Eins og búist var við gerði Manchester United 10 breytingar frá síðasta leik, Amad Diallo lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Anthony Elanga, 19 ára Svíi sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Elanga verður þannig 14. leikmaðurinn úr unglingaliðinu sem fær að þreyta frumraun sína undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.
Varamenn: Henderson, Lindelöf, Shaw, Wan-Bissaka, Bruno Fernandes, McTominay, Pogba, Cavani, Rashford
Lið Leicester leit svona út
Leikurinn fór nú ekkert of líflega af stað, Leicester þó öllu betri og á 10. mínútu kom Leicester upp hægra megin, spiluðu fram hjá vörninni og Thielemans átti flotta fyrirgjöf, vörnin fáliðuð inni í teig og Luke Thomas kom á fjær og nelgdi í netið af markteigshorninu.
Frekar léleg varnarvinna þarna en fín sókn hjá Leicester og svakaleg afgreiðsla. 1-0 fyrir Leicester.
Það var lítið að gerast hjá United en engu að síður skoruðu þeir eins og Leicester úr fyrstu sókn sinni. Langur bolti fram og Amad var vel á undan Luke Thomas í boltann, gaf á Mason Greenwood sem var umkringdur en fintaði sig framhjá varnarmanni og setti boltann snyrtilega í fjær hornið, framhjá fæti Schmeichel. Frábært hjá Greenwood og United enn eina ferðina búið að vinna upp forskot andstæðinga.
United tók sig á eftir þetta og leikuinn fór að mestu fram á miðjunni, hvorugt lið gerði usla í vörn andstæðinga og lítið fréttnæmt gerðist. Síðustu mínúturnar sóttu Leicester frekar en gerðu ekkert sem þurfti að skrá og staðan jöfn í hálfleik.
XG í hálfleik var 0,07 – 0,08 sem sýnir kannske bæði hvað leikurinn var rólegur en líka hvað mörkin voru flott og vel afgreidd.
Seinni hálfleikur var svipaður framan af og það var ekki fyrr en um kortér var liðið að Leicester fékk loksins færi, Thilemans stal boltanum af tánum á Matic og var kominn að markteig en De Gea lokaði markinu. Ekki slæmur varamarkmaður þar.
Það goða við að vera með B liðið inn á er að það eru kanónur á bekknum og United skipti Cavani og Rashford inn á fyrir Greenwood og Elanga. Leicester átti reyndar líka góðan til góða, James Maddison kom inn á á sama tíma.
Skiptingarnar voru gerðar þegar Leicester átti horn og það var Marcus Rashford sem átti að dekka Çağlar Söyüncü í horninu, missti aðeins af honum og Söyüncü kom á svakaferð og stökk hæst og skoraði með fínum skalla. Hver sagði að það ætti aldrei að skipta þegar liðið væri að takast á við horn?
Ole var ekki alveg sáttur við að gefa eftir sigurinn, Cavani og Rashford voru ekki nóg til að snúa þessu og því sendi hann fljótlega Bruno Fernandes á vettvang. Það gekk aðeins betur eftir það og United sótti síðustu tíu mínúturnar en gekk ekki að skapa afgerandi færi og tap var raunin í þessum dapra leik.
Það þýðir tvennt, Manchester City eru Englandsmeistarar sem var auðvitað löngu ljóst, og Leicester þarf tvö stig í leikjunum sem eftir eru til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni næsta vetur. Liverpool verður að vinna í stórleiknum á Old Trafford eftir slétta tvo daga til að halda í von um slíkt sæti.
arnar says
Spennandi, Liverpool menn verða ekki ánægðir með þetta.
Scaltastic says
Alvöru general prufa fyrir kanntarana og Tuanzebe. Vonandi ná DVB og Mata að tengja saman ehv spil.
Björn Friðgeir says
Lenda undir ✓
Jafna ✓
Egill says
Ekkert óvænt í kvöld svosem. Það var alltaf að fara að vera erfitt að fá eitthvað gegn sterku Leicester liði með þetta byrjunarlið.
William og Tuanzebe eru hreinlega ekki nógu góðir til að spila á þessu leveli. Mata virðist 38 ára, Matic er á síðustu dropunum og VdB skortir nánast allt til þess að vera góður í fótbolta.
Rashford svo latur í vörninni eina ferðina enn.
En það var gaman að sjá þessa ungu kanntmenn hjá okkur.
Nú þurfum við bara að vinna næsta leik og þá verða allir sáttir :)
bjarni says
alveg sáttur he he komum sterkir í næsta leik félagar koma svo liverpool ekki vandamálið geta ekki rassgat
bjarni says
sammála Egill bara svo pollrolegur yfir þessu tapi gæti ekki verið meira sama koma svo slátra pullurum í næsta
Tómas says
Ég get nú ekki verið jafn sáttur við þetta tap og þið hérna fyrir ofan. City orðið meistari. En þetta var alltaf að fara vera erfitt og það var nauðsynlegt að rótera.
Van de beek hefur ekki sýnt nóg til að sannfæra mann að hann sé nógu góður fyrir premier league. Gæti vissulega bætt sig en þetta er seint að fara vera byrjunarliðsleikmaður held ég. Ef hann bætir sig gæti hann kannski orðið góður varamaður fyrir Bruno.
Væri sama þó hann yrði seldur í sumar. Ungu kantmennirnir lofa góðu en maður sá að t.d. litli Diallo þarf að venjast hraðanum og líkamlega þættinum í deildinni.
Nú þarf að vinna Liverpool og enda deildina vel, setja tóninn fyrir úrslitaleikinn og næsta season.
Audunn says
Tek undir með Tómas, get ekki verið sáttur við þetta tap og þessi hugsun um að hvíla til að vera með betra lið gegn Liverpool er bara hlægilegt. Hvað ef sá leikur tapast líka?
Ole á að spila sínu sterkasta liði í svon leikjum, ég veit ekki en ég vorkenni atvinnumönnum í fótbolta með tugir milj á viku ekki neitt að spila 5 leiki á einni viku enda sást það í gær að þessir „úthvíldu“ leikmenn voru búnir í hálfleik, leikmenn United sprungu fljótlega í síðarihálfleik.
Rúnar P says
Allt planað.. Ole að sjá til þess að LFC komist ekki í meistardeildina, sýnir bara hversu mikill meistari hann er! #Oleforever
Cantona no 7 says
Audunn og Tomas i gudanna baenum
Tómas says
Guðanna bænum hvað Cantona? Hverju ertu svona ósammála, sem ég skrifaði?
Scaltastic says
Flauta þetta af og þrjá punkta á prinsipp FC eins og skot. Að öllu gamni slepptu þá væri það réttlæti að dæma 0-3 sigur á þá. Auðvitað finnur maður til með leikmannahópnum og þjálfaraliðinu. Þeir vita hins vegar að þessi reiði beinist ekki gegn þeim.
Fyrir mér er þetta ekki mótmæli, heldur stuðningsmanna árshátíð local fólksins. Ef það eru ehv sem skilja hvað man utd DNA þýðir, þá er það þetta fólk. Fólki er fullkomlega leyfilegt að fordæma mína afstöðu en ég styð þetta fólk í þeirra afstöðu. Það er ekki boðlegt að innviðir Old Trafford séu á pari við Laugardalsvöll.