Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.
Raphaël Varane var tilkynntur úti á miðjum velli fyrir leik og stappfullur Old Trafford ærðist. Victor Lindelöf fylltist innblæstri af því og átti frábæran leik. Toppaði þann leik með stórkostlegri stoðsendingu fyrir síðasta markið í þrennu Bruno Fernandes.
Scott McTominay var frábær í leiknum í dag í meira box-to-box hlutverki og olli því að Leeds þurfti að endurskipuleggja allan sinn leik í hálfleik. Mason Greenwood var frábær og skoraði markið sem kom Manchester United aftur yfir í 2-1 eftir að Luke Ayling hafði jafnað í 1-1 með frábæru langskoti í byrjun seinni hálfleiks.
Jadon Sancho fékk svo nokkrar mínútur í lokin til að sýna sig og var mjög vel fagnað.
Toppbyrjun á tímabilinu og vonandi það sem koma skal. Hvílík gleði líka að fá áhorfendur aftur á Old Trafford.
Byrjunarlið Manchester United í leiknum:
Bekkur: Heaton, Dalot, Williams, Andreas, Mata, Matic, van de Beek, Martial, Sancho.
Leeds byrjaði með þetta lið:
Scaltastic says
Sú veislan!
Besti leikur Pogba í United treyju, Bruno klínískur, Greenwood áræðinn, Macca boss-aði miðjuna og Lindelöf frábær. Eina neikvæða sem ég hef að segja var hversu slakur fyrirliðinn var. Vonandi tengist það bara leikformi.