Skjórarnir fljúga örlítið suður á boginn annað kvöld og leika í leikhúsi draumana gegn okkar mönnum kl. 19:00. Viðureignir þessara liða síðustu ár hafa einkennst af því að Man.Utd. hafa lent undir, yfirleitt snemma leiks en komið þá annað hvort til baka og unnið leikinn með trompi eða gleymt markaskónum heima og tapað leiknum. Fyrri leikur liðana á þessu tímabili var einmitt það fyrra. Eftir að hafa lent undir eftir tveggja mínútna leik unnu okkar menn leikinn 1-4 með Bruno og Rashford fremsta í flokki. Því er óskandi að svipað gerist á morgun en helst sleppa við að fá á okkur aulamark í byrjun leiks, sem á þessu tímabili hefur svo gott sem verið óumflýjanlegt.
Newcastle United
Okkar fyrrum stoð og stytta Steve Bruce er en með stjórnartaumana hjá þeim svart hvítu, sem mörgum finnst ótrúlegt eftir ömurleg úrslit frá miðjum desember fram til lok janúar. Liðið byrjaði tímabilið ágætlega og safnaði meginn þorra stiga sinna þá. Í desember hófst hræðileg hrina hjá liðinu, 9 leikir án sigurs í deild og auk þess duttu þeir út úr báðum bikarkeppnunum gegn Arsenal og fyrstu deildar liði Brentford. Einu úrslitin í þessari hrinu hjá liðinu sem mega teljast góð var markalaust jafntefli gegn Liverpool. Bruce hefur hinsvegar náð að rétta aðeins úr kútnum upp á síðkastið. Í síðustu fjórum leikjum eru tvö töp en einnig tveir sigrar. Flottur 0-2 sigur gegn Everton liði sem var á siglingu og 3-2 seiglu sigur gegn Southampton þar sem Newcastle spilaði einum manni færri mest allan seinni hálfleikinn.
Það er þó áhyggjuefni fyrir þá að þeirra besti maður á tímabilinu, Callum Wilson er meiddur en hann er kominn með 10 mörk og 5 stoðsendingar í deild hjá liði sem hefur skorað 25 mörk hingað til á tímabilinu. Þeir geta þó huggað sig við það að Saint-Maximin er kominn aftur á fullt, Joseph Willock lánsmaður sem þeir fengu frá Arsenal í janúar hefur smollið vel við liðið og paragvæinn Almiron hefur verið á skriði eftir meiðsli Wilson.
Þrátt fyrir að vera búinn að fá á sig 40 mörk þá má segja að Karl Darlow í marki Newcastle manna sé þeirra næst besti leikmaður á tímabilinu. Hann hefur verið í umræðuni hvort hann fái miða í flugvélina sem fer á EM í sumar hjá enska landsliðinu. Við vonum þó að hann detti ekki í einhvern gír á morgun, sem oft vill verða með markmenn andstæðinga United undanfarinn ár.
Ásamt Wilson á meiðslalistanum eru miðverðirnir Federico Fernández og Fabian Schär. Einnig er fyrrum leikmaður Liverpool og Atlético Madrid, Javier Manquillo að glíma við meiðsli hjá norðann mönnum.
Líklegt byrjunarlið:
Manchester United
Aðeins tveir sigrar í síðustu sjö leikjum í deild er ekki það sem lið sem vill vera í og við topp sætið getur sætt sig við. Sem betur fer tapaðist aðeins einn leikur af þessum sjö þannig að þó stigasöfnunin er lítil þá er hún einhver (10 stig af 21 mögulegum stigum). Þrátt fyrir þessi slöku úrslit upp á síðkastið er hægt að vera fullur bjartsýni fyrir leikinn á morgun eftir 0-4 stórsigur í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad. Hann sýnir fram á að það er feikilega mikill kraftur í liðinu þrátt fyrir ofboðslegt álag undanfarna mánuði. Við erum nokkuð heppnir með leiktíma á leiknum á morgun, seint á sunnudegi eftir að hafa spilað á fyrri leiktímanum á fimmtudaginn. Það hefur nefnilega oft loðað við lið sem spila á fimmtudögum í Evrópudeildinni að vera ansi slök helgina eftir og oft þá vísað í þreytu hjá þeim liðum.
Það má þó búast við allt öðrum leik en við sáum í Tórínó. Steve Bruce mun sennilega reyna að nota það sem virðist vera einskonar kriptonít United á þessu tímabili, spila MJÖG afturliggjandi vörn með þéttann pakka fyrir framan og í sínum eiginn vítateig og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði í sóknarleiknum. Ef þessi útskýring er ekki nægilega skýr mæli ég með að kíkja á nokkra leiki hjá íslenska karla landsliðinu í fótbolta undanfarinn 8 ár til þess að átta sig á því hvað verður á boðstólnum frá Newcastle á morgun. Bruce hefur haft tæpa viku til að drilla þetta leikskipulag fyrir leikinn. Þessi leikaðferð hefur hið minnsta skilað Sheffield United og WBA stigum gegn okkar mönnum á þessu ári.
Miðað við hvernig ég býst við að leikurinn verði tel ég mikilvægt að halda Greenwood inn í liðinu, sem er ný búinn að krota undir 4 ára samning. Leikur hans hefur verið mjög stígandi á þessu ári eftir erfitt upphaf á tímabilinu. Hann er líka mjög flæðandi leikmaður sem hentar vel gegn þeim varnarleik sem verður upp á teningnum á morgun. Ásamt honum verða að sjálfsögðu Bruno og Rashford í liðinu og ég held að Mata fái að vera með til að finna glufur á vörn Newcastle. Ef Donny væri heill hefði ég tippað á hann mögulega fram yfir Mata í þessum leik. Einnig finnst mér Martial ekki eiga rétt á því að vera byrja miðað við framviðstöður hans, ef undannskilinn er 9-0 leikurinn. Það kæmi þó ekki á óvart að hann fengi að byrja þar sem hann var varamaður í miðri viku og Cavani er tæpur fyrir morgunndaginn. Því miður neyðumst við að tefla fram tveim frekar varnarsinnuðum miðjumönnum í þessum leik vegna meiðsla, að mínu mati myndi duga að hafa aðeins einn slíkann í leik sem þessum. Shaw mun sennilega koma aftur inn í liðið þar sem hann er að stimpla sig inn sem einn mikilvægasti leikmaður okkar, þá bæði varnarlega og sóknarlega. Bailly fær þennan leik og þá setur Ole De Gea aftur í markið þrátt fyrir mjög flotta fraviðstöðu hjá Henderson í síðasta leik. Ole hefur efni á því að spila á mjög sterku liði í þessum leik þar sem næsti leikur eftir þennan er seinni leikurinn gegn Real Sociedad, sem vonandi verður einungis formsatriði að klára.
Líklegt byrjunarlið:
Hinn ágæti Paul Tierney dæmir leikinn líkt og hann gerði í viðureign okkar manna gegn Liverpool fyrir rúmum mánuði. Flautað verður til leiks kl. 19:00 á Old Trafford.
Robbi Mich says
Koma svo!