Lokaleikur tímabilsins sendir Manchester United fólk með óbragð inn í sumarið eftir tap í framlengdum úrslitaleik Evrópudeildarinnar og maraþonvítaspyrnukeppni. Á endanum var það David de Gea, maðurinn sem um tíma hélt liðinu uppi, sem var skúrkurinn. En hann á svo sannarlega ekki skilið að skuldinni sé alfarið skellt á hann. Frammistaða liðsins var heilt yfir ekki nógu góð, of margir leikmenn spiluðu undir getu og skorti baráttu og þjálfarateymið var ekki með réttu svörin í kvöld til að vinna lið sem er ekki betra en Manchester United en hefur, að því er virðist, töluvert betri knattspyrnustjóra.
Fínt tímabil hefði getað orðið mjög flott með sigri í kvöld en í staðinn skilur leikurinn, og lok tímabilsins, mann eftir með margar spurningar um það nákvæmlega á hvaða leið Manchester United er núna. Sumarið verður stórt.
Byrjunarlið og helstu atvik
Flestir bjuggust líklega við að McFred myndu byrja þennan leik á miðjunni hjá United en Solskjær virtist ætla að sækja meira svo hann stillti Pogba upp á miðjunni með McTominay. Byrjunarliðið var á þessa leið:
Bekkur: Grant, Henderson, Telles (120+2′ fyrir Wan-Bissaka), Maguire, Tuanzebe (116′ fyrir Bailly), Williams, Amad, Fred (100′ fyrir Greenwood), James (115′ fyrir Pogba), Mata (120+2′ fyrir McTominay), Matic, van de Beek.
Á meðan valdi Unai Emery þetta byrjunarlið fyrir Villarreal:
Bekkur: Asenjo, Gaspar, Mori, Raba, Estupinan, Alcacer, Moreno, Coquelin, Pena, Costa, Gomez, Nino.
Helsti markaskorari Villarreal á tímabilinu, Gerard Moreno, kom þeim yfir eftir 29 mínútur með marki eftir aukaspyrnu frá Daniel Parejo. Nokkuð vel unnið hjá þeim þar sem Moreno hljóp Shaw af sér, nýtti skjöld frá samherja til að komast framhjá Bailly og tók svo sprett fyrir aftan Lindelöf og stýrði aukaspyrnunni í markið framhjá de Gea. Vel gert hjá þeim en verulega illa gert hjá United. Liðið saknaði Harry Maguire mikið í kvöld, sérstaklega í þessu marki. Einhvern tímann hefði de Gea varið þetta en sökin er að minnstu leyti hans. Það er bara eðlileg krafa að lið sem er komið í úrslitaleik setji lang, lang, LANG hættulegasta sóknarmann andstæðingsins í gjörgæslu í föstu leikatriði.
Edinson Cavani jafnaði leikinn á 55. mínútu. Eftir hornspyrnu barst boltinn út úr teig Villarreal þar sem Rashford lét vaða en komst ekki alla leið að marki. Boltinn hrökk af McTominay til Edinson Cavani sem lét vaða á markið og skoraði framhjá Rulli sem hafði skutlað sér í annað hornið.
Í vítaspyrnukeppninni skoruðu svo allir leikmenn beggja liða þar til komið var að David de Gea. Flest vítin voru reyndar mjög öflug en stundum hefðu báðir markmenn getað og átt að gera töluvert betur. Rulli skoraði örugglega úr sinni vítaspyrnu í 11. umferð og varði svo heldur slappa vítaspyrnu frá David de Gea og tryggði Villarreal sigurinn.
Pælingar um leikinn
Manchester United er betra fótboltalið en Villarreal. Manchester United endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Villarreal endaði í 7. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Ef leikmenn eru bornir saman þá er United betra lið. Verðmiðinn á United-liðinu er margfalt hærri en á þessu Villarreal-liði.
En það var ekki að sjá á löngum stundum í þessum leik. United byrjaði reyndar betur, að mínu mati, og var með yfirhöndina fyrsta hálftímann. United var þá meira með boltann (sem var að vísu alltaf upplegg Villarreal) og náði að mestu að spila sig í gegnum pressu Villarreal og koma sér í álitleg færi til að gera eitthvað meira. Það vantaði þó alltaf herslumuninn á að breyta því í eitthvað alvöru. En á þessu stigi leiksins var það ekkert alslæmt, með þolinmæði væri eflaust hægt að láta kné fylgja kviði á endanum og nýta yfirburðina.
Það gerðist þó ekki heldur fylgdi leikurinn uppskrift Villarreal þegar þeir skoruðu upp úr föstu leikatriði utarlega á vellinum. Það er löngu orðið rannsóknarefni hvað United eru slakir að verjast föstum leikatriðum. Munaði líka afskaplega miklu um að fyrirliðann vantaði.
Eftir þetta átti Villarreal meira í fyrri hálfleiknum. Það var leiðinlegt að sjá ekki meiri svör frá Manchester United eftir markið. Einu mennirnir með almennilegu lífsmarki voru Edinson Cavani, sem var óþreytandi að reyna að keyra áfram baráttuna, og Scott McTominay, sem var alls staðar. Mason Greenwood átti fína spretti en aðrir voru hreinlega farþegar miðað við hvað þeir eiga að geta sýnt. Sérstaklega var svekkjandi að sjá að Marcus Rashford og Luke Shaw voru að spila undir getu á vinstri kantinum.
Maður vonaðist til að hálfleiksræða Solskjær myndi sparka lífi í liðið en ef eitthvað var komu Villarreal sprækari inn í seinni hálfleikinn. Harðfylgni McTominay skilaði sér þó á 55. mínútu þegar hann náði upp á sitt einsdæmi að vinna hornspyrnu eftir fína tilraun. Upp úr þeirri hornspyrnu skoraði Cavani eftir stoðsendingu frá McTominay. Þá loksins sáum við eitthvað líf í United. Liðið náði tökum á leiknum sem entust út venjulegan leiktíma. Það var eitthvað um færi en þó ekki almennileg.
Í framlengingu var eins og allur vindur væri úr Manchester United. Villarreal hafði, ólíkt United, gert skiptingar í leiknum og voru miklu ferskari og tilbúnari í þetta. Solskjær virtist vera með hugann alfarið við vítaspyrnukeppni þegar hann loksins gerði sínar skiptingar. Allir bjuggust við að Rashford færi af velli en í staðinn tók hann Greenwood og Pogba af velli. Það var vægast sagt skrýtið.
Vissulega skoruðu allir leikmennirnir sem Solskjær setti inn á völlinn í vítaspyrnukeppninni, og tveir af þeim úr fyrstu tveimur spyrnunum. En það er mjög eðlileg spurning að spyrja hvers vegna ekki var reynt að gera meira til að vinna helvítis leikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu frekar en að treysta á vítaspyrnu? Og í öðru lagi þá af hverju ein af þessum skiptingum var ekki nýtt til að skipta markmanni inn á sem hefur reynslu af því að verja vítaspyrnu á síðustu fimm árum eða svo.
Vonbrigði
Úrslitin úr þessum leik eru mikil vonbrigði. Frammistaða of margra leikmanna var vonbrigði. Taktískt uppleg og sér í lagi gameplay stjórnun Solskjær voru afskaplega mikil vonbrigði. Enn og aftur fellur hann á prófi. Hann komst upp úr undanúrslitinum í þetta skiptið en hefur hann það sem þarf til að taka þetta alla leið?
Það er auðvitað ekki endilega sanngjarnt að láta svekkelsið strax eftir vondan tapleik lita of mikinn hluta af tímabilinu og því sem Solskjær hefur fært liðinu. En þetta eru ekki nýjar spurningar samt, ekki nýjar efasemdir. Og þótt tapsærið spili inn í þá finnst manni þetta samt sem áður svo augljóst að það hefði þurft að gera meiri og betri breytingar á liðinu. Upphaflega uppleggið var ekki endilega svo slæmt en það var ekki að virka og það hefði þurft að breyta einhverju. Fyrir mann sem gerði það að listgrein að breyta leikjum af bekknum þá virðist Solskjær hafa alltof litla tilfinningu fyrir því hvað hann eigi að gera við varamennina í miðjum leikjum.
Niðurstaðan á tímabilinu er þá Meistaradeildarsæti en titlaleysi. Fyrirfram hefði maður kannski þegið það en akkúrat núna verður maður að lýsa þessu sem ákveðnum vonbrigðum.
Scaltastic says
Live by Eric Bailly… die by Eric Bailly. Nú er bara að vona það besta
Egill says
Það er til skammar að þetta þjálfarateymi sé ekki búið að laga þessi föstu leikatriði, ekkert lið í deildinni hefur fengið fleiri mörk á sig úr föstum leikatriðum.
Egill says
Er einhver tölfræðingur til í að útskýra fyrir mér hvað Rashford er í raun búinn að vera frábær? Ég sé nefnilega bara enn einn leikinn þar sem hann skilar akkúrat ekki neinu nema töpuðum boltum.
Scaltastic says
Rashford úti á túni per usual, hann er þó að reyna að skapa, ehv annað en Bruno. Hann þarf að rífa sig í gang ASAP ef við ætlum að eiga séns.
Steve Bruce says
Rashford slakur og Bruno ósýnilegur. Uppspilið hægt og fyrirsjáanlegt.
Rúnar P says
Kann enginn að gefa sendingu á samherja í þessu liði??? 🤬
Helgi P says
Hvað er málið með Solskjær og þessar skiptingar hefur hann ekki pung til að gera breytingar
Helgi P says
Solskjær hlítur að losa sig við hvern einasta leikmann sem er á bekknum þetta er löngu orðið vandræðilegt að horfa á þetta
Scaltastic says
McTominay frábær í kvöld, bakverðirnir líka góðir. Pogba og Rashford hins vegar með ruslframmistöðu.
Ef þetta lendir í vító þá fer ég fram á að Lee Grant fari í búrið og klári dæmið.
Egill says
Greenwood útaf en Rash hangir ennþá inná??? Ég skil Ole engan vegin.
Turninn Pallister says
Fíllinn í herberginu er samt frammistaða Bruno í kvöld. Ótrúlegt hvað svona frábær leikmaður getur horfið í stóru leikjunum. Persónulega finnst mér Pogba búinn að vera „allt í læ“ í kvöld. Hefur vissulega átt betri leiki en alls ekki í einhverjum ruslflokki. Rashford hinsvegar er búinn að vera slappur og alveg ótrúlegt að hann hafi klárað 90 mínútur.
Scaltastic says
Lappirnar farnar og það leynir sér ekki í líkamstjáningu leikmanna. Tilhugsunin að fara í vítakeppni með DeGea í markinu… úff
Golli+Giss says
Ótrúleg yfirspenna hjá mörgum MU leikmönnum í þessum leik. Þetta er bara miðlungs, þunglammalegt, organeserað Spænsk lið sem okkar menn eiga að vera búnir að afgreiða fyrir löngu. Láta þetta lið pirra sig og eiga auðvelt með að hægja og drepa niður leikinn. Stefnir í taktískan sigur fyrir hjá þessum reynda þjálfara þeirra., Gegn okkar reynslulitla Ole.
Danni says
Úff já DDG hefur ekki verið að verja mörg víti fyrir okkur. Er ekki að sjá okkur taka þetta því miður…
Auðunn says
Ótrúlegt að Pogba sé tekinn útaf enn ekki Rashford.
Á hvaða leik er Ole að horfa á???
Rashford hefur ekki getað neitt.. Nákvæmlega ekkert.
Scaltastic says
Þetta er skita, forheimska, barnaskapur… you name it. Ef við vinnum ekki vító, þá mun ég aldrei fyrirgefa Ole að hafa ekki punginn í að skipta DeGea út.
Turninn Pallister says
Shit baby bolti og DeGea leggst eins og hvolpur strax!!
Arnar says
Liðið/þjálfarinn sem kem með plan vann!
Rúnar P says
Skrefi nær frá síðasta ári! Næstu ár verða svakaleg, vitið til!!!
Egill says
Bruno skelfilegur
Rashford verri en enginn enn eina ferðina
Ole gjörsamlega clueless eins og alltaf
Leikmenn Viarreal léku sér að de Gea í vítaspyrnukeppninni
Ég nenni ekki Rashford lengur, ef hann heldur að hann komist til Real eða Barca með þessari frammistöðu sem hann hefur sýnt síðustu 18 mánuði þá má hann fara mín vegna, og hann má taka Ole með sér.
Skítaframkistaða enn eina ferðina.
Helgi P says
Vá hvað Solskjær er CLUELESS þjálfari þvílik heimska að taka ekki de gea útaf
Auðunn says
Út með Ole núna og inn með Conte eða einhvern sem hefur meira vit á fótbolta….
Ég gjörsamlega brjálaður útí þennan leik og afhverju Ole fær nákvæmlega ekkert út úr mönnum eins og Rashford, Bruno og Greenwood í svona leikjum aftur og aftur og aftur sýnir hversu lélegur þjálfari hann er.
Lið pakka í vörn þá hefur hann engin svör..
Nákvæmlega engin. Liðið með boltann 60% og á tvö heil skot á markið. Gjörsamlega glórulaust með öllu.
Tómas says
Ömurlegt! Hljótum að gera kröfu um að De Gea verji eitt víti og ef ekki hann skori úr sínu.
Fernandes, Rashford, Pogba sérstaklega slakir.
Ole var síðri þjálfarinn í kvöld. Ég gef honum 5 fyrir tímabilið. Ef hann byrjar ekki næsta vel, þá mætti hann mín vegna fara.
Það sem ég vill sjá gerast í sumar í þessari áhersluröð 1. Varane 2. Declan Rice 3. Tielesman 4. Sancho.
Líklega óraunhæft en mætti losa leikmenn meðal annars Pogba og Lingard til að þetta gangi eftir.
gummi says
Hvernig getur svona lélegur stjóri verið að þjálfa eitt stærsta félagslið heiminum næsta season verður vont með Solskjær sem stjóra
zorro says
Alltaf sagt að þessi stjóri er ekki með pung i þetta…þetta var leikur milli 2 b liða…og eiga ekki skot að marki er ömurlegt..óskiljanlegt…búi að reka betri stjóra en hann…þetta er mjög skrítið…City og fleiri lið mörgum kílómetrum undan okkur i öllu
Helgi P says
Þetta tap skrifast á Solskjær og hans þrjósku ég mun aldrei skilja hann sem þjálfara hvernig gat Rashford spilað 120 mín í þessum leik sýnir hversu slæmur stjóri solskjær er
Elis says
Það versta sem gerðist í vetur fyrir Utd er að liðið lenti í 2.sæti í deildinni og það gefur von um að liðið er sterkara en raun ber vitni.
Liðið átti allan daginn að vera í top 4 en bæði Chelsea og Liverpool virka sem sterkari lið í dag þótt að staðan segir anna. Chelsea fékk nýjan stjóra(losuðu sig við sinn Ole) og virkar mjög sterkir á meðan að Liverpool voru að nota 20 miðvarðapör og misstu Van Dijk nánast allt tímabilið(það er eins og að missa Harry eða Bruno).
Það sem vantar í Man utd og staðan í dag.
Nýjan miðvörð með Harry sem er traustur og með hraða.
Kenna Wan bissaka þarf að læra að senda fyrir
Fred á ekki heima nálagt þessu liði
Pogba má spila oftar eins og honum þykkir vænt um liðið (virkar eins og farðþegi)
Bruno verður að hætta að týnast í stórum leikjum( samt frábær leikmaður)
Nota Donny Van de Beek – það voru mörg lið á eftir honum en hann fær 0% traust hjá Ole og það er ekki sangjart að dæma hann þegar hann spilar 1 af hverjum 5 leikjum.
Martial er óþolandi og verður að fara. Hann nennir þessu ekki(ætli þetta sé sami hroki og Pogba er með?)
D.James er bara ekki nógu góður
Rashford ætti að vera super sup hjá liði sem ætlar sér stóra hluti, hann er með hraðan en vantar mikið annað.
Greenwood/Cavani eru alvöru framherjar sem þurfa að byrja alltaf þegar þeir eru heilir. Áræðnir og vita hvar markið er.
Mata má alveg fara.
Látum okkur sjá s.s Markvarða staðan er nokkuð góð, varnarlínan er ágæt en þarf að vera frábær(Nýr miðvörður), miðjan er ekki sexy með Fred og Scott og ef Pogba nennir ekki að leggja neitt á sig má hann fara en Bruno þarf meiri hjálp og sóknarlínan er ágæt en eins og með varnarlínuna þá þarf hún að vera frábær.
Ef við skoðum Man City, Chelsea og Liverpool þá er Man utd líklega með lélegustu varnarlínuna, lélegustu miðjuna og minnst spennandi sóknarlínuna en númer 1,2 og 3 lang lélegasta stjóran.
Það þarf að fjárfesta í sumar og það þarf að losna við farþega eins og Matic, Mata, Fred(bara svo að hann spilar ekki fleiri leiki), P.Jones og sjá hvort að það sé ekki hægt að fá 15m-20 punda fyrir D.James.
Kaupa inn Miðvörð, djúpan miðjumann(sem er betri en Fred, ætti að vera auðvelt) og sóknarmann.
Ef þú ert samt heimsklassa leikmaður í dag og ert ekki bundin einhverji Man utd ást , hversu spennandi er að fara að spila fyrir Ole og Man utd?
Steve Bruce says
Í gær var stórt próf sem United féll á. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið síðasti leikur David de Gea og að Ole Gunnar hafi verið búinn að bíta það í sig að David ætti skilið að standa á milli stanganna no matter what. Það vissu allir sem eitthvað hafa fylgst með síðustu árin að De Gea myndi að öllum líkindum ekki verja eitt einasta víti. Hann er lagstur í hornið löngu áður en spyrnan kemur og maður hafði á tilfinningunni að Villareal myndu skora úr öllum vítum fram á morgundaginn svo lengi sem þeir hittu markið.
Það voru óheyrileg vonbrigði að verða vitni af þessum hæga göngubolta hjá liði sem fékk frí um síðustu helgi á meðan Villareal voru með sitt sterkasta lið á móti Real Madrid.
Rashford var hreinlega verri en enginn á stórum köflum. Þunnur hópurinn var berskjaldaður með þeirri staðreynd að Ole treysti engum til að koma af bekknum og reyna að breyta leiknum. Allt í einu er morgunljóst hversu gríðarlangt er í land.
Scaltastic says
Myndi allan daginn taka þjáningar miðvikudagsins í skiptum fyrir þetta kvöld. Takk fyrir mig Ngolo Kante og Tomas Tuchel :)
gummi says
Tuchel búinn að vera stjórna Chelsea í korter og strax búinn að skila meistaratitli í hús hvað eigum við að þurfa þola solskjær og hans leiðinnlega bolta lengi það er svo galið að fara treysta honum að eyða miklum peningum
GHO says
Ferguson tók við united 1986 og vann fyrsta titillinn 1990 með sigri á crystal palace í F A bikarnum, þar sem tvo leiki þurfti til að fá sigurvegara. Ferguson var ekki langt frá því að missa starfið hjá united, en við þekkjum őll það ævintýri. Ferguson var góður stjóri en ekki gallalaus. OGS er ekki gallalaus stjóri og getur stundum pirrað mig tőluvert fyrir þrjóskuna, gefum honum tíma og sjáum svo til.
Cantona no 7 says
GHO
Þegar Sir Alex kemur til Manchester United þá er er hann búinn að vinna stóra titla fyrir Aberdeen t,d, Skotlandstitilinn og unnu Real Madrid í Evrópukeppni gömlu.
Hann var einnig að vinna með skoska landsliðinu.
Sir Alex er og mun alltaf vera yfirburðamaður þ.s, hann náði 13 EPL titlum
fyrir okkur.
Sir Alex gerir líka mistök sem sýnir að hann er mannlegur.
Vonandi verður næsta tímabil okkar,
G G M U
Golli Giss says
Er ekki séns að koma með einhverja jákvæðari upphafsfrétt á síðuna heldur en þetta súra tap seþ hefur nú verið frumsýnt í rúmlega mánuð. Eithvað nýtt um framtíðina, takk. GGMU.
Magnús Þór says
@Golli Giss: Lítill fugl hvíslaði því að mér að uppgjör tímabilsins sé væntanlegt í vikunni og eitthvað fleira skemmtilegt.
ghe says
Loksins er JADON SANCHO leikmaður Manchester United.
the says
Það er löngu timabært að setja nyja forsiðufrett, varla geta menn verið svo andlausir .