Í kjölfarið á afgerandi og sanngjörnu tapi gegn Manchester City í Carabao bikarnum þá er komið að næsta bikar. Manchester United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2016 gegn Crystal Palace í síðasta leik Louis van Gaal með liðið. Eins og frægt er orðið þá hefur United tapað í fjórum undunúrslitaleikjum í röð. En þar sem frekar langt er í þá stöðu í þessari keppni og Evrópudeildinni. Þar af leiðandi má gera sér vonir um sigur gegn Watford liði sem hefur átti betri daga.
Eins og fram hefur komið í fréttum verður Facundo Pellistri ekki með annað kvöld eftir að hafa greinst með Covid-19 í dag. Svekkjandi fyrir drenginn sem hefur verið að æfa vel og átt fína spretti með U-23 liði United. Einnig er bakvörðurinn efnilega Ethan Laird á leiðinni til MK Dons á láni út tímabilið. Edinson Cavani tekur út lokaleikinn í þriggja leiki banninu. Svo eru þeir Phil Jones og Marcos Rojo á meiðslalista og eru einnig taldir á leiðinni frá félaginu núna í janúar. Undirritaður vonast til að Bruno Fernandes fái frí en hann var bara skugginn af sjálfum sér gegn City í vikunni.
Líklegt lið
Leikurinn hefst klukkan 20:00
Skildu eftir svar