Manchester United er komið á topp ensku Úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 baráttusigur gegn Burnley! Helvíti er þetta notalegt. Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
Burnley:
United byrjaði leikinn hægt gegn Stoke… nei, ég meina Burnley og leikmenn United virtust stressaðir. Þeir réðu illa við pressu Burnley og heimamenn voru fyrstir á alla bolta. Þeir sköpuðu sér þó aldrei neitt af ráði og eftir því sem líða tók á hálfleikinn þá náðu okkar menn áttum.
Bruno Fernandes fékk ágætis skotfæri þegar Luke Shaw þræddi fastan bolta í miðjan vítateig Burnley en skot Bruno var beint á Nick Pope í markinu. Þrátt fyrir mikla baráttu Burnley – þá sérstaklega í framherjunum tveimur, þeim Ashley Barnes og Chris Wood að þá fannst manni United vera farnir að banka á dyrnar. Stuttu eftir færi Fernandes átti Anthony Martial ágætis tilraun til þess að skora mark ársins þegar hann reyndi hjólhestaspyrnu en inn fór boltinn ekki. Áfram hélt pressan og Martial kom sér aftur í færi eftir að Bruno hafði unnið boltann ofarlega á vellinum.
Á 27. mínútu átti sér svo stað athyglisvert atvik. Luke Shaw virtist brjóta á Jóhanni Berg Guðmundssyni en áfram hélt leikurinn og Edinson Cavani slapp í gegn á hinum enda vallarins. Þar straujaði gamli United-maðurinn Robbie Brady Úrúgvæjann í grasið og dómari leiksins, Kevin Friend, sýndi Brady gula spjaldið. Þá var dómaranum bent á að kíkja á aðdragandann, þ.e. tæklingu Shaw. Það tók endalausan tíma að fá niðurstöðu í málið en þegar Friend hafði horft á Netflix í nokka klukkutíma þá kom hann hnarreistur aftur inn á völlinn og gaf Shaw gult spjald og Burnley aukaspyrnu. Magnað!
Um 10 mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fékk United svo hornspyrnu og Harry Maguire reis hæstur í teignum. Hann gjörsamlega át Erik Pieters í loftinu og skallaði boltann yfir Nick Pope og inn. 0-1 United! Eða nei. Maguire hafði víst ekki fengið memóið frá ritara sínum varðandi það að það er nú ólöglegt að hoppa hærra en andstæðingurinn. Kevin Friend var staðráðinn í því að enda þennan fyrri hálfleik markalausan, sem og hann gerði. 0-0 í hálfleik en okkar menn þó miklu líklegri.
Ole Gunnar Solskjær hefur brýnt fyrir mönnum í hálfleik að spila leikinn á þeirra forsendum, en ekki dansa þann dans sem Burnley buðu uppí. Það myndi vera þolinmæðisvinna að brjóta niður varnarmúr heimamanna. Í seinni hálfleik færði liðið boltann mun betur á milli manna og þreytti lappir leikmanna Burnley hægt og bítandi. Þó virtist markið ekki endilega ætla að koma. Edinson Cavani fékk ágætis færi í upphafi seinni hálfleiks þegar Martial kom boltanum á hann inní vítateig en hann kom boltanum aldrei almennilega fyrir sig og skotið laflaust á Pope.
Það var svo á 71. mínútu sem að Paul Pogba vann skallaeinvígi ofarlega á vallarhelmingi Burnley. Boltinn endaði hjá Bruno Fernandes sem skilaði honum út til hægri á Marcus Rashford, sem oft hefur átt betri daga, en hann sá Frakkann okkar koma askvaðandi í átt að marki og gaf frábæra sendingu út á hann. Þar tvínónaði Paul Pogba ekkert við hlutina, heldur tók boltann á lofti og negldi honum framhjá Pope, með smá viðkomu í varnarmann. 0-1! Loksins!
Um 10 mínútum seinna hefði Anthony Martial getað gert endanlega út um leikinn eftir frábært spil en James Tarkowski bjargaði meistaralega á síðustu stundu með magnaðri tæklingu. Í kjölfar þess urðu taugar okkar United manna þandar til hins ítrasta. Burnley lúðruðu hverjum boltanum af fætur öðrum inn í teiginn og hann datt oftar en ekki fyrir Matej Vydra sem komst í 3-4 hálffæri en voru mislagðir fætur og hitti aldrei rammann.
James Tarkowski fékk sennilega besta færi Burnley en þá datt boltinn fyrir hann af stuttu færi, en skot hans var afleitt og Scott McTominay kom boltanum frá. Í blálok leiksins fór Anthony Martial svo illa með annað dauðafæri þegar Cavani setti hann í gegn en því miður var afgreiðsla Frakkans ekki góð og urðu mörkin því ekki fleiri.
0-1 útisigur er niðurstaðan og lið okkar er komið í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar. Framundan er toppslagur við Liverpool á Anfield og svo bikarleikur gegn sama liði á Old Trafford. Frábærir leikir framundan og um að gera að njóta á meðan að vel gengur. Áfram Manchester United!
Dagur Björnsson says
Mikið afskaplega er ég hrifinn af þessari uppstillingu! Áfram ManU!
Karl Garðars says
Ok… þetta var áhugavert. Gjörsamlega elska VAR!! Like a box of chocolates. You never know what you’re gonna get.
Turninn Pallister says
Fáránleg dómgæsla í þessum leik bara. En svosem ekki í fyrsta skipti í vetur. Klár aukaspyrna á Shaw og átti bara að dæma hana strax. Hinsvegar lítið á þetta í markinu hjá Maguire.
Karl Garðars says
Ben Mee maður leiksins so far. Hann myndi fleygja sér fyrir lest fyrir málstaðinn.
Turninn Pallister says
Jæja Ole, nú þarf að fara að gera skiptingu, Matic og Rashford út, Greenwood og Donny inn.
Turninn Pallister says
Pogba!
Hver annar en Rashford með stoddarann! Fínn sokkur á mig, ég þygg hann með þökkum!
Karl Garðars says
Dr.Rashford lætur breska þingið senda þér kokteilsósubrúsa með sokknum.
Áfram svo, allt í stórhættu ennþá!
Robbi Mich says
Við erum á toppnum! Djöfull ætla ég að njóta meðan varir! Ætla ekki úr treyjunni í viku.
Golli Giss says
Það er orðið fullreynt með Martial. Maðurinn getur bara ekki skorað nema það sé hreinlega ekki hægt annað en að skora. Getur varla haldið bolta, missir hann nær alltaf og er með aðrahvora sendingu frá sér vitlausa. Losa hann í sumar í s.l.
Egill says
Shiiiiiit hvað þetta var orðið stressandi undir lokin.
Loksins erum við að sjá Pogba sem við ætluðum að kaupa, hefur verið geggjaður í síðustu leikjum.
Það var vissulega margt sem var glatað í þessum leik, eins og t.d. að loksins þegar Maguire skallar boltann ekki upp í stúku ákvað dómarinn að fótbolti væri snertilaus íþrótt, og svo Rashford…. Mikið rosalega kemst hann upp með að vera lélegur leik eftir leik, en svo dúkkar hann upp með geggjaða stoðsendingu. Það var u.þ.b. það eina sem hann gerði í þessum leik.
En vörnin var bara mjög solid, Pogba frábær og heilt yfir spiluðum við virkilega vel gegn tuddaliði sem pakkaði í vörn allan leikinn.
Svo fannst mér geggjað á 85. min þegar Maguire tók skitu, Bailly bjargaði honum og lét hann svo heyra það. Það hefur vantað að menn séu að öskra á hvorn annan í vörninni.
Baráttu sigur gegn erfiðu liði og við erum komnir á toppinn. Ef við vinnum Liverpool um næstu helgi er hægt að tala um titilbaráttu, en þangað til læt ég toppbaráttu duga í bili.
Turninn Pallister says
Ruglaður leikur, var byrjaður að naga brúnina á sófaborðinu af spenningi. Var viss um að það myndi eitt mark leka inn í restina. En mikil gleði að við héldum loksins hreinu á útivelli og loksins loksins erum við á toppnum. Er á meðan er njótum fram á sunnudag amk!
Halldór Marteins says
Frábært að vinna þennan leik. Sterkur karakter þar sem United svaraði öllu í líkamlegum barningi og háloftafimleikum sem Burnley reyndi að stóla á og átti auk þess fínustu spretti inn á milli í taktík og spilamennsku. Allan tímann mun betra liðið og þetta hefði ekki verið svona tæpt í lokin ef löglegt mark Maguire hefði fengið að standa.
Menn börðust og lögðu sig fram og virkilega vildu það. Pogba algjör turn á miðjunni og kafteinn Maguire frábær að vanda í vörninni 😊
Áfram svona, það er gaman að vera á toppnum.
Turninn Pallister says
Spurning:
Er einhversstaðar hægt að sjá hvað sé langt síðan að bæði Man Utd karla og kvenna voru á toppnum í úrvalsdeild á sama tíma?
Þorsteinn says
Aðeins of erfitt fyrir minn smekk, en þeir börðust heldur betur Burnley menn. Gott að sjá liðið sýna vilja og festu til að ná þessum þremur stigum. Ég er bara helvíti spenntur fyrir þessum leik við Liverpool – djöfulli væri gaman að pakka þeim saman.
Cantona no 7 says
Ole
Björn Kr says
12.jan 2013 voru þeir síðast á toppnum eftir 22.umferðir með 55 stig og 7 stigum meira en Man City. . Liverpool voru þá með 31 stig í 8. sæti. Og núna bara búnar 17. umferðir hjá þeim
Leiktíðina 2017-2018 15.jan þá voru þeir í 2. sæti með 50 stig. Það var tímabilið sem Man City Brilleraði með 100 stig. Okkar menn enduðu þá með 81 stig þá sem telst nú bara sæmilegt. City tapaði bara tveim leikjum þá gegn Man Utd og Liverpool þá leiktíð. En núna 12.jan með 36 stig eftir 17. umferðir. Furðu gott bara.
Bragi says
Karla og kvenna liðin hafa aldrei verið efst á sama tíma. Kvennaliðið er nýtt.
Helgi P says
Ef solskjær fer ekki að nota hópinn meira þá verðum við farinir úr þessari toppbaráttu í mars ég get ekki skilið afhverju Martial var ekki tekkinn útaf í hálfleik hann var ömurlegur í þessum hefði viljað sjá van de beek koma inná en það er orðinn nokkuð ljóst að Solskjær vill ekki nota hann
Helgi P says
En það er gaman að sjá hvað Bailly er búinn að koma sterkur inní þetta klárlega okkar besti varnarmaður þegar hann er heill
Scaltastic says
Stop the count but don’t stop the party! #21
Standandi lófatak hér á bæ fyrir Pogba, ég viðurkenni fúslega að ég var löngu búinn að missa þolinmæðina gagnvart honum. Hann er búinn að vera okkar besti maður alveg frá að umbinn hans ætlaði að dansa á gröfinni okkar í kringum Leipzig tapið. Það væri fallegur endir ef hann heldur áfram að skila svona frammistöðum út tímabilið áður en hann fer í sumar. Ef það þýðir titillinn í hús þá legg ég til að Mino Raiola verði gerður að sendiherra félagsins.
Björn Friðgeir says
Rosalega góður vinnusigur. Nú er það alvaran um næstu helgi, jesús hvað það er langt síðan þetta var alvöru.
En ég, og að ég held þið flest, er alveg rólegur á titiltali. Við gerðum í 30 ár grín að ‘næsta ár er okkar ár’ og ég er ekki að fara að telja hænur fyrr en þær eru komnar í kofann. Er annars alveg handviss um að City tekur þetta, á þessu strembna tímabili eru þeir með langsterkasta hópinn.
En kommentin hér að ofan segja okkur það sé kominn tími á smá stöðutöku á kvennaliðið, of langt síðan við gerðum það síðast, þær eru að brillera.
Tony D says
Með kvennaliðið, ef ég skil þetta rétt þá var Man Utd ekki með kvennalið nema frá 2001-2005 þegar það var lagt niður enda gekk ekki vel með það þá. Fram að því var það „óopinbert“ kvennalið Man Utd sem tók þátt í kvennadeildunum á þeim tíma. Sorgleg staðreynd um einn stærsta klúbbinn í heimi en þessi uppgangur núna hjá þeim er frábær og á hrós skilið. En með leikinn… seiglusigur sem var mjög flottur og taugatrekkjandi. Alveg ótrúlegt að hann hafi fengið að taka markið af Maguire en spjaldið á Shaw var alveg réttur dómur. Hinsvegar er það alveg með ólíkindum að Brady skildi ekki halda spjaldinu enda var leikurinn í gangi og brotið ekkert minni ásetningur þótt Shaw tæklaði Jóa illa. Ef Cavani hefði nú lent í meiðslum, hefði umræðan orðið eins og með Pickford?
Skammarleg dómgæsla en svona er boltinn og ekkert annað en að sætta sig við þetta. Toppurinn gott fólk!! Hver sá þetta fyrir þegar tímabilið var að hefjast? Og þessu ber að fagna í smá stund. Vonandi heldur þessi stöðugleiki áfram og við verðum í baráttunni fram á síðasta dag.