Á morgun lýkur löngu og stífu deildartímabili. United byrjaði skelfilega eftir alltof litla hvíld og lítinn undirbúning. En svo tók land að rísa og um tíma tyllti liðið sér á toppinn. En það var skammlíft og á endanum er traust annað sæti það sem við sættum okkur við, ekki síst þar sem sést hvar pottur er brotinn í hópnum. Það er eitthvað sem bíður lausnar í sumar og ef marka má slúðrið sem flæðir sem aldrei fyrr vita aðrir það líka. Það verður nóg um það síðar.
En á morgun fer United á Molineux og tekur á Úlfunum. Þar er sumarið byrjar og Nuno Espirito Santo, þjálfarinn sem hafði náð prýðilegum árangri með félagið hverfur á braut í leikslok.
Síðasta tímabil hefur verið erfitt fyrir Wolves, meiðsli Raúl Jiminez í nóvember settu allt úr skorðum og Nuno virtist ekki alveg tilbúinn að takast á við erfiðleikana sem fylgdu. Talað er um að Wolves hafi íhugað að reka hann strax í janúar en ákveðið að hann gæti haldið liðinu frá fallbaráttu og sú er raunin, liðið siglir lygnan sjó um miðja deild.
En Nuno er auðvitað gríðarvinsæll í Wolverhampton fyrir að breyta liðinu úr miðlungsliði í Championship í lið sem fór í fjórðungsúrslit í Evrópukeppni og með áhorfendur að baki sér verður þessi leikur allt í einu mun mikilvægari fyrir Wolves.
Liðið sem á að kveðja Nuno með sigri verður einhvern veginn svona:
Það er erfiðara að spá um lið United. Solskjær gaf út í gær að Martial og Maguire verði nær örugglega frá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag og það má búast við að vörnin verði eins á morgun og þá, til að æfa menn sem líklega er mikilvægara nú en að hvíla einhvern.
Annað mál er með leikmenn framar á vellinu. Þar má vonast til að hægt sé að hvíla aðeins án þess að það komi niður á leik United í úrslitunum. Orðið á götunni er að Hannibal Mejbri sem vann í vikunni Denzil Haroun verðlaunin fyrir besta varaliðsmann ársins, aðeins átján ára, eigi möguleika á fyrsta leik sínum með aðallliðunu. Mejbri hefði líklega þegar verið búinn að leika sinn fyrsta leik en lenti í meiðslum í janúar sem töfðu fyrir.
Einnig er líklegt að Jimmy Murphy unglingaliðsleikmaður ársins, Shola Shoretire, árinu yngri en Mejbri komi líka inn. Shoretire náði einmitt sínum fyrstu mínútum með aðalliðinu í febrúar, og lék í haust með U-21 árs liðinu í nokkrum leikjum aðeins 16 ára þá. Eigum við ekki bara að segja liðið verði svona? (Liðið verður ekki svona)
Það væri spennandi og skemmtilegt að sjá þessa drengi fá tækifæri áður en augu okkar beinast til Gdańsk og úrslitaleiksins á miðvikudag, en leikurinn á morgun byrjar kl 15:00
Elli kristjans says
Bíddu, bíddu; eru Harry, Fred og Scot Mc ekki meiddir þá eftir allt saman. Gott ef ekki.
Björn Friðgeir says
Default stillingin að hrella mig… og fljótfærin