Þegar byrjunarliðin voru birt koma örlítið á óvart að Ole Gunnar hafi ekki notað fleiri leikmenn sem hafa verið í aukahlutverki á þessu tímabili í byrjunarliðinu. Í raun stillti hann upp sterkasta liðinu sem í boði var, fyrir utan Rashford sem byrjaði á bekknum. Granada gerði þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum fyrir viku.
Bekkur: Henderson, Grant, Williams, Mata, Fish, Donny, Amad, Elanga, James, Rashford, Shoretire
Lið Granada:
Fyrri hálfleikur
Pogba bar fyrirliðabandið í fjarveru Maguire þrátt fyrir að menn eins og Bruno og De Gea hafi byrjað inn á, menn sem hafa borið bandið áður. Það tók ekki langann tíma að brjóta ísinn í leiknum og þar með ganga frá einvíginu nokkurn veginn. Telles gaf fyrir á Pogba sem skallaði boltann aftur fyrir sig upp í loft, þegar knötturinn nálgaðist jörðina hamraði Cavani honum viðstöðulaust í markið. Mark númer 50 hjá úrúgvæanum í Evrópukeppnum. Þetta þýddi aðeins það fyrir Granada menn að þeir þyrftu að sækja en meira og taka sénsa fram á við ef þeir myndu vilja eiga einhvern séns á því að komast áfram. Þeim tókst þó illa að halda í boltann og okkar menn stýrðu leiknum algjörlega. Pogba fékk gult spjald á 17 mínútu fyrir olnbogaskot og stuttu seinna braut hann aftur af sér. Pogba var þar með kominn á ansi hálan ís. Granada neyddist til að gera sína fyrstu skiptingu eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla miðjubuffsins Gonalons og inn á kom markahæsti leikmaður Granada á tímabilinu inn á, Jorge Molina. Fátt markvert gerðist annað í fyrri hálfleiknum.
Seinni hálfleikur
Ole Gunnar tók engan séns á því að Pogba skyldi krækja sér í annað gult spjald og yrði þá í banni í undanúrslitunum og gerði því skiptingu. Donny van de Beek kom inn á fyrir Pogba og Bruno tók við fyrirliðabandinu. Granada gerði tvöfalda skiptingu í von um að blása lífi í sóknarleik liðsins. Tvö ansi fín skalla færi litu dagsins ljós á sömu mínútunni hjá báðum liðum þegar lítið var liðið á hálfleikinn en bæði færin voru ansi illa nýtt. Eftir um klukkutíma leik kom Daniel James inn á fyrir markaskorarann Cavani. Okkar menn voru með algjöra yfirburði í leiknum og því fannst Ole í lagi að skipta Bruno stuttu seinna af velli fyrir Juan Mata. Mata tók við fyrirliðabandinu, gaman að sjá spænska snillinginn aftur á vellinum eftir að hafa varla spilað á árinu 2021. Með öllum þessum skiptingur var lítill taktur í leiknum sem hentaði okkar mönnum vel enda gott að komast í gegnum leikinn án þess að eyða óþarfa orku. En eitt stoppið kom þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Gerði Ole þá tvöfalda skiptingu og setti Williams og ungstirnið Amad Diallo inn á. Síðustu skiptingar okkar manna í leiknum. Diallo virtist vera að sleppa í gegn þegar lítið var eftir en brotið var á honum en ekkert dæmt. Granada menn ruku í sókn og fengu dauðafæri en De Gea varði skallann af stuttu færi. Þá ruku okkar menn í sókn sem endaði með fyrirgjöf Telles sem Mata reyndi að skalla að marki en hitti ekki boltann en þess í stað hrökk hann af Vallejo og í netið. Gamla góða sjálfsmarkið. Leik lokið!
Manchester United komið í undanúrslit Evrópukeppninar annað árið í röð. Þar mæta okkar menn Roma sem sigraði Ajax sammanlagt 3-2. Í hinum undanúrslitunum mætast Arsenal og Villarreal sem bæði komust nokkuð þægilega áfram úr sínum einvígjum. Fyrri viðureignirnar í undanúrslitunum fara fram 29. apríl og seinni viðureignin viku síðar eða 6. maí. Fimmtu undanúrslitinn sem Ole kemur liðinu í og hefur það alltaf verið enda punkturinn. Nú er komið að því að breyta því!
Cantona no 7 says
Ole Ole
Flottur leikur
G G M U
Atli+Þór says
Þægilegt og auðvelt eftir að markið kom í byrjun leiks hjá Cavani. Lykilmönnum skipt út af snemma, þrír leikmenn kláruðu leikbönn og menn komust meiðslalaust í gegnum þetta. Allt afskaplega jákvætt. Mjög sannfærandi að klára þetta með tveimur 2:0 sigrum. Nú er bara að stíga næsta skref og slá AS Roma út. Það er ekki sjálfgefið, en væri mikill sigur fyrir Solskjær og þennan hóp. Næsta verkefni er heimaleikur á sunnudaginn gegn Burnley. Glory, glory…