Ole Gunnar Solskjær stillti upp svo gott sem sterkasta liði okkar fyrir leikinn í Birmingham. Cavani var sennilega eini sem var á bekknum sem ætti tilkall inn í okkar sterkasta lið. Það má því draga þá ályktun miðað við uppstillinguna að Ole vilji klára annað sætið sem allra fyrst til að geta einbeitt sér að úrslitaleiknum í lok leiktíðar.
Bekkur: De Gea, Bailly, Telles, Tuanzebe, Williams, Matic, van de Beek, Cavani og Mata.
Dean Smith stillti upp sama byrjunarliði og vann Everton í síðustu umferð 2-1. Ekkert óvænt hjá Villa mönnum.
United byrjaði talsvert betur en Aston Villa. Okkar menn komu sér í þó nokkrar álitlegar stöður í og við vítateig Aston Villa. Villa menn náðu í raun litlum tökum á boltanum fyrr en eftir um korters leik og héldu honum loks þá innann liðsins. Í kjölfarið fengu þeir nokkarar hornspyrnur sem ollu litlum usla. Það var þó á 24. mínútu sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Traoré skoraði þá annað mark sitt á tímabilinu gegn United. Hann snéri þá á Lindelöf eftir að Fred og McTominay höfðu glatað knettinum saman. Hann lét svo vaða úr mjög þröngri stöðu en boltinn upp í blá hornið, óverjandi fyrir Henderson. Var þetta fyrsta skot Villa sem rataði á markið í leiknum. Næstu mínútur eftir það pressuðu Villa menn okkur ansi hátt þar sem við reyndum að spila út frá marki. Gekk það ansi vel hjá þeim en í þau fáu skipti sem við náðum að spila okkur í gegnum þá pressu sköpuðu við okkur ansi lítið. Það var í raun ekki fyrr en síðustu 5 mínútur fyrrihálfleiksins þar sem okkar menn náðu að þjarma aðeins að marki Villa án þess þó að skora. Watkins átti þó loka orðið í fyrri hálfleiknum þegar hann skaut föstu skoti í átt að marki sem Henderson þurfti að hafa sig allan við til að verja. Okkar menn 1-0 undir í hálfleik.
Ekki þurfti að bíða lengi eftir marki í seinni hálfleik, eða um 7 mínútur.. Bruno skoraði þá örugglega úr víti eftir að Luiz hafði brotið á Pogba innan teigs, sem er í raun það sama og gerðist í leik liðana fyrr á tímabilinu. Skömmu seinna kom Greenwood United í 2-1 í 100 leik sínum fyrir liðið. Wan-Bissaka keyrði þá að vörn Aston Villa við vítateigs hornið og sendi á Greenwood sem snéri Mings af sér og þrumaði boltanum fram hjá Martínez. Enn og aftur eru okkar menn að snúa leikjum úr tap stöðu yfir í sigur stöðu og í þetta skipti þurfti einungis 10 mínútur af seinni hálfleiknum til að gera það.
Fyrstu skiptingar leiksins komu á 65. mínútu. Cavani kom þá inn á fyrir Greenwood og Dean Smith setti Jacob Ramsey inn á fyrir Luiz á miðjuna. Á 78. mínútu gerðist það ótrúlega, Harry Maguire fór meiddur af velli. Eitthvað sem ég er nokkuð viss um að hefur ekki gerst í tíð hans hjá United. Hann meiddist eftir að El-Ghazi hafði fallið á fót Maguire eftir brot Cavani á Villa manninum. Eric Bailly kom inn á í stað fyrirliðans. Matic kom svo inn á fyrir Bruno þegar 5 mínútur lifðu leiks. Stuttu seinna skoraði Cavani enn eitt skallamarkið. Hann tók þá kröftugt hlaup á nær stöngina eftir að boltinn hafði borist á Rashford á hægri kantinum sem kom honum fyrir á Cavani. Undir lok leiksins fékk Watkins sitt annað gula spjald í leiknum og því farinn í sturtu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap. Fleira markvert gerðist ekki þrátt fyrir sex mínútur í uppbótartíma. Tveggja marka sigur í Birmingham staðreynd.
Maður leiksins að mínu mati var Aaron Wan-Bissaka sem var mjög traustur varnarlega og töluvert betri en maður er vanur að sjá hann sóknarlega, sem skilaði stoðsendingu frá kappanum.
Þessi úrslit þýða að Meistaradeildar sætið er trygt ef West Ham tapar gegn Everton núna seinni partinn. Einnig þýða þau að Manchester City tryggði sér ekki titilinn heima í stofu. Næst er það Leicester á þriðjudaginn kl. 17:00
Karl Garðars says
McFred?? Come on Ole. Hættu þessu DM minnimáttarkenndar rugli.
Þeir eru kallaðir öryggisteppið af einhverjum spekingum en það væri gaman að sjá tölfræðina á bak við það í heildina og svo núna seinni hluta leiktíðar. Sú var vissulega tíðin að þeir upphófu hvorn annan en nú finnst mér þeir bara þvælast fyrir hvor öðrum.
Ég myndi alltaf þiggja auka skrokk fram á við frekar.
Egill says
Ég skil pælinguna með að vera með tvo varnarsinnaða miðjumenn til að hlífa lélegum varnarmönnum, LvG gerði það vel á sínum tíma. Vandamálið að McFred miðjan er vara svo djöfulli léleg að þeir skapa fleiri færi en þeir stöðva.
Þetta miðjupar hefur ekki virkað í marga mánuði, varnarparið hefur ekki virkað lengi heldur en samt dettur Ole ekki í hug að breyta til. Hann er þrjóskari en LvG og Mourinho til samans.
Egill says
Ok þessi seinni hálfleikur var talsvert betri. Mættum grimmir til leiks, eitthvað sem mætti gera í byrjun leikja, en gàfum avo aðeins eftir þegar við komumst yfir án þess að lenda í vandræðum.
Ég er svo farinn að elska Cavani. Besta #7 síðan Ronaldo?
Karl Garðars says
Það hafðist. Vel gert!
Fannst Pogba frábær í þessum leik.
Cantona no 7 says
OLE OLE OLE
G G M U
Atli Þór says
Mikið rosalega hafði ég gaman af þessum leik í dag. Staðan á liðinu er orðin þannig að maður hefur ekki miklar áhyggjur þó við lendum undir. Snillingurinn Ole Gunnar Solskjær og hans teymi hafa komið með lausnir sem ekki hafa sést hjá liðinu í mörg ár. Ég hef haft gaman að liðinu allt tímabilið, ekki bara í þessum leik. Við erum með góða stöðu í öðru sæti deildarinnar og liðið er búið að tryggja sér meistaradeildarsæti núna þegar liðið á samt fjóra leiki eftir í deildinni. Auk þess er liðið komið í úrslit Evrópudeildarinnar. Þetta er einstakt afrek í ljósi þess sem sumir stuðningsmenn halda fram að við séum með lélegustu vörn deildarinnar og tvo handónýta leikmenn þar fyrir framan. Í alvöru talað, þá erum við með hörkuvörn, öfluga miðju og frábæra sókn. Það er gott jafnvægi í liðinu og liðið er að skila alvöru árangri. Ef við fáum 1-2 frábæra leikmenn í sumar erum við í alvöru að fara að berjast um englandsmeistara titilinn. Er bara hrikalega ánægður með liðið (líka Fred :))
Karl Garðars says
Það eru 3 skref eftir í alveg hreint ágætis tímabil m.v. hræðilega byrjun.
Við þurfum bara að vinna Mikka mús, vinna Liverpool og tapa fyrir Leicester.
Ég myndi samt alveg sætta mig við tvennt af ofantöldu þ.e. ef við yrðum fyrir því óláni að vinna Leicester..
Sindri says
Öryggisteppið skilað glás af stigum á tímabilinu.
Þú náðir að koma skoðunum þínum varðandi það til skila í október Karl Garðars. Byrjar alltaf að ranta um það fyrir hálfleik án „prófæls“, í besta falli vandræðalegt fyrir þig.
Púðlurnar sem heimsækja síðuna fíla þig, plís hættu að gera þeim til geðs eða færðu þig í commentakerfið á kop.is.
Flottur sigur, góð grein.
GGMU
Scaltastic says
Fín frammistaða, mikill léttir að næla í þessi úrslit miðað við prógram vikunar. Nú er bara að vefja fyrirliðan okkar í bómull næstu tvær vikurnar, það yrði massívt áfall ef hann verður ekki inná í Gdansk.
Ef sú verður raunin þá myndi ég án nokkurs vafa spila 3-5-2. Bailly + Wan Bissaka hægri helmingurinn yrði 95% ávísun á vandræði í 4-2-3-1.
Auðvitað er drullufúlt að þeir ljósbláu lyfti dollunni, hins vegar þá voru væntingar mínar með stigasöfnun á tímabilinu 75 stig. Ég get ekki kvartað undan niðurstöðunni, þó svo að OGS treysti max 60% af leikmannahópnum.
Karl Garðars says
Sindri,
Flott hjá þér að hjóla í manninn en ekki boltann. Algjör klassi. 👏👏👏👍
Ég myndi gjarnan vilja ræða málið með skárri rökum ef það er á annað borð í boði? En það verður þó víst að vera án prófæls eins og hjá öllum hinum hérna inni fyrir utan ritstjórn. Mjög vandræðaleg þessi síða sem gefur ekki fólki færi á að fara í manngreinarálit áður en því á að finnast eitthvað um það sem sagt er (þetta var kaldhæðni).
Þegar texti frá manneskju sem þú þekkir ekki er lesinn þá er tiltölulega auðvelt að skilja hann á ýmsa vegu, niðustaðan fer oft eftir hugarástandi þess sem les. Þetta comment frá mér var alls ekki meint sem drull yfir McFred sem slíka heldur aðferðafræðina að þurfa að nota þá saman í þessum tiltekna leik.(Eflaust milljón góðar ástæður fyrir því sem ég sá ekki.) Eins og ég sagði þá finnst mér þeir þvælast æði oft fyrir hvor öðrum upp á síðkastið og að það væri gaman ef einhver nennti að taka saman tölfræði sem væri þá eitthvað ábyggilegri en “glás af stigum”. Mér finnst þeir báðir frábærir einstaklingar og duglegir svo það komi fram. Það breytir því þó ekki að ég tel svo vera að við gætum og ættum að styrkja besta byrjunarliðið m.a. á kostnað þeirra. Biðst afsökunar á því að hafa ekki verið nógu skýr með það.
Stundum hafa skapast umræður yfir leikjum hérna inni og þá hendir maður einhverju fram til að sjá hvort þessi skynjun hjá manni sé réttmæt eða ekki. Ef ekki þá annað hvort fylgir maður sinni sannfæringu í bergmálshellinum eða lætur sjónarhorn/hugmyndir annarra víkka skilninginn. Ég hallast oftast að því síðarnefnda og er alltaf til í gagnrýna umræðu.
Að því sögðu þá er svo ofboðslega ódýrt að mæta löngu eftir leik með hindsight 20/20 og byrja að svara commentum sem áttu sér stað í hita leiksins. Ég hef án efa gerst sekur um þetta einhvern tímann og er það ekki til eftirbreytni.
Kannski fyrir utan góðlátleg sokka comment, þau eru alltaf fyndin og maður á þau alltaf svo mikið skilið. 😅
Það hafa margir virkir spjallarar horfið hérna af síðunni vegna skoðana sinna og virðingarleysis annarra á þeim. Get nefnt t.d hann Auðunn sem hefur greinilega miklar tilfinningar til liðsins og ákveðnar skoðanir sem hann stendur fastur á. Við vorum ekki alltaf sammála en ég sakna þess að fá ekki hans vinkil á hlutina.
Þið hin sem lögðuð á ykkur þrautargöngu lesningarinnar, afsakið lengdina, það verður ekki meira í bili. 😉