sending frá Rashford inn á Greenwood sem skaut í fyrsta en færið var þröngt og Leno varði.
Arsenal sótti samt áfram meira, en United gat aðeins haldið boltanum og komist aðeins áfram gegn hápressunni, hins vegar var nóg af mistökum á báa bóga, sendingar sem ekki rötuðu rétta leið.
Arsenal var nálægt dauðafæri þegar Aubameyang fékk boltann á markteig fjær og gaf á Lacazette, en Lindelöf komst inn í sendinguna. Rétt á eftir áttu þeir gott spil sem endaði á skoti Willian úr teignum en boltinn fór ofan á slána. Arsenal farnir að gera sig mun líklegri og ógnuðu æ meira. Áður en fyrri hálfleik lauk fékk Saka fínt skallafæri en yfir.
Arsenal gátu alveg verið svekktir að hafa ekki náð að skora, en United hafði virklega verið slakara liðið. McTominay og Fred voru sérlega slakir, höfðu engri stjórn náð, áttu erfitt með að verjast miðju Arsenal og voru ekki að skapa neitt.
United komu þó mun grimmari út úr klefanum, sóttu ákaft fyrstu mínútur seinni hálfleiks og sköpuðu meira en allan fyrri hálfleik. Ekkert af því var þó hættulegt, en hinu megin fór skot Aubameyang rétt framhjá og var nær heldur en nokkuð sem United hafði gert.
En Arsenal komst samt ekki aftur inn í leikinn, United sótti áfram, Maguire skallaði framhjá eftir aukaspyrnu og leikur United var aðeins yfirvegaðri og ákveðnari en í fyrri hálfleik. Eftir sem áður var nóg af slökum sendingum á báða bóga.
Fyrsta breytingin kom eftir rúmt kortér af seinni hálfleik, Matic kom inná fyrir Fred sem hafði verið slakur sem fyrr segir og að auki á gulu spjaldi frá í fyrri hálfleik.
En skiptingin virkaði alls ekki vel, Arsenal komst inn í leikinn og Paul Pogba sem hafði átt slakan leik, gaf ódýrt víti fór í hælinn á Bellerín í hættulítilli stöðu og Aubameyang skoraði örugglega. Sanngjarnt ef litið var til leiksins í heild.
Loksins sótti United svolítið og Gabriel var stálheppinn að fá ekki sitt annað gula fyrir brot á Greenwood.
Þá reyndi Ole að breyta leiknum. Edinson Cavani kom inná fyrir Greenwood og nokkrum sekúndum síðar koma Donny van de Beek inná fyrir Bruno Fernandes.
Það tók samt tímann sinn að en loksins fór United að pressa Arsenal stíft, alla leið inn í teig, og besta færið var þegar Elneny fór fyrir fyrirgjöf Donny van de Beek, boltinn þaðan í höfuð Leno og í stöngina.
United reyndi enn að sækja en það varð ekkert úr þessu. Sanngjarnt tap og enn á ný þarf Solskjær að hugsa sinn gang. Eitt stig af 12 mögulegum á Old Trafford er skelfileg uppskera.
Sem fyrr segir voru Fred og McTominay slakir, en Pogba átti einhvern slakasta leik sem sést hefur. Eins og svo oft áður hefur hann enga hæfileika til að rífa upp liðið eða sýna leiðtogahæfileika. Sóknarmennirnir gátu lítið gert, sáu sjaldnast boltann og ekki í stöðum sem hægt var að vinna úr.
Rétt er að minnast að lokum á það að eini maðurinn sem kemur með plús í kladdann frá leiknum var Victor Lindelöf, átti ágæt inngrip sér í lagi í fyrri hálfleik. David de Gea þurfti eiginlega ekkert að gera þannig hann sleppur líka að mestu.
Það segir reyndar smá um það að Arsenal voru ekkert afskaplega ógnandi fram á við en voru engu að síður betra liðið,
Annars var þetta öll ein hörmung og framndan er erfið ferð til Istanbúl.
Scaltastic says
Útaf með Fred asap, þetta er ekki hans dagur + að hann er korter í rautt.
Bjarni Ellertsson says
Það ekki bara Fred, flestir að spila langt undir getu, Arsenal miklu ákveðnari í alla bolta. Þó klaufaskapur hrjáir þá frammávið þá styttist í markið því miður.
En menn hljóta að girða sig í brók og ná kannski svona einu skoti á markið.
Helgi P says
Þetta er einn leiðinnlegasta fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Scaltastic says
Phuck o**… Gjöfin sem heldur áfram að gefa #6
Rúnar P says
Ole vinnur ekkert með því að spila passift í stóru leikjunum
Bjarni Ellertsson says
Hvíta handklæðinu kastað inná. Fínar skiptingar inn en ömurlegar út. Liðið getur ekki átt 2 góða leiki í röð þetta árið, fjandinn hafi það.
gummi says
Þeir sem styðja Solskjær sem stjóra hljóta vera ánægðir með þetta við erum í 15 sæti burt með Solskjær og það strax versti stjóri í sögu united
Egill says
Þetta er komið gott, burt með þennan stjóra strax.
Eina liðið sem hefur ekki náð að skora gegn Arsenal á tímabilinu, á fokking Old Ttraffor.
Léleg leikmannakaup, lélegar skiptingar, léleg upplegg í leikjum, lofaði sóknarbolta en hefur ekki staðið við það. Kemur svo eflaust brosandi í viðtöl eftir leik og talar um óheppni. Við erum í 15. sæti eftir 6 umferðir og höfum ekki enn unnið leik á Old Trafford.
Pogba, James, Maguire, Ole, Woodward og McTominay mega fara í fyrramálið.
Halldór Marteins says
Nei nei, gummi bara mættur aftur!
Hvernig var það, gummi minn, sástu þessa leiki sem United spilaði frá því þú kommentaðir síðast og þangað til þú kommentaðir aftur núna?
Og hlustaðirðu einhvern tímann á Berbatov-viðtalið í Djöflavarpinu?
Scaltastic says
Ég sem stuðningsmaður skammast mín fyrir að vinna ekki 6 heimaleiki í röð í deild. Litlu vonbrigðin hversu nervous OGS hefur farið inn í síðustu tvo deildarleiki, það hefur auðveldlega endurspeglast út á vellinum.
gummi says
Það er ekki nóg fyrir mig að eiga 1 góðan leik og 3 slæma og það er það sem við fáum frá Solskjær
Bjarni Ellertsson says
Liðið var í heild arfaslakt frá a til ö, hvort sem um er að kenna uppleggi stjórans, þreytu (loðir svolítið við nútima fótboltamenn aka Utd) eða bara að andstæðingarnir voru svona góðir. Veit ekki en það sem ég sá var að allt stefndi í tap frá fyrsta flauti, ákveðni og einbeiting ekki fyrir hendi og sendingar slakar omg. Ef það þarf að sparka í rassgatið á leikmönnum fyrir leik til að peppa þá upp þá verður einhver að taka það að sér. Þetta eru samt atvinnumenn sem gera lítið annað en að spila og hugsa um fótbolta og ættu að vera gíraðir fyrir hvern leik af sjálfsdáðum.
Hef ekkert meira um þetta að segja.
GGMU
Auðunn says
Það er svolítið spes að eftir 100 leiki sem stjóri United þá veit maður ekki ennþá hvað Ole Gunnar er að reyna að gera sem stjóri United en Arteta búinn að vera einhverja 30 leiki plús sem Stjóri Arsenal og hann er greinilega með plan sem hann heldur sig við.
Alltof margar taktískar breytingar á milli leikja hjá Ole og endalaust verið að hræra í uppsetningu á liðinu.
Ég held að Ole viti ekki ennþá hvað sitt besta lið er, besta taktík og bestu stöður nokkra leikmanna.
Enginn stöðuleiki í þessum hjá honum og enginn agi.
Menn komast endalaust upp með að spila á innsoginu með hangandi haus.
guðmundurhelgi says
Pogba Scott Fred allir lelegir i dag og liðið bara mætti ekki til leiks i fyrri halfleik, eg bara veit ekki hvert planið var i dag en guð minn goður menn vita hvernig arsenal spilar það er ekkert leyndarmal. Eg vil Harry ur vorninni og Tuanzebe inn, Pogba og Donny a miðjunni eða Bruno og Donny. Vonandi verður onnur stemming i Tyrklandi.
Halldór Marteins says
guðmundurhelgi, ert þú líka gummi? Ef svo er þá hrós á þig fyrir að koma með ítarlegri punkt frekar en alltaf þetta sama.
Ef ekki þá bara takk fyrir kommentið.
gummi, að sjálfsögðu máttu hafa þína skoðun um Solskjær og ég skil alveg pirringinn mjög vel. Það væri samt gaman að heyra stundum eitthvað annað frá þér, ef þú ert einhvern tímann glaður með eitthvað. Ég mun ekki taka því þannig að þú sért mættur á Ole In vagninn, lofa!
Auðvitað ekki núna, eftir slappa frammistöðu og slæm úrslit. En kannski bara einhvern tímann þegar þú ert í þannig stuði. Þú bara hugsar málið, það er það eina sem ég bið um.
Turninn Pallister says
Pogba skúrkurinn i dag. Finnst oft hausinn ekki vera skrúfaður á honum í „stóru“ leikjunum. Vorum ákaflega daprir í fyrri hálfleik, en mér fannst það vera stígandi í okkar mönnum í þeim seinni, eða allt fram að þessari heimskulegu tæklingu hjá Pogba. Var ekki sáttur við að Óli skyldi ekki skipta honum útaf þarna á eftir, enda náði hann sér ekkert á strik í þessum leik.
Deildin er búin að vera mikil vonbrigði það sem af er og enn eina ferðina mætum við ekki til leiks í upphafi tímabils.
MSD says
Ég var svo handviss um að Pogba yrði kippt út af í dag jafnvel áður en hann gaf vítið. Hann var arfaslakur og ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. Hefði viljað sjá Van De Beek inn fyrir hann strax í byrjun seinni hálfleiks.
Hinsvegar fannst mér Gabriel alveg geta fengið seinna gula þegar hann tók Greenwood niður upp við endalínuna þegar Greenwood var kominn framhjá honum.
Það er samt alveg á hreinu að ef Ole fer ekki að safna stigum í deildinni þá gæti hann hreinlega fengið sparkið og sama hringavitleysa byrjar aftur.
gummi says
Halldór ég er mjög ánægður og glaður að þið nennið að halda uppi þessari síðu og hlusta alltaf á öll podköstinn ykkar en með Solskjær þá var hann minn langupáhalds leikmaður sem hefur spilað með okkur en ég bara næ honum ekki sem stjóra og ég væri til í að fá að heyra frá ykkur ef þið mynduð raða niður öllum stjórum í ùrvalsdeildinni frá besta og niður í versta hvar myndið þið setja Solskjær hann kæmist ekki á topp 10 hjá mér
Halldór Marteins says
Takk fyrir þetta, gummi. Kann vel að meta þetta.
Ég er ekki alveg kominn á Ole out vagninn en ég er heldur ekki sannfærður um að hann sé nógu góður til að stýra þessu. Hann kemur með frammistöðu og sigra inná milli en líka vondar frammistöðu og slæm, taktísk töp.
Mér finnst hann þó vera að byggja fínan hóp fyrir næsta stjóra. Þetta lið getur spilað hörkubolta, þegar sá gállinn er á því. Það þarf bara að geta gert það oftar og af meiri stöðugleika. Og líka verið klókara í að kreista út úrslit á off dögunum.
Sjáum hvernig þetta gengur í framhaldinu. Kannski geta menn bætt sig enn.
birgir says
ógeðslega soft víti sem þeir fengu. Þetta hefði aldrei verið dæmt hinu megin.
Helgi P says
Þetta var alltaf víti Pogba bara klaufi þarna og við höfum nú alveg fengið nú nokkur soft vítinn en Solskjær þarf nú að fara vinna leiki í deildinni annars er ekkert annað hægt en að reka hann
Helgi P says
Og til að svara spurningu Gumma þá mundi ég setja hann í 12 til 14 sæti sem er ekki nógu gott fyrir lið eins og United við þurfum einhvað betra ef þetta væri ekki Solskjær þá væri búið að reka hann
birgir says
Höfum ekki fengið víti síðustu tvo leiki. Hefði verið næs að sjá Bruno rúlla honum í hornið af punktinum.
Hjöri says
Alltof miklar umskiptingar hjá liðinu. Á glimrandi leiki móti PSG og Leipzig, og var spáð að þeir færu ekki upp úr riðlinum, en eru á góðri leið með að tryggja sér það. En svo eru þeir bara eins og miðlungslið í deildini. Að vísu finnst mér ganga svona upp og ofan hjá stærri liðunum í deildini, en vonandi fer að koma einhver drift í liðið í deild. Góðar stundir
Óli Jón says
Smá Info fyrir ykkur sem viljið reka stjóra. Ole Gunnar Solskjaer vs Jurgen Klopp
Leikir: 100 (Solskjaer) – 100 (Klopp)
Sigrar: 56 – 50
Jafntefli: 20 – 29
Töp: 24 – 21
Mörk skoruð: 186 – 182
Mörk skoruð: 104 – 108
Stig í öllum keppnum : 188 – 179
Stig á leik í öllum keppnum: 1.88 – 1.79
Stig í úrvalsdeildinni: 113 – 125
Stig á leik í úrvalsdeildinni: 1.74 – 1.81
Sigurhlutfall 56% – 50%
Óli Jón says
Svo má kannski nefna það að Ole er hefur unnið 56 leiki af fyrstu 100 og á sínum tíma þegar Sir Alex var með liðið þá vann hann 48 leiki af fyrstu 100.
Hilmar V says
Solskjær er nú með töluvert betri hóp en ferguson og klopp þegar þeir tóku við sínum liðum við getum allveg eins ráðið Steve Bruce sem stjóra staðinn fyrir Solskjær það er ótrúlegt hvað sumir stuðningsmenn sætta sig við bara því þetta er Solskjær