United stillti upp sterkasta liði
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood
Liverpool liðið
Snemma í leiknum komst Firmino inn í teig og skaut að marki, Bailly renndi sér fyrir boltann með hendur á eðlilegum stöðum þannig þegar boltinn fór í hendi hans var að sjálfsögðu ekkert dæmt. Rétt á eftir var Alisson með boltann, gaf lélega sendingu sem Cavani komst inn í en skot hans var úr ójafnvægi og fór framhjá. Fjör strax.
Það var svo á tíundu mínútu að United komst yfir, Flott sókn upp hægra megin, sending á Wan-Bissaka sem gaf út í teiginn á Bruno Fernandes sem reyndi utanfótarskot sem virtist á leið framhjá en Nat Phillips ákvað að reyna ð blokka skotið, en gekk ekki betur en svo að hann skellti sköflunginum í boltann sem flaug inn yfir öxl Alisson.
United voru síðan öllu sterkari en næsta færið fékk Liverpool, De Gea var nógu fljotur að koma út og gat lokað markinu fyrir skoti Diogo Jota. Rétt á eftir hreinsaði Bailly frá marki og Nat Phillips lenti á honum. Anthony Taylor dæmdi víti, VAR skoðaði, Taylor fór í skjáinn og niðurstaðan var ekkert víti.
Liverpool var farið að færa sig upp á skaftið og næst var það Jota sem sem átti skot sem Henderson varði yfir. Eftir nokkuð klafs í teignum eftir horni fékk Jota boltann, lék til hliðar og vörnin fylgdi ekki eftir, Jota sneri vel og skaut í gagnstætt horn, flott mark sem kom til af slakri vörn.
Áfram sótti Liverpool og United átti í mestu vandræðum með að ná og halda boltanum. Undir lokin átti Bruno skot framhjá, meiddist við það en leikurinn hélt áfram þangað til brotið var á Liverpool manni nokkru utan teigs svo hægt væri að skoða hann. Þegar Liverpool tók loksins aukaspyrnuna var hún frábær inn á teiginn fjær þar sem Firmino var frír og skallaði inn. 2-1 mínútu fyrir leikhlé og bæði mörk United komu eftir föst leikatriði.
Liverpool byrjaði svo seinni hálfleik með marki sem einkenndist af hrikalegum mistökum United, fyrst sending Fred beint á andstæðing, síðan hreinsaði Shaw beint á Liverpool mann og loks kom skot frá Trent Alexander-Arnold sem Henderson sló beint út í teig þar sem Firmino skoraði auðveldlega.
Liverpool voru svo áfram betri án þess að gera mikið, United gerði ekki neitt og á 59. mínútu spilaði Liverpool auðveldlega gegnum vörn United, Jota var aleinn í teignum en skaut í stöng. Skömmu seinna varði Henderson frá Trent Alexander-Arnold, enn kom það eftir að United maður hafði misst boltann fyrir utan teig.
Fred var búinn að vera stórkostlega lélegur og fauk útaf fyrir Mason Greenwood, loksins reynt að gera eitthvað úr þessu og United fór strax að verða líklegra og á 68. mínútur skoraði Rashford. Cavani átti stoðsendinguna inn á Rashford sem lék vel inn í teig og náði skotinu, í stöng og inn. Innan við veimur mínútum síðar var rosalegur hamagangur í teig Liverpool, vörnin blokkaði tvö skot og hreinsuðu svo skot Greenwood af línu. Allt í einu allt að gerast!
Þetta róaðist aðeins síðan, United voru betri en Liverpool náðu vopnum sínum í vörninni og hleyptu engu í gegn.
Matic var síðasta skiptingin sem sagði kannske eitthvað, kom inná fyrir Bailly. Það dugði til þess að Liverpool tryggði sigurinn. United var í stórsókn, Matic missti boltann, Liverpool sendi fram og Salah var einn frá miðju og inn í teig og kláraði auðveldlega.
Þetta var í einu orði sagt hörmulegt. Góð byrjun og svo hrundi allt. United var vilja- og getulaust og frammistaðan í föstum leikatriðum til skammar. Nú er smá hvíld fram að næsta leik en það er ljóst að liðið er ekki að mæta til leiks í deildinni.
Rúnar P says
Rassfótur… hva er málið með taktleysið?
Egill says
Klaufalegur varnarleikur enn einu sinni og við fáum enn eitt markið á okkur eftir fast leikatriði.
Rashford búinn að vera farþegi so far og þarf að fara útaf í hálfleik, hann er búinn að vera skelfilegur. McTom hefur svo virkað hræddur allan leikinn.
Menn þurfa að rífa sig í gang í seinni hálfleik.
bjarni says
inn á með grennwood núna rassa út og drífa sig í gang allavega eitt stig annað er ekki boðlegt helvíti við látum ekki þetta andskotans poolara drasl labba í burtu með 3 stig fari það norður og niður bjarni out
Egill says
Fred, Shaw og Henderson bjóða bara uppá þriðja markið. Frábært.
Helgi P says
Kominn með nóg af þessari scott og fred miðju hjá Solskjær
RH says
MASTER PLANIÐ hjá Solskjær ..að tapa 2 í röð vel gert haha ..núna skil ég afhverju stuðningsmenn United voru að stoppa rútuna hjá Liverpool
Red says
Hahahahaha djöfull var þetta fallegt.
Ekki skrýtið að stuðningsmenn hafi viljað fresta þessum leik.
Egill says
Þessi leikur var til skammar.
Henderson tryggir De Gea nýjan samning
Fred tryggir sér stöðu í varaliðinu næsta season ásamt McTom.
Rashford með enn eina ömurlegu frammistöðuna, en náði að skora gott mark svo tölfræðin lúkki nú vel.
Þessi vörn getur bara ekki varist föstum leikatriðum, það er alveg sama hvaða trúðar eru í vörninni við getum bara ekki varist þeim.
Ég skil ekki af hverju Ole bíður alltaf svona lengi eftir því að gera skiptingar. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að Rashford er verri en enginn á vinstri kannti, en beið þangað til á 60min+ með að færa hann á vinstri. Og hvað í ósköpunum átti Matic að gera þarna undir lokin?
Við vorum að mæta slökustu Liverpool vörn í áratugi og náðum einu sinni að notfæra okkur hægaganginn þeirra.
Liverpool þurfti ekki einu sinni að spila fótbolta. Það var nóg að pressa á varnarmennina okkar og sparka í ökklann á Bruno allan leikinn.
Það hefur ekkert lið í deildinni fengið fleiri mörk á sig úr föstum leikatriðum ef víti eru ekki tekin með. Frábært alveg hreint.
Þorsteinn says
Algert grín, varla mætt til leiks – mest pirrandi leikur sem ég hef séð í mjög langan tíma og gefur ekki tilefni til bjartsýni um næstu. Okkar menn virðast vera komnir í frí.
MD says
Varnarleikurinn algjörlega út á túni, gerðum þeim alltof auðvelt fyrir í mörkunum. Fyrsta markið var slappt, menn ekki á tánum í teignum og koma boltanum ekki frá. Í öðru markinu slekkur Pogba á heilanum og fylgir ekki sínum manni. Schmeichel gaf Henderson heldur ekki háa einkunn eftir leikinn. Í þriðja marki Liverpool fer Shaw af stað og gefur boltann frá sér á stórhættulegum stað. Skotið kemur á markið úr þröngu færi og Henderson missir hann frá sér beint út í teiginn og þeir hirða frákastið. Hrikalega sloppy allt saman.
Fred var líka afskaplega slakur og með lélegar sendingar. Þetta er staða sem þarf að styrkja í sumar og ef við getum notað Lingard sem skiptimynt upp í Declan Rice þá myndi ég taka því allan daginn.
Ég hreinlega er ekki viss með Henderson eftir leik kvöldsins. Þetta var prófraun sem mér fannst hann ekki standast.
Scaltastic says
Þessi leikur sýndi það svart á hvítu að Maguire er vandamál nr. 1,2 og 3.
Andri says
Ein pæling. Takk fyrir góða umfjöllun oftast en það nennir enginn að lesa þessar endurtekningar á því sem gerðist í leiknum. Miklu frekar fá álit og umræður um leikinn og skoðanir sem dæmi. Skemmtilegast þegar þið leggið vinnu í það.
Scaltastic says
Ekki gleyma því gott fólk að Eric Bailly var að krota á þriggja ára framlengingu… you can’t make this shit up
MD says
Menn geta sagt ýmislegt um Maguire en það sást alveg að vörnin var verri án hans.
Það vantar rétta manninn til að para við Maguire, það er stóra málið að mínu mati.
Red says
Já helvítis skellur fyrir ykkur að vera án Maquire í 1 leik og skíttapa honum.
Liverpool hafa verið án miðvarða 1.2 og 3 í langan tíma og í þessum leik miðvörð 4. Í kvöld spiluðu miðverðir 5 og 6.
En þið hafið spilað vel í vetur og eruð save í cl að ári og vel að því komnir.
jon says
red poolari eigin skellur þið eruð ekki komnir í cl sjáum til en við getum enn unnið Dollu he he
MD says
@Red- Það er enginn að kenna því um að þessi leikur hafi tapast út af Maguire, þeir leikmenn sem komu í hans stað eiga að geta gert miklu betur enda sást það í formi markanna sem voru að leka inn. Til framtíðar þá tel ég hinsvegar að það vanti að fjárfesta í nýjum manni með honum til að styrkja varnarleik Manchester United til að taka liðið áfram á þeirri vegferð sem það er. Þú afsakar kannski að það sé verið að ræða það hér á þessari síðu út frá þessum leik, en þetta er jú Man Utd bloggsíða sem þú ert mættur óvænt inn á í kommentakerfið.
Eitthvað segir mér samt að Big Sam, Sean Dyche og Roy Hodgson spili þá taktík í lokaleikjunum ykkar sem gæti reynst ykkur mun erfiðari að sækja á heldur en há og áhugalaus varnarlína Man Utd sem var staðreyndin í dag.
Cantona no 7 says
Eg geri meiri krofur til okkar manna en ad tapa fyrir Leicester og Liverpool a heimavelli.
Okkar menn eiga alltaf ad eiga ca. 24 manna mjog sterkan hop.
Manchester United er og verdur vonandi alltaf sama storveldid.
Glazerz menn verda ad fjarfesta vel i lidinu til mikid fleiri sigra.
Ole verdur ad fa marga sterka menn inn i sumar.
Menn eins og Bailly t.d. hafa ekki getuna til ad spila fyrir okkur.
Henderson ekki ad standa sig o. fl. i sidustu leikjum.
Menn verda ad laga sinn leik mikid.
Eg vil sja inn ca 6 alvoru menn i sumar.
Fred og McTominay eiga ekki ad vera framtidarbyrjunarlidsmenn hja
okkur,geta verid i 24 manna hop ad minu mati.
G G M U
ps. vantar ca 3 til fjora klassa varnarmenn
Tómas says
Það lurka Liverpool menn á síðunni og kommenta og fá slatta af þumlum upp. Þeir hrúgast hérna inn greinilega. Sorglegir.
Liverpool vildi þetta meira því miður. Það sem vantar mest í okkar lið eru betri miðjumenn og miðvörður sem er í heimsklassa. Vissulega hægt að bæta hópinn á fleiri stöðum.
Það voru meira og minna allir lélegir í kvöld. Greenwood var með ágætis innkomu.
Egill er Rashford verri en enginn? Held að Rashford hafi gert vel á þessu tímabili, sérstaklega þar sem það er augljóst að hann er að spila meiddur. Hann gat allaveganna skorað í þessum leik. Fyrir utan Fernandes er Rashford sá leikmaður sem hefur gert mest m.t.t. til stoðsendinga og marka fyrir United þetta tímabil. Held að öll toppliðin í deildinni myndu vilja hafa hann í sínu liði.
Steve Bruce says
Miðvörður- must
Aftirliggjandi miðjumaður- must
Selja Fred og Matic- must
Breikka hópinn þar sem takmörkuð gæði eru af bekknum- Must
Já og svo var Henderson eins og illa þjálfaður 15 ára unglingur í markinu.
Helgi P says
Það er ótrulegt að við séum í þessu 2 sæti við erum búnir að spila 80% af þessum hálfleikjum illa og með verstu miðju sem ég man eftir með Scott og fred það er bara fáránlegt hvað Solskjær er búinn að gefa þeim marga sénsa
Egill says
Ég skil stundum ekki af hverju fólk er að horfa á fótbolta, fólk virðist láta duga að lesa tölfræði og dæma út frá henni.
Rashford gat akkúrat ekki neitt þangað til hann var færður á vinstri kanntinn og þá fékk hann strax færi og skoraði. Komst svo í annað færi stuttu seinna og skaut framhjá úr þröngu færi í staðin fyrir að senda á Cavani sem var í talsvert betra færi.
Ákvarðanatakan hans heilt yfir var hræðileg í gær, rétt eins og í svo rosalega mörgum leikjum. Hann hleypur með boltann og ákveður annaðhvort að hlaupa í gegnum 3 menn og missir boltann, eða stoppar og gefur boltann frá sér. En það er víst ekki til tölfræði fyrir það þannig að það gerðist aldrei og hann er bara frábær.
Tómas says
@Egill. Horfi á flesta leiki með þessu liði og get alveg tekið undir það að Rashford getur stundum verið frústrerandi. En þú hefur ekkert vit á fótbolta ef þú ert að horfa og sérð ekki að þetta er geggjaður leikmaður sem United er heppið að hafa.
Vissulega er tölfræði ekki allt en þegar kemur að sóknarmönnum skiptir hún heilmiklu máli. Undantekningin er kannski Firminho hjá Liverpool.
Egill says
Ég veit allt það hversu frábær leikmaður hann er, en ég skil ekki af hverju það er verið að spila honum úr stöðu þegar hann hefur aldrei getað neitt hægra megin. Rashford hefur ekki verið að spila vel heilt yfir sl 12-18 mánuði, hann á sín móment klárlega, en hann á alltof marga lélega leiki, enda er verið að spila honum meiddum og úr stöðu.
Held líka að hann hefði gott af því að vera þrykkt niður á jörðina af stjóranum, þessar ákvaranatökur þurfa að batna. Það er ekki í lagi að skila svona frammistöðum trekk í trekk.
Tómas says
Get tekið undir það. Hann er eitthvað meiddur og það er verið að reyna troða Pogba í liðið vinstra megin.
Rashford má vissulega ekki finnast hann ósnertanlegur en held út af hæfileikum og það er helst Dan James sem á að veita honum samkeppni núna þá finnist Ole hann ekki geta sleppt því að spila honum.
Hugsa að Pogba myndi spila oftar á miðjunni ef miðverðir væru betri og það væri betri varnarmiðjumaður í liðinu.
Rashford myndi líka spila betur oftar með betri menn fyrir aftan sig.
Egill says
Og þarna urðum við algjörlega sammála.
Great success :)
birgir says
Sýndi sig hvað Maguire er mikilvægur. Hann verður að haldast heill.
Þið munið hvernig fór hjá City í fyrra þegar Laporte meiddist.
Gaman að sjá Liverpool menn kenna meiðslum um ógöngur sínar í vetur. Reyndar voru þeir að spila miðvörðumnr. 7 og 9 í goggunaröðinni í þessum leik og að reyna 18. miðvarðaparið í vetur, en það er engin helvítis afsökun fyrir þessu slaka gengi