Manchester United spilaði tvo toppslagi í dag en náði aðeins í 1 af 6 stigum sem voru í boði. Konurnar töpuðu 1-2 í London og á Anfield enduðu leikar með markalausu jafntefli. Leikirnir voru báðir í járnum og í báðum leikjum hefði United getað gert betur. Hins vegar voru andstæðingarnir í báðum tilvikum ríkjandi Englandsmeistarar og báðir leikir á útivöllum.
Kvennaliðið fór við það úr fyrsta sætinu í annað en karlaliðið heldur toppsætinu eitthvað áfram. Manchester City getur þó komist í efsta sætið ef þeir ljósbláu vinna leikina sem þeir eiga inni.
Helstu upplýsingar
Byrjunarliðið hjá Manchester United gegn Liverpool var svona:
Bekkurinn: Henderson, Bailly, Tuanzebe, Telles, Matic, Van De Beek, Mata, Greenwood (89′ fyrir Fernandes), Cavani (61′, fyrir Martial).
Heimamenn stilltu upp þessu byrjunarliði:
🔴 TEAM NEWS 🔴
The Reds to face @ManUtd 👊
— Liverpool FC (@LFC) January 17, 2021
Skiptingar hjá Liverpool: Jones inn fyrir Shaqiri á 76. mínútu. Origi inn fyrir Firmino á 85. mínútu. Milner inn fyrir Wijnaldum á 89. mínútu.
Mörkin í leiknum: – ekkert mark skorað.
Spjöld: Shaqiri gult á 33. mínútu fyrir að Harry Kane hlaupa undir Martial sem stökk upp í skalla. Stórhættulegt og eitthvað sem þyrfti að fara að skoða betur til að verja leikmennina sem verða fyrir þessum óskunda. Fabinho fékk gult á 66. mínútu fyrir taktískt brot til að stöðva sókn. Hefði getað verið kominn með gult fyrir sams konar brot í fyrri hálfleik en þetta var allavega hárrétt. Rashford fékk gult á 94. mínútu fyrir að fara í Jones. Rétt.
Maður leiksins: Luke Shaw. Frábær í þessum leik. Mjög solid varnarlega og áræðinn fram á við. Hefur verið virkilega flottur í síðustu leikjum. Maguire og Lindelöf voru líka mjög traustir. (Thiago var samt besti maður vallarins.)
Vonbrigði leiksins: Bruno Fernandes heldur áfram að eiga off leiki. Sýnir sig best á að hann var tekinn af velli. Jákvætt þó að sjá hugarfarið þegar hann var tekinn af velli, hann var vægast sagt ekki sáttur við það. Vonandi mótiverar það hann fyrir næstu leiki, við þurfum á honum að halda í toppbaráttunni.
Fyrri hálfleikur
Liverpool var mun meira með boltann í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Þeir fengu að spila mikið með hann og sérstaklega fékk Thiago tíma og tækifæri til að stýra umferðinni á miðjunni.
Manchester United náði illa að halda boltanum og ekki heldur að búa sér til færi á skyndisóknum þegar þeir fengu boltann. Auðveldar sendingar klikkuðu og þegar liðið náði að stinga boltanum inn fyrir vörn Liverpool var oftar en ekki dæmd rangstaða, á endanum. Rashford var t.d. fjórum sinnum dæmdur rangstæður í hálfleikum. Í eitt skipti var reyndar vafamál hvort um réttan dóm var að ræða en í því tilfelli náði Alisson að komast í sendinguna á undan Rashford svo það hefði engu skipt þótt Rashford hefði ekki verið dæmdur rangstæður í því atviki.
Liverpool náði þó ekki að nýta sendingarlega yfirburði til að búa mikið til. Varnarlína Manchester United, að Luke Shaw undanskildum, virkaði óörugg og fyrir framan þá átti Liverpool of auðvelt með að teyma McFred í sundur og úr stöðum. Luke Shaw var þó mjög öflugur, sérstaklega varnarlega en átti álitlega spretti fram á við. Varnarlínan var þó öruggari en hún leit út fyrir að vera, í það minnsta náði Liverpool lítið að skapa.
Það segir þó mikið að Liverpool átti 9 tilraunir í hálfleiknum en 8 þeirra voru blokkaðar eða framhjá. Eina tilraunin sem hitti á rammann var skot frá Firmino á 34. mínútu sem var auðvelt fyrir de Gea að verja. Það skot kom eftir að Mo Salah hafði fengið stungu upp kantinn og var nánast á auðum sjó en Harry Maguire gerði nóg til að verjast því að Salah næði að skjóta.
Það kom dálítið á óvart að sjá að Pogba byrjaði hægra megin, Martial vinstra megin og Rashford fremstur. Það var örugglega einhver ákveðin pæling með því en við fengum lítið tækifæri til að sjá hvað það átti að vera. Þegar leið á hálfleikinn voru þeir farnir að rótera því eitthvað.
Liverpool náði nokkrum sinnum að brjóta á Manchester United þegar þeir voru á leið í álitlegar skyndisóknir. Bæði brot á Bruno og Pogba en sluppu hins vegar alveg með spjöld fyrir það.
Bruno átti hættulegasta tækifæri fyrri hálfleiksins þegar hann setti aukaspyrnu rétt framhjá stönginni. United var líklega fegnara liðið að fara inn í hálfleik í markalausri stöðu. Nú reyndi á hálfleiksræðuna hjá Solskjær.
Seinni hálfleikur
Liverpool var áfram meira með boltann en Manchester United óx aðeins eftir því sem á leikinn leið, sérstaklega þegar kom að því að skapa sér færi. Bruno og Pogba fengu mjög góð tækifæri til að skora en Alisson varði frá þeim báðum. Í bæði skiptin komu færin eftir fyrirgjafir bakvarða. Shaw átti gott utanáhlaup á Rashford (sem hafði fengið frábæra sendingu upp völlinn frá Maguire til að starta sókninni), gaf fyrir á Bruno sem skaut í fyrsta úr góðu færi en Alisson varði með löppunum. Wan-Bissaka átti svo fyrirgjöf á Pogba hinum megin sem var með pláss og tíma til að ná skoti en því miður beint á Alisson sem þurfti ekki að hafa nógu mikið fyrir því að verja. Þetta voru tvö langbestu færi leiksins og synd að ná ekki að nýta þau betur.
Besta færi Liverpool kom eftir fyrirgjöf frá Robertson sem náði á Firmino á fjærstönginni. Harry Maguire gerði þó frábærlega í að blokka skotið frá Firmino. M.a.s. svo vel að boltinn fór af Firmino og út af svo United fékk markspyrnu úr því.
Thiago var frábær fyrir heimamenn á miðjunni og átti flott skot eftir að hafa farið alltof auðveldlega framhjá Fred. De Gea gerði hins vegar vel í að verja. Ekki alveg erfiðasta markvarsla sem Spánverjinn hefur þurft að henda í á ferlinum en þó gott skot og flott varsla.
Þetta var klárlega leikur sem hvorugt liðið vildi tapa og hann litaðist vel af því. Hins vegar held ég að bæði lið geti svekkt sig á að hafa ekki nýtt þetta tækifæri betur. Liverpool hafði yfirburði úti á velli, átti miðjuna og stjórnaði leiknum heilt yfir. En þeir náðu ekki að búa til nein sérstök dauðafæri. United fékk bestu færin en náði ekki að nýta þau til að skora. Jafntefli sanngjörn úrslit og toppbaráttan heldur áfram.
Luke Shaw var frábær í þessum leik. Bæði Maguire og Lindelöf voru mjög duglegir í því að trufla það sem Liverpool reyndi að gera, hvort sem er með inngripum, blokkeringum eða annars konar truflunum. Skipti miklu að hafa þá á tánum. Miðjan átti ekki góðan dag, McFred var úr synki, Bruno átti enn einn dapran leik og Pogba var frekar off. Martial virkaði yfirvegaðastur af fremstu mönnum en var tekinn af velli, væntanlega verið eitthvað tæpur fyrst hann fór fyrstur af velli.
Konurnar
Í London tapaði kvennalið Manchester United sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. Byrjunarlið United í leiknum var svona:
Bekkurinn: Harris, McManus, Sigsworth (75′, fyrir Hanson), Zelem, Fuso, James (55′, fyrir Press), Ross, Bentley, Heath.
Hjá Chelsea var engin María Þórisdóttir í hópnum sem ýtir undir þann orðróm að hún sé á förum frá félaginu.
Today’s starting lineup 💪🏼
LETS GO 👊🏻 pic.twitter.com/1zgnNhlm3g
— Chelsea Women Supporters Group (@ChelseaWomenSG) January 17, 2021
Harder kom Chelsea yfir á 30. mínútu eftir pressu frá Chelsea. Lauren James jafnaði með frábæri marki á 61. mínútu, rúmum 5 mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. En Kirby tryggði Chelsea sigur á 65. mínútu með marki sem var klaufalegt fyrir varnarlínu United. Stakk sér þá inn fyrir vörnina og náði útsparki frá markmanni Chelsea á undan Earps í marki United. Margt gott hjá okkar konum en Chelsea ívið sterkari aðilinn í leiknum.
Arsenal gerði þó jafntefli við Reading á sama tíma svo Manchester United er í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á undan Arsenal og 5 stigum á undan Manchester City (City á þó leik inni á United).
gummi says
Hvenær ætlar Solskjær að ná því að Lindelof og Maguire eru ekki góðir saman og Bailly búinn að vera mjög góður
MSD says
Hefði viljað sjá Bailly byrja fremur en Lindelöf. Við þurfum að hafa einhvern hraða í miðri vörninni gegn Salah og Mane. Að öðru leyti nokkuð sáttur við byrjunarliðið.
Egill says
min, Ég hef ekki verið svona stressaður fyrir deildarleik síðan í gamla daga þegar við þurftum að mæta á Highbury.
Skellur að Bailly byrji ekki, hefði haldið að hann væri fullkominn gegn svona snöggum framherjum, en annars er ég sáttur með þetta byrjunarlið. Núna verða menn að halda haus og einbeitingu í 90 min, þótt vörnin sé löskuð þá eru Liverpool með mikil gæði annarsstaðar á vellinum og þeir geta auðveldlega refsað.
Ég er skíthræddur við þetta og þori ekki að spá fyrir um úrslit, en mikið rosalega væri sætt að ná 3 stigum í dag.
Scaltastic says
Like á tímasetninguna á hálfleiksflautið.
Karl Garðars says
Flautið hefði mátt vera svona 3-4 sek seinna fyrir minn smekk en þetta var þó ásættanlegt.
Okkar menn mættu nú alveg hætta að gefa beint á libbarana en annars er þetta nokkurn veginn eins og við var að búast.
Hefði viljað sjá Bailly og Cavani byrja í stað lindelof og Martial.
Spennandi hálfleikur framundan!
Turninn Pallister says
Erum pínu stressaðir þegar við erum með boltann. Lokasendingin oft tekin í allt of miklu fáti eða óákveðini svo auðvelt er fyrir Liverpool að vinna boltann til baka. Eins er Rashford alls ekki nógu vakandi fyrir varnarlínunni hjá Liverpool. Skil ekki af hverju hann er alltaf að reyna að græða þessa sentimetra. Hann hefur alveg hraðann til að stinga af þegar sendingarnar koma. Pressan hjá Liverpool hefur verið að virka vel, en það verður samt erfitt fyrir þá að halda út þessari gegenpressu í 90 mínútur. Á meðan við höldum lakinu hreinu eigum við alveg séns í seinni hálfleik. Svo upp með hausinn og fram með kassann!
Rúnar P says
Virðing en engin ást eða vinskapur frá Ole til Klop – Baby face assassin þetta er sá Ole sem ég elska!
Egill says
Smá vonbrigði að við höfum ekki látið reyna meira á vörn Liverpool, og hrikalega svekkjandi að Pogba hafi ekki klárað leikinn.
Heilt yfir er ég samt sàttur, við leyfðum Liverpool að halda boltanum sem náði ekki að skapa sér nein alvöru færi, vörnin var mjög góð sem og miðjan, á meðan sóknin var mjög slök. Það þarf að kenna Rashford rangstöðuregluna.
Gott stig á erfiðum velli þar sem við sköpuðum betri færi og hefðum getað stolið þessu.
Ég kvarta ekki :)
Helgi P says
Brunó virðist vera allveg sprunginn ef Solskjær getur ekki notað Van de Beek sem hefur alltaf skilað sínu þegar hann hefur spilað þá verður hann að selja hann núna í janúar að kaupa leikmann sem hann getur notað
Scaltastic says
Mjög ánægður með frammistöðu liðsins fyrir utan fremstu þrjá, þeir voru arfaslakir. Ef við hefðum slysast til að tapa leiknum þá hefði toppmaðurinn Rashford endað á píluspjaldinu á morgun.
Maguire og Lindelöf með gin og tónik frammistöðu í dag :)
Sindri says
Athugasemd nr. 9:
Á alltaf að búa til drama? De Beek er greinilega aftarlega í röðinni af miðjumönnum. Það þarf ekki að kaupa nýjan mann þar. Tvö meiðsli og hann gæti byrjað alla leiki.
Ef að þú ert að kalla eftir því að hafa Bruno á bekknun í svona leik ertu búinn að gera sjálfan þig ómarktækan í umræðunni.
.
Þokkakleg úrslit, top of the league and having a blast!
Karl Garðars says
Það verður samt einhver að hringja í þvottahúsið og segja þeim að það sé lítill egyptadindill í vasanum á stuttbuxum nr.23 áður en hann fer í þvottavélina.
Tómas says
Lá á okkur til að byrja með en unnum okkur inn í leikinn. Áttum tvö bestu færin og hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið.
Fernandes er alltaf að reyna úrslitasendingar og í dag voru þær ekki að ganga. Hann getur ekki alltaf átt topleik.
Ég er farinn að öðlast smá trú á að við gætum tekið titilinn en óttast að evrópudeildin geti truflað. Nú reynir á það að Ole dreifi álaginu.
City eru mest sannfærandi eins og er.
Audunn says
Fínt að tapa þessum leik ekki, hefðum getað stolið þessu þarna í lokin.
Rashford er að verða hinn nýji Lingard, kemur afskaplega lítið út úr honum og hann er alltof eigingjarn.
Pogba og Martial hefðu verið teknir af lífi fyrir að gera ekki það sem Rashford gerði ekki þegar hann ákvað að senda ekki á Cavani þegar hann dauðafrír.
Vona að Rashford fari á bekkinn núna í nokkra leiki og hugsi sinn gang, er búinn að vera lélegur.
Við þurfum 25 mörk plús frá manni í þessari stöðu og fleiri stoðsendingar.
Snorkur says
Voru þetta ekki bara ágætis úrslit. Hefðum vissulega getað stolið þessu í lokin, en þetta var svona leikur sem geta fallið á hvorn veginn sem var.
Cantona no 7 says
Ole
Halldór Marteins says
Ekki sammála þessu orðalagi að United hefði getað stolið þessu.
United átti 2 langbestu marktilraunir leiksins og var nær því þess utan en Liverpool að skapa eitthvað meira. Liverpool var meira með boltann en vörn United náði frekar þægilega að díla við allt sem þeir gerðu.
United sigur hefði því aldrei verið neins konar stuldur.
Georg says
Grútleiðinlegur leikur.
Fann þetta á alnetinu
Salah: „First of all, I would like to thank Luke Shaw. His pocket was really warm and comfortable on this chilly day. I also met Adama Traore in there. He still insists that he doesn’t do any weights in gym. Can you believe that guy?“
Erlingur says
Ég er ekki sammála að miðjan hafi látið teyma sig mikið úr stöðu. Það var akkúrat það sem gerði það að verkum að lpool skapaði lítið sem ekkert. Það voru alltaf menn komnir að loka svæðum.
Síðan áttum við að klára færin. Við áttum hættulegri færi þrátt fyrir að pool hengi á boltanum 🤪💁♂️